Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Side 10
Bessastaðastofa í tíð Sigurðar Jónassonar. Hinn nýi eigandi og ábúandi, Björgúlfur Olafsson læknir, var lengra að kominn en hinir fyrri eigendur. Hann hafði starfað sem læknir í nýlenduher Hollendinga í Indónesíu og Singapore. Björgúlfur hafði flust til landsins tveim árum áður og hóf nú búskap norður í Dumbshafi við aðrar aðstæður en hann hafði kynnst í hitabelt- inu. Björgúlfur virðist hafa verið vel efnum búinn eftir útivist sína. Hann hafði aldrei fast starf eftir að hann flutti til landsins 1926. Hann bætti húsakost á Bessastöðum verulega, setti rafmagn í hús, vatnsveitu og miðstöð. Hann bætti og jörðina með ræktun og keypti til baka það, sem selt hafði verið undan jörðinni, en það voru hlutar úr Skansinum og Breiðabólstaðar- eyri. Víst er að Björgúlfur efnaðist ekki á þessum jarðakaupum og búskap. Hann fékk ekki til baka við söluna það, sem hann hafði látið í jörðina. í Læknatali er Björgúlfur sagður bóndi á Bessastöðum frá 1928-1940. Ekki virð- ist hann hafa stundað læknisstörf þessi ár eins og hann gerði síðar. Athyglisvert er að bera saman heimflutning Björgúlfs læknis og Gunnars skálds Gunnarssonar áratug síðar. Báðir setjst þeir að í sveit og hefja búrekstur. Þeir uppgötva það, að aðstæður hafa breyst frá því þeir fluttu af landi brott í útlegðina. Stórbúskapur með vinnuhjúum var alls ekki lengur arð- bær, landbúnaður gat ekki keppt við sjáv- arútveg og þjónustugreinar um vinnuafl. Annar seldi jörðina en hinn gaf ríkinu sína jörð. En heimflutningur Björgúlfs læknis frá „Malajalöndum“ hefur áhrif enn í dag. Hann stofnaði hf. Shell á íslandi, sem nú er Skeljungur hf. SlGURÐUR JÓNSSON ElG- ANDI BESSASTAÐA Enn verða eigendaskipti á Bessastöðum þegar Björgúlfur Ölafsson seldi Sigurði Jónassýni jörðina. Þá var söluverðið kr. 150.000. Svarar sú fjárhæð til um 20 milljóna í dag. Björgúlfur keypti fasteign- ina Arnes á Seltjarnarnesi á sama tíma fyrir kr. 75.000. Sigurður var lögfræðing- ur að mennt, þjóðkunnur framkvæmda- og kaupsýslumaður. Hann var sonur fá- tæks bónda, sem síðar varð kaupmaður, og konu hans. Foreldrar hans skildu og var Sigurður settur í fóstur hjá Jóhannesi föður Bjöms Líndals alþingismanns. Sig- urður lauk lögfræðiprófi með sonarsyni fóstra síns, Theodóri Líndal prófessor, árið 1923. Á sínum yngri árum var hann talinn róttækur í skoðun, vinstri krati. Hann hóf að prófi loknu störf hjá Landsverslun en þar var skrifstofustjóri, sem hét Héðinn Valdemarsson. Þegar Landsverslun var lögð niður, var stofnuð Tóbaksverslun ís- lands hf. undir stjórn Héðins en hann stofnaði einnig Olíuverslun íslands hf. og tók við umboði fyrir British Petroleum Company, sem Landsverslun hafði haft. Steinn Steinar orti um bensíntunnu frá BP í kvæði, sem hann helgaði minningu Kommúnistaflokks Islands. Sigurður starfaði sem fulltrúi hjá Tób- aksverslun íslands hf. en varð svo for- stjóri Tóbakseinkasölu ríkisins og einnig stjórnaði hann fleiri einkasölufyrirtækjum ríkisins á þessum tíma. Hann gerði hlé á starfí sínu hjá Tóbakseinkasölunni og stofnaði þá fyrirtæki eins og Olíufélagið hf., Orku hf. og Reginn hf., jafnframt því sem hann varð forstjóri Olíufélagsins hf. Lét hann af forstjórastarfí hjá Olíufélaginu hf. eftir ósætti hans við Vilhjálm Þór, sem var stjórnarformaður Olíufélagsins hf. Þá gékk Sigurður í þjónustu Einars Sig- urðssonar útgerðarmanns. Hlutverk hans var að gera frystihúsarekstur Einars að stórveldi, því Einar taldi Sigurð fjármála- snilling en þeir áttu ekki skap saman þess- ir miklu fésýslumenn. Sigurður komst í hnattferð á kostnað Einars og hafði hann meiri áhuga á ýmsum erlendum umboðum, eins og fyrir veiðar- færi frá Austurlöndum fjær, en frystihúsa- rekstrinum. Þá vildi Sigurður að Einar stofnaði olíufélag til að annast umboð fyr- ir TEXACO. Áform Sigurðar voru stærri en Einar taldi hæfa sér og hugsaði hann þó oft stórt. Sigurður varð aftur forstjóri Tóbaks- einkasölunnar þar til hún var lögð niður. Jafnframt þessum störfum sínum fékkst hann við ýmis konar viðskipti, sem enginn virðist kunna skil á, nema ef vera skildi, að vitað er um nokkur íbúðarhús, sem hann byggði. Sigurður Jónasson kvæntist aldrei og eignaðist ekki afkomendur. Helstu söluvörur Tóbakseinkasölunnar voru Commander- og Elefant-sígarettur. Þessar sígarettur voru lítt þekktar í veröld- inni utan íslands og var „FíIIinn“ líklega aðeins framleiddur fyrir íslendinga. En hvað hafði Sigurður Jónasson í huga þegar hann keypti Bessastaði? I bók Vilhjálms Þ. Gíslasonar um Bessa- staði segir, að hann hafí auk búreksturs ætlað að hafa þar verksmiðjurekstur án þess að skýra það nánar. Jafnframt hafi hann hafist handa við hafnarbætur með sjóvarnargörðum með sjálfvirkum flóðlok- um. Allt er þetta frekar stórt í sniðum og draumórakennt, jafnvel enn í dag, og hef- ur enginn getað útskýrt fyrir mér hvað vakti fyrir Sigurði með þessum kaupum og framkvæmdum. Kannski hefur Sigurð- ur aðeins verið að gera góð kaup, en þó hefur blundað í honum draumur fátæka sveitapiltsins um búgarð á höfðingjasetri í námunda við höfuðstaðinn. BESSASTAÐIR Gefnir En skjótt skipast veður í lofti. Þegar ríkis- stjóraembættið var stofnað, var óvissa um hvar verða skyldi embættisbústaður hans. Ein hugmynd var sú, að aðsetur hans yrði í húsi Thors Jensens við Fríkirkjuveg en um þetta leyti fluttu Thor og kona hans, frú Margrét Þorbjörg, að Lágafelli í Mos- fellssveit. Þá kom fram tillaga um að embættisbústaður ríkisstjóra yrði að Bessastöðum, sem þá voru komnir í eigu Sigurðar Jónassonar. Hermann Jónasson forsætisráðherra spurðist fyrir um það hjá Sigurði hvort hann vildi selja Bessastaði í þessum tilgangi. Það virðist hafa legið vel á fésýslu- manninum á þessum tíma, því hann bauðst til að gefa ríkinu Bessastaði, gjörið þið svo vel. Samkvæmt fyrirliggjandi bréfum gékk þetta mjög hratt fyrir sig. Forsætisráð- herra skrifar Sigurði 31. maí 1941 og Sig- urður svarar með bréfí 13. júni. í bréfínu segir Sigurður: „Ég hafði eigi hugsað mér að selja jörðina fyrst um sinn og þær fyrir- ætlanir, sem ég hafði, hnigu eigi í þá átt að selja jörðina í heilu lagi.“ Sigurður heldur svo áfram og segir „.. ég er sömu skoðunar og þeir menn, sem telja jörðiná sökum legu lands og náttúrufegurðar vel fallna til þess að vera bústaður æðsta valdsmanns íslenska ríkisins og vil því gefa ríkinu kost á að fá jörðina til eignar í því skyni“. Sigurður á bágt með að nefna verð á jörðinni og segir: „Söluverð vil ég eigi nefna vegna þess að ég geri ráð fyrir að mat mitt á jörðinni myndi þykja nokkuð hátt, einkum þar sem ríkið væri kaup- andi. Þess vegna býð ég yður fyrir hönd íslenska ríkisins að taka við Bessastöðum ásamt Lambhúsum og Skansi og '/3 hluta Breiðabólstaðaeyrar sem gjöf.“ Á móti óskaði Sigurður eftir því að Ríkissjóður greiddi kostnað, sem hann hafði innt af hendi vegna endurbóta á jörðinni frá því hann keypti hana og að hann nyti hluta af afrakstri af jörðinni þetta sumar, en hann lagði jafnframt fram fé á bankabók til greiðslu á þeim lánum, sem á jörðinni hvíldu. Jafnframt óskaði Sigurður eftir því að skógi yrði plantað í Gálgahraun, a.m.k. í þann hluta, er veit að Bessastöðum. Þeim skógi hefur ekki enn verið plantað. Ríkisstjórnin tók boði Sigurðar Jónas- sonar þann 18. júní og þáði jörðina. Afsal var svo gefíð út 21. júní 1941, nokkrum dögum eftir kjör ríkisstjóra. Afsalið og bankabókin góða eru geymd í Þjóðskjala- safni. Ríkisstjórahjónin fluttu síðan til Bessa- staða um haustið og hafa Bessastaðir frá þeim tíma verið embættisbústaður ís- lenskra þjóðhöfðingja. í bréfí ríkisstjóra til forsætisráðherra frá 23. desember 1943 hugleiðir hann kosti og galla þess, að aðsetur ríkisstjóra sé á Bessastöðum. Fyrst tekur hann þó fram, að Fríkirkjuvegur 11 hefði aldrei getað orðið nógu virðulegt ríkisstjóraset- ur. Síðan rekur hann það, sem gera þurfi á Bessastöðum til að ríkisstjórasetrið og væntanlegt aðsetur lýðveldisforseta yrði þannig að hægt yrði að rækja þar skyldur þjóðhöfðingja. Voru þær umbætur bæði varðandi aðstöðu til gestamóttöku og heimili þjóðhöfðingja. Taldi ríkisstjóri ekki rétt að bíða með framkvæmdir: „Ég kem ekki auga á lækk- andi verðlag á næstunni, eða á þeim árum sem í hönd fara“, eins og hann segir í bréfí sínu. Aðstaða til gestamóttöku hefur verið gerð með viðbyggingu við Bessa- staðastofu en íbúð hefur ekki verið stækk- uð. Þannig hefur fæst af því, er ríkisstjóri óskaði eftir að yrði framkvæmt, verið gert. Sigurður Jónasson hafði ráðið Gunnlaug Halldórsson arkitekt til að annast endur- bætur á húsakosti á Bessastöðum áður en hann færði ríkinu jörðina að gjöf. Viðbæt- ur á Bessastöðum voru unnar samkvæmt forsögn Gunnlaugs á meðan hann lifði. Allt hans verk er heldur til bóta. I bréfí sínu til forsætisráðherra segir Sigurður, að hann hafí farið þess á leit við Gunnlaug Blöndal listmálara , að hann málaði altaristöflu í Bessastaðakirkju. Þetta hafí þó allt verið gert án skuldbind- inga af beggja hálfu. Ekki verður séð að nokkuð hafí orðið úr því, að Gunnlaugur málaði altaristöfluna, en hins vegar prýðir Bessastaðakirkju eitt fegursta olíumálverk Guðmundar Thorsteinssonar, Muggs, „Kr&tur læknar sjúka“. Er það vel að svo sé, því Muggur var systursonur frú Theod- óru Thoroddsen. Einum fésýslumanni virtist þessi ráð- stöfun ekki fullkomin, því þrátt fyrir bætt- ar samgöngur töldu þau kaupmannshjónin Sigurliði Kristjánsson og Helga Jónsdóttir, að forseti lýðveldisins yrði einnig að hafa samastað í Reykjavík og arfleiddu þau ís- lensku þjóðina að íbúðarhúsi sínu við Lauf- ásveg í þessum tilgangi. íslenska þjóðin hefur því aldrei byggt yfir þjóðhöfðingja sína. Sigurður Jónasson hefur verið goðumlík vera í augum þjóðarinnar. Hann var sannarlega „bohem“ og gekk oft hratt um gleðinnar dyr. Hann ferðaðist víða þegar slíkt var fátítt. Og hann lagði mörgum, sem minna máttu sín, lið á ferli sínum. Vissulega var hann stór í sniðum og ekki minnkaði hann í mínum augum þegar ég stóð augliti til auglitis við hann á tröppum Pósthússins einu sinni í æsku minni. Síðan þá hefur mér leikið forvitni á að vita með hveijum hætti Sigurður hafði auðgast svo, að hann gat gefið þjóðinni höfuðbólið Bessastaði. Hann hafði áður keypt Geysi í Haukadal af enskum manni og gefið rík- inu þennan fræga hver. En opinber emb- ættisferill Sigurðar Jónassonar skýrir ekki auðsæld hans á kreppuárunum. Sigurður tók-sem fyrr segir þátt í stjórn- málum. Hann var borgarstjóraefni þegar Jón Þorláksdon var kjörinn borgarstjóri 1932. Sigurður og Jón fóru síðan saman í leiðangur til efniskaupa og lántöku vegna virkjunar Sogs við Ljósafoss 1934. En hvað varð um það, sem Sigurður Jónasson lét eftir sig? Þegar árin færðust yfír Sigurð lagði hann stund á ýmis dulræn fræði og hugs- aði mikið um eilífðarmálin. Sigurður óttað- ist dauðann mjög. Hann var ófáanlegur til að gera erfðaskrá. Hann átti eina syst- ur, Helgu, en hún bjó í Bandaríkjunum. Hún var því einkaerfingi bróður síns. Hún gaf portretmynd Gunnlaugs Blöndal af Sigurði til Bessastaða. Sú mynd er ein af perlum slíkra mynda hér á landi, myndin lýsir dulúðugum persónuleika. En hvað varð um aðrar eigur Helgu, systur Sigurðar Jónassonar, eftir hennar dag er mér ókunnugt. Mér segir þó svo hugur, að þær hafí að hluta runnið til Bandaríkjastjórnar í formi erfðafjárskatts. Heimildir: Bessastaðir eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, Akureyri 1947. Landið þitt, ísland, lykilbók Bessastaðir, eftir Einar Laxriess, Reykjavík 1985. Þjóðskjalasafn íslands: Skjalasafn Forsætisráðuneytis- ins B/55 Bessastaðir I, II, III. Höfundur er viöskiptafræðingur og áhugamað- ur um menningar- og atvinnusögu. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.