Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1993, Side 2
Að bægja
frá nýjungum
- um viðhorf 17. aldar manna til breytinga
rynjólfur biskup Sveinsson (1605-1675) taldi
það vera viðfangsefni íslenskra embættis-
manna að bægja frá landinu nýjungum og í
Vídalínspostillu eru íslendingar áminntir um
að taka sér forfeður sína til fyrirmyndar. Segja
Enda þótt hér sé brugðið upp myndum frá 19. öld, má segja að flest sé í sama
farinu. Hér eru orfhólkar, sem halda Ijánum við orfið, nýlega komnir til sögu.
Það er til marks um úrræðaleysið í margar aldir, að ljárinn var festur við orfið
með ólum, sem ævinlega teygjast og má þá nærri geta hverskonar amboð þetta
hefur verið.
í hinum umdeildu
sjónvarpsþáttum Baldurs
Hermannssonar var m.a.
vikið að því að markvisst
hafi verið staðið gegn
breytingum á hinu
staðnaða íslenzka
þjóðfélagi fyrri alda. í
þessari fyrstu grein af
þremur um sama efni er
tekið undir þá
söguskoðun og hún
rökstudd. Þegar skoðaðar
eru samtímaheimildir frá
17. öld má víða fmna
dæmi um íhaldssöm
viðhorf íslenzku
valdastéttarinnar til
þjóðfélagsbreytinga.
Eftir ÁRNA ARNARSON
má að þama endurspeglist- viðhorf 17. aldar
þjóðfélagsins, þ.e. leitast skyldi við að við-
halda óbreyttu ástandi á sem flestum sviðum.
Þetta átti við verslun, viðskipti og þau mál
er vörðuðu samfélagið almennt, svo sem
málefni sjúkra, fátækra- og atvinnumál. Trú-
mál voru þó undantekning, því í sakamálum
sem tengdust rétttrúnaðinum, t.d. í galdra-
málum, þótti sjálfsagt að dæma eftir erlend-
um lögum og biblíunni.
Þegar skoðaðar eru samtímaheimildir frá
þessu tímabili, má víða finna dæmi um íhalds-
söm viðhorf íslensku valdastéttarinnar til
þjóðfélagsbreytinga. Brynjólfur biskup benti
lögmönnum á það í bréfi til Arna Oddssonar
árið 1649 að: „eins og landið væri ei til ann-
ars byggt en hafa fyrir ómögum" og að
maður skuli: „blífa við það, sem hans föður
land af sér gæfi“.
HÖFÐINGJAVALD
Oddur Einarsson biskup (1559-1630) hafði
ekki mikið álit á höfðingjaveldinu. Hann seg-
ir í íslandslýsingu sinni frá því í lok 16. ald-
ar, að enginn komist til metorða, nema með
mútum og fégjöfum:
Þetta eitt út af fyrir sig, svo ég sleppi öðru,
bakar þjóðfélaginu ómælanlegt tjón, þar
sem óhæfir menn og ágjamir margnota sér
og misnota, hve konungurinn er víðs ijarri,
þegnunum til mesta tjóns. Allt misferli og
óstjóm, sem heiti hefur, er því hvorki grand-
vömm konungi að kenna né góðum lög-
um,...
Þetta vom engar ýkjur hjá Oddi. Menn
fóm ekkert leynt með mútur á 17. öld og
nefndu fínum nöfnum eins og festarpeninga
og æmskenk. Þetta átti ekki eingöngu við
um veraldlega höfðingja því biskupar höfðu
ekki hreinan skjöld í þessum efnum, hvorki
hvað varðar mútur né misbeitinu valds. Brynj-
ólfur biskup hafði t.d. forgöngu um að
„skenkja" Henrik Bjelke fjárapphæð í því
skyni að hann beitti áhrifum sínum gegn
nýrri skattlagningu og Oddur Einarsson var
m.a. sakaður um að hafa mismunað skólapilt-
um og hyglað skyldmennum. Mikil valdatog-
streita var á milli veraldlegra höfðingja og
kirkjuvaldsins og töldu biskupar hafa hallað
á sig eftir siðaskiptin. í bréfi frá Brynjólfi
biskupi Sveinssyni 1655 kemur fram að hann
telur að staða sýslumanna hafi styrkst síð-
ustu áratugina á undan, í krafti konungs-
valdsins:
Fiölde kongabrefanna er fiölde laganna, fi-
ölde laganna opnar dymar fyrer fiölda sekt-
anna, fiölde sektanna margfaldar þridiunga
sysslumannanna, fiölde þridiunganna þyn-
ger pungana. Siaed til hvemin fiölgan
kongsbréfanna safnar i sioda sysslumanna!
Árið 1616 kvartaði Herluf Daa hirðstjóri
til konungs um framkomu, embættisverk og
drykkjuskap íslenskra valdsmanna:
att en part aff Sysselmendene. saavell som
andre. ind i samme deris Logret indtrede
meget dmckne oc ubeschedelige. som med
Bulder. Bmsen oc Snorcken de andre offu-
erfuser ... Och dog Logmendene saadanne
Dmckenbolte affviser. da ackter de det ecki.
og dog de undertiden lidet affvige. da
komme de med det förste igien end fuldere
og galnere. oc spilde fattige folckis Sager.
Hann benti einnig á, að sýslumennimir sýni
fátækum yfirgang þannig að þeir ættu erfitt
með að ná rétti sínum.
Amgrímur lærði (1568-1648) taldi að höfð-
ingjaveldið á 13. öld hafi verið orðið svo sið-
spillt, að breytingar á stjórnskipuninni hafi
verið óumflýjanlegar. Því hafi það verið ís-
lendingum til góðs, að komast undir konungs-
stjóm, sem gat myndað mótvægi gegn höfð-
ingjavaldinu. Segja má að þessi röksemd
hafi verið í fullu gildi á 17. öld. Þjóðfélagið
leitaðist við að viðhalda kyrrstöðunni innan-
Iands, en vaxandi miðstjórnarvald erlendis frá
þrýsti á um breytingar.
Kyrrstaða Og Framtaks-
LEYSI
Eitt megineinkenni kyrrstöðuþjóðfélagsins
var framtaksleysið. Páll Vídalín segir í rit-
gerð sinni Deo, regi, patriae árið 1699, að
þetta hafi verið þjóðarógæfa. Menn gleymdu
jafnóðum erfiðleikunum og reyndu ekki að
bæta neitt. Þeir hafi verið of uppteknir af
réttargæslu, ekki sinnt atvinnuvegunum og
að lögmenn og embættismenn hafi almennt
ekki haft áhuga á framfaramálum. Þetta var
vegna þekkingarskorts og af vantrú á að
hægt væri að gera neitt. Að hans mati var
hirðuleysi embættismanna hið mesta mein,
það hafi átt dijúgan þátt í því hversu illa sé
komið hag landsins. Erlendir embættismenn
hafi sjaldnast dvalið hér nógu Iengi til að
kynnast landinu. Þeir áttu hér heldur engra
hagsmuna að gæta og stóð því á sama um
úrbætur.
Páll Vídalín bendir á Pál Bjömsson í Selárd-
al sem merkilega undantekningu frá fram-
taksleysinu. Hann hafi tekið við rým brauði
en komið sér upp skútu, sem hann sigldi á
haf út og fyllti á 3-4 dögum, þegar aðrir
fengu lítinn afla. En hér var um sérstakt til-
felli að ræða. Það má einnig benda á merkileg-
ar tillögur Vísa-Gísla frá miðri öldinni, sem
fjalla ítarlega um breytingar á stjómkerfi og
atvinnuháttum. Hann taldi m.a. nauðsynlegt
að hér myndaðist aðall að erlendri fyrirmynd.
Sú stétt átti síðan að hafa fmmkvæði að fram-
fömm. Hann vildi byggja fátækrahæli hér
og þar um landið, því þá taldi hann að flakk
myndi leggjast af. Þama skyldi kenna fólki
vinnubrögð og handiðnir, sem yrði til þess
að þorp mynduðust í kringum fátækrahælin.
Hann gerði einnig merkilegar tilraunir í garð-
rækt.
En þjóðfélagið var ekki tilbúið að taka við
nýjungum. Undantekningar vom fáar en sýna
þó að til hafa verið einstaklingar, sem leituð-
ust við að tileinka sér nýjungar.
Jón Eggertsson frá Okmm (1643-1689)
skrifaði ritgerð um ástand mála á íslandi.
Hann segir þar að hugsunarleysi og leti lands-
manna sé versta landplágan. Unglingar fáist
ekki til vinnu nema með barsmíðum og land-
ið sé fullt af flökkulýð. Þegar vel ári nenni
ménn ekki á sjó nema rétt til þess að ná sér
í soðið og kasti þorskhausum og öðm ætu.
Smálúðu og síld hirði þeir ekkert um. Og svo
latir séu Islendingar, að í góðum árum heyji
menn ekki meira en venjulega, hugsi ekkert
um fymingar og leggist í leti og ómennsku.
í samtímaheimildum frá 17. öld, þ.e. Al-
þingisbókum, og skjölum og bréfum embætt-
ismanna, koma greinilega fram þau mál sem
menn töldu mestu skipta fyrir sig og samfé-
lagið. Eins og við má búast era það einkum
þau mál sem snerta afkomu manna beint og
þá horfa menn fyrst og fremst til þess hvern-
ig hlutimir vom áður. Á síðari tímum hefur
afstaða manna til einveldistökunnar 1662
verið túlkuð fyrst og fremst sem mótstaða
við konungsvaldið, en þegar heimildimar eru
skoðaðar má glöggt sjá, að það sem menn
höfðu áhyggjur af var að engar breytingar
yrðu sem vörðuðu afkomu manna og ef um
breytingar yrði að ræða, yrðu þær á kostnað
annarra. Klerkar skrifuðu konungi í tilefni
af einveldistökunni og er þetta bréf gott
dæmi um viðhorf hinnar andlegu yfirstéttar.
Þar er lögð áhersla á að halda fornum kirkj-
unnar og landsins lögum og „befrijes fra alle
novis gravaminibus som iche sedvaneligt j
gammel tid“. Það er lögð áhersla á að engar
hömlur verði lagðar á rétt þeirra til þess að
leigja út kirkjunnar jarðir til leiguliða, eins
og verið hafi frá fornu fari, en konungsvald-
ið hafði gert sér far um að auka réttindi leig-
uliða. Þeir vilja hafa leyfi til að vísa þeim
bændum burtu, sem sýna mótþróa, þannig
að þeim líðist ekki að setja sig upp á móti
húsbændum eins og nú tíðkaðist.
Það er greinilegt að þessi mál hvíla mun
þyngra á klerkum heldur en einveldistakan
sem slík. Þeir eru þó ekki alveg sjálfum sér
samkvæmir hvað varðar fom lög, því þeir
kvarta yfir því, að þurfa að hlíta framfærslu-
skyldu í þriðja og fjórða lið, eins og Jónsbók
mælir fyrir um. Þetta virðist hafa verið um-
deilt á 17. öld og hefur klerkum ekki líkað
að fá dæmda á sig til framfærslu fjarskylda
ættingja. Þetta var eitt af fáum ákvæðum
Jónsbókar, sem einhver þrýstingur var á um
að breyta. Þetta er áhugavert atriði í ljósi
þess hve mikil áhersla var lögð á það að halda
í forn lög. Þeir fara einnig fram á að fá
klaustummboð á þeirri forsendu að klaustrin
hafi tilheyrt kirkjunni til forna. Þeir freistuðu
þess þannig að rétta hlut sinn gagnvart hinum
veraldlegu valdsmönnum. Síðan kemur sígilt
umkvörtunarefni valdastéttarinnar, þ.e.
áhyggjur vegna agaleysis:
Eftersom dette fattige land höyligen besver-
is af örcheslöshed, lösgangere og uskrickel-
ig giftemaal, at enhver vil gaa hen og gifte
sig naar hannem lyster, vere sig halt, blind,
spedalsk Eller J andre maader udygtige til
saadan stand.
Að lokum fara þeir fram á að konungsvald-
ið skerist í leikinn til að koma í veg fyrir slíkt.
Og verðlagsmálin fá sína umfjöllun eins og
við mátti búast: „mens vij maatte forblive ved
den oprettede taxt og med gode daglige va-
hre forsörges for en billig pris ..."
Valdsmenn bmgðust yfirleitt illa við þegar
konungsvaldið reyndi að raska hinu innra
jafnvægi þjóðfélagsins. Árið 1619 mæltist
konungsvaldið til þess, að ef húsbóndi félli
frá, þá héldist leigumáli gagnvart ekkjunni.
Þetta hefur verið gert með hagsmuni ekkjunn-
ar í huga. Lögrétta neitaði þessu á þeirri
forsendu að þetta væri andstætt íslenskum
landsrétti. Menn stóðu vörð um Jónsbók og
litu á hana sem óbreytanlega lögbók í flestum
tilfellum. Þá mæltist konungur til þess að
landskuld af konungsjörðum hækkaði ekki
og hefur hann granað að umboðsmenn reyndu
að hafa landskuld óhóflega háa. Síðar í sama
bréfí áminnti konungur valdsmenn um að
framfylgja fyrirmælum um letingja og lausa-
menn og það tóku menn undir athugasemda-
laust. Þar fóm saman hagsmunir konungs-
valds og innlendrar valdastéttar.
Það sem menn höfðu fyrst og fremst áhuga
á, var að halda öllum breytingum í skeíjum,
vöruverði niðri og komast hjá útgjöldum.
Höfundur er sagnfræðingur.