Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 5
torgum þar sem þær mætast. Þær hafa yfir- bragð alvöru bæjargatna, þar sem meðfram þeim eru alvöru hús. Á þann máta er bygg- ingin frábrugðin öðrum yfirbyggðum versl- unarkjörnum eins og t.d. Kringlunni. Bygg- ingarnar eru 3 hæð, verslanir við götu og við svalagang á 2. hæð, en efst eru skrifstof- ur eða íbúðir. I húsunum eru verslanir af öllum stærðum og gerðum og eins og fyrr segir stórmarkaður. Ofan á stórmarkaðnum er bæjartorg umgirt 1 hæðar gaflhúsum með íbúðum. Byggingin er að mörgu leyti mótuð á dálítið afturhaldssaman máta, en engu að síður mjög athyglisverð lausn á risa- byggingu í eldra hverfi. Það markmið að færa miðbæ Hillerod aftur líf og starfsemi, sem réttilega á þar heima, virðist vera að takast betur en menn þorðu að vona. Bygg- ingin hefur hlotið viðurkenningu sem „Best European Center 1992", af International Council of Shopping Centers í apríl á þessu ári. Ráðstefnu- og menningarmiðstöðin í Holsterbro á Jótlandi er annað dæmið um stóra nýbyggingu í gömlum bæjarhluta. Byggingin, sem teiknuð er af arkitektunum Nielsen, Nielsen & Nielsen er vægast sagt athyglisverð. Að hanna 13.500 m2 byggingu á erfiðum stað í hjarta bæjar þar sem flest hús eru á bilinu 300-400 m2 hefur ekki ver- ið aúðvelt verk. Það hefur hinsvegar teMst, þar sem arkitektarnir hafa deilt bygging- unni upp í einingar af ýmsum stílbrigðum, sem endalaust rekast á og ganga hver inn í aðra, og tryggja á þann máta hlutfallslegt samhengi við byggðina sem fyrir er. Byggingunni er deilt upp í þrjá megin- hluta. Stór salur, millibygging sem er hót- elmóttaka í tengslum við ráðstefnusali og matsölustað, og þriðji hlutinn, hótelbygging sem er löng fimm hæða bygging sem liggur frá Rauða torginu (eitt bæjartorganna í Holsterbro) og yfir Stórána. Hótelbyggingin undirstrikar meginskipulagshugmynd bygg- ingarinnar, sem er að tengja norðurhluta miðbæjarins við suðurhlutann á táknrænan hátt. Hótelbyggingin, sem einnig er verslan- ir og skrifstofur á 1., 2. og 5. hæð, er ekki „tengd" heldur rekst nánast á millibygging- una, og á þeini stað, utan um lyftur, er kom- ið fyrir háum og skökkum glerpýramída sem jafnframt er merki byggingarinnar. Um leið °g byggingin sýnir fram á dirfsku og frá- bæra meðferð á nýjustu straumum í bygg- ingarlistinni er hún ótrúlega tilktsöm við umhverfið. Nú er að rísa hótel og verslunarmiðstöð í hjarta Hafnarfjarðar. Byggingin, sem verð- ur um 11.000 m2, er teiknuð af Erling G. Pedersen arkitekt. Lfkt og í dæmunum hér á undan hefur skipulag svæðisins verið mót- að nokkuð eftir hugmynd byggingarinnar. Uppbygging byggingarinnar er ólfkt Slots- arkaderne stór tveggja hæða verslunarbygg- ing þar sem fjórir gangar eru skornir inn í byggingarmassann og sameinast í gleryfir- byggðu miðtorgi. Reynt er að brjóta ytra útlit með leiktjökium sem ná þó engum tengslum við þann miðbæ sem fyrir er. Þar sem sMpulagstökin ná ekki að tengja ný- bygginguna við eldri byggð, virkar hún ein- angruð. Hótelbyggingin er sjö hæða bygging sem skýtur sér upp við annan enda aðalbygg- ingarinnar. Skrifstofum er komið fyrir í sex hæða byggingu við hinn enda aðalbyggingar- innar. Þrátt fyrir yfirlýsingar að í bygging- unni sé fylgt markmiðum skipulagsins á þá leið, að byggingar skuli fella að þeirri byggð sem fyrir er og taka mið af ríkjandi mæli- kvarða byggðarinnar, er samspil við um- hverfi langt frá því að vera sannfærandi. Hótelbyggingin sem er verulega hærri en hæstu byggingar sem fyrir eru á miðbæjar- svæðinu verður svo framandi, að hið nýja sem hún á að gefa miðbænum verður ógn- vekjandi og algjörlega tdllitslaust við um- hverfið. Þótt hér að ofan sé um þrjú gerólfk dæmi að ræða, hvert með sína forsendu, er grát- legt að svo mikul munur skuli vera á tillits- semi og aðlögun að eldri byggð og staðhátt- um í dönsku byggingunum annars vegar og þeirri íslensku hinsvegar. Það er kominn timi til að við íslendingar lærum á land okkar og veðurfar. Eitt er aðlögun að eldri byggð og staðháttum, annað er viðurkenning á því að sólin er að jafnaði mun lægra á lofti en í þeim löndum sem við miðum okkur yið. Það þriðja er síðan sú staðreynd að á íslandi er vindasamt og háhýsi magna áhrif vinda í næsta nágrenni. Ef skortur á byggingarlandi væri til stað- ar í Hafharfirði, gætu menn reynt að nota það til að skýra ástæðu þess, að svo háum og illa skipulögðum hlut er þröngvað inn í miðbæinn, en hvortó það né nokkuð annað réttlætir slík mistök. F O R N F RíÆ Ð Rýnt í Landnámu i Vitrum mönnum telst svo tíl að vestrænni menn- ingu sé mikill styrkur að þeim bókum sem kallast einu nafni veraldlegar ritningar. Höfuðmunur- inn á slfkum verkum og heilögum ritmngum er vitaskuld sá að í hinum síðarnefndu er mikil áhersla lögð á guð og hvers konar helgidóma, en í veraldlegum ritn- ingum er einkum fjallað um fólk, enda skiptír guðfræði harla litlu máli þar. Einnig er skylt að geta þess að heilagar ritningar teljast sam- eign tiltekinna trúflokka, hvar sem áhangend- ur eiga heima, en veraldlegar ritningar heyra yfirleitt sérstökum þjóðum eða þjóðflokkum til. Biblía heitir helgirit allra kristinna manna, þótt hún komi vitaskuld ekM að gagni nema fólk geti skilið hana, enda hefur henni verið snarað á fjölmargar tungur. Með kaþólskum þjóðum naut latnesk þýðing heilagrar ritning- ar (Biblia sacrá) miMllar virðingar um langan aldur. Á hinn bóginn er ljóst að Landnáma, sem er ein af veraldlegum ritningum okkar, er séreign okkar einna; allir aðrir líta hana annarlegum augum, jafnvel þótt þeir getí les- ið hana á móðurmáli sínu. Norðmenn hafa ekM einu sinni hirt um að snúa Landnámu á þjóðtungu sína, og þó eru býsna mörg íslensk fornrit til í norskum þýðingum. Hér er staður tíl að minnast þess að Norð- menn voru svo stálheppnir að eignast forkunn- ar góða ritningu um forna höfðingja sína án þess að þurfa að skrifa einn einasta stafkrók af henni sjálfir. En með því að Snorri Sturlu- son ortí Heimskringlu sína á íslensku, þóttí skylt að þýða hana á norsku svo að Norðmenn gætu fræðst um athafnir Óðins og annarra höfðingja sem byggja þetta veglega rit. Þótt Sverris saga, Böglunga sögur og Hákonar saga gamla séu mikilvægar heimildir um þá atburði sem gerðust í Noregi á mélinu 1177 tíl 1263, þá skortír þessi sagnarit það mikil- vægi og reisn sem talin eru aðal veraldlegra ritninga og setja sannan glæsibrag á konunga- sögur Snorra. En með því að Heimskringia fræðir okkur furðu lítið um uppruna og feril íslenskrar þjóðar, þá lesum við hana ekM af sömu lotningu og Norðmenn, jafnvel þótt höfundur hennar væri íslendingur og vitni oft tíl íslenskra skálda. Því er ærið vafasamt að telja hana til veraldlegra ritninga okkar. II Af öllum veraldlegum ritningum okkar þyk- ir Landnáma einna örðugust viðfangs, enda virðist hana í fljótu bragði skorta listræna heild; auk þess nefnir hún slfkan sæg af fólki að mikið átak þarf til að botna í henni til hlít- ar. Um gerð hennar er það skemmst að segja að landið sjálft og byggðalög ráða miMu um sniðið. Prásagnir af landnámum (í Sturlubók) hefjast með .Ingólfi Arnarsyni og síðan eru þau raMn, hvert á fætur öðru, rétt eins og landið liggur, í vesturátt og sólarsinnis eftír héruðum umhverfis landið uns komið er aftur tíl Reykjavfkur úr austri. í Landnámu úir og grúir af ýmiss konar atvikum sem naumast þættu saga tíl næsta bæjar, ef þau væru ekM hlutí af slíkri ritn- ingu; þar verður hver einasta málsgrein miMl- væg af stöðu sinni, jafnvel þótt hún virðist Eftir HERMANN PALSSON ómerMleg í sjálfri sér. Menn hafa löngum velt því fyrir sér hvernig eigi að meta örnefna- skýringar Landnámu, og skal nú snögglega viMð að einu dæmi. Siglingu Hrafna-Flóka frá Noregi til Hjalt- lands og þaðan tíl íslands er lýst með örfáum orðum. Þess er þó sérstaMega minnst að á sMpinu var suðureyskur maður sem hét Faxi: • Þeir komu austan að Horni og sigldu fyrir sunnan landið. En er þeir sigldu vestur um Reykjanes og lauk upp hrðinum svo að þeir sáu Snæfellsnes, þá ræddi Faxi um: ,JÞetta mun vera mikið land er vér höfum fúndið: hér eru vatnföil stór." Síðan er það kallaðw Faxaós. í skýringum sinum lætur Jakob Benedikts- son þess getíð að nafnið Faxaós kom fyrir í fjarðatali sem varðveitt er í uppskriftum frá 17. öld, en sé eldra að stofhi tíl. Jakob bendir einnig á að óvíst sé hvenær nafnið Faxaflói er upp komið. En skýring Landnámu á upp- runa nafnsins Faxaós er ærið vafasöm, og þó verður því naumast mótmælt að hún sé býsna skemmtileg. I fyrsta lagi er engan veginn öruggt að mannsnafnið Faxi hafi nokkurn tíma verið tíl. I öðru lagi má sennilegt teljast að hér sé um að ræða eitt þeirra ævafornu nafh- liða sem varðveittust í norskum örnefnum löngu eftir að fólk var hætt að átta sig á upp- runa þeirra. Norsk örnefni eru yfirleitt miMum mun fornlegri en hin íslensku, og með því að örnefn- ið Faxaós bendir tíl ár eða fljóts, skal þess nú minnst að þar eystra voru fjölmörg ár- heití ósamsett, en hérlendis telst shkt til und- antekninga: Stýórn, Ljá, Fura og Blanda koma til hugar. Önnur forn árheiti eru varðveitt í dalsheitum; Svarfaðardalur, Þambardalur og Slenjudalur munu vera kenndir við ár sem forðum hétu Svörfuð, Slenja og Þömb en nú er sá uppruni þeirra löngu gleymdur. Landn- áma gefur raunar í skyn að Svarfaðardalur sé kenndur til Þorstein svörfuð landnáms- mann, en slfkt mun vera missMlningur. Viður- nefiiið getur naumast verið neitt annað en hið forna árheiti, en svo hétu ýmsar ár í Noregi. Upphaflega munu margir dalir hérlendis haf a dregið heiti sín af þeim ám sem eftir þeim féllu, enda tíðkast shkt enn: Blöndudalur, Laxárdalur, Hörgárdalur, en hitt er sfðari þróun að ár séu kenndar við dali: Svarfað- ardalsá, Víðidalsá, Haukadalsá. Eftir þenna útúrdúr skal aftur vfkja að Faxaósi. Hin fornu árheití í Noregi voru und- antekningarlaust kvenkyns, og af þeim drógu firðir stundum nöfn; slfk fjarðanöfn voru ávallt karlkyns. Eitt af hinum fornu árheitum var Faxa, sem mun vera dregið af samheitínu fax, enda getur freyðandi straumvatn minnt á fax á hestí. Hér er rétt að geta þess að Faxalækur í Húnavatnssýslu kann að fela í sér Mð forna norræna árheití. Hliðstætt fjarð- arheiti var Faxz. Hugsanlegt er að Faxaflói hafi upphaflega verið kallaður Faxí eftír ein- hverjum firði í Noregi og síðan hafi orðinu -ós verið skeytt aftan við, en þó er örðugt að skyra Faxaós með slíku mótí, enda er Faxa- flói of mikill vöxtum til að vera kallaður ós. Vitaskuld er algengt að 6s dragi heiti sitt af vatnsfalli, en ef hér hefði verið um árheitið Faxa að ræða, hefði ósinn verið kallaður Föxu- ós. III Með því að Faxaós á að vera kenndur við sMpverja Hrafna-Flóka, þá er gaman til þess að vita að ós einn á Austurlandi á að draga Höfundur er.arkitekt. Landnámsmenn. Mynd eítir sjö ára teiknara úr Þjóðhátíðarbók barnanna frá 1974 heiti sitt af syni Garðars Svávarssonar, sem sumir töldu hafa fundið ísland fyrstur manna og sigldi umhverfis ísland áður en FlóM komst hingað. Landnáma telur að Uni Garðarsson hafi farið til íslands „með ráði Haralds kon- ungs hárfagra og ætlaði að leggja undir sig landið, en síðan hafði konungur heitið honum að gera hann jarl sinn. Uni tók land þar sem nú heitir Unaós og húsaði þar; hann nam sér land til eignar fyrir sunnan Lagarfljót, allt hérað til Unalækjar." MerMlegt má það telj- ast að tvö vatnsföll þar eystra eiga að vera kennd við Una, en hitt má sennilegra þykja að ósinn sé kenndur við árheitið Una sem einnig kynni að hafa verið upprunalegt heiti þeirrar ár sem nú kallast Unadalsá í Skaga- firði; engan þarf að undra þótt árheitið Una hafi gleymst og Unudalw hafi svo gengist í munni að verða Unadaiw. Árheitið Una kann einnig að hafa verið fyrsti liðurinn í örnefninu Unalækw, rétt eins og Faxalækw minnir á árheitíð Faxa. Ef þetta er rétt til getið, þá er hugsanlegt að þeir Uni í Unadal og sá Uni sem Unaós á að vera kenndur við séu að ein- hverju leyti tilbúningur. IV MerMlegar þykja frásagnir Landnámu af þeim heitum sem íslandi voru valin í önd- verðu. Um þá Naddoð og félaga hans segir að þegar þeir sigldu af landinu, „féll snær miMll á fjöll, og fyrir það kölluðu þeir landið Snæland". Næst er það kallað Garðarshólmw eftir Garðari þeim sem fyrr var nefndur og „sigldi umhverfis landið og vissi að það var eyland". í þriðja sMptið var meir vandað til nafngiftar, enda hefur heiti það sem þá var gefið enst allar götur síðan, en tvö hin fyrri eru lðngu horfin af vörum þjóðarinnar. Þeir Flóki sigldu vestw ySr Breiðafjörð og tóku þar iand sem heitir Vatnsfjðrðw við Barðaströnd. Þá var fjörðwinn fullw &f veiðiskap, og gáðu þeir eigi fyrir veiðum að fá heyjanna, og dó allt fé kvikfé þeirra um veturinn. Vor var heldw kalt. Þá gekk Flosi upp á fjall eitt hátt og sá norðw ySr fjöllin fjörð fulían af hafísum. Því köUuðu þeir landið ísland sem það hefír síðan heitið. Sérstaka athygli vekur sú athöfn Flóka að klífa hátt fjall áður en þeir velja landinu nafii. Prýðilega þyMr fara á því tiltæM að hafa fyrst aðsetur í firði sem kenndur er við vatn og kenna síðan landið í heild við það kyrra og kalda vatn sem kallast ís. Vestur á Ströndum heitir staður í Trékyllis- vfk; um uppruna nafnsins er dálítil frásögn í Landnámu. Austmenn brutu sMp sitt og gerðu sér síðan nýtt sMp úr brotunum. Þeir kölluðu það Trékylli, og er gefið í skyn að Trékyllis- vík sé kennd við sMpið. í Grettlu eru þó öll tvímæU teMn af: SMpið .kölluðu menn Tré- kylii, og við það var vfkin kennd". Hér eins og víðar mun þó vera gripið tíl rangrar skýr- ingar. Fyrir löngu bentí norskur fræðimaður á að upphaflega nafnið á víMnni muni hafa verið Trékyllir, en sfflrt byggðarnafn tíðkaðist í Noregi; mun það upphaflega hafa verið fjarð- arheití. Af þessu smíðuðu hagir menn sér sMpsheitíð Trékylli. Ein málsgrein í Landnámu iújóðar á þessa lund: Þorbjörn bitra hét maðw; hann var vúáng- w og illmenni. Hann fór til íslands með skuldalið sitt Hann nam fjðrð þann er nú heitir Bitra og bjó þar. Hér er gefið í skyn að flörðurinn Bitra dragi heití sitt af viðurnefni Þorbjarnar, en aðrar skýringar munu þó vera öllu tiltækari. Fjörðurinn er stundum kallaður Bitrufjörður, en það er ekM upphaflegt heiti. Kvenkynsorð- ið Bitra gæti verið árheití, og er hugsanlegt að Bitrufjörður væri þá kenndur við ána. Fjarðarheitíð Bitri í karlkyni kemur ekM fyr- ir í íslenskum heimildum, að því er ég best veit. Ærin vitni hníga á þá lund að upphaflegum örnefnum hérlendis svipaði mun betur til nor- skra fyrirmynda en ráðið verði af Landnámu og síðari heimildum. Bilið milli norskrar og íslenskrar menningar var mun minna á tíundu öld en á hinni tólftu þegar Landnáma var upphaflega skráð. Með því að gleyma þeim fornu norsku árheitum sem hér hefur verið viMð að og skýra íslensk örnefni með n^jum hætti, breikkuðu niðjar landnámsmanna og höfundar Landnámu bilið svo að um munaði. Höfundur er fyrrverandi prófessor við Edinborgartiá- skóla. LESBÓKMORGUNBLAÐSINS 8.JANÚAR1994 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.