Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 2
alþingis sumarið 1901, bárust þær fréttir frá Danmörku, að síðasta ráðuneyti hægrimanna væri fallið, og hefði konungur falið vinstri- mönnum að mynda nýja stjórn undir forsæti J. H. Deuntzers lagaprófessors. Þar með var þingræði loks komið á í Danmörku og nefna Danir þessa atburði jafnan systemskiftet. Dómsmálaráðherra — og jafnframt ráðgjafi íslandsmála — í nýju stjórninni var P. A. Alberti og átti hann eftir að koma mikið við sögu íslenskra stjórnmála næstu árin. Heimastjórnarmenn vildu ekki una úrslit- um mála á alþingi. Þeirra markmið var að fá innlenda stjórn með ráðherra búsettum á íslandi og það töldu ýmsir að væri ef til vill hægt að semja um við hina nýju valdhafa í Danmörku, þótt hægrimenn hefðu jafnan neitað því. Er þingi lauk, komu heimastjórn- armenn saman, sömdu greinargerð um stjórnarskrárbaráttu íslendinga undanfarin ár og skýrðu m.a. afstöðu flokksins til máls- ins. Því næst var afráðið að senda Hannes Hafstein til Danmerkur á fund ráðherra og þar með má segja að kapphlaup þeirra Val- týs um ráðherrastólinn hafi hafist. III. Það var kannski kaldhæðni örlaganna, að eftir þinglausnir sumarið 1901 urðu þeir Hannes Hafstein og dr. Valtýr Guðmundsson samskipa til Kaupmannahafnar. Við vitum ekkert um hvað þeim fór á milli á leiðinni, en til Kaupmannahafnar komu þeir að morgni 3. september og skunduðu báðir þeg- ar í stað á fund ráðherra og annarra ráða- manna. Hinn 5. septembér skrifaði Valtýr Jóhannesi Jóhannessyni, mági sínum, og skýrði honum frá því sem gerðist daginn er hann kom til Hafnar: „Ég fór undireins sama dag [þ.e. daginn sem hann kom til Hafnar] að heilsa upp á Alberti. Meðan ég beið þar í biðherberginu, komu Hannes Hafstein og Finnur [Jónsson] í sömu erindum og Hannes sagði boðinu með magt og miklu valdi, að „han var tilsagt til Audiens kl. 1E (það var hún einmitt þá) gennem Departmentschef Dybdal." Auðséð sambandið þeirra á milli af því og náttúrlega „anbefaling" landshöfðingja með Hannesi til Dybdals. Dybdal var einmitt skömmu áður inni hjá Alberti, er ég fyrst reyndi að finna hann, en hvarf þá frá, því ég vildi helzt vera laus við að hitta Dybdal straks. Svo fóru kort okkar allra þriggja inn í einu, og var ég fyrst kallaður inn. Þá var Hannes reiður og sagði við boðið, að hann væri „tilsagt" á þessum tíma. En boðið kvaðst ekM geta ann- I að en farið eftir því sem ráðgjafinn segði, hver ætti að koma fyrst. Svo fór ég og tal- aði við hann í 5 mínútur (kl. þá 1.50), lenguf kvaðst hann ekki hafa tíma, því næstu 5 mínútur yrði hann að ætla Hannesi og Finni, en kl. 2 færi hann á ministerkonferens, sem þá ætti að halda. Við töluðum dálítið fram og aftur, en talið var svo stutt, að lítið var á því að græða. Hann sagði „at nu skulde man S0ge at lave det gode Br0d" og fanst mér hann mjög velviljaður í minn garð. ... Annars gerði hann ráð fyrir að kalla mig til langrar samræðu, er hann fengi tíma. Um viðtal hans við Hannes og Finn veit ég ekk- ert." Fyrsta samtal Valtýs við nýja íslandsráð- gjafann skilaði þannig litlum árangri, en hann lét ekki þar við sitja og náði fundi for- sætisráðherra. Síðar í sama bréfi til Jóhann- esar sagði: „í dag fór ég að finna Deuntzer (reyndi í gær en tókst ekki). Þegar ég hafði beðið litla stund í biðherberginu, kom Hannes þar líka. En ég var á undan sem fyr. En samtalið var mjög stutt og ekkert á því að græða, kvaðst [hann] ekki viðbúinn að ræða málið, þyrfti að kynna sér það og nú komi fyrst til Albert- is kasta að studera það og gera sínar tillög- ur. í dag væri diplómatadagur, svo hann hefði engan tíma, enda yrði ekkert gert í málinu fyrst um sinn, nema alþingi leyst upp, konungleg auglýsing gæti komið seinna. Við hefðum altaf tækifæri til að sala tama, en hann vildi helzt fresta því þangað til í október, því nú ættu þeir svo fjarska annríkt með sín eigin mál. Kvaðst mundi gefa Hann- esi studdan audiens til málamynda, en hann yrði annars að eiga við Alberti. Svo fór ég, en Hannes inn. Svo kann ég ekki þessa sögu lengri." A þessa fyrstu fundi þeirra Valtýs og Hannesar með dönsku ráðherrunum má h'ta sem kynningarfundi og enginn mun hafa vænst þess að þeir skiluðu miklum eða skjót- um árangri. Málið allt vakti hins vegar nokkra athygli í Danmörku og fylkingar ís- lendinga gerðu allt sem þær gátu til að ná athygh' danskra ráðamanna og blaðalesenda. Þetta má m.a. sjá af síðari Muta bréfs Valtýs til Jóhannesar frá 5. september 1901, en þar sagði: „Ég fór fyrsta daginn og talaði við ritstjór- ann, Edvard Brandes [þ.e. ritstjóri Politi- Hannes Hafstein - sigurvegari í kapp- hlaupinu um fyrsta ráðherrastólinn á Islandi. ken], og afhenti honum grein Einars Hjör- leifssonar, sem er skrifuð með nafni og mjög upplýsandi, og reyndi um leið að skýra mál- ið fyrir honum, sem hann þóttist skilja. Hann tók greinina og lofaði að lesa, en sendi mér hana næsta dag og vildi ekki taka hana, sum- part sökum plássleysis (hún of löng), sum- part af því hún gengi of langt aftur í tím- ann, sem danskir lesendur hirtu eigi um. Eg fór svo með greinina til Dannebrog. Sec- her [ritstjóri Dannebrog] kvaðst ekkert geta tekið, sem snerti justitsministeriet eða min- isteriet for Island nema með samþykM Al- bertis, sem á blaðið, því alt sem í því kæmi þessu viðvíkjandi, yrði skoðað sem í sam- ræmi við hann gert. En kvaðst skyldi finna hann og sýna honum greinina og taka hana, ef hans samþykki fengist. Þetta gott, því með því víst að Alberti les greinina, en ein- mitt honum var hún ætluð. Stokkeby frá Politiken (korrespondent hehnar á stúdentatúrnum í fyrra) kom hing- að fyrsta daginn og ætlaði að hitta mig, en fann mig ekki heima. Hafði komið hér aftur í dag, en fór á sömu leið. Þar á móti hitti útsendari frá Nationaltidende mig heima og skýrði ég málið fyrir honum og svo skrifaði hann grein ... Ég hitti í dag Daniel Bruun og kvað hann Finn [Jónsson] hafa komið til Nationaltidende, mjög ergilegan og vildi fá þá til að interviewa Hannes líka, og það ætla þeir að gera, en Bruun kvaðst mundi sjá um, að blaðið yrði mér hliðhollt í referat- inu." Næstu vikurnar gekk Valtýr á fund ýmissa forystumanna í dönskum stjórnmálum og er sýnt af bréfum hans til Jóhannesar, rituðum í september og október 1901, að þá var hann enn hóflega bjartsýnn. Samþykkt frumvarps- ins á alþingi 1901 fól í sér stjórnarskrárbreyt- ingu og því varð, lögum samkvæmt, að rjúfa þing, efna til kosninga og leggja síðan frum- varpið fram aftur, óbreytt. Hlyti það enn samþykM, gat stjórnin vísað því til konungs til staðfestingar. Þetta var það sem Valtýr vonaðist til að stjórnin myndi gera, en honum var ekki að von sinni. Hinn 10. janúar 1902 var birtur konungsboðskapur til íslendinga, þar sem skýrt var frá því, að konungur hygð- ist verða við óskum íslendinga um sérstakan ráðgjafa, en þar sem margir íslendingar óskuðu sýnilega eftir því að ráðgjafinn væri búsettur í landinu sjálfu, myndi stjórnin leggja tvö frumvörp fyrir alþingi árið 1902. Annað þeirra yrði frumvarpið frá 1901, en hitt kvæði á um búsetu ráðgjafans á ís- landi. Jafnframt var tekið fram, að ef alþingi samþykkti frumvarpið frá 1901 óbreytt, yrði það staðfest þegar í stað, en yrði hið nýja samþykkt myndi verða kosið aftur og það frumvarp síðan lagt fyrir þing 1903 til fulln- aðarstaðfestingar. Þessi boðskapur kom vitaskuld eins og kold vatnsgusa framan í Valtýinga, en Valtýr sjálfur bar sig vel og taldrnýja frumvarpið í samræmi við vilja sinn og síns flokks, enda hefðu þeir ávallt fremur kosið ráðgjafa bú- settan á íslandi. Hinn 12. janúar 1902, tveim dögum eftir að boðskapur konungs var birt- ur, skrifaði hann Jóhannesi: „Nú konungsboðskapurinn kominn í Dannebrog og Politiken, sem ég sendi hvort- tveggja nú. í báðum blöðum leiðandi greinar með, en mest að byggja á Dannebrog, sem sjálfsagt [er] skrifað af Alberti sjálfum. Þar Valtýr Guðmundsson, fornfræðingur og kennari við Kaupmannahafnarháskóla - höfundur Valtýskunnar og keppinautur Hannesar um ráðherrastólinn. skýrt tekið fram, að bygt sé á mínu frum- varpi og tillaga stjórnarinnar aðeins breyt- ingartillaga við það, annars verður frumvarp- ið óbreytt og í breytingartillögum farið eftir ósk okkar í ávarpi til efri deildar, sem fái enn meiri stuðning við að minnihlutinn óskar hka búsetunnar. Þetta þarf að taka fram. Valtýr taldi þannig nýja frumvarpið af- rakstur stefnu sinnar og baráttu, en kjósend- ur hér heima voru ekki á sama máli. Kosning- ar fóru fram í júní 1902 og þar unnu heima- stjórnarmenn mikinn sigur, fengu 18 þing- menn, Valtýingar 10, en ekki þótti ljóst hvor- um aðilanum tveir þingmenn fylgdu að mál- um. Einna mestum tíðindum þótti þó sæta, að þeir Valtýr Guðmundsson og Hannes Hafstein féllu báðir í kosningunum. Þegar þing kom saman kom í ljós að allir þingmenn voru sammála um að taka nýja frumvarpinu, frekar en því gamla og var það því samþykkt, þótt í því væru ýmis ákvæði, sem áttu eftir að valda miklum deilum á næstu árum. Þing var nú rofið að nýju og fóru kosning- ar fram vorið 1903. Þá komust þeir Valtýr og Hannes báðir á þing að nýju og er þing kom saman var frumvarpið, sem samþykkt var árið áður, samþykkt einróma í neðri deild og með einu mótatkvæði í efri deild. Var það síðan sent konungi til staðfestingar. Þar með var þessu mikilsverða máli lokið á alþingi og munu flestir hafa litið svo á að heimastjórnarmenn hafi haft sigur: þeirra stefna, að fá ráðherra búsettan í Reykjavík, varð ofan á, en hinu gamla frumvarpi Val- týs, sem gerði ráð fyrir ráðherra búsettum í Kaupmannahöfn, var hafnað. Eftir að þingi lauk sumarið 1903 ól Valtýr enn þá von í brjósti, að hann yrði þrátt fyr- ir allt skipaður fyrsti ráðherra íslands með búsetu í Reykjavík. Hinn 12. október skrif- aði hann Jóhannesi mági sínum og er eftirfar- andi kafii úr því bréfi: „Um ráðgjafaspursmálið vil ég sem minst skrifa að sinni, því ekkert er víst enn um það. En Magnús Stephensen hefir enga chancer eins og ég hef altaf vitað og sagt. Andstæðingarnir hér standa í þeirri trú, að ég komi ekki til greina og það er gott. Finn- ur [Jónsson] agiterar fyrir Klemens [Jóns- syni] og líklega hefur hann mesta chancer næst mér, sem forseti neðri deildar. Þó get ég ekkert um þetta sagt með vissu. Finans- mennirnir styðja mína kandídatúr og þeir ættu að verða þungir á metaskálunum." „Finansmennirnir", sem Valtýr kallar svo, voru danskir banka- og fjármálamenn, sem stóðu að stofnun íslandsbanka, en Valtýr átti einmitt mikinn þátt í því að hann varð að veruleika. Nú vitum við ekki hversu mik- il áhrif bankamennirnir hefðu getað haft á skipun fyrsta íslenska ráðherrans, en Valtýr virðist hafa sett allt sitt traust á þá, eins og sjá má af eftirfarandi kafla úr bréfi sem hann skrifaði Jóhannesi 23. október 1903: „Þú hefir einmitt séð alveg rétt, að það muni geta haft áhrif á ráðgjafaskipunina, hvernig fór um bankamálið. Við byggjum einmitt von okkar um að sigra þar að miklu leyti á bankamönnunum. Þeir hafa lofað að gera alt sem þeir geti í þessu efni. Og þeir ættu að geta mikið, því einn þeirra (etatsráð Larsen) er hérumbil sá eini maður hér, sem veruleg áhrif getur haft á Alberti. Og auðvit- að getur þú nærri, að við Björn Jonsson höfum gefið Alberti nægilegar skýringar um flokkaskipun þingsins og hve mikið sé á henni að byggja, ef hann aðeins trúir okkur og tekur tillit til þess." En vonin um stuðning dönsku bankamann- anna brást og 21. nóvember 1903 skrifaði Valtýr Jóhannesi: „Nú er ráðgjafaspursmálið leyst og Hann- es Hafstein sama sem orðinn ráðgjafi. Hann kom Mngað með Lauru, kallaður af Alberti og var hér meðan hún stoð við, en fór svo heim aftur með henni (hún látin fara til ísa- fjarðar með hann), en kemur hingað aftur með janúarferðinni og mun svo taka við 1. febrúar. Hann fékk heimild stjórnarinnar til að ráða sér embættismenn og yfir höfuð gera það, sem þyrfti, til að koma hinni nýju sMpun á. Þannig endaði sá kappleikur, eins og reyndar mátti búast við eftir því sem í garðinn var búið, og er ég nú feginn að re- súltat loks er fengið og ég og aðrir úr öUum spenningi, sem var orðinn óbærilega miMll og tók ekM lítið upp á mig og fleiri. Það, sem gerði mér verst, var að búið var að telja okkur Birni Jónssyni fulla trú um, að það væri alveg víst að ég yrði ráðgjafi. Eg var þó svo hygginn, að ég forðaðist að skrifa nokkrum um það heima. IV. Áður en sMlist er við efnið, sem hér hefur verið fjallað um, er ekM úr vegi að velta um stund fyrir sér spurningunum, hvers vegna urðu úrslit valdakappMaupsins á árunum 1901-1903 þau sem raun bar vitni? Hvers vegna varð Hannes Hafstein fyrir valinu sem ráðherra íslands árið 1903, en ekM Valtýr Guðmundsson? Mörgum kann að þykja sem svarið við þessum spurningum liggi í augum uppi: Hannes studdist við meirihluta á þingi, meiri- hlutann sem fyMi sér um frumvarp dönsku stjórnarinnar frá 1902 og bar það fram til sigurs í tvennum kosningum og á tveim þing- um. í síðasta bréfinu, sem vitnað var tö hér að framan, telur dr. Valtýr þetta reyndar meginástæðuna fyrir vali Albertis á haust- mánuðum 1903. Þegar nánar er að gáð, verður hins vegar ljóst, að þessi skýring nægir ekM. Valtýr Guðmundsson var óskoraður sigurvegari á þinginu 1901. Hann var meginhöfundur frum- varpsins sem þá var borið fram til sigurs, og óumdeilanlegur foringi meirihlutans. Af þeim sökum leikur ekM á tvennu að hann hefði orðið ráðherra, hefðu hægrimenn hald- ið völdum í Danmörku. Það gerðu þeir hins vegar ekM og er nýja stjórnin kom til valda í Danmörku sumarið 1901 gjörbreyttust allar forsendur í stjórnarsMárbaráttu íslendinga. Danskir vinstrimenn höfðu aðra skoðun á búsetu íslandsráðherrans en hægrimenn og því sömdu þeir nýtt frumvarp og sendu al- þingi árið 1902. Það frumvarp var afdráttar- lausara og gekk lengra en „tíu manna frum- varp" heimastjórnarmanna frá árinu áður og vandséð er að heimastjórnarmenn hafi getað eignað sér danska frumvarpið með meiri rétti en Valtýingar. Reyndin varð líka sú, að þegar danska frumvarpið kom fram, snerist gjörvallur þingheimur til fylgis við það, af þeirri einföldu ástæðu að það bauð upp á þann kost sem allir höfðu æskt, en ekíti var fáanlegur hjá hægrimönnum; ráð- herra búsettan á íslandi. En hvers vegna varð Hannes Hafstein fyrir valinu? Hann gat engan veginn talist óskoraður foringi heimastjórnarmanna, er hér var komið sögu, og var auk þess hálfgerð- ur nýgræðingur í pólitík, hafði aðeins setið tvö þing. „Hannes drap mig með glæsimennskunni," sagði dr. Valtýr Guðmundsson er Bjöm Kar- el Þórólfsson spurði hann út í þessi mál löngu seinna. Þessa skýringu hafa menn gjarnan látið sér nægja, en hún hlýtur þó að teljast haldlítíl að því er varðar spurninguna um það, hvers vegna dr. Valtýr varð ekM ráð- herra. I fyrsta lagi voru þessi orð mælt í hálfgildings gamni, svo sem eins og til þess að koma sér undan að svara, og í öðru lagi féllu þau er goðsögnin um glæsimennsku Hannesar var löngu orðin alkunn. Á hinn bóginn má vel vera að framganga og framkoma Hannesar hafi ráðið nokkru um að hann var valinn úr hópi heimastjórnar- manna til þess að gegna embættinu. Hannes kunni vel að vera með höfðingjum, hann sigldi á ráðherrafund haustið 1901, eins og þegar hefur komið fram, og ræddi þá við Alberti og Deuntzer forsætisráðherra. Við vitum ekM hvað þeim fór á milli, en hitt er stað- reynd að aðrir leiðtogar heimastjórnarmanna munu lítil kynni hafa haft af dönsku ráðherr- unum á þessum árum, ef undan er sMlinn Tryggvi Gunnarsson bankastjóri. Tryggvi mun aldrei hafa komið til greina sem ráð- herraefni, en ekM er að efa, að hann hefur stutt Hannes systurson sinn til starfans. Höfundur er sagnfræðingur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.