Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 3
JA* aci:<i m s m n e® ® e e b ® m n ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnars- son. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Rit- stjóm: Kringlunni 1. Sími 691100. Hannes drap mig með glæsimennskunni, er heiti á grein eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing. Hann f jallar þar um kapphlaupið um embætti íslandsráðherra á árun- um 1901-1903, en þar tókust á tvær stgórnmálafylk- ingar. Skáldið át sér aldurtrega þó hart væri í ári, segir Gísli Jónsson um annað höfuðskáld 17. aldar, Stefán í Vallanesi, í 2. hluta greinaflokks um trú, upplýsingu og rómantík, sem byggður er á háskólafyrirlestrum hans. Hafnarfjörður Hilleröd og Holsterbro, heitir grein eftir Sigurð Einarsson arkitekt og þar fjallar hann annarsvegar um hinar umdeildu stórbyggingar í miðbæ Hafnar- fjarðar og hinsvegar hUðstæðar byggingar í fyrr- nefndum, dönskum bæjum. Staðarstaður á Snæfellsnesi er meðal hinna nafnkunnu höfuð- bóla landsins allt frá þeim dögum að Ari fróði var prestur þar. Blaðamaður Lesbókar var þar á ferð og naut gestrisni séra Rögnvaldar og leit á lista- safn hans, svo og kirkjuna og rekur ýmislegt sem tengist sögu staðarins. STEFAN OLAFSSON Heimsádeila Þessi öld er undarlig, allir góðir menn um sig ugga mega að mestu, ilhr taka yfirráð, afþví hef ég um stundir gáð að þeim er fylgt í flestu. Fer ég með efnið undarlegt: Efþér girnizt nokkuð frekt manna fylgi að fanga, þá skal hann ekki óttast guð og ekti. stunda hans heilög boð, heldur rækja hið ranga. Þingheimurinn þýtur upp, þegar hann sér Belzebub dýrkaður er af einum, aðhyllast og elska hann, einnig verja, hver sem kann, bæði í ljósi og leynum. Þeir sem seilast aðra á, orga, deila, stinga, slá, strjúka, stela, ljúga, og útlegðar vinna verk, vörnin er þeimMÓgu sterk hjá flestum manna múga. Sá hinn góði er gjarðafár, gisna má hann síð og ár, dyttar að honum enginn, sem sú eik fyrir utan tröð, er engan hefír börk né blöð og öll er af sér gengin. Mútan tekúr máttar-skref, má hún það rétta aflátsbréf segjast verstu synda; þá hefur fjandinn skrifað skrá og skvett forgylltum sandi á, sem bæði augun blindar. Hún réttiætir ranglátan, ranglætir hinn fróma mann, gerir svo greitt að flækja; þeim hana tekur, talar hún í, tekst þeim varla upp frá því réttdæmið að rækja. Því er nú orðið iílt í heim, að enginn sinnir manni þeim, er gerir sinn guð að stunda og breytir eftir boðum hans, brýtur rQáð andskotans; hann má fara til hunda. Stefán Ólafsson, f. 1619, d. 1688 (fæðingarárið er þó óvíst) var prestur í Vallanesi á Héraði og höfuðskáld 17. aldar ásamt Hallgrími Péturssyni. Hann var fomfræðingur og þýðandi, þýddi Völuspá og Snorra-Eddu á latínu og sneri á íslenzku verkum klassiskra skálda. Hór vt'sast ennfremur til kafla um Stefán í grein Gfela Jónssonar á bls. 8. B B Skólar sem ekM veita sérstök réttindi og standa til hliðar við allt hefðbundið nám, verða sífellt fyrirferðar- meiri í íslenzku samfélagi og eru afar þarfur þáttur fyrir almenna menntun þjóðarinnar. Þar á meðal má nefna Bréfaskólann sem búinn er að starfa síðan 1940 og er rekinn af sjö samtök- um. í þessum flokki eru einnig Námsflokk- ar Reykjavfkur, sem hafa starfað óslitið sið- an 1939 og þar eru nú 1400 manns að læra eitt og annað. í málaskólum er fjöldi manns að bæta við tungumálakunnáttuna, eða kannski að bæta fyrir það sem af einhverj- um ástæðum fórst fyrir á unglingsárunum, og annar eins fjöldi eða jafnvel enn meiri er að bæta við sig fótamennt í dansskólun- um. Undir þessu formerki starfar Tóm- stundaskólinn, og fjölmargir listaskólar, að ekki sé nú talað um ósköpin; nefnilega nám- skeið í flestu milli himins og jarðar. Nám er sjálfsstyrking í augum margra og þá skiptir engu máli hvort það veitir réttindi. En ekki hefur allt slíkt nám fengið byr í seghn. Nægir að benda á skólann í Skálholti, sem sniðinn var eftir norrænum lýðskólahugmyndum frá því fyrr á öldinni. Kannski væri hægt að reka slíkan skóla hér í þéttbýlinu og þá sem kvöldskóla. En sem heimavistarskóli í Skálholti gekk hann ekki og varð að hverfa frá þeirri hugmynd. Aftur á móti var annar heimavistarskóli í Biskupstungum sem gekk vel og lengi: íþróttaskóli Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Sigurður var ekM aðeins glímu- kóngur í fimm ár samfleitt; hann var garp- ur eins og Jóhannes Jósefsson og fleiri sem um aldamótin urðu upptendraðir af hetju- móði í anda fornkappanna. Sigurði Greipssyni var mest í mun að vinna að ,j;æktun lands og lýðs" og braut- ryðjandastarf hans er merkara en svo.að það megi gleymast. En gleymskan er mögn- uð; í hinni nýju íslenzku Alfræðibók er ekki Stuttur skóli en eftirminnilegur hægt að sjá að hann hafi verið til. Sigurður sótti sér menntun á íþróttaskól- ann í Ollerup í Danmörku, sem mikið orð fór af þá; var þar samtímis öðrum íslenzkum glímukappa, Porgeiri í Gufunesi. Þorgeir var svo knár að hann gat stokkið hæð sína með leikfimisstökki, en saman voru þessir íslenzku kappar nefndir ísbirnirnir og var sagt að þeir hefðu stundum gert það að ganmi sínú að taka danska skólabræður sína og stafla þeim. Ýkjumar eru ugglaust álfka og þá er Egill Skallagrímsson barðist einn við átta og við ellefu tvisvar. Sigurður Greipsson stofnaði íþróttaskói- ann í Haukadal 1927 og byggði yfir hann stórhýsi á þeirrar tíðar mælikvarða, enda þótt vegurinn þangað væri mestanpart frumstæður ruðningur fyrir hestvagna með tilheyrandi forarvilpum og kafhlaupi. Skól- ann rak hann óslitið til 1970 og þar voru að jafnaði um 20 nemendur í fjóra mánuði á vetri hverjum, en 43 þegar mest var. Alls urðu nemendur Sigurðar 823 á þessum 43 árum sem skólinn starfaði. Segja má að höfuðáherzlan hafi verið á leikfimi, en að auki var kennd íslenzk glíma, frjálsar íþróttir og sund. Hópíþróttir voru alls ekki kenndar eða stundaðar og aldrei var gripið í handbolta eða fótbolta; aðstaðan til þess var þó fyrir hendi eftir að Sigurður byggði glæsilegan, nýjan fþróttasal rétt eft- ir stríðslokin. Að auM voru á námskránni nokkrar bóMegar greinar eins og íslenzka, íþróttasaga og heilsufræði. Kenningar íþróttafrömuða um leikfimi voru á ryrriparti aldarinnar frábrugðnar þeim sem síðar komu til skjalanna og farið var að kenna undir miðja öldina. Sigurður gerði mér vitanlega enga breytingu á þeirri leikfimi, sem hann hafði lært í Ollerup, og mér virðist nú að hljóti að hafa átt uppruna sinn í herþjálfun. Hún var barn síns tíma og okkur finnst nú að hún hafi verið nokkuð stíf og að æfingarnar hafi verið gerðar full hratt til að nýtast. Samt tókst að gera stirða stráka hjólliðuga svo þeir tóku flikMð með elegans um það er lauk. LfM og flestir strákar úr nágrenninu fór ég ííþróttaskólann skömmu eftír fermingu. Þeir mánuðir hafa orðið mér minnisstæðir æ síðan. Krafturinn og hreyfiþörfin eru rfk á þeim árum og maður naut þess að hamast í fþróttum meiripart dagsins. En jafnvel ennþá minnisstæðari eru mér óformlegir og blaðalausir fyrirlestrar Sig- urðar í greinum sem áttu að heita íþrótta- saga og félagsfræði, en voru í rauninni sam- bland af hvoru tveggja ásamt mannkyns- sögu, hugleiðingum um vísindi, náttúrufræði og jafnvel bókmenntír. Sigurður Greipsson var kennari af guðsnáð í þeim sMlningi að kennsla hans var innblásin og Maut að hrífa hvert dauðyfli með sér og vekja til umhugs- unar. Til áherzluauka lyfti hann sér upp á tær, dró andann djúpt og þandi út nasa- vængina, rétt eins og hann ætiaði í þann veginn að leggja andstæðing á hæUcrók aft- ur fyrir báða um leið og flautan gall. Á því bragði lagði hann alla andstæðinga sína í íslandsglímunni ár eftir ár og þeir gátu aldr- ei varast það. En hann var illa haldinn af glímuskjáífta nóttina áður, sagði hann okk- ur; stóð þá stundum í bala með köldu vatni til að róa sig. Hann hafði litla samúð með linku, til dæmis ef hann þóttist sjá að menn drægju af sér. Átti þá tíl að hæðast óspart að þeim, en sagði svo eins og við sjálfan sig á eftír: „Ég hef áhyggjur af því að mér finnst strákar ekM eins harðir núna og á fyrstu árum mínum í þessum skóla." Sigurður Greipsson hafði meðteMð þá hugsjón að ungir menn ættu að herða sig með kulda. I því skyni vorum við reknir uppúr lauginni og látnir velta okkur uppúr snjó. Sjálfur hafði Sigurður iðkað það að fækka fötum að vetrarlagi og taka sund- sprett í ám. Mér sMlst að núna þætti það frekar vafasamt frá heilsufarslegu sjónar- miði. En sú þjálfun kom sér vel einn vetur- inn á fyrstu árum skólans, þegar fé frá Sig- urði lenti út í hólma í hörðum streng í Tungufljóti. Þá fór hann úr öllu; batt á sig vað sem skólapiltar héldu í og komst út í hólmann til bjargar fénu. Hvort hann tók húðstrokur á eftir veit ég ekM, en það var eitt af því sem þótti heilsusamlegt þegar menn stígu uppúr jökulköMu vatni. Sigurði tókst ekM að innræta þessum skrifara garpskap, og aldrei varð ég annað en skussi í glímu. En námstíminn í skólanum markaði þáttasMl í þá veru, að ég hef æ síðan haft ánægju af íþróttum, ekM þó sem áhorfandi heldur þátttakandi. Að leggja sig eftír og leysa flóknar tæMúgreinar er sér- stök áskorun og er meiri skemmtun en ann- að sem ég þekM. Þá ánægju hafði ég fyrrum í frjálsum fþróttum og síðustu tvo áratugina í golfi. Það er sagt að lengi búi að fyrstu gerð og þó langt sé um liðið frá hinum glað- væru dögum í Haukadalsskóla, slæ ég að líkindum golfboltann einhverjum metrum lengra vegna undirstöðunnar þaðan. En Sigurðar Greipssonar minnist ég ekM aðeins sem vinar og góðs nágrarma til margra ára, heMur finnst mér hann vera einn þeirra, sem gnæfa uppúr hinum „þung- búna, nafnlausa skara", og vera í senn ógleymanlegur maður og persónugervingur vakningarinnar um síðustu aldamót. Það er gott að hafa fengið að kynnast slfkum manni. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8.JANÚAR1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.