Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 8
Trú - upplýsing - rómantík II hluti Skáldið át sér aldurtrega nn var það guðs náð, sú sem þúsundirnar þekktu. En hvað.var lítið presthús í Strandar- hreppi hjá lífínu sjálfu sem Hallgrímur horfð- ist nú í augu við missi þess? Hann hafði svar- að því áður. Það var nákvæmlega eins og allt annað. Guð hafði gefið það af sinni náð. Hon- um var frjálst að taka það aftur. I þessum skilningi var dauðinn, samlíkur slyngum sláttumanni á starengi, aðeins sendiboði guðs í þjónustu lífsins, sendur af guði til þess að sækja það sem hann hafði léð um sinn: Það er ár 1699. Stórmann- legt gildi er haldið í Skál- holti, þegar hinn ungi biskup binst hjúskapareiði Sigríði dóttur Jóns Vig- fussonar Hólabiskups, systur Þórdísar matrónu í Bræðratungu. Eftir GISLA JONSSON Hvorki með hefð né ráni hér þetta líf ég fann, sálin er svo sem að láni samtengd við líkamann. í herrans hðndum stendw að heimta sitt afmér. Daaðinn má segjast sendur að sækja hvað skaparans er. Maður, sem svo kveður, getur sagt við sláttumanninn slynga: Dauði, ég óttast ági aÐþittné valdiðgSt, íKrístíkrafti ég segi, komdu sæll, þá þú vOt Við rifjuðum upp að trúarskáldið mikla, sem slegið var lfkþrá, kurtni full skil á fornum bókum kynstofnsins og orti veraldleg kvæði af mikilli list, þegar hann vildi. Mannhyggjan lét ekki að sér hæða á öld eiðsins og náðarinn- ar. Mótlæti sr. Hallgríms margvíslegt efldi og með honum mikið skopskyn, náðargáfu húmorsins. En nú þótti okkur ómaksins vert að skyggn- ast um víðar á þessu hrjáða landi. Voru ekki fleiri snillingar uppi með þessari skáldgáfuðu þjóð, þó fámenn væri? Við fórum nú í allt aðra átt og námum ekki fyrr staðar en austur 'í Vallanesi. Við þóttumst rjúfa baðstofuþekjuna og horfðum inn. Það var ár 1688. Fjórtán árum fyrr hafði skáld píslarvættisins látíst á Ferstiklu í Strandarhreppi, satt lífdaga. En austur á Völlum liggur annað skáld, prestur og pró- fastur til Múlaþinga, Stefán Ólafsson, sonar- sonur Einars í Eydölum. Kristín dóttir skálds- ins (það var móðurnafnið hans) hagræðir honum í sænginni: Hann hafði árum saman frá fertugu legið tímunum saman í hugar- angri og etið sér aldurtrega. En það bráði af honum á milli, svo að hann hélt embættum sínum til dauða. Nú mátti hann ekM hrærast lengur í hvílunni hjálparlaust, svo holdugur var hann orðinn. „Kristín mín", segir hann allt í einu upp úr körinni, „hagræddu mér einu sinni enn, og vertu svo góð að finna mér eitthvað að skrifa". Og fyrir sjónir hins hrjáða og máttvana klerks líða myndir. Hann heyrir þó ekki síður en hvað hann sér, maður sem hafði samið sönglög og ort dægurlagatexta sem urðu sígildir. Hann hafði töfrast af ung- um konum bæði erlendis og hérlendis: Mey brá mér fyrír hvarmasteina margri fyrr og síð. Eisi eg að heldur neina er svo þætti fríð, fótsmá fagurhent og þýð. Ná er ei hugurinn heima, hún hvarf á samri tíð. Það komst þó aldrei í verk, að hann færi til Parísar, þar sem fagrar konur gengu með meira hispursleysi um stræti en í Kaup- mannahöfn, hvað þá í Hróarstungu eða Valla- hreppi. Auðvitað kom Brynjólfur Sveinsson hér við sögu, eins og annarstaðar sem máli skipti á þessari öld, meðan hann mátti. Ungur að aldri var Stefán, sonur sr. Ólafs Einarssonar í Stefán skáldhafði frá fertugu legið tímunum saman íhugar- angri og etið sér aldurtrega. En það bráði afhonum á milli. Nú mátti hann ekki hrærast íhvilunni lengur, svo holdugur var hann orðinn. Hann baðKristínu dóttursína aðhagræða sér og fínna sér eitthvað að skrifa. Kirkjubæ, sendur Brynjólfi til halds og trausts. Ekki þótti sr. Ólafi ráð ráðið, nema leitað væri til Skálholtsbiskups. Að hans ráði fór hinn ungi stúdent til Hafnar og nam að hætti aldarinnar bæði andlegan og veraldleg- an lærdóm. Hann kunni jafngóð skil á ís- lenskri og erlendri klassfk og þýddi Hávamál á latínu. Honum var það seingleymd speki. Við mundum eftir því, að maður var nefnd- ur Jules Mazarin, eða öllu heldur Giulio Mazarini, því að þessi ítali hafði franskað nafn sitt og var nú orðinn afar mikill maður í París, miðpunkti heimsins. Hann var card- inalus papae 4) og voldugur mjög á veraldar- vísu einnig, sló mikið um sig, fínn og fégjarn. Þessi hái herra bauð nú Stefáni Olafssyni, ungum manni af íslandi, að gerast menning- arfulltrúi allra Norðurlanda í borginni frægu, og kitlaði þetta að vonum hégóma og kom- skemmtilega við framavonir ungs manns. En hann var alinn upp við, að ekki væri ,ráð ráð- ið utan leita til Brynjólfs biskups, og brá nú ekki af þessum sið föður síns. Brynjólfur magister philosophiae skrifaði honum, að víst væri þessi Mazarinus hinn merkasti maður, en þætti hvatráður og miðlungi haldinorður. Væri og alkunna að sumir, sem hafist hefðu af litlu, lægðust oft með nokkuð skjótum hætti aftur. Myndi ekki þessum unga manni hollast að láta lærdóm sinn ágætan, og þar með ættargáfur, föðurlandi sínu í té? Svo hafði biskup sjálfur gert. Þessii ráði, mundum við, að Stefán hafði sætt, og gladdist faðir hans mjög, en biskup sá hinum unga manni fyrir viðunandi emb- ætti. Hið feitlagða skáld í Vallanesi mátti muna tímana tvenna. „Féll til rauna fátt", kvað hann í Svanasöng sínum, þegar hann minnt- ist fyrri ára sinna, en yfir hann rétt fertugan hvolfdist fylgidjöfull móðurættarinnar, sinnis- veikin. En fagurlega hafði hann bætt fyrir kveðskaparhnoð Gísla Jónssonar Skálholts- biskups, langafa síns. Kristín dóttir hans hafði hagrætt honum, og hvert erindið öðru snjallara færist á snjáð- an pappírinn, meðan hann má enn halda stíl- vopni sínu í stirðum höndum, og hann minn- ist ekM síst speki Hávamála, þeirri sem hann hafði snúið á heimsmálið latínu, að kardínálar og biskupar úti um víða veröld mættu sjá hvílfk var viska og orðsnilld kynstofnsins sem hann var runninn frá. Hann minntist þess einkum, að Hávamál kenna að enginn skyldi vita örlög sín; væru þau góð, fylltust þeir óþoli, að hið góða kæmi fram, væru þau ill, félli mönnum ketíll í eld og þeir tækju bágind- in út fyrir tímann. Fyrir fram að þekkja forlðg sín kann blekkja mann á margan veg. Vænti hann góðs án gita, geði það bráðlátu sýnist seinka mjeg. En trúa spá um þraut og þrá, það fyrír tíma, er taiið að stíma og tapar skapi kátu. í lok hinnar miklu lífskveðju lofar hið þjak- aða skáld guð og á góða heimvon: SkaJ eg pér bá heiðurínn há í helgra gildi, græðarínn mildi, gjalda um a/dir aJda Þegar Stefán Ólafsson hallaði þreyttu höfði að hægindi pg Kristín dóttír hans veitti hon- um hinstu þjónustu, hafði kveðskapur hans frumortur lítt eða ekki verið prentaður, en sálmaþýðingar eftír sig kynni hann að hafa séð á bók. Sálmaflokkurinn mikli um pínu og dauða drottíns vors hafði hins vegar ekki lengi geng- ið í handritum manna á meðal, er hann fékk að þrykkjast. Skáldsmekkur kynstofnsins var óspilltur, andrfki og orðsnilld þessara sálma svo ólýsanleg, metnaður norðlenskra bóka- gerðarmanna slíkur, að þegar árið 1666, átta árum fyrir dauða höfundar, voru Passíusálm- arnir, eins og þeir tíðast hafa verið nefndir, gefnir út á bók, prentaðri á Hólum í Hjalta- dal, og var það að vísu fjarri miðpunkti heims- ins. Kannski hefur Gísla Þorlákssyni, hinum þrfkvænta barnlausa biskupi, ekki aðeins miklast ágæti sálmanna. Vera má að honum hafi fundist þeir Hólamenn eiga nokkra skuld að gjalda skáldinu sem svipt var móður sinni. Herra Guðbrandur var langafi Gísla Þorláks- sonar. Síðan þetta gerðist 1666, hafa Passíusálmar sr. Hallgríms verið gefnir út miklu oftar en nokkurt annað lesmál á íslandi, milli 70 og 80 sinnum, og kemst þar auðvitað ekkert í námunda. En fleira gerðist markvert 1666 en útgáfa sálmanna um pínu Krists, á afskekktum stað veraldarinnar. Suður í Görðum á Álftanesi,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.