Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 9
og er þar nú fjölmennt orðið, fæddist prest- hjónunum, mad. Margrétu Þorsteinsdóttur og sr. Þorkatli Arngrímssyni sonur. Hann var snemma bráðgjör. Mad. Margrét var út af píslarpresti þeim í Vestmannaeyjum sem Tyrkjar hjuggu í herðar niður í helli, samsinn- is og þeir rændu Guðríði Símonardóttur sem þeir gerðu sér að ambátt og gáfu þó vefnað- inn pell. Bóndi Margrétar maddömu taldi sig ekM miður ættaðan, sonur Arngríms lærða og Sigríðar Bjarnadóttur prests á Grenjaðar- stað. Arngrímur hafði fyrr átt Solveigu Gunn- arsdóttur sem kölluð var fegurst kvenna á íslandi sinnar tíðar og nefndist Solveig kvennablómi. Við fórum stuttlega yfir sérstæðan ævifer- il hins unga sveins frá Görðum, þar sem Alft- nesingar Uggja úti og sofa aldrei; hann nefnd- ist Jón og nú oftast nær Vídalín, þótt fremur væri hann nefndur Þorkelsson meðan hann lifði. En þeir afkomendur Arngríms lærða nefndu sig Vídalín eftir Víðidal í Húnaþingi, stoltir af uppruna sínum. Afkomendur Arngríms lærða komu reynd- ar víða við. Einn þeirra, út af kvennablóman- um, kom okkur við um sinn. Vestur í Selárdal í Arnarfirði, þar sem menn kunnu að fara með staf, sat sr. Páll Björnsson er næst gekk herra Brynjólfi að öllum lærdómi aldarinnar. En hann hafði það umfram biskup, að gera út þilskip og halda mælskuskóla, en hann var lfka sanntrúaður á galdur. í Selárdal hjá sr. Páli frænda sínum var Jóni komið fyrir til náms um sinn. Þurftum við því engar þjóðsög- ur um það, hvernig Jón Þorkelsson hefði öðlast mælskugáfuna, þó að við rifjuðum þær upp til gamans. Samtímamenn Jóns kunnu á því enga skýringu - né heldur bráðlyndi hans, einkum við öl - nema þá, að hvort tveggja hefði honum áunnist í álfheimum. Við stöldruðum stutt við nám og útúrdúra Jóns Þorkelssonar í útlöndum, en skyggnd- umst inn í brúðkaupsveislu hans í lok aldar eiðsins, er hann var fyrir skömmu biskup orðinn í Skálholti eftir undraskjótan embætt- isframa. Það er ár 1699. Stórmannlegt gildi er haldið í Skálholti, þegar hinn ungi biskup binst hjúskapareiði Sigríði dóttur Jóns Vig- fússonar Hólabiskups, systur Þórdísar matr- ónu í Bræðratungu sem bundin var þeim ólukkulega höfðingja, Magnúsi Sigurðssyni, og seinna nefnd Snæfríður íslandssól. Við mundum eftir hversu með ólfkindum Jón Vig- fússon varð kynsæll, sá sem seldi með okri tóbak í baukum frekar en að annast biskups- verkin og nefndur var af alþýðu manna Bauka-Jón. Undir svignandi krásaborðum í Skálholti í september 1699 sáum við meðal annarra sitja 23 presta, þrjá sýslumenn og annan lögmann- inn. Aðeins tveimur mánuðum fyrir brúðkaup sitt sór Jón Þorkelsson annan eið sem ekki þótti minna um vert. Öld eiðsins lauk að sjálf- sögðu á einhverri stórbrotnustu eiðtðku sem á landi þessu hefur orðið. Það var á sjálfum Þingvöllum við Öxará, og var fjölmenni á völlunum og þrjár fallbyssur. Fyrstir unnu hollustueiða Friðriki IV arfakóngi og ein- valdsherra, biskuparnir báðir, Jón Þorkelsson og Björn Þorleifsson. Síðan hver af öðrum, andlegur og verslegur, lögmenn og biskupar standandi uppréttir, en minni embættismenn á hnjánum, báðum. Hér stóð enginn á rétti sínum með öðrum fæti eins og Páll Jónsson, afi Brynjólfs, á sínum tíma. Þessi athöfn tók langan tíma, biskupar sóru um dagmál, en hinir lægstu um sólarlag. Daginn eftir var íslendingum gefið öl að drekka. Öld eiðsins var liðin. Magister Jón Þorkelsson frá Görðum horfði á höfðingjahópinn á Þingvöllum sverja eiða og drekka öl á Pétursmessu og Páls við Öx- ará 1699. Hann átti eftir að kynnast þessu liði betur og lesa því textann. IV Og svo var það öldin 18. Hún hófst með ósköpum, ördeyðu á fiskimiðum og mannfelli af hungri og harðrétti. Hvenær skyldi sá mælir, sem þessu fátæka fólki var ætlaður, verða troðinn og skekinn og fleytifullur? Þess var langt að bíða, en kynstofninn lifði af, svo sem fyrir guðs náð. Eftir bóluna miklu, sem olli þvi meðal annars, að ekki verður ætt rakin til biskupshjónanna sem vígðust í Skál- holti 1699, voru íslendingar orðnir 30-35 þús- und. Eftir var ógurlegt hallæri um öldina miðja og sjálf Móðuharðindin, þegar lengra leið út á. Einhvern veginn fórst fyrir að flytja afganginn af þessari aumu þjóð suður á strjál- byggðar heiðar Jótiands; þó að þar væri kúsk- arpt víða, var þó hvorki Heklufell né helvíti í því landi. Fyrst alls, sem deyr í hörðu ári, er guðs miskunn. Biskupinn í Skálholti, efunarlaus rétt-trúnaðarmaður, reiddi svipuna að háum og lágum. Við hlýddum öðru hvoru á þrumu- lestra hans. A 5. sunnudag eftir þrettánda: Framhald í Lesbók 22. jan. Indíánar tóku víða í upphafí vel á móti Spánverjum. Með drepsótt- ir í farteskinu BÓLUSÓTTIN SEM SIGURVEGARI pænsku sigurvegararnir yfír Mið- og Suður- Ameríku, los conquistadores, áttu stríðsgæfu sína fremur að þakka bólusóttarveirunni en hrossum, byssum og öðrum yfírburðum í hertækni. Snemma árs 1519 sigldi Hernán Cortés með her frá Kúbu til Mexfkó til að Ieggja ríki Asteka undir Spánarkonung. í nóvember hélt hann inn í höfuðborg Astekarfkisins, Tenoc- htitlán, sem nú heitir Mexfkóborg. Landstjóri Spánverja á Kúbu sá ofsjónum yfir frama Cortésar og sendi lið til að handsama hann. Cortés hélt til móts viðlanda sína og sigraði þá með skyndiáhlaupi. Á meðan risu Astekar upp gegn liðinu sem Hann hafði skilið eftir í höfuðborginni. f júní 1520 sneri hann aftur til Tenochtitlán með mikið lið til bjargar mönn- um sínum en beið lægri hlut fyrir fjölmennum her Asteka. Jafnvel er talið að hann hafi misst tvo þriðju manna sinna. Meðan menn Cortésar sleiktu sárin eftir Þegar Kristófer Kólumbus kom til Vesturálfu, hinn 12.októberl492,ertalið að íbúar Ameríku norðan Mexíkó hafi verið á bilinu tvær til átján milljónir. Fjórum öldum síðar, við lok 19. aldar, voru afkomendur þeirra, indíánar og inúítar, ekki nema liðlega hálf milljón. Eftir Örnólf Thorlacius ósigurinn geisaði bólusótt meðal Asteka. Peg- ar Spánverjar settust um Tenochtitlán snemma vors 1521 varð fátt um varnir og borgin féll þá um haustið. Frumbyggjar Norður-Ameríku urðu líka fyrir barðinu á bólunni. Hér skal aðeins get- ið tveggja heimilda um það. Um aldamótin 1800 náðu Bandarfki Norður- Ameríku frá strönd Atlantshafs vestur að Mississippi. Einnig höfðu Bandaríkjamenn ítök á allstóru svæði við Kyrrahafsströnd norðan við Kaliforníu nokkuð norður fyrir núverandi landamæri Kanada. Kalifornía, Texas, Mexfkó og Flðrída voru þá á valdi Spánverja en Frakkar réðu miðbiki landsins sem kallað var einu nafni Louisiana og náði frá Mississippidal vestur að Klettafjöllum. Árið 1803 keyptu Bandarfkjamenn allt Louis- ana af Frökkum. Jefferson forseti fylgdi kaup- unum eftir með því að gera út leiðangur til að kanna hið nýfengna svæði, kynna íbúum þess nýja valdhafa og leita að færri verslun- Málverk sem sýnir sigur Cortésar við Tenochtitlán. í rauninni vannst sigurinn ekki með vopnum, heldur innílutningi bólusóttar. LESBÓKMORGUNBLAÐSINS 8. JANÚAR1994 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.