Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 6
+ Minnispunktar frá Snæfellsnesi II Komið haust- hljóð í vindinn K Eftir GISLA SIGURÐSSON VI völdskugginn er siginn á Búðir og Búðahraun- ið. Jökullinn aðeins snertuspöl fyrir vestan að því er virðist og Axlarhyrna nær. Hún heldur áfram að minna á Björn í Öxl þann voðalega mann sem hafði níu mannslíf á samvizkunni og var að lokum beinbrotinn og höggvinn. Þá þótti of lítið straff að háls- höggva morðingja og því kváðu dómar svo á, að delínkventinn skyldi áður þola hjól og steglu, ellegar beinbrot svo píslir hans yrðu sem mestar. í blíðunni höfðu margir slegið tjöldum sín- um á vallendisbökkunum við ströndina eða í aðgengilegum lautum. í þessari náttúru- perlu er hraunið sér á parti, ekki síst vegna hraunbollanna. Sumir eru eins og jarðföll og ekki mundu nærri allir bjarga sér uppúr þeim. Ekki gerði Ingunn förukona það; hún hrapaði í eina gjótuna um vetur og fannst látin eftir marga sólarhringa. Niðri í þessum gjám er blágresi og annað blómgresi svo tekur í hné og þar vaxa flest- ar íslenzkar burknategundir. Þar vex fer- laufasmári með eitruðu beri; hann var áður fyrr kallaður lásagras og hafði þá náttúru að allir lásar opnuðust, sem hann var borinn að. Ekki veitti af því að taka með sér einn slíkan til að líta á Búðakirkju að innan. Hún er ekki ætluð gestum og gangandi, var harðlæst eins og raunar flestar íslenzkar kirkjur. Sumir vara sig ekki á aðfallinu og tjalda á hvanngrænum bakka við Búðaósinn. Við sáum að fólk hafði tjaldað þar og síðan brugð- ið sér í burtu. Þegar það kom aftur var al- veg flætt undir tjaldið og aðkoman hefur ugglaust verið frekar óyndisleg] Hótelið á Búðum hefur sinn svip og sinn Staðarstaður, prestsetrið, kirkjan og minnisvarðinn um Ara Þorgilsson hinn fróða. sjarma og það hefur farið orð af matseldinni þar, einkum fiskréttum, síðan Rúnar Mar- vinsson gerði garðinn frægan. Það var enn hægt að fá ágæta fiskrétti á Búðum þótt Rúnar sé farinn, en verðið fannst mér of hátt og þá ekki síður verðið á afskaplega frumstæðu hótelherbergi. VII Fátt er ánægjulegra en að koma við á bæjunum, þar sem skemmtilegt fólk er að hitta. Ég hafði lengi ætlað mér að líta inn hjá séra Rögnvaldi Finnbogasyni á Staðar- stað og nú var látið verða af því. Rögnvaldur var einn heima ásamt yngsta syni sínum. En konan hans, Kristín R. Thorlacius var að sinna einhverjum skyldustörfum að heim- an^ Hún er kennari við skólann á Lýsuhóli. Áður en við var litið var presturinn búinn að hita forláta gott kaffi og galdra fram miMð og gott bakkelsi, rétt eins og hann hefði alla tíð verið í veitingabransanum. Og eins og venjulega var stórskemmtilegt að ræða við Rögnvald og heyra hann segja frá með sinni einstæðu bassarödd. Sú rödd hljómaði vel í Dómkirkjunni nokkru síðar, þegar Rögnvaldur jarðsöng aldursforseta ís- lenzkra listamanna, Finn Jónsson. Það var raunar ekki tilviljun að náð var í prestinn á Staðarstað til að jarðsyngja Finn. Séra Rögnvaldur hefur um langt skeið safn- að íslenzkri myndlist og þau hjón eiga 60-70 myndverk, sem flest eru höfð uppi á Staðar- stað. Vegna þess arna hefur hann kynnst mörgum myndhstarmönnum. Það elzta í safninu eru líklega krítar- og vatnslitamyndir eftir Svavar Guðnason frá 1945 og auk þeirra er þar stórt olíumálverk Svavars frá 1967. Fljótt á litið ber þó einna mest á Jóhanni Briem, enda eru 5 málverk eftir hann, þrjú eftir Eirík Smith og af öðrum má nefna, Benedikt Gunnarsson, Gest og •Rúnu, Ragnar Kjartansson, Kjartan Guð- jónsson og Jóhannes Jóhannesson. Þar að auki á Rögnvaldur stórmerkilegt safn af íkonum, sem eru trúarlegar myndir, oftast Maríumyndir, sem löng hefð er fyrir í Austurkirkjunni. Þessir íkonar eru sumir frá Austur-Evrópu, sumir finnskir, en flestir rússneskir. Það er sérstök námsgrein að mála íkona, sem a.m.k. er ennþá kennd á ítalíu og íslenzk listakona, Jóhanna Gunn- laugsdóttir frá Akureyri, hefur lært þessa list í ítölsku klaustri. Við vorum góða stund að líta á safnið og á eftir gekk Rögnvaldur með okkur til kirkju. Þar er óvenjuleg altaristafla eftir sænska málarann Lars Hofsjö og þangað komin vegna kunningsskapar við Rögnvald. Þessi altaristafla er óhefðbundin í þá veru, að hún sýnir engan atburð úr Biblíunni, heldur er hún táknræn. Þar er smábátur á sighngu á víðáttumiklu, opnu hafi. Mikil birta er öðrum ' megin á himninum, en hinum megin dregur upp ískyggilegan kólgubakka. Ekki voru all- ir sáttir við þetta kirkjulistaverk, en höfund- ur lét fylgja með svofellda skýringu: „Ég hafði í huga að bregða upp mynd af aðstæðum sem auðskildar eru áhorfendum ogstandanærridaglegulíGsafnaðarins.... Víð- attumMð haf, einmana maður á litlum ára- ¦f<?fém&m*mm>m!œ Kvöld á Búðum, stórstreymt í ósnum og fíæddi alveg undir bláa tjaldið á myndinni. Tignarlegt útsýni til Snæfellsjökuls af hnjúki, vestanvert við veginn yfir Fróðar- heiði. Upp á hnjúkinn er ökufær vegarslóði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.