Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Side 1
Stofnuð 1925 L A Ð S 7. tbl. 19. FEBRÚAR 1994 — 69. árg. Um Hólaskóla hinn forna Listin að lesa og skrifa barst hingað með kristn- inni. Áður þekktu menn hér aðeins hið vand- meðfarna og torræða rúnaletur. Sunnlenskir kirkjuhöfðingjar héldu einkaskóla sem mikið orð fór af, og skal einkum minnst kennslu ís- í dómskólum miðaldakirkjunnar tíðkaðist að kenna hinar sjö frjálsu listir og svo var í Hólaskóla. Greinin er í framhaldi af umfjöllun um menningarsetrið Hóla íLesbókí janúar. Eftir GÍSLA JÓNSSON leifs biskups, sem frábær þótti. Sonur hans Teitur hélt og skóla frægan í Haukadal og kenndi með öðrum Ara fróða klerkleg fræði, og Sæmundur fróði og Eyjólfur sonur hans héldu skóla í Odda. Jón Ögmundarson hafði skamman tíma verið byskup á Hólum, er hann efndi þar til skólahalds með meiri brag, en fyn- þekktu menn hérlendis. Verður að ætla að skóli hans sé hinn fyrsti eiginlegi lærður skóli eða dómstóll hérlendis, eins og þeir gerðust í skjóli kaþólsku kirkjunnar á miðöldum, fyrsti menntaskóli á Islandi. Að sjálfsögðu var undirstaða alls náms þá sem nú lestur og skrift. En svo er að sjá sem Jón hafi ekkert til sparað að reyna í skólahaldi sínu að halda til jafns við það besta sem hann hafði kynnst erlendis á ferðum sínum. Til að stýra skólanum fékk hann austan af Gautlandi einn hinn besta og snjallasta klerk, er Gísli hét Finnsson, og gerðist hann þar með hinn fyrsti skólameistari á íslandi, eða scholasticus, eins og það var kallað á latínu. Jón reiddi honum mikið kaup til ljóslega er gert ráð fyrir að prestur lesi og ávarpar hann einatt söfnuðinn: góð systkin, segir hann og er heldur notalegur andi í þessari kii-kju og orðaval hið fegursta. Óvíða flóa lindir íslensks máls tærari en í þessari gömlu bók, og er sá íslenskur rithöfundur, sem ekki hefur þaullesið hana, litlu betur undir starf sitt búinn en sá prestur sem enn á ólesna fjallræðuna." „Má vel ímynda sér,“ segir Jón, „að ein- hverjir lestranna á þessari bók hafi staðið á blöðum þeim sem góður klerkur, meistaii Gísli, hafði á púltinu eða leiktaranum fyrir framan sig þá er hann talaði fyrir fólkinu í Hólakirkju á dögum Jóns helga.“ Meistari Gísli kenndi grammaticam, þ.e. latneska málfræði. Þá fékk byskup mann af Frakklandi, eða eins og segir í sögu hans, einn franzeis, sæmilegan prestmann, sem þá var mikið hrós, er Rikini hét, capalín eða kapelán sinn, og skyldi hann kenna sönglist og versagerð. Hann diktaði vel og versaði og var svo glögg- ur í sönglist og minnugur, að hann kunni utan bókar allan söng á tólf mánuðum, bæði í dagtíðum og óttusöngum, með öruggri tónasetning og hljóðagrein, og skal nú til gamans taka orðrétt úr sögu Jóns, yngri gerðinni: „Því réðust margra góðra manna börn undir hönd þessum tveim meisturum, sumir að nema latínu, en aðrir söng eða hvort tveggja, kostgæfandi hver eftir sínu næmi að fylla vandlaupa síns hjarta af þeim molum viskubrauðs, er þeirra kennifeður bnitu þeim til andligrar fæðu, af hverjum vér sáum blómberanlegan akur guðlegrar mis- kunnar með fögrum ilm víða upp runninn. Við þessum tók Rikini prestur öllum með fagnaði og blíðu heilags Jóhanness og elsk- aði sem einkasonu, nærði og fóstraði undir sinni forsjá og gæslu, varðveitandi þá undir sínum vængjum sem fugl sína unga. Hér mátti sjá um öll hús byskupsdómsins mikla iðn og athöfn, sumir lásu heilagar ritning- ar, sumir rituðu, sumir sungu, sumir námu, sumir kenndu. Engi var öfund þeiira í mill- um eða sundurþykkni, engi ágangur eða þrætni, hver vildi annan sér mefri háttar. Hlýðni hélt þar hver við annan, og þegar signum var til tíða gert, skunduðu allir þeg- ar úr sínum smákofum til kirkjunnar, sæt- lega seim, sem þrifíð býflygi til býstokks heilagrar kirkju með sér berandi, hvert þeir höfðu saman borið úr lystulegum vín- kjallara heilagra ritninga. Meður tíða upp- hafning hófst í kirkjunni fagurleg samhljóð- an söngsins í kórnum, og hófust sætleg hljóð raddanna. Enginn fór þar með lausung eða margmælgi. Hinir eldri menn og meiri hátt- ar voru með staðfesti og athuga, en ungir menn haldnir og siðaðir undfr stjórn hinna eldri manna, og algerðu svo hvorir tveggju faguriega sitt embætti, og skein með því- líkri birtu yfirlit heilagrar kristni undir þess- um heilaga byskupi.“ Hinar Sjö Frjálsu LISTIR I dómskólum miðaldakirkjunnar var títt að kenna hinar svokölluðu sjö frjálsu listir, hvors tveggja, að kenna prestlingum og veita uppihald heilagri kristni með sjálfum honum. Svo er frá Gísla þessum sagt, er hann predikaði fyrir fólkinu, að þá lét hann jafn- an liggja bók fýrir sér og tók þar af slíkt er hann talaði, og gjörði hann þetta mest af forsjá og lítillæti, að þar sem hann var ungur að aldri, þótti þeim meira um vert, er til hlýddu, að þeir sæi það, að hann tók sínar kenningar af helgum bókum, en eigi af einu saman brjóstmegni sínu og hugviti. En mikil gifta fylgdi kenningum hans. „Þær voru linar og léttbærar öllum góðum mönn- um; vitrum mönnum þóttu þær skaplegar og skemmtilegar, en vondum mönnum varð að þeim ótti mildll og sönn hirting, enda tóku þeir gjama mikla skipan og góða um sitt ráð.“ Grammaticam Og Hómilíur I Stokkhólmi er varðveitt íslensk skinn- bók mjög fom að stafsetningu, beygingum og orðfæri. Hún er kölluð Hómilíubók og hefur að geyma guðsorð, og hef ég síðan orðrétt eftfr Jóni Helgasyni prófessor: „Sumt bætir, en mest kveður að lestmm á mismunandi helgidögum kirkjuársins; aug- „Sumir lásu heilagar ritningar, sumirrituðu, sumir sungu, sumir námu, sumirkenndu. Eigi var öfund þeirra ímillum eða sundurþykkni, engiágangureða þrætni, hver vildi annan sér meiri háttar.“ Mynd: Búi Kristjánsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.