Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Blaðsíða 2
Sá sem gefur án afláts getur átt á hættu að hann týni blygðun sinni; þeir sem stöð- ugt deila út fá sigg á hendur og hjarta, blátt áfram vegna dugnaðar síns við að deila út. Auga mitt er ekki lengur yfirfljótandi vegna blygðunar betlaranna; hönd mín varð of hörð til að skynja skjálftann í fullum höndum. Hvað varð um tár auga míns og netju hjartans? Ó, einsemd allra gjafara! ð, þögn allra ljósgjafa! Margar sólir eru á reiki í tóminu: með ljósi sínu ávarpa þær allt sem er rökkri sveipað, — við mér þegja þær. Ó, þetta er fjandskapur ljóssins gagnvart því sem lýsir: miskunnarlaust ferðast það um brautir sínar. Ósanngjarnar frá dýpstu hjartans rótum við allt sem lýsir, kuldalegar við aðrar sólir — þannig ferðast allar sólir. Stormum líkar þjóta sólirnar um brautir sínar, það eru þeirra ferðalög. Þær fylgja sínum ósveigjanlega vilja, af því stafar kuldi þeirra. Ó, myrku náttfarar, það eruð fyrst og fremst þið sem skapið hlýju úr ljósgjöfum! Ó, framar öðrum drekkið þið svalandi mjólk úr júgrum ljóssins! Æ, ég-er umluktur ís, hönd mín brennir sig á ísnum! Æ, innra með mér er þorsti, hann þráir þorsta ykkar! Það er nótt: ó, að ég þurfí að vera ljós! Ó, að mig þurfi að þyrsta í einsemdina og það sem býr í nóttinni! Það er nótt: nú brýst þrá mín upp á yfir- borðið eins og uppsprettulind, — ég þrái að tala. Það er nótt: nú hækka allar streymandi lindir róminn. Og sál mín er líka streym- andi lind. Það er nótt: nú fyrst vakna öll ástarljóð- in. Og sál mfn er líka ástarljóð. — Þannig söng Saraþústra. Dansljóðið Kvöld eitt gekk Saraþústra með læri- sveinum sínum gegnum skóginn; og sjá, er hann var að skima eftir uppsprettulind- um, kom hann út á grænar og kyrrlátar engjar sem voru umluktar trjám og kjarri: þar dönsuðu meyjar saman. Óðar en mey- jarnar sáu hver hér var á ferð, hættu þær að dansa; en Saraþústra gekk til þeirra vingjarnlegur í bragði og mælti: „Haldið áfram að dansa, yndislegu meyj- ar! Það er ekki eins og til ykkar hafi kom- ið gleðispillir með illt augnaráð og vondan hug til stúlkna. Eg er málsvari guðs fremur en djöfuls- ins: en sá síðarnefndi er andi hins þunga. Hví skyldi ég bægjast við guðdómlega dansa, léttstígu meyjar? Eða fagran ökkla á meyjarfæti? Víst er ég skógur og nótt myrkra trjáa: en sá sem óttast ekki myrkur mitt, mun finna rósum vaxnar hlíðar undir kýprustij- ánum. Og vissulega mun hann einnig fínna guðinn litla sem er eftirlæti stúlkna: hjá lindinni liggur hann kyrr og með lokuð augu. Sannarlega sofnaði hann um hábjartan daginn, slæpinginn sá arna! Ofreyndi hann sig kannski við að elta fiðrildi? Verið mér ekki reiðar, fögru dansmeyj- ar, þótt ég hirti guðinn litla svolítið! Auðvit- að fer hann að orga og hrína, — en hann er hlægilegur, líka þegar hann grætur! Og með tár í augum skal hann biðja ykkur um dans; og ég ætla sjálfur að syngja ljóð fyrir dansinum: Dansljóð til háðungar anda hins þunga, sem er minn allra æðsti og voldugasti djöf- ull, og um hann er sagt að hann sé „höfð- ingi heimsins“.“ Og þetta er ljóðið sem Saraþústra söng, þegar ástarguðinn steig dansinn við meyj- arnar: Aðan leit ég í augu þér, ó líf! Og mér virtist ég sökkva niður í ómælisdjúpið sjálft, En þú dróst mig upp úr því á gullnum öngli; hæðnislega hlóstu, þegar ég kallaði þig botnlaust. „Þetta segja allir fiskar,“ mæltir þú; „það sem þeir botna ekki í, er botnlaust. En ég er hverfult og villt; ég er dyggðum sneydd kona: Eins þótt þið menn kallið mig „djúpið", „tryggðina“, hina „eilífu", eða hina „leynd- ardómsfullu". Ó, dyggðum prýddu menn, þið eruð allt- af að gæða okkur ykkar eigin dyggðum!" Þannig hló hún, hin ótrúlega; en ég trúi hvorki henni né hlátri hennar, þegar hún talar illa um sjálfa sig. Og þegar ég gekk á eintal við mína trylltu visku, hreytti hún í mig þessum orðum: „Þú vilt, þú þráir, þú elskar — aðeins þess vegna lofar þú lífið!“ Mér var skapi næst að svara hinni reiðu visku afgæðingi og segja henni sannleik- ann; og það er ekki hægt að svara visku sinni með meiri ónotum heldur en að segja henni „sannleikann“. Þannig er nú málum komið hjá okkur þremur. Þegar öllu er á botninn hvolft, elska ég aðeins lífið — og þá mest, þegar ég hata það! En láti ég vel að visku minni og stundum of vel: þá er það vegna þess að hún minnir mig svo mjög á lífið! Hún hefur auga þess, hlátur og meira að segja sömu gullnu veiðistöng: hvað get ég gert að því, þótt þau séu svo lík? Og eitt sinn er lífið spurði mig: Hver er nú þetta, viskan? — þá svaraði ég ákafur: „Æ, já! viskan! Mann þyrstir í hana og ekkert slekkur þorstann, maður horfir gegnum blæjur og brýst um í netum. Er hún fögur? Hvað veit ég um það! En jafnvel elstu karfarnir gína við öngli hennar. Hún er hverflynd og þtjósk; oft hef ég séð hana bíta í varir sér og greiða hárið í öfuga átt. Kannski er hún ill og fláráð, og hin mesta kvensnift; en helst ginnir hún, þegar hún talar illa um sjálfa sig.“ Þegar ég sagði lífinu þetta, rák það upp illkvittnislegan hlátur og lét aftur augun. „Um hvem ertu eiginlega að tala?“ sagði það, „um mig, eða hvað? Setjum svo að þú hafir lög að mæla — er samt hægt að skella þessu svona framan í mig? En talaðu nú líka svolítið um visku þína!“ Ó, nú laukstu aftur upp auga þínu, yndis- lega líf! Og mér virtist ég sökkva niður í ómælisdjúpið á ný. — Þannig söng Saraþústra. En þegar dans- inum var lokið og meyjarnar horfnar á braut, varð hann sorgbitinn. „Sólin er löngu hnigin," sagði hann loks; „engið er vott og frá skógunum berst svali. Eitthvað annarlegt er á sveimi umhverf- is mig og starir íhugult. Hvað! Lifir þú enn, Saraþústra? Hvers vegna? Til hvers? Með hveiju? Hvert? Hvar? Hvernig? Er það ekki helber heimska að halda áfram að lifa? — Æ, vinir mínir, það er kvöldið sem þann- ig spyr innan úr mér. Fyrirgefið sorg mína! Það er komið kvöld: fyrirgefíð mér að það skuli vera komið kvöld!“ Svo mælti Saraþústra. Grafljóðið „Þarna er hin þögla eyja grafanna; þarna eru líka grafír æsku minnar. Þangað Iangar mig til að bera sígrænan blómsveig lífsins." Með þennan ásetning í hjarta' fór ég yfir hafið. — Ó, þið svipir og fyrirburðir æsku minnar! Ó, þið augnagotur ástarinnar og guðdóm- legu augnablik! Hví dóuð þið svo fljótt frá mér! Ég minnist ykkar í dag sem látinna ástvina. Látnu ástvinir, fyrir vit mér berst sæt angan frá ykkur, sem losar um hjarta mitt og tár. Sannarlega hrærir hún hjarta hins einmana sæfara og losar um það. Enn er ég ríkastur og öfundsverðastur af öllum — ég, hinn mesti einstæðingur! Því að ég átti þó ykkur, og þið eigið mig enn: segið mér, fyrir hvern annan en mig hafa þvílík rósaepli fallið af tré? Ó, ástkæru vinir, enn er ég erfingi og arfleifð ástar ykkar, og í minningu ykkar blómgast ég í mynd marglitra dyggða sem vaxa villt! Æ, við vorum skapaðir til að vera sam- an, yndislegu, fjarlægu undur; og þið nálg- uðust ekki mig og þrá mína eins og feimn- ir fuglar — nei, þið komuð til að létta á hjarta ykkar við trúnaðarvin! Já, eins og ég voruð þið skapaðir til trún- aðartrausts og ástúðlegrar eilífðar: nú verð ég að gefa ykkur heiti eftir ótryggð ykkar, guðdómlegu augnagotur og augnablik: önn- ur nöfn eru mér ókunn að sinni. Sannarlega dóuð þið of fljótt frá mér, hlaupingjar. Þó flúðuð þið ekki frá mér, né ég frá ykkur: saklausir erum við í ótryggð okkar hvorir gegn öðrum. Söngfuglar vona minna, til að deyða mig voruð þið kyrktir! Já, illskan skaut örvum sínum í átt að ykkur — og hugðist með því hæfa hjarta mitt! Og hún hitti í mark! Því að þið voruð mér ávallt hjartfólgnastir alls, í senn eign mín og eigendur: þess vegna hlutuð þið að deyja ungir og alltof snemma! Örinni var miðað á hið berskjaldaðasta sem ég átti: það er að segja á ykkur, en þið hafið dúnmjúka húð sem auk þess líkist því brosi sem deyr við fyrsta augnatillit! En þetta vil ég segja við óvini mína: hvað er manndráp í samanburði við breytni ykkar gegn mér! Þið frömduð á mér verri verknað en nokk- urt víg getur verið; þið hafið svipt mig því sem ekki verður endurheimt: — svo mæli ég til óvina minna! Þið hafið deytt svipi æsku minnar og yndislegustu dásemdir! Þið hafið tekið frá mér andana sælu, leikbræður mína! í minn- ingu þeirra legg ég niður þennan krans og þessa bölvun. Þessa bölvun á ykkur, óvinir mínir! Því að eilífð mín brast af ykkar völdum eins og tónn á kaldri nóttu! Nú kemur hún að- eins til mín sem snöggur gneisti úr guðleg- um augum, — eitt augnablik! Eitt sinn á góðri stundu mælti hreinleiki minn til mín þessum orðum: „allar verur skulu vera guðlegar." Þá létuð þið óhreinar vofur vaða yfir mig; ó, hvert fló þá sú ljúfa stund! „Allir dagar skulu vera mér heilagir" — svo mælti eitt sinn viska æsku minnar: sannarlega var sú viska glöð, er svo mælti! En þá stáluð þið óvinir mínir frá mér nóttunum og selduð þær andvaka kvölum: ó, hvert fló þá sú glaða viska? Eitt sinn gáði ég vonglaður að hamingju- sömum teiknum á lofti: þá senduð þið við- bjóðslegt ugluóféti í veg fyrir mig, öndvert því sem ég hafði búist við. Ó, hvert fló þá mín viðkvæma von? Eitt sinn hét ég því að hafna allri and- styggð: þá steyptuð þið alla mína nánustu út í kaunum. Ó, hvert fló þá mitt göfug- asta heit? Eins og blindur maður gekk ég eitt sinn á sælum vegum: þá fleygðuð þið sorpi í veg fyrir blindingjann: og nú býður honum við gamalkunnugum göngustígum hinna blindu. Og þegar ég vann mestu afrek mín og hélt upp á sigga mína: þá fenguð þið þá sem elska mig til að kveina yfir því að ég særði þá djúpt. Sannarlega var það ætíð ykkar tilverkn- aður: þið gerðuð mitt besta hunang beiskt og einnig iðjusemi minna bestu býflugna. Þið siguðuð alltaf frökkustu beininga- mönnunum á líknsemi mína; ávallt létuð þið hina blygðunarlausustu þyrpast um meðaumkun mína. Þannig tókst ykkur að særa dyggðir mínar í trú sinni. Og ef ég færði minn helgasta dóm að fóm, lagði „guðhræðsla“ ykkar undir eins feitari sauði á fórnareldinn: svo að minn helgasti dómur kafnaði í steggnum frá feit- inni. Og einu sinni ætlaði ég að dansa sem aldrei fyrr: ég ætlaði að dansa út fyrir alla himna. Þá tölduð þið um fyrir ástkærasta söngvaranum mínum. Svo að hann tók að kyija dimm og drungaleg kvæði; vei, hann lét myrka hljóma hornsins dynja á eyrum mér! Blóðþyrsti söngvari, verkfæri illskunnar, sakleysingi! Ég stóð albúinn að stíga í minn besta dans: þá myrtir þú hrifningu mína með hljómi þínum! Aðeins í dansi kann ég að draga upp lík- ingar æðstu hluta: — og nú hefur mín æðsta líking verið þögguð niður í limum mínum! Mín dýrasta von heldur áfram að vera ósögð og ófijáls! Og allir svipir ásamt hugg- un æsku minnar hafa dáið! Hvernig þoldi ég þetta? Hvernig náði ég bata og sigraðist á slíkum sárum? Hvernig tókst sál minni að rísa aftur upp úr þessum gröfum? Já, innan í mér er eitthvað ósæranlegt sem splundrar klettum og verður ekki í gröf komið: það er vilji minn. Þögull og óhagganlegur líður hann gegnum árin. Gamli góði viljinn minn velur sér fætur mína til að ganga á; eitilharður er hugur hans og ósæranlegur. Ósæranlegur er ég aðeins á hæl mínum. Þú þrautseigasti, enn ertu sjálfum þér líkur og hefst hér við! Enn sem fyrr brýtur þú þér leið upp úr öllum gröfum! I þér búa Iíka ennþá vonbrigði æsku minnar; og sem líf og æska situr þú vongóð- ur á gulum grafarrústum. Já, enn ertu í mínum augum tortímandi allra grafa: heill þér, vilji minn! Því að ein- vörðungu þar sem grafir fyrirfinnast, er til upprisa. — Þannig söng Saraþústra. Höfundur er slarfsleiðbeinandi. Kaflarnir eru úr bók sem væntanlega kemur út á næstunni. SIGURJÓN GUÐJÓNSSON Ágrónum götum Horfir á grónar götur gamall maður og þögull, löng er baggalestin, langt hennar að bíða. Ljós og lítill drengur leiddi hana forðum hugsi heim að bænum, hélt í taum á Blesa. Lítil, hýrleg hnáta heldur fast um klakkinn, hallar höfði sínu að hlýjum, grænum bagga. Mjakast lestin langa, litið stundum aftur, ábyrgð er þeim falin, ugglaust finna til sín. Hér var hraðar farið, héldu menn til þinga; margur beitti blakki á brokki, tölti og skeiði, ungir bæði og aldnir, æska, hárir þulir, augu ei þá greina, allir framhjá riðnir. Reikar grónar götur, gagnar ei að bíða. Horfinn hófadynur, hvergi lest á ferðum, engin töðuangan, enginn heldur um klakkinn né teymir tregan Blesa, tóm um dreng og stúlku. Söm eru fjöll sem forðum, fossinn heldur rómi, lækur sprækur leikur, liðast milli steina. — Hrópar: Hvar er lestin? hásum rómi, klökkur. Hvíslar einhver helkalt: Hana hefur jörðin gleypt. Bréfa- brenna Ég segi ekkert sannara, sár var stundin, stirð var mundin, er brenndi ég bréfin, innra mann annarra. Blátt — blátt Blátt er liturinn minn. Undir Bláfjöllum byggi ég mér kofa hjá bláklukkum. Þar vitjar blái engillinn mín og við horfum lengi saman inn í dýrð blámans. Höfundur er fyrrverandi prófastur í Saurbæ.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.