Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Blaðsíða 5
Undarleg sjón og skynjan HANN VlLDI SÝNA Orsökina Margar voru sögur af sjón Hjalta af dánu fólki. Það hafði drukknað ungur maður af báti frá Hnífsdal. Hjalti var viðstaddur minning- arathöfnina og þar sér hann manninn og honum þykir hann vera að vekja athygli á því, að hann er með stóran dökkan mar- blett yfir annarri augabrúninni. Þar sem Hjalti vissi þennan mann vel syndan, en samt skaut honum ekki upp, taldi hann víst að hann væri að segja sér frá því að hann hafi rotast. Myndin Hjalti var á Melgraseyri samtíða stúlku frá Hólmavík og hún var einhverju sinni að sýna Hjalta mynd af sér. Hjalti spyr: „Hvaða maður er þetta með þér á mynd- inni?“ ina, því að hann var að horfa á æsilegt inn- brot, þrjá menn taka lamir af glugga og einn þeirra skríða inn og koma út með lítinn peningakassa, þann, sem Hjalti var með undir kodda sínum. Nokkru eftir þetta kom sveitungi hans á bíl að finna Hjalta og vita hvort nokkuð hefði úr rætzt fyrir honum um sjónina. Hjalti sagði það vera og lýsti fyrir honum atburð- um og þar á meðal manninum, sem farið hafði inn um gluggann. Sveitungi Hjalta tekur hann nú með sér, og þeir keyra í næsta pláss, þar sem þjófnaðurinn var fram- inn og þar að húsi einu og sveitunginn ger- ir þar boð fyrir mann, sem kemur síðan til dyra. Sveitunginn, sem var manninum vel kunnugur, gerði sér upp erindi við hann og meðan virðir Hjalti fyrir sér manninn og er ekki í neinum vafa um að þessi sé maður- inn, sem hann sá skríða unnum gluggann. Þegar sveitungi Hjalta taldi hann hafa feng- ið nægan tíma til að virða manninn fyrir sér sleit hann talinu og þeir Hjalti óku á brott. Hjalti sagði sveitunga sínum, að hann væri ekki í neinum vafa, þessi væri þjófur- inn. „Hann er líka eini maðurinn sem ég hef talið líklegan til verksins af þeim, sem grun- aðir voru“, sagði sveitunginn. Þeir félagar munu hafa orðað það við sýslumann hvort til greina kæmi að taka upp málið byggt á þessari sjón Hjalta. Sýslu- maður sagði það óráðlegt, það myndi ekki leiða til neinnar sönnunar, en Hjalti gæti haft bágt af. Hjalti fór aftur vestur að lokinni vertíð, en sveitungi hans var áfram syðra. Mörgum árum seinna bar fundum þeirra Hjalta sam- an í Skjaldfannardal. Þá sagði sveitunginn Hjalta, að hann hafi setið eitt sinn, þjófnað- armálið þá löngu fírnt, að drykkju með þeim manni, sem Hjalti sá fara inn um gluggann, og maðurinn hafi í drykkjunni viðurkennt að hafa verið þarna að verki. Bændur Ad Berjast Hjalti mundi það fyrst að segja af „sjón“ sinni undarlegri, að 12 ára gamall var hann á ferð ríðandi fram Skjaldfannardal, sunnan megin við Selá, á leið fram að Laugalandi, en að koma frá Melgraseyri úr sendiferð þangað. Á miðri leið ríður Hjalti fram á tvo menn að berjast. Ekki greindi hann vopnin, en þau voru á löngu skafti og hjuggust mennirnir ákaft á. Hjalti stöðvaði hest sinn og horfði á viðureign mannanna, en svo hrökkti hesturinn sér til undir honum og við það hvarf sjónin. Þegar Hjalti sagði frá þessu þóttust ein- hveijir muna sögu af landamannaþrætum á þessum slóðum í firndinni og einhver þúfa var á þeim stað, er Hjalti vísaði til. En þessi sjón drengsins fann sér aldrei neinn hald- kvæman stað. Hjalti þekkti þjófinn 3. hluti eftir ÁSGEIR JAKOBSSON á er að segja frá þjófnaðarmáli, sem upp kom í sjávarþorpi sunnanlands, og Hjalti þá við róðra syðra í nærliggjandi sjávarplássi við það, sem þjófnaðurinn var framinn í. Hjalti rakti alla. atburði skilmerkilega og nefndi menn til sögunnar og því er ekki hægt að nefna nöfn eða rekja söguna nákvæmlega. Atburð- ir gætu orðið einhverjum kunnuglegir, en málið var aldrei upplýst. Hjalti sá ekki hver þjófurinn var fyrr en búið var að ljúka rann- sókn í málinu og afgreiða það frá dómsvöld- um sem óupplýst. Sveitungi Hjalta var við málið riðinn sem skrifstofumaður á skrifstofunni, sem brotist var inní. Hann fréttir af Hjalta við róðra í næsta plássi og kemur til hans, að vita hvort hann sæi nokkuð, sem gæti vísað á þjófinn. Þá var alllangt um liðið frá atburðin- um og málalyktum. Lítill peningakassi, sem peningarnir höfðu verið í, fannst við rann- sóknina, og þennan kassa færði sveitungi Hjalta honum, ef það skyldi hjálpa honum til að sjá hvað gerzt hafði. Nú líður nokkur tími og Hjalti verður einskis var, og hafði þó kassann undir kodd- anum. Þá er það við beitingu að nóttu til, að Hjalti er að beita af kappi ásamt fleirum úr skipshöfninni, sem sér að Hjalti er skyndi- lega hættur að beita, og stendur eins og steingervingur við balann og starir ofan í hann, og er svo fölur, að þeir halda hann orðinn veikan, en hann anzar þeim ekki einu orði. Þetta ástand hans varði nokkra stund og félagar hans farnir að bollaleggja um lækn- ishjálp, þegar Hjalti kemur til ráðs á ný. Hann gaf enga skýringu og heldur áfram beitingunni. Þess var von að Hjalti væri fár við menn- „Maður? Það er enginn maður með mér á myndinni,“ sagði stúlkan. Hjalti var ekki aldeilis á því, að það væri ekki maður með henni á myndinni. Stúlkan kallar í aðra stúlku, til gantast með þetta: Hjalti sjái mann með henni á myndinni! Stúlkan sá náttúrlega ekki neinn mann, enda átti þar ekki að vera neinn, myndin tekin af vinkonu hennar einni. Hjalti stendur á sínu og tekur myndina aftur. Hún skýrist fyrir honum og Hjalti veitir því athygli að það sé einkennilegt við manninn að hvítan sé svo mikil í öðru aug- anu, að augnsteinninn sé nánast eins og svartur depill í því. Þá taka að renna á stúlk- una tvær grimur. Hún segist hafa kynnzt manni með þetta einkenni á Hólmavík, en hann sé löngu látinn. Fornmannadys Kirkjugarðurinn á Melgraseyri hafði verið stækkaður og fyrsta manneskjan, sem jörð- uð var í nýja kirkjugarðinum, var Jóna Fjalldal, og var Hjalti við að taka gröfina ásamt fleirum. Fljótlega komu grafarmenn niður á gijót og var þar allþykkt lag og þar undir moldarlag og þá tók Hjalti eftir hvítri rönd í bakkanum. Hann hafði engin orð um þetta og hélt áfram að grafa. Þegar hann hafði grafíð dálítið niður fyrir röndina fór hann að gramsa í moldinni og fann þá jaxla úr manni. Hjalti hirti þá og segir nú félögum sínum frá fundinum. Þegar grafarmenn komu heim í bæ var þar fyrir Þorsteinn prófastur og maður sem Kjartan hét. Þeir heimta að Hjalti skili jöxl- unum, þeir ætli að láta rannsaka aldur þeirra. Aldrei heyrði Hjalti meira af þeirri rannsókn. Hann stakk undan einni tönn fyrir sig að geyma undir kodda sínum. Ekki vissi Hjalti hvort hann var sofandi eða vakandi, þegar til hans kom maður þrekvaxinn, en þó var einkennilegast, hvað hann var breiðleitur og kinnbeinamikill, en ekki var hann ýkja hár. Hann var í vaðmáls- úlpu, sem náði að hné, fætur hans vafðir með strengjum upp að hnjám. „Ekki var hann neitt reiður við mig,“ sagði Hjalti, „hann kvaðst heita Vigfús og tvítók það og svo var hann horfinn." Hjalta stóð maðurinn lengi fyrir hug- skotssjónum vegna höfuðlagsins, sem var ólíkt okkar íslendinga. Lestarferðin Milli Ármúla og Melgraseyrar við norðan- vert ísafjarðardjúp er Skjaldfannardalur og frá honum liggur Hraundalur og nær austur að Ófeigsfjarðarheiði. Hraundalur var lesta- leið Ófeigsfírðinga og Reykfírðinga á heið- ina þegar þeir fóru heim í iok vertíðar við Djúp og fóru þá með hesta á hjami. Hjalti var í Hraundal 1934, þegar það varð í leitinni að hausti að Hialti rekst á hauskúpu af hesti og eins og slitur af reið- ingi, fremst í dalbotninum. Þar voru sprang- ur margar undan jökli og við eina þeirra, sem virtist hafa rifnað frá klöpp og var opin í annan endann, fann Hjalti þessar leifar. Hjalta þótti þessi fundur forvitnilegur og myndi saga að baki leifanna á þessum stað. Hann tók með sér tönn úr hauskúpunni, til að leggja undir koddann sinn, því hann hafði reynslu fyrir því að gripum frá liðinni tíð fylgdi oft sýn. Það, sem hann sá nóttina eftir var í draumi en ekki vöku, en reyndar gerði Hjalti sér oft ekki grein fyrir því hvort hann var vakandi eða sofandi, þegar hann sá sýnir. Það, sem hann sá, vora 12 hestar, sumir undir böggum, en sumir drógu drögur á hjarnbreiðunni, sem lá yfír dalbotninum. Þrír menn, lausríðandi, fylgdu lestinni. Fremst í dalbotninum, á þeim stað, sem Hjalti fann leifarnar verður það, að skjóttur hestur slítur sig útúr lestinni og rásar upp hallann. Maður á gráum hesti ríður fyrir baggahestinn, en rétt sem hann er kominn fyrir hann gleypir jörðin hestinn, hann hverfur, en baggamir sitja eftir á sprungu- brúninni. Hjalti hafði séð mjög glöggt manninn, sem riðið hafði fyrir þann skjótta, og náði nafni hans. Hann hafi heitið Egill og verið gríðarlega stór; mest þótt Hjalta þó til um hve hendur hans vora miklar, þar eftir vora sverir handleggir hans, og bar maðurinn hvolpana, eins og þeir menn gera, sem hafa bakvöðva svo mikla, að handleggirnir ná ekki að falla alveg að síðum. Hjalti sér nú lestamennina koma til að leysa bönd af böggum og binda reipi utan um þann hinn stóra manninn og hann sígur niður í sprung- una. Þórarinn Ólafsson frá Hraundal, kennari á Akranesi, var með Hjalta í ofan'nefndri eftirleit. Þeir sváfu í sama herbergi um nóttina á Selhúsum. Þórarinn var vakandi um nóttina, þegar Hjalti hrópar óttaslegin uppúr svefninum: LESBÚK MORGUNBLAÐSINS 3. SEPTEMBER 1994 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.