Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Blaðsíða 12
Um svipað leyti og fyrstu landnámsmennirnir voru að koma sér fyrir á íslandi voru menn austur á Jövu að reisa þetta dulúðuga Búddamusteri, sem síðan var gleymt og grafið um aldir. Dularfullar og seiðmagnaðar eru þessar fornu byggingar Borobudur þar sem fjöldi höfuðlausra Búddalíkneskja stendur í röðum. Imynd hins búddíska alheims - úr steini Prambanan á Mið-Jövu. Helgur staður hindúatrúarmanna frá 9. öld. ur í knippum sem planta þarf innan tveggja daga; með hitabeltisávöxtinn „durian" - sem bragðast himneskt en lyktar svo illa að víða er starfsfólki hótela og flugvalla óheimilt að neyta hans - á priki yfir öxlinni. Iðjagrænir hrísgijónaakrar, kókospálmatré. Skógi vaxin fjöll. Að aka þarna um er líkast því að taka þátt í kvikmyndatöku þar sem grænt er grunnlit- ur - þó er þetta rammasti raunveruleiki. 42 km norð-vestur af Yogyakarta-borg á suðurströnd Jövu umlukin tveimur ám og fjallgarði stendur einn mesti búddha-helgi- dómur Suð-Austur Asíu. Búddhamusterið Borobudur. Það er ein af óleystum gátum sögunnar hvernig hin fornu konungdæmi eyjanna urðu gagntekin af hindúa- og búddhatrú. Á sama hátt er það einnig ráðgáta hvernig múha- meðst.rú náði yfirhöndinni en upphaflega barst hún til eyjanna með arabísku landnámi á seinni hluta sjöundu aldar e.kr. Til forna dýrkuðu Indónesíubúar anda for- feðra sinna og náttúrunnar. Þegar hindúatrú og síðar búddhatrú breiddust út í eyjaklasan- um blönduðust þessi trúarbrögð hinni dul- rænu háþróuðu menningu sem fyrir var. Þó múhameðstrú ríki í eyjahafinu er það sem við sjáum - í að því er virðist islömsku þjóðfélagi í dag - í raun islam þar sem undir- rótin er hindúa-, búddha- og andatrú. Á Jövu eru enn hundruð heilagra staða þar sem andleg orka er sögð samanþjöppuð t.d. við Sendang Semanggi, uppsprettulind nálægt Yogyakarta, og í Gua Sirandil, sjávar- helli, nálægt Cilacap. Heilögum steini á Gunung Bromo, eldfjall- inu fræga, á Austur-Jövu eru enn í dag færð- Um aldir alda lá Borobudur gleymt og grafið undir eldfjallaösku, hulið hitabeltisgróðri Mið- Jövu. Snemma á tuttugustu öld var hafist handa um endurreisn musterisins. Skemmdar- verk unnin af náttúruöflum og af manna Borobudur er leyndardómsfullt Búddamusteri á Mið-Jövu, sem er jafn gamalt byggð á íslandi og lá grafið undir eldQallaösku um aldir. Eftir SÓLVEIGU KR. EINARSDÓTTUR völdum bættu ekki úr skák. Mörg búddahöf- uð höfðu verið tekin ófrjálsri hendi og ný- lendustjóm Hollendinga gaf konunginum í Síam átta kerrur fullar af höggmyndum frá Borobudur svo dæmi séu nefnd. Engu að síður - þessu risavaxna verki sem kostaði 21 milljón bandaríkjadala og hófst 1973 er nú að mestu lokið. Enn em þó margar gátur óráðnar. Talið er að steinarnir sem notaðir voru (um það bil 55.000 m3) hafi verið teknir á einum stað úr fjallgarði þeim sem næst liggur. En gijót- náman hefur enn ekki fundist þrátt fyrir alla nútímatækni. Vísindamönnum ber heldur ekki saman um hversu langan tíma verkið tók - 80 eða 200 ár, hvenær það hófst né heidur er vitað nafn þess höfðingja sem ákvað upphaf verksins. Hestvögnum, uxakerrum, reiðhjólum og vélhjólum ægir saman á mjóum þjóðveginum ásamt fáeinum bifreiðum. Konur sitja söðul- bakt aftan við ökumenn vélhjólanna eða aka sjálfar með hjálm á höfði yfir síðri Múha- meðstrúarslæðunni. Fótgangandi vegfarend- ur feta sig áfram innan um fjölskrúðug farar- tækin því engir gangstígar eru fyrir hendi, hvað þá umferðarljós. Konur með körfur fullar af grænmeti ýmist á höfði eða í síðri slæðu yfir öxlinni ef ekki hvoru tveggja. Menn með poka úttroðna af grasi handa húsdýrum sínum; með votar hrísgijónaplönt- Á Dieng-hásléttunni á Jövu standa hindúahof frá 8. öld. Menn trúa því að þar sé staður þar sem má tileinka sér andlegt afl með hugleiðslu og sjálfsafneitun. ar fórnir frá þorpsbúum Tenggerese líkt og til forna. í dag eru yfir 90% Indónesíubúa múha- meðstrúar. Þó gilda nokkuð aðrar reglur en í Mið-Austurlöndum. Indónesískar konur hafa t.d. talsvert meira frelsi. Eru ekki algjör- lega annars flokks borgarar heldur njóta vissrar virðingar. Þær þurfa ekki að vera með blæjur fyrir andliti. Karlmönnum er aðeins leyft að ganga að eiga tvær konur. Verða þeir að hafa samþykki hinnar fyrstu til þess að kvænast annarri. í Indónesíu eru það konur sem sjá um framkvæmd skilnaða. Trúarbragðafrelsi er lögfest og er nokkuð sem stjórnvöld leggja mikla áherslu á. Hefur sambúð hinna ólíku trúarbragðahópa gengið áfallalítið. Þó varð blaðamaður var við að kristnir menn töldu sig verða fyrir nokkru áreiti og starfandi kristniboði kvað hjátrú og jgaldra enn lifa góðu lífi. A leið okkar til Borobudur biðjum við alla góða guði Jövu - hveiju nafni sem þeir nefn- ast - að láta ekki rigna þennan dag þótt regntíminn standi yfir. Lóðrétt steypiregn síðdegis er svo til daglegur viðburður. I glampandi sól og miklum raka höfum við hugfast að ganga ber réttsælis umhverf- is öll búddhamusteri eða líkneski. Borobudur sem heild var hugsað sem ímynd hins búddhíska alheims úr steini. Neðst er heimur hversdagsleikans sem hringast upp á við til algleymisins - hins eilífa einskis - hugmynd búddhatrúarinnar um himnaríki. Þremur hringlaga pöllum er bætt ofan á sex ferhyrnda stalla. Liggja fjórar tröppur upp - einar úr hverri átt - upp á topp. Raðir lágmynda sýna heim ástríðna og fýsna þar sem hinir góðu eru verðlaunaðir með endurfæðingu í æðra formi lífsins en hinum illu er refsað með lægri endurfæðingu. Smá- atriði höggmyndanna undraverð. Öll gangan er um það bil 5 km löng. Á leiðinni má sjá tæplega 1500 ríkulega skreytt myndverk í þröngum göngum. Þar hafa myndlistarmenn höggvið kennisetningar Búddha sem og myndir úr lífi Jövubúa fyrir þúsund árum - skip, fílar, hljóðfæraleikarar og dansmeyjar birtast okkur ásamt hermönn- um og konungum. Yfir 400 alvarleg búddha-líkneski stara yfir galleríin meðan 72 önnur sjást aðeins að hluta til í veggskotum. Eftir að hafa ígrundað lífshlaup sitt í him- neskum friði þessa umhverfis endar ferða- maðurinn á því að snerta fingur eða fót eins af búddhalíkneskjunum. Hefur hann þannig á brott með sér fyrirheit um heill og ham- ingju komandi ára. Fæðing Búddha, þekking hans á æðri sannindum trúarbragða og algleymi eru hald- in hátíðleg í Waicak (venjulega í maí) þegar tungl er fullt. Þá fer skrúðfylking munka í appeisínugulum kuflum um, kveikt er á kert- um og blómum stráð ásamt bænahaldi og söng. Skömmu eftir að lokið hafði verið við bygg- ingu Borobudur var hún yfirgefin. Almenn- ingur flutti til Austur-Jövu um leið og menn- ingar- og stjórnsetur fluttust þangað. Hvers vegna þetta gerðist er þó óljóst. Hinn risavaxni toppur musterisins er tóm- ur - ef til vill af ásettu ráði - eða að þar hefur forðum verið líkneski af Búddha eða frumkvöðli verksins. Þannig býr þessi heill- andi staður yfir leyndardómum sem ef til vill verða óleystir um ókomna framtíð. Höfundur býr í Ástralíu. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.