Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Blaðsíða 6
„Egill, Egill.“ Þegar Hjalti vaknaði af draumi sínum sagði hann Þórarni drauminn. Þórarinn sagði honum að hann hafi hrópað „Egill, Egill“ uppúr svefninum og sagði Hjalti þá að honum hafi sýnst reipið svo grannt, sem Egill, þessi stóri maður, seig í niður í sprung- una. Egill skar hestinn með vasahníf sínum og sá Hjalti blóðið spýtast úr hestinum. Hann var ekki lengi að verkinu, en þó nokkra stund, þar sem hnífur hans var lítill og aðstaða óhagstæð. Þótt Hjalti gæti lýst þessum manni, sem seig í sprunguna, og Egill hét, mjög ljós- lega, varð bið á því að hann fyndi nokkurn, sem áttaði sig á nafni og lýsingum á mönn- unum, og voru menn helzt á því að svo langt væri um liðið, að þetta væri horfið í fyrndina. Nokkrum dögum eftir þetta var Hjalti staddur á Skjaldfönn þar sem hann lýsti draumsýninni fyrir gamalli konu, sem Stein- unn hét og víða hafði verið við Djúp, fædd 1847. Hún kannaðist ekkert við lýsinguna fyrr en Hjalti segir að skeggið á manninum hafi verið í toppum, eins og það hafi verið klippt þannig. Þá rankar gamla konan við sér. Hún sagðist ung hafa verið á Laugabóli í Langadal í Strandseljavík vestan að Djúpi og þar hafi verið gamall karl, feyki stór, og sjálfur klippt á sér skeggið, og hún seg- ist vel muna að það hafi viljað verða topp- ótt klippingin. Hjalti sinnti nú þessu ekki meir, enda var hann aldrei neitt í sveitum vestan við Inn- Djúp. Lestarferð þessi var farin um 1850. Þá var í Hraundal Egill Guðmundsson bóndi á Laugabóli í Laugardal í Strandseljavík, sem fæddur var 1821, en dáinn 1890. Egill var risi að vexti og heljarmenni að burðum og segir Jóhann Bárðarson af honum krafta- sögu í bók sinni Brimgný. TÓFTIR í Snjóöldufjallgarði Um þessar tóftir í Snjóöldufjallgarði, sem liggur norðan við Tungnaá framarlega, er að finna frásögn Gísla Gestssonar í bók Ólafs Briems: Utilegumenn og auðar tóttir (Menningarsjóður, 1983). Magnús Jóhann- son, kvikmyndagerðarmaður frá Skjaldfönn, kom tvívegis í þessar tóftir, eða þann skúta, sem þær voru í, og var ekki auðséður þeim sem ferðir kynnu að eiga um þessar slóðir. Skútinn fannst hann af hendingu 1936 og 1952 var tekið að rannsaka tóftirnar ítar- lega, því að þessar mannvistarleifar þóttu forvitnilegar, svo vel sem þær voru faldar. Magnús hirti með sér smábeinvölu úr tóftunum, sem voru samliggjandi, og sendi sveitunga sínum, Hjalta, vestur á ísafjörð, ef hann kynni eitthvað að sjá, sem varpaði ljósi á þess fornu mannabyggð. Hjalti sýndist lítið ráða við þetta. Hann sá þó staðinn fyrir sér, skútann og um- hverfi hans, og átta manns sá hann þar. Tvo þeirra sá hann halda til byggða, að hann hélt, og komu þeir ekki aftur. Fjórar manneskjur sagði hann deyja þarna og vera grafnar skammt frá skútanum. Honum var síðan allt óljóst um örlög þeirra, sem eftir voru. Hjalta skildist að þetta fólk legði á það mikla áherzlu að það væri ekki óbóta- menn og var hann helzt á því að það hafi flúið undan drepsótt. Fornleifafræðingar telja af jarðlögum að ekki hafi hafst við þarna menn eftir sextán hundruð. Hjalta Bregður Við Sýn Hjalti fann aldrei til neins beygs við það sem hann sá, en hryllti við einni sýninni og var lengi í honum óhugnaður. Hann var þá í Bolungavík, þegar það verður á leið hans út götuna að nóttu til á leið til róðurs, upp af kambinum, í sundi innan við svonefndar Eyfirðingabúðir, að maður gengur í veg fyrir hann. Sá bar hallt höfuðið, það var skorið af að hluta, skorið á hálsinn á hlið og fram um kverkina. Ekki sá þó Hjalti hvort í sund- ur var kverkin, en höfuðið lafði út á hlið og sá Hjalti í sárið á hálsinum, það gapti við honum. Þegar hann gekk framhjá honum sýndist honum maðurinn glotta. Bræður mínir voru farnir að róa með Helga heitnum stjúpa okkar þegar þetta var og fleiri voru þarna kunnugir, svo sem Jón- as Halldórsson, formaður og síðar bóndi í Skálavík, sem enn er á lífi og man þessa uppákomu fyrir Hjalta, sem var allmjög ofantekinn, þegar hann kom útí beitingar- skúrinn. Það var til sögn um það, að maður hafi hengt sig þama í verbúð niðri á kambinum og skorið sig í snörunni, og skurðurinn þá orðið svona af því. / minni sýningarsalnum á efri hæð hefur staðið sýning á verkum Gerðar Helgadóttur og safnið ber öðrum þræði nafn hennar. Listasafn í Kópavogi Arkitekt: Benjamín Magnússon Asíðustu árum hefur batnað verulega í búi hjá okkur í opinberum byggingum, sem hægt er að sýna með stolti og fullri vissu þess að þar sé góður arkitektúr. Ekki er ýkja langt síðan fáeinar vel þekktar byggingar eftir Guðjón heitinn Samúelsson voru einar í þessu hlut- verki, kannski að viðbættri Neskirkju Ág- ústs Pálssonar. Það mátti taka undir hin fleygu orð „loksins, loksins" þegar við feng- um að auki Ráðhúsið og Perluna, sem hef- ur þó þann annmarka að vanta sýnilegan tilgang og notagildi. Og nú hefur það að mínu mati gerst, að enn eitt hús bætist í Aðalsalurinn er glæsilegur, en þakgluggarnir bera of daufa birtu eins og mynd- in ber með sér. þennan úrvalsflokk: Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn. Arkitekt hússins er Benjamín Magnússon. Skipulag miðbæjarins í Kópavogi verður að telja að sé fremur klúðurslegt og ekki hefur tekizt að mynda þar miðju eða mið- bæjartorg svo sem vert væri. Á hinn bóg- inn lítur út fyrir að giftusamlegar ætli að takast með svæðið vestan við gjána þar sem kirkjan og Listasafnið standa nú einar bygginga. Klappirnar á holtinu hafa fengið að njóta sín og bogmynduð form kirkjunn- ar eru eins og tónn sem búið er að gefa og verður þá að taka tillit til hans í því sem byggt er í næsta nágrenni. Það hefur arkitekt listasafnsins gert með bogahvelf- ingum á þaki hússins og stórum, hringlaga gluggum á þremur hliðum þess. Það vill svo vel til þegar inn er komið, að kirkjan blasir einmitt við í hringlaga glugga forsal- arins. Að auki er bogastefið endurtekið á þremur stöðum í dyraumbúnaði þegar inn er komið. Vissulega var ekki vandalaust að byggja listasafn í næsta nágrenni við kirkjuna án þess að skyggja á hana. Þótt safnið sé á tveimur hæðum hefur þetta tekizt. Því er ætlað tvennskonar hlutverk; annarsvegar að hýsa og sýna skúlptúra Gerðar Helga- dóttur, hinsvegar að hýsa Listasafn Kópa- vogs. Guðbjörg Kristjánsdóttir safnstjóri sagði þó að alls ekki væri neglt niður og ákveðið fyrirfram, að verk Gerðar ættu alltaf að vera til sýnis, né heldur verk Kópavogssafnsins. Þeir sem ráða fyrir safninu hafa alveg ftjálsar hendur. Framan frá að sjá virðist Listasafn Kópavogs tvískipt bygging og hallandi glerþak, sem að hluta er yfir kaffistof- unni, nær alveg uppúr milli sýningarsal- anna á efri hæðinn og undirstrikar þetta. Eins og tíðkast á listasöfnum eru útveg- girnir gluggalausir fyrir utan kringlóttu gluggana þrjá. Hætta er á að þesskonar bygging geti orðið þyngslaleg, en Benjam- ín leysir það á lofsverðan máta með því að húsið er klætt með gulbrúnu graníti og auk þess iætur hann rennur mynda skærg- ula lista sem skipta útveggjunum upp í einingar. Hér munar mest um litinn og það er alveg nýtt að hægt sé að hrósa nýrri, opinberri byggingu fyrir fágun og smekk- vísi í litanotkun. íslenzkum arkitektum hefur gengið illa að brjótast uppúr hjólför- um gamallrar tízku þar sem grámuskan ein ræður ríkjum og fátt hefur þeim þótt eins fagurt og ómáluð steinsteypa. í þeim stíl hefði Listasafn Kópavogs orðið eins og hver annar steinkumbaldi. Að innanverðu er Listasafn Kópavogs ekki síður veizla fyrir augað en að utan- verðu. Sýningarsalirnir eru tveir á efri hæðinni; sá stærri er jafn á Iengd og breidd, 237 fermetrar; sá minni aðeins ílangur, Höfundur er rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.