Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Blaðsíða 9
Ólafur konungur kyrri setti punktinn aftan við víkingaöldina. Hann ríkti á friðarskeiði og var maður búhygginda og fram fara og þótti gott að drekka krús af öli með vinum sínum. Teikning: Búi Kristjánsson. Finnast enn rústir af klaustri þessu, einnig rústir af lítilli kirkju sem helguð var heil- agri Sunnifu. Rétt upp af rústunum er hell- ir heilagrar Sunnifu þar sem hún á að hafa látist og fannst líkami hennar þar mörgum árum síðar, ófúinn. Ókunnur er bakgrunnur þessarar sagnar en skýringuna má líklega rekja til þess að írskir einsetumenn dvöldust á Selju, eins og talið að þeir hafi gert á íslandi og þeir hafi látist síðar af völdum skriðufalla. Sag- an er skemmtileg og þess vegna er skiljan- legt að Sunnifa yrði verndardýrðlingur Vest- lendinga. Þetta mun einnig vera ástæðan fyrir því að fyrsta biskupssetur Vestlendinga var reist á Selju, sem nánast er sker og langt frá alfaraleið. Hér varð biskupinn að dveljast en ekki leið á löngu uns hann og yfirboðarar hans skynjuðu að þetta var ómögulegur verustaður. Nokkrum árum síð- ar flutti hann til Björgvinjar, en Selja var hinn opinberi biskupsstóll þar til helgur dómur Sunnifu var fluttur til Björgvinjar árið 1170, - samkvæmt Konungsannál. Sæluklaustur 960 til 1305 (Marit Nybö) 960: Samkvæmt munnmælum kemur Sunnifa og fylgdarlið til Sælu og líð- ur píslavættisdauða í hellinum. 996: Ólafur Tryggvason finnur líkams- leyfar píslarvottana og likamsleyf- arnar eru lagðar í helgiskrín. Kon- ungur reisir kirkju fyrir framan hell- inn og dýrkun Sunnifu hefst. 1014: Ólafur digri kemur frá Englandi til að krefjast konungsdóms og kemur fyrst í land á Noregsgrundu, í Selju. 1068: Biskupsetur í Selju. 1070: Adam frá Brimum nefnir Seljumenn en minnist ekki á Sunnifu. 1100: Enskir benediktsmunkar stofnsetja þtjú klaustur í Noregi Selju, Björgvin og Niðarós. Seljuklaustur er vígt St.Albanus (enskur). Elsta Albanus kirkjan er reist. Núverandi Sunnifu kirkja upp við hellinn er reist um svipað leiti. 1170: Skrín Sunnivu er fært frá Selju til Björgvinjar og sett á háaltarið í Dóm- kirkjunni í Björgvin. Samtímis er biskupssetrið fyrir Vesturlandið flutt formlega til Björgvinjar. 1177: Klerkurinn Sverrir Sigurðsson kemur frá Færeyjum til þess að krefjast konungstignar. Hann kemur fyrst að landi í Selju. 1244: Rita-Björn ábóti í Niðarósi deyr í Selju, á leið sinni frá Róm. 1271: Norðmenn leggja frá Selju í sína síð- ustu krossferð til Jordan. 1305: Klaustrið brennur. Turn og trébygg- ing í vesturálmu. En víkjum aðeins til baka til ársins 1014. Dag nokkurn það ár komu tvö skip utanfrá hafinu og lögðu til lands við Selju. Það er Snorri sem segir frá er Ólafur digri Haralds- son sem kemur frá Englandi. Nú ætlar hann að freista þess að ná konungdómi í Noregi. Þeir höfðu fengið storm í fangið og ofviðri mikið á leiðinni svo að mannhætt var en með því að þeir höfðu liðskost góðan og hamingju konungs þá hlýddi vel og var hann þakklátur að ná landi. Ólafur digri þakkaði sínum sæla að ná landi í Selju, eða Sælu sem hann túlkar sem hina sælu eyju. Þegar þeir gengu á land sté hann með ann- an fótinn niður í mýrarholu svo að hann hnaut um en studdist með öðrum fæti á kné. Þá mælti hann: Féll ég nú segir konung- ur. Þá segir Hrani: Eigi féllstu konungur, nú festir þú rætur í landi. Ólafur digri hló við og mælti: Vera má svo ef guð vill. Menn geta túlkað orustuna að Stiklastöðum og því sem eftir fylgdi eins og hver vill. Austurlandið eignaðist einnig sinn dýrð- ling á stjórnarárum Ólafs. Það var bónda- sonurinn Hallvarður Vébjörnsson sem bjó á Húsabæ í Hlíðum. Samkvæmt sögunni var hann frændi Ástu móður Ólafs helga og Haralds harðráða. Hann var drepinn með örvarskoti þegar hann ætlaði að hjálpa van- færri konu sem var ofsótt af húskörlum, sem ásökuðu hana fyrir þjófnað árið 1043. Líki hans var sökkt í Drafnarfjörð (Dramm- en) með myllustein um hálsinn en líkið flaut seinna upp og var þá steinninn enn um hálsinn. Hallvarður var jarðaður fyrst í Hlíð- um (Lier), en bein hans síðar flutt til Ósló- ar dómkirkju (Hallvarðarkirkju) og þess vegna kom af sjálfu sér að biskupsetrið yfir Austurlandinu yrði staðsett í Ósló. Ólafur kyrri hóf byggingu á steinkirkjum í Björgvin, Kristkirkju hinni miklu og á annarri í Niðarósi sem byggð var yfir jarð- neskum leifum Ólafs helga. Kallaðist sú einnig Kristskirkja. Hann byggði einnig aðrar kirkjur, vítt og breitt um landið. Hann var í traustu sambandi við prestastéttina og sýndi mikinn áhuga á trúariðkun. Ensk- ur munkur sem dvaldist á þessum árum í Noregi, segir frá hvernig Ólafur þjónaði presti undir altari, hjálpaði honum í messu- klæðin, aðstoðaði hann við handþvottinn og gerði margt annað sem ella var í verkahring altarisþjónsins. Þátttaka konungs í guðþjónustum með þessum hætti og í trúræknilegum athöfnum skýrir að mestu hversu vel gékk að koma á kristinni trú í Noregi. Var það þó áratug- um síðar en á íslandi og urðu engin telj- andi vandræði því fylgjandi. í dag eigum við erfitt með að skilja hve umbylting þessi var erfið fyrir fólkið. Þjóðin varð að tileinka sér ný hugtök og hugmyndir og þrátt fyrir að þetta gerðist með nokkrum kynslóðum, áttu prestarnir örugglega í vandræðum með að útskýra boðorðin fyrir heiðnum bændum. Oft varð að umskrifa texta Biblíunnar í samræmi við daglegar hugmyndir eins og um veraldleg lög væri að ræða. Varð að útskýra lög kirkjunnar í smáatriðum. Krafan um föstu og hvíldardaga var eitt af þeim atriðum sem fólk átti bágt með að sætta sig við. Það voru ekki margir sem skildu tilganginn með þessum kröfum en aðrir létu sem að þeir væru með á nótunum og fylgdu því sem krafist var eins og sauðir. Þá voru hinir sem ekki æstu sig yfir þessu nýmælum því þeir voru hinum forna sið trúir á laun. Þannig flæddu yfir landið nýir straumar. Tekið var á móti þeim með nokk- urri vantrú, en sumir féllu fljótt inn í dag- legt líf norsku þjóðarinnar. Það var þess vegna ný þjóðmennig sem óx undir verndarvæng Ólafs kyrra og þegar hann lést að Haukabæ í Ranaríki þann 22. september, eftir stutta sjúkralegu, skilaði hann til þjóðarinnar allt öðru konungsríki en hann hafði tekið við 27 árum áður. Lík hans var flutt til Niðaróss og jarðað í Krists- kirkju þeirri er hann lét gera. Hann var hinn vinsælasti konungur. Snorri segir svo frá, að á timum Ólafs kyrra varð það siður að halda miklar drykkjuveislur í sérstökum ölstofum í kaup- stöðum. Tók lýðurinn upp sundurgerðir og gekk í fötum fengnum frá útlöndum. Það gékk í drambhosum reyrðum að leggjum og nokkrir settu gullhringi á fætur sér. Fólk notaði síða dragkyrtla læsta á hliðum og ermar næstum fimm álna langar. Þær voru svo þröngar að nota varð band til að koma þeim á og rykktust þær sem háir skúfar upp að öxlunum. Snorri virðist dapur jegar hann segir frá þessari fatatísku, sem kom til landsins með auknum samböndum við útlönd. í fyrsta skifti byrja Norðmenn að ganga á háum hælum og ef þeir ætluðu að vera reglulega fínir átti skófatnaður að vera bryddaður silfri eða gulli. Ólafur kyrri kom einnig á nýjum reglum í hirðsiðum, bæði við höllina og út til sveita. Hann reisti hallir með ofnum og hellulagði gólf. Hann flutti hásætið frá langvegg að jvervegg, sem var í öllum einfaldleika sín- um, róttæk breyting í norska bændasamfé- laginu. Hann innleiddi nýja hirðsiði frá út- löndum og í fyrsta skipti komu hirðmenn fram sem skutulsveinar - borðsveinar, í höll konungs. Lagði hann niður þá venju að nota dýrahorn við drykkjur, en notaði )ess í stað borðker, sem væntanlega tóku meira en gömlu hornin. Á þessu má sjá að Ólafur kyrri var mjög áhugasamur um að stíll væri yfir öllu í veislum hans og öðrum athöfnum. Þar að auki hóf hann notkun á mannlegum kertastjökum, þ.e. hann lét kertasveina standa meðfram langborðinu með logandi tólgarkerti hjá hveijum tignum gesti. Til marks um uppgang Björgvinjar, árin eftir tímabil Ólafs, segir frá heimsókn hóps danskra og norskra krossfara árið 1191 áður en þeir lögðu út á Norðursjó. Lýsing er til frá þeirri heimsókn og var hún rituð 10 árum síðar. Lýsing þessi er sú elsta sem til er um Björgvin sem alþjóðlega verslunar- miðstöð. „Bær þessi er frægasti bær þar til lands, prýddur konungs höll og líkneski af hinni heilögu jómfrú. Líkami hinnar heilögu Sunn- ifu hvílir á upphækkun í dómkirkjunni. Að auki eru klaustur mörg, bæði fyrir munka og nunnur. í bænum býr margt manna og er bærinn auðugur og hefur gnótt allra hluta. Harðfiskur, sem kallast skreið og er svo mikið af þeirri vöru að hvorki er hægt að telja, né meta. Skip og menn koma sigl- andi frá öllum landshornum, íslendingar, Grænlendingar, Englendingar, Þjóðveijar, Danir, Svíar, Gotlendingar og margar aðrar þjóðir sem of langt væri upp að telja. Þar eru einnig mikið magn af víni, hunangi, hveiti, góðum klæðum, silfri og öðrum sölu- vörum og mikil verslun með margvíslega hluti.“ Frásögn þessi lýsir vel að aðalútflutnings- vara frá Björgvin, var harðfiskur. Til fram- leiðslu á harðfiski var veitt um allan vestur og norður Noreg. Aðal hráefnið var þorskur og var hann veiddur, þá sem nú, aðallega á vetrarvertíð í Lófæti og Vesturáli. Um veiðar þessar eru til skriflegar heimildir allt frá árinu 1100. Ólafur var maður fámæltur og á þingum var hann ekki mikill ræðuskörungur. En yndi hans var að halda veislur með pompi og prakt. Við drykkju var hann hress og málgefinn og hafði í flimtingum við háa sem lága. Eins og áður segir er saga hans sú stysta í Heimskringlu, fáeinar blaðsíður og fáir aðrir sagnaritarar hafa haft löngun til þess að skrifa um hann. En allir eru sammála um að stjórnartíð hans var góð og færði norsku þjóðinni hagsæld. Hún var óvön því að konungur tæki bókina og hyggjuvitið fram yfir sverðið en slíkur konungur þótti sagnariturum lítt spennandi og fátt af slík- um manni að segja ... Eða eins og kvennamaðurinn Magnús konungur berfættur sagði síðar: Gerðir konungs eiga að vera til frægðar en ekki til langlífis. En Ólafur kyrri var maður friðar, réttlæt- is og búsældar. Drakk öl með mönnum í stað þess að fara með vopnum. Var vel gefinn, eins og ljóst er af gengi hans. Hann neitaði aldrei ölkrús, hafði gaman af ölstofum og öðrum mannlegum samskipt- um, sótti kveðjusamsæti, hlustaði á fólk. Þess vegna er Ölafur kyrri minn maður og verður, þar til sagnfræðingar koma með nýjar upplýsingar og rök, sem ég verð þá að kyngja. Eða eins og einkunarorð okkar Pálna- tókavina hljóða: Það er skylt að hafa það heldur sem skemmtilegra reynist. Bendi lesendum á gögn um Selju, eftir Reidar Djupedal prófessor við háskólann í Niðarósi (1921-1989). Höfundur starfar sem véltæknifræðingur, er ritari Pálnatókavinafélagsins, og félagi i les- hópnum Sturlungum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. SEPTEMBER 1994 9 '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.