Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1995, Page 2
FAGRISKÓGUR. Útsýni austur yfir Eyjafjörð. DA VÍÐ með móður sinni,
Ragnheiði Davíðsdóttur.
eftir lesturinn var það hlutskipti bóndans
í Fagraskógi að hugga son sinn. Víst mun
Stefán hafa getað betur en ella lifað sig
inn í Sturlungaöldina vegna hinnar illvígu
stjómmálabaráttu sem hann komst ekki
hjá að eiga í um þessar mundir.
En frásögn Davíðs kennir okkur að
skáldskapartilfinningu fékk hann úr báðum
ættum. Hljómgáfan mun þó fremur hafa
verið úr móðurættinni, þótt einhvem tíma
væri sagt í Danmörku að Brímarnir væru
„dárlige sangere". í Fagraskógi ólst Davíð
upp við gott atlæti. Hann lék sér'sem önn-
ur börn og var látinn sinna þeim störfum
sem töldust við hæfi bama og unglinga.
Snemma var hann látinn ganga að hey-
skaparstörfum og sitja yfir kvíaaám. Það
verk leiddist honum, eins og Halldóri Guð-
jónssyni í Laxnesi, seinna skólabróður og
skáldbróður.
Davíð lærði ungur sund vestur í Fljótum.
Bjó þá á Hraunum í Holtshreppi Guðmund-
ur Davíðsson móðurbróðir hans. Síðan fóru
þeir frændur, Einar Guðmundsson og Dav-
íð, í Gagnfræðaskólann á Akureyri. Þar
var ekki í kot vísað, því að þeir höfðu
húsnæði hjá maddömu Þórunni Stefáns-
dóttur Ottesens og sr. Jónasi Jónassyni
kennara sem löngum var kerindur við
Hrafnagil. Davíð var ekki mjög kappsamur
nemandi í skóla og mun snemma hafa
unað því fremur illa að láta skammta sér
'iesefni. En hann gaumgæfði með því meiri
velþóknun þjóðkvæðasafn Ólafs móður-
bróður síns. Einar Guðmundsson segir:
„Davíð gat bókstaflega gert gælur við eina
og eina ljóðlínu, gleymt sér og tautað:
„Mikið er þetta fallegt. Hún ber allar li-
stimar í brjósti sér. .. Með gullband um
sig miðja..Hann hafði í skólanum einn-
ig tekið að yrkja, eins og ungum mönnum
var þá títt. En ekki fékk hann að því sinni
annað fyrir en háðsglósur bekkjarbræðra
sinna. Þeir voru margir hverjir miklir garp-
ar. Davíð var yngstur. Hann segist hafa
sneypst og steinhætt. Gagnfræðaprófi lauk
hann 1911, og er frá því prófi meðal ann-
ars svo sagt í skólaskýrslu:
„Stjómarráðið skipaði þá herra Geir
biskup Sæmundsson og héraðslækni Stein-
grím Matthíasson prófdómendur. Tóku
þeir til öll verkefni og sátu yfir í skriflega
prófinu, ásamt einum kennaranna... og
tók yfirsátið all-mikinn tíma.“
III
„Vafalaust hefði ég hlotið vist í
moldinni, ef ég hefði ekki notið
ástríkis og umhyggju foreldra minna
og systkina. Þegar vel viðraði, var
ég borinn út í sólskinið. “
(Spurningum svarað 1956.)
Ekki ætlaði Davíð rakleiðis í Hinn al-
menna menntaskóla í Reykjavík, enda
þyrmdi brátt yfir hann af veikindum. Hann
fékk bijósthimnubólgu, sem oft var undan-
fari drepsóttarinnar, berklanna. Ekki var
þó svo kallað, að hann fengi berkla. En
hann veiktist mikið og beið þess aldrei full-
ar bætur. Um hríð var hann á berklahælinu
á Vífilsstöðum, þar sem margir trúðu að
þeir ættu ekki útkvæmt í daglegt líf. En
Davíð komst heim og segist í tvöföldum
skilningi eiga foreldrum sínum líf sitt að
launa. Veikindin áttu mesta sök á því, að
skólanám hans tafðist. En fleira kom til.
Hann var nú orðinn tvítugur, og nýjar regl-
ur Hins almenna menntaskóla sögðu, að
svo gamlir menn eða eldri skyldu ekki tekn-
ir í skólann. En nítján ára gamall hafði
hann tekið nýja ákvörðun. Hann skrifaði
húsfreyjunni á Hraunum, Ólöfu Einarsdótt-
ur, árið 1914: „Ég ætla að verða skáld.“
Sama ár hugsaði hann sér mjög til hreyf-
ings að hressa sig eftir veikindin með því
að sigla til Kaupmannhafnar að hitta Einar
frænda sinn frá Hraunum sem þangað var
kominn. Davíð sagðist þá vera „orðinn all-
hraustur". Eigi að síður ætlaði hann sér
alltaf að ljúka stúdentsprófi, en honum
féllst hugur í bili, þegar fyrrnefnd breyting
var gerð á reglum menntaskólans. Ætlaði
hann þá fyrst að gerast sjómaður, en síðan
rafvirki og lýsa upp íslenska sveitabæi.
Forlögin ætluðu honum að lýsa þá upp á
annan hátt en þann sem hann þá hugsaði
sér. En eftir að hafa enn hitt frænda sinn
á Hraunum, verður hitt ofan á, að sigla
til borgarinnar við Eyrarsund.
IV
„Og þegar hann fór með þetta er-
indi: Ekki skal það kvelja þig skó-
hljóðið mitt; ég skal ganga berfætt
um blessað húsið þitt - hríslaðist
eitthvað um mig, sem var allt annað
en éggat fundið til af kvæðum hinna
ungu skáldanna."
í Kaupmannahöfn bjuggu þeir saman
frændumir, Davíð og Einar frá Hraunum,
við sæmilegan kost, þó að úr drægi eftir
því sem leið á styijöldina miklu. Þá var í
Höfn, sem fyrr og síðar, frítt lið ungra
íslendinga, og skáldin í hópnum stofnuðu
félagið Boðn. Skiptust Boðnarbræður á að
lesa upp úr ljóðum sínum. „Allir heilluðust
af Davíð við fyrstu sýn,“ segir Einar frændi
hans. En skáldskap Davíðs kunnu þá fáir
að meta í fyrstu aðrir en Sveinn Jónsson
Framtíðarskáld sem þá þegar þótti Davíð
skyggja svo á sig, að minnstu munaði að
hann legði skáldárar sínar í bát. En svo
kom Sigurður Nordal til sögunnar og átt-
aði sig fljótt og skildi og skynjaði hvað í
hinu unga skáldi bjó. Hann kom því til
leiðar að Davíð lét nokkur ljóð til prentun-
ar í tímaritinu Eimreiðinni 1916. Þau eru:
Komdu, Brúðarskórnir, Allar vildu mey-
jarnar, Léttúðin og Hrafnamóðirin. Svo /
Iðunni: Mamma ætlar að sofna, Skugginn,
Myndhöggvarinn, Svefnljóð og Á Dökkum-
iðum (árg. 1916-17) og Krummi, Er árin
færast yfir og Abba-Iabba-Iá (árg.
1918-19). Sum þessara ljóða urðu brátt á
allra vörum.
V
„Síðan hefur stúdentaöskrið orðið
mér hvimleiðara með hveiju árí, en
vinsemd mín til bændafólksins vaxið
að sama skapi."
(Frostavetur, 1963.)
Haustið 1916 komst Davíð svo í fjórða
bekk Menntaskólans í Reykjavík, inn í
mikinn skáldahóp, og varð umsjónarmaður
í fjórða bekk B. Hann lauk bekkjarprófi
1917, en næsta vetur var fimmti bekkur
ekki haldinn, og var kallað í sparnaðar-
skyni vegna stríðsins. Þá fór Davíð heim
í Fagraskóg og las þar, og frá þeim vetri
er ein áhrifamesta frásögn hans í lausu
máli, Frostavetur (Mælt mál 1963). Haust-
ið 1918 fór hann svo í sjötta bekk og varð
inspector scholae. Ekki vildu veikindin
sleppa með öllu taki sínu á honum. Hann
lá rúmfastur fimm vikur í spönsku veik-
inni. Stúdentsprófi lauk hann með engum
glæsibrag vorið 1919. Reyndar voru fæstar
lokaeinkunnir stúdenta 1919 mjög glæsi-
legar og kannski ekki við því að búast,
eins og skólahaldi hafði verið háttað. Ef
til vill má líka færa það á reikning stríðs-
ins, eða svokallaðra sparnaðarráðstafana,
vegna þess, að nokkurt los virðist hafa
verið á menntaskólanum. Af 29, sem luku
stúdentsprófi 1919, voru tólf utanskóla.
Þess var fyrr getið, að Davíð Stefánsson
mun hafa kunnað miðlungi vel við skóla-
aga, að því leyti að honum væri sett fyrir
ákveðið námsefni. Hann var hins vegar
reglusamur nemandi í hátterni sínu og
hlaut hæstu einkunn sem fáanleg var í
hegðun. En hann var lausninni feginn í
próflok. Veisluhöld voru engin.
Og nú þykir rétt að gefa honum sjálfum
orðið:
„Vorið 1919 tók ég stúdentspróf. Að því
loknu fór ég einn upp í Öskjuhlíð og velti
mér þar í moldinni, líkt og hestur, sem
losaður hefur verið við reiðinginn."
Haustið 1919 komu Svartar fjaðrir út.
Inn í Lögréttu smaug þessi vísa án höfund-
arnafns:
Davíð rauðar rósir
að ritlaunum fær.
Fjallkonan lætur
lesa honum þær.
Lifandi og heitari konur lásu honum
ekki síður lof og rósir, og norður á Akur-
eyri greip sr. Matthías til penna síns. Hann
var þá mjög aldri orpinn, sextíu árum eldri
en Davíð, en óhrömaður andlega eins og
Sigurður Nordal hefur best lýst. Hann
kallaði bókina hinu nýju Davíðssálma og
bað menn taka henni vel. Þjóðskáldið sagði:
„Form og efni mætist jafnan hjá höfundi
í miðju trogi, svo hvert bam skilur þá
meiningu, sem næst liggur, hann þekkir
ekki mærð né íburð, enda er hann allur
háður hugmyndum og þjóðsagnablæ. „Og
enn sagði skáldið á Sigurhæðum:
„Eitt vald er almáttugt og sigrar allt
illt. Og það vald heitir góðleikur. Og hver,
sem með hug og hjarta ann góðleik, hann
elskar um leið sannleik og réttlæti. Þannig
hljóðar hin eina sáluhjálplega trú, sem
engin þjóð þorir á móti að mæla, hveiju
sem hún annars trúir eða læst trúa. Og
lesi menn ofan í kjölinn Davíðs Svörtu
íjaðrir, munu allir skynsamir menn skilja,
að hann fer ekki villur vegar í þeirri einu
trú, sem heimsku og vonsku heimsins sigr-
ar.“
(Signrður Nordal: Minningarorð 1964.)
DAVÍÐ STEFÁNSSON
Farfuglar
Þeirkoma úrfjarska, finna síngömlu vé,
er fönnin þiðnar og laufgast blóm og tré.
Og grasið er mjúkt, eins og gljáandi silkiflos,
og gamla landið verður eitt sólskinsbros.
Þeir elska svo heitt, að himinninn verður blár,
að hrynja af blómunum lítil daggartár.
Og birtunni fagna bæði menn og dýr
og blessa þessi fljúgandi ævintýr.
Og alltaf eru þeir syngjandi sama lag,
en samt geta allir hlustað nótt og dag,
því óður þeirra er engilhreinn og skær,
svo öllum verður söngurinn hjartakær.
Og búið er reist og byggt í kyrrð og ró,
í blásnum holtum og grænni mosató.
Þar vefja þeir saman visin lauf og strá,
svo verpa þeir litlum eggjum og sitja á.
Og óskabörnum með augu skær og dökk
er öllum fagnað með söng og hjartans þökk,
og móðirin sækir maðk í gras og sef
og matar þessi litlu, gapandi nef.
Og vorið og sólin vekja unga þrjá,
og vaéngina seiða loftin heið og blá.
En hljóta þeir ekki fáir frið á jörð,
sem flytja himininum söng og þakkargjörð?
II
Er fennir í hlíðar, fölna strá og blóm,
og fuglinn verður að þola sinn skapadóm.
En sumum veitir söngurinn þrek og dug,
og svo er að þreyta Iangt og mikið flug.
Þeir stefna út yfir höfm blá og breið.
í bylgjunum farast sumir á miðri leið,
en sárast er þeim, sem dreymir dagsins lönd,
að deyja í hafí, er blánar fyrir strönd.
Þó hinna bíði fjöll og firnindi nóg,
þá finna þeir hvergi íslenzka mosató.
Ef myrkrið felur mörkina, kalt og hljótt,
er mesta kvölin að þrá hina björtu nótt.
Ó, hver sem gæti fundið sin fenntu spor
í íjallahlíðunum heima, næsta vor.
Ari Gísli Bragason valdi.
Höfundur er fyrrverandi menntaskólakennari á
Akureyri.