Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1995, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1995, Page 3
LESBOK @@0000® 030 (30 [□!][!] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. og æskuslóðir, er heiti greinar sem hefst á forsíð- unni. Þar fjallar Gísli Jónsson um æsku Davíðs og bemskuumhverf hans við Eyjafjörðinn. Fuglinn friðlausi, heitir eitt af hinum áhrifamiklu ljóðum Davíðs. Út af því leggur Súsanna Svavarsdóttir og telur hér vera einn af rauðu þráðunum í ljóð- list Davíðs og jafnframt tákn fyrir þær víddir andstæðna sem búa innra með hveijum manni og í hveiju mannlegu samfélagi. Davíd Stefánsson skáld frá Fagraskógi á aldarafmæli í dag og af því tilefni er Lesbók helguð honum. Blaðið hefur fengið 10 ljóðskáld af yngri kynslóð- inni til að velja ljóð eftir Davíð í afmælisblaðið og valdi hvert skáld eitt ljóð. Það er athyglisvert að engin tvö skáldanna völdu sama ljóðið, en þessi 10 ljóð eru birt í stafrófsröð þeirra sem völdu. Ítalía hafði mikil og góð áhrif á ljóðlist Davíðs. Um Ítalíuför Davíðs fjallar Gunnar Stefánsson, bók- menntafræðingur, og grein hans heitir: „Ég heyri klukknaklið frá kirkju í Assissi." DAVÍÐ STEFÁNSSON Ég sigli í haust Sumarið líður. Sumarið Iíður. Það kólnar og kemur haust. Bylgjurnar byrja að ólga og brotna við naust. Af liminu fýkur laufið. Börnin breyta_ um svip. Fuglarnir kveðja. í festar toga hin friðlausu skip ... Ég lýt hinum mikla mætti. Það leiðir mig hulin hönd, og hafið, - og hafið kallar. - Það halda mér engin bönd. Ég er fuglinn, sem flýgur, skipið, sem bylgjan ber. Kvæði mín eru kveðjur. Ég kem, og ég fer. II Stormurinn liggur frá landi. Brimið brotnar við naust. Ég kom að sunnan í sumar og sigli í haust. Bænir aftra mér ekki. Ég hegg á helgustu bönd, - yfirgef ástvini mína og æskunnar heimalönd. Af skipinu horfí ég heim ... Faðir, fyrirgef mér. Kvæði mín eru kveðjur. Ég kem, og ég fer. III Ég öfunda allt, sem getur storkað þér, blásandi byr, sólina, er logar og lýsir, og löndin, sem standa kyr, tindinn, sem skýlir og skreytir, þögull og himinhár, sfinxinn, sem hefur sofið í sex þúsund ár. IV Ég berst fyrir bylgjum og stormi frá Iandi til lands. Ég bið ekki lýðinn um lof eða lárviðarkrans. Ég þrái að vera með vinum, og þó er ég alls staðar einn, alls staðar útlendingur, alls staðar förusveinn. Kvæði mín eru kveðjur. Brimið brotnar við naust. Ég kom að sunnan í sumar og sigli í haust. Með skáldum EGAR Klettafjallaskáldið Stephan G. Stephansson var á ferð hér heima, var honum haldið veglegt samsæti í gamla Hótel Akureyri. Þar flutti séra Matthías aðalræðuna fyrir minni heiðursgests- ins, mæltist vel og lét snillyrði fljúga, eins og hans var venja. Þar var Guðmundur á Sandi, skarpur og kjarnyrtur, þar var Páll Árdal, hógvær og yfírlætislaus. Og þó að ég væri nýliði í skáldasveitinni, gerðist ég svo djarfur að flytja Stephani G. kvæðis- korn, en því átti ég að þakka að komast í félagsskap skáldanna þetta kvöld. Stephan bauð okkur öllum til stofu sinnar í hótelinu. Aðstoðarlæknirinn, sem þá var á Akureyri, hafði ráð á drottinsdropum úr lyfja- búðinni og hafði verið svo hugulsamur og nærgætinn við heiðursgestinn að gefa honum ofurlitla lögg. Nú var skenkt á glös og drop- ans neytt með velþóknun. í þessu hófí var Matthías hrókur alls fagnaðar, þótt elztur væri, hann var höfðinginn, sem allir lutu og allir hlustuðu á, þar eins og annars staðar. Þarna fór allt fram í mesta bróðerni, höfðu þó Páll og Guðmundur skrifað skammir um Matthías, - og Matthías ritað niðrandi bréf um Stephan G. Klettafjallaskáldið var heldur ekki heilagt né lýtalaust, eins og síðar kom í ljós í bréfum þess. Það mátti heita svo, að öll þessi fjögur skáld hefðu lítilsvirt hvert annað áður, en nú voru allar gamlar væring- ar gleymdar, allur hégóminn og tildrið, skáldarígurinn horfinn, held ég að fullu og öllu. Þarna var hvert orð vingjr.rnlegt og varla minnst á skáldskap. Þarna sátu hirð- menn Braga í sátt og samlyndi, og Matthías sá um að halda gleði hátt á loft. Það var ánægjuleg stund. Rétt áður en Stephan G. fór frá Akur- eyri, bað hann mig að ganga með sér heim til Matthíasar. Kveðjustund þeirra nálgaðist. Þótt þessi tvö höfuðskáld hefðu bæði hlot- ið hinn innra eld í ríkulegum mæli, var út- lit þeirra og framkoma næsta ólík, ekki síð- ur en ljóð þeirra. Matthías var feitlaginn, þreklegur og höfðinglegur útlits. Stephan grannur og þreytulegur. Matthías síkvikur og sítalandi. Stephan hæglátur og fámáll. Og nú sátu þeir hvor í sínu horni dagstofunn- ar á Sigurhæðum og hofðust í augu - í síð- asta sinn. Yfir Stephani hvíldi hljóðlát kyrrð, alvöruþungi. Matthías var orðhreifur og gamansamur. Ég fann, að þessar tvær gömlu hetjur undu vel samvistum. Enda þótt ljóð þeirra væru ólík að formi og ytra búnaði, áttu þeir sviplíkar hugsjónir, drauma um heill og framtíð þeirra, sem jörðina byggja. Þó að ljóð Stephans væru veðurbit- in, en ljóð Matthíasar geislum mögnuð, höfðu bæði skáldin náð þeirri snilld, sem því aðeins næst, að mikill andi og heitt hjarta leggi saman alla krafta sína. Það leyndi sér ekki, að þeim var þungt um andardráttinn. Samtalið var stutt og fábreytt, engin andagift, enginn eldur - aðeins hversdagsleg orð. Loks reis Stephan úr sæti - Matthías líka. Nokkur andartök stóðu þeir andspænis hvor öðrum, hljóðir, orðlausir. Geti andlegar ver- ur úr öðrum heimum nálgazt jörðina, þá er ég sannfærður um, að á þessari stund var stofa Matthíasar full af ósýnilegum, hvítum sálum. Og þarna stóðu þeir, tveir höfðingjar andans, sinn úr hvorri heimsálfu, en þó syn- ir sömu þjóðar, báðir rammíslenzkir. Báðir höfðu þeir unnið stórvirki, báðir hlotið ást og lotningu íslendinga. Hér átti íslenzk skáldlist, íslenzk hámenning aldarinnar, sína beztu fulltrúa, og guð má vita, hvenær tveir slíkir menn heilsast og kveðjast aftur. Á þessari stund var að gerast mikill atburður, einn hinna merkari í sameiginlegri sögu ís- lendinga heima og erlendis. Loks rétti Stephan G. fram æðabera, skjálfandi höndina. En þá breiddi Matthías út faðminn, vafði Stephan örmum og - kyssti hann. Matthías grét. Stephan grét ekki. Það var eins og andlit Stephans væri höggvið úr bergi, hrufótt, stirðnað, aðeins augun Ijómuðu - og sá ljómi var ósvikinn. En það vissi ég þá og seinna, að skilnaður- inn var honum mun þyngri og sárari en séra Matthíasi. Það var eins og Stephan G. hefði kvatt allt Island og alla íslenzku þjóðina hérna megin hafsins í síðasta sinn, með þessum eina kossi. Úr þessu var hann á heimleið - vestur. . . Við gengum allir út úr stofunni. Matthías fylgdi Stephani út fyrir húshornið og kallaði á eftir honum: - blessi þig allir gnðsenglar og allar góðar vættir. Stephan nam snöggv- ast staðar og leit um öxl. Sjálfur skal ég þrælbinda Þorgeirsbola og Húsavíkurskottu, svo að þau geri þér ekkert mein. Þetta voru síðustu orð Matthíasar við Stephan G. Step- hansson. Stephan þagði - og gekk á brott. Matthías horfði á eftir honum út götuna. Það er óvíst að Matthías hafi mælt síð- ustu orðin af gamansemi einni, eins og mörgum gæti virzt í fyrstu. Vel gæti verið, að Þorgeirsboli og Húsavíkurskotta hafi í svipinn verið honum táknrænar skugga- myndir, harkan og heimskan, eða eitthvert hinna illu afla þjóðlífsins, sem bæði skáldin höfðu orðið að beijast við - alla ævi. Vera má, að Matthías hafí með þessum orðum verið að fullvissa Stephan um, að uppfrá þessu mundi enginn íslendingur reyna að varpa skugga á veg hans, nafn hans, verk eða orðstír. Daginn eftir hitti ég Matthías að máli, og ræddi hann þá mikið um Stephan G. Kvað hann skáldskap Stephans stirfinn, en stórbrotinn, kaldhamraðan, en karlmannleg- an, mörg kvæða hans væru eins og hrikaleg- ur hraungrýtisfláki, sem að vísu hefði einu sinni verið glóandi eldur í sál skáldsins, en þegar þau birtust, væru þau köld og stein- runnin. Hann kvað Stephan yrkja of mikið með heilanum, en of lítið með hjartanu, þess vegna væri hann fremur spekingur en skáld. Að lokum mælti Matthías: - En Stebbi er bölvans góður. Og líklega er hann stórskáld, blessaður karlinn ... Til er frásaga, sem kann að vera þjóð- sögn: Skáldin og vinirnir, Steingrímur Thor- steinsson og Matthías Jochumsson, voru eitt sinn á ferðalagi á hestbaki skammt frá Reykjavík. Talið barst að skáldskap. Allt í einu á Matthías að hafa sagt við Steingrím: - Víst ert þú skáld, Steingrímur, en mínum háu tónum nærð þú aldrei. Hvort sem Matthías hefur sagt þessi orð eða ekki, hafa þau lög að mæla. Ekkert samtíðarskáld hans, ekkert skáld þessarar aldar hefur náð hærri tónum en Matthías. Einmitt þess vegna var hann til þess kjörinn að yrkja þjóðsöng Islendinga. Og það voru ekki aðeins mannkostir hans, fróðleikur og mælska, sem gerðu mér ljúfa návist hans, heldur einnig minningin um hina háu tóna. Haustið 1920 sá ég hann í síðasta sinn. Ég var á förum til útlanda og kom heim til hans til þess að kveðja hann. Eins og áður nálgaðist ég séra Matthías með lotningu og þakklátum hug, enda hafði hann aldrei sýnt mér annað en frábæra vinsemd og traust, þó að ég hefði harla lítið til þess unnið. DAVÍÐ STEFÁNSSON (Kaflar úr „Kynni mín af séra Matthíasi" í bókinni Mælt mál með ritgerðum og rœðum Davíðs.) LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. JANÚAR 1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.