Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1995, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1995, Blaðsíða 6
í DAVÍÐ STEFÁNSSON Vodka Þessi rússneska rúbla er mín. Ég er ríkur. Ein flaska er nóg. Ég kem ekki inn á knæpu til þín til að kaupa mér sokka né skó. Slíkt hef ég aldrei frá barnæsku borið. - Blessað sé rússneska vorið. Oh-hó. Nú lyftist brúnin, nú léttist sporið. Ég lifi, - gleðin er mín. Vodka . .. brennivín. Beiskt, salt og betra en allt. Það brennir. Það kæfir. Það hvílir. Það svæfir. Þetta er drykkur, sem þrælum hæfir. En boðorðin segja: Þú skalt, þú skalt ekki.:. Hinn þyrsii veit betur . .. þúsundfalt, og þess vegna er gott, að ég drekki. Þegar húsvilltum hundi er kalt, flýr hann inn um fyrstu dyr. Þetta er kjallarinn minn, ég hef komið hér fyr. Átti keisarinn þennan stól? Skál. Skál fyrir stjörnum og sól. Það glitrar. Það skín, og gleðin er mín. Vodka . . . brennivín. Skál, skál fyrir þingi og þjóð og þrælum, sem gjalda í ríkissjóð, og valdi, sem ver sig með vopnuðum her, og drottnandi stétt, sem finnst ranglætið rétt. Fleiri brennandi bál. Meira blikandi stál. Meira verksmiðjuskrölt. Fleiri sýrur og sölt. Meira silki og ull. Meira silfur og gull. Hégómi. Bull. Fleiri kirkjur og krár. Fleiri krókódílstár. Drekkjum samvizku og sál. Skál. Og hirðum hvorki um bók eða blað, stund eða stað, stjórn eða frelsi... Hvað er það? Þið öreigar og þrælar, sem enga gleði þekkið. Drekkið. Drekkið. Það svalar. Það kæfir. Það hvílir. Það svæfir. Vodka . . . Brennivín. Hrafn Jökulsson valdi. vel. En ekki hefur skáldið talið rétt að segja frú Theodoru frá Katarínu. — Bréfkaflinn um Vesúvíus og Pompej er eins konar drög að ljóðinu Neapel (eða Napólí) sem birtist í Kveðjum: Frá ströndinni Vesúv stoltur rís, starir sem guð yfir Paradís og minnir á dóm og dauða. brennisteinsfúlum gufum gýs, en geymir sér eldinn rauða. í lok bréfsins til Theodoru segir Davíð: „Eftir nokkra daga fer ég héðan frá Róm og til Assisi, þaðan til Firenze og svo til Veneziu — og svo norður á við. Ég uni mér mjög vel meðal óþekktra. Perlur tala með geislagliti, blóm með ilmi og mállausir með svip og bendingum. Hér er yndislegt að vera.“ Um þetta bil fengu Davíð og Ríkarður leyfí til að ganga fyrir páfann. Var það norskur málari sem þeir kynntust, Spange að nafni, sem útvegaði þeim leyfi til þess. Með þeim Spange og Davíð mun hafa tek- ist vinátta og saman fóru þeir frá Róm til Assisi 29. apríl. ASSISIOG Hið UMBRÍSKA VÍN í bréfí til Bjöms 0. Bjömssonar, 15. októ- ber 1921, skrifar Davíð á þessa leið: „Ég man ekki hvort ég hef sagt þér frá dvöl minni í Assisi. Þar skulum við byija. Þar hefur mér liðið best á allri för minni. Það er guðdómlegur bær. Hann stendur sunnan í fjallshlíð og horfír yfír Umbríuslétt- una. Þar eru fomlegar byggingar, eldgömul steinhús, mosavaxin þök, mjóar götur og steinlagðar að fomum sið. Þar vagga olíu- viðartré og syprusviður, þar anga rósir og reykelsi. Bærinn og umhverfið er innilega vinalegt og minningin um hinn heilaga Fransiskus og St. Ciöru hvílir yfir öllu eins og sólmóða. Kirkjuklukkurnar hringja og hljómur þeirra er hreinni og voldugri en ég hef nokkurstaðar fyrr eða síðar heyrt. St. Fransiskusar kirkjan er innan veggja fegursta kirkja sem ég hef séð. Að vísu má kalla öll þau skýli Guðs hús þar sem fegurð og friður ríkir — en ég á við það að það er blátt áfarh eins og kirkjunni, stein- inum, lofti og gólfi sé gefíð eitthvert æðra vald. Kirkjan er þannig byggð að neðst er grafkapella hins heilagá manns, sem gekk að eiga ungfrú Fátækt ,og gekk hálfblindur um heim og boðaði mönnum kristindóm. Þar brennur alltaf ljós eins og við grafir Péturs og Páls í Róm. í grafkapellunni er alltaf dauðahljótt. Ég kom þar þrisvar sinn- um og alltaf var þar einhver fyrir, sem kraup og bað og þakkaði. Annað er ekki hægt þar að gera. — Balsac segir að maðurinn sé mestur þegar hann krýpur. Það er fallega sagt og svo satt. Upp úr grafkapellunni göngum við svo upp í undirkirkjuna sem kölluð er og henni verður ekki lýst í fám orðum. En það er Guðshús. Fresko á veggjum og hvelfingu, mósaikgólf. Inn um málaðar rúður fellur dauf birta sem varpar dularfullu lífí á hinn dauða stein. Loftið er fullt af auðmýkt og friði. Svo upp í yfirkirkju. Þar eru veggirn- ir þaktir með freskomyndum eftir Giotto, hinn auðmjúka meistara. Þær eru allar um atvik úr lífi St. Fransiskusar. Öll er kirkjan hin dýrlegasta að innan. Að utan er hún blátt áfram og lítil fyrir kirkju að sjá. En þannig var hinn heilagi Frans líka. í Assisi er mikið trúarlíf. Fjöldi af munkum og helg- um mönnum og pílagrímum. Kirkjulegar skrúðgöngur og hátíðahöld. Allt hjálpaðist að til að vekja ást mína á bænum. Þar kynntist ég ítalskri konu sem ég aldrej gleymi. Við skildum hvort annað og við grétum þegar við skildum. Síðar skal ég segja þér frá ævintýri okkar. Það er fegursta minning sem ég á frá suðurför minni. En ekki meira um það í bréfí. Við verðum að skilja við Assisi en horfum þang- að meðan við getum. Sjaldan hef ég fundið til sárari saknaðar en þegar ég fór þaðan.“ Davíð bað vin sinn að þegja um ítölsku konuna en varla er saknæmt að ljóstra upp um hana nú. En er ekki hér komin kveikjan að hinu heita og þysmikla mælskukvæði um Tinu Rondóní: - - - Skenktu á skál mína á ný. Ég elska þitt umbríska vín. Iif mitt logar af þorsta og ljóðum til þín. Næst á eftir Tínu Rondóní í Kvæðum stendur annað sem vísar á þessar slóðir. Ég nefni nafnið þitt: Ég nefiii nafnið þitt, og nóttin verður hlý. Ég heyri klukknaklið frá kirkju í Assisí. Þú kemur móti mér í minninganna dýrð. í sólskin og söng er sál mín endurskírð. í Feneyjum Og Norður YfirAlpa Davíð heldur áfram í tilvitnuðu bréfí til Bjöms O. Björnssonar og tekur nú upp línu úr kvæðinu Með lestinni, sem hann hefur verið að yrkja um þessar mundir: „En eimlestin æðir, skelfur, öskrar og reyknum spýr. Og við stígum af henni í Feneyjum. Borg gleðinnar og hafsins. 117 eyjar liggja þar eins og floti við festar. Þar eru engir hestar. Enginn bfil. Enginn vagn. Er það ekki guðdómlegt, Björn? En gegnum álana líða gondólar, svartir og gljáandi í brennandi sólskininu. Fegurst er þar á kvöldin. Þá er höfnin þakin í ljósum. Loftið skelfur af sælu og unaði og ástarsöngvum. Markúsarkirkjan er eins og óperuhöll ætti að vera. Ég borðaði á Lido á hveijum degi. Sólarhitinn var iítt þolandi, ég gekk í lérefts- fötum, lá allsnakinn á nóttinni, át kirsuber á daginn og drakk og drakk en var þó allt- af þyrstur. En ég elska Feneyjar og vona að koma þangað síðar.“ Um þessa einstæðu borg yrkir Davíð kvæði sem birtist í Kveðjum og hefst svo: Feneyjar liggja eins og hafskip á heiðbláum öldum. Á heillandi kvöldum í festamar miklu þær toga, - og stjörnurnar loga. Svalandi blærinn um Markúsarmusterið streymir. Marmarann dreymir. - Klukkumar hætta að hringja, en fiðlumar syngja. Enn listænna er þó kvæðið um Feneyja- meyna, Konan með sjalið, raunar eitt af ágætustu kvæðum skáldsins, opinskátt og dularfullt í senn: Hún kom eins og draumur, konan með sjalið, og hlustaði í kyrrðinni á kvöldbylgj uhj al ið. Hún brosti með sjalið um bijóstin vafið... — En ég var blærinn, sem barst um hafið. Ég var blærinn, sem bærði sjalið, og veit hvað bak við það brennur falið. Ég var blærinn, sem barst yfir eyna, og faðmaði að mér Feneyjameyna. Og nú er hún horfin. - En nóttin er fógur og segir hjartanu helgisögur. Og enn syngur blærinn og bylgjuhjalið , um hvítasta bijóstið og svartasta sjalið. Enn heldur skáldið áfram ferðasögunni: „Svo til Veróna. Þar var ég við sýningu í gömlu hringleikahúsi sem stendur í allri sinni dýrð enn þann dag í dag. í þúsunda tali sat fólkið þar á steinbekkjum undir stjörnubjörtum himninum. Veróna var griðastaður Dantes þegar Firense gjörði hann útlægan. Vinaleg borg og skrautgripa centrum Ítalíu. — Upp í lestina og nú norð- ur, norður móti næðing og nótt. Og ég kveð Italíu og þakka guðum og stíg af í Inns- bruck.“ Þama endar frásögnin í bréfí skáldsins til Bjöms 0. Bjömssonar og virðist fram- hald bréfsins hafa glatast. Til Innsbruck vom Davíð og Spange, förunautur hans, komnir 17. júní. Þá hitti Ríkarður Jónsson þá aftur, að því er dagbók hans greinir. Tveim dögum síðar endar dagbókin og er Ríkarður ekki lengur til frásagnar um suður- göngu Davíðs. Atvik og sýnir úr ferðinni verða skáldinu enn að yrkisefnum, eins og í ljóðinu um Rósamundu í bjálkakofa við fljótið Inn. Skömmu fyrr hafði skáldið verið um skeið í Týról og „skemmt sér við þmm- ur og eldingar á hveiju kvöldi af svölum gistihússins sem hann bjó á,“ segir frændi hans, Einar Guðmundsson. Þar hafði loft verið svækjuheitt. Nú lá leiðin norður yfír Alpana, inn í kuldann. í Brennerskarði heit- ir ljóð sem Davíð skipar aftast í Kvæðum. Það er kveðja hans til Suðurheims eftir þessa ógleymanlegu ferð: Að baki mér signir sólin hinn suðræna blómagarð, en nístandi norðanstormur næðir um Brennerskarð. Ég kveð þig, suðræna sumar. Þú sólbrenndir vanga minn. Hann hitaði mér um hjartað heitasti geislinn þinn. Ég er á heimleið, herra, og hræðist ei storm né ís. - Það er mín köilun að kveða í klakans Paradís. Og það gerði Davíð. En hann bjó lengi að áhrifum suðurgöngunnar og engin utan- ferð hans síðar varð honum svipað því eins fijó. Hún breytti einnig sýn hans á umhverf- ið og sjálfan sig, tilfínningalífíð losnaði úi læðingi. Að því víkur Hulda Á. Stefánsdótt- ir: „Fyrir Ítalíuförina hafði Davíð verið inn- hverfur og hlédrægur, svo að jaðraði við feimni, en eftir þetta bar við að hann sleppti fram af sér beislinu, svo að um munaði einkum ef hann var við skál, og gat þá orðið ofsafenginn í skapi.“ Þetta segir Hulda í minningum sínum, undir lok kaflans seir fjallar um kynni þeirra Davíðs. Svo er ac sjá að sú breyting sem Huldu þótti orðin é honum hafí fjarlægt þau hvort öðru, endt skildi leiðir þeirra skömmu síðar. Þessi utan- för hafði þannig veruleg áhrif á persónulegl líf Davíðs. Og hún átti sinn þátt í að aukt ævintýraljómann um skáldið í augum les- enda. Menn verða að hafa f huga að þettc var löngu fyrir daga túrisma og nútíms myndmiðlunar, og utanferðir voru munaðui útvalinna. Almenningur átti þess engar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.