Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1995, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1995, Side 8
DAVÍÐ STEFÁNSSON Til Unu Þegar inni er eyðihljótt, en úti svellin duna, geta að mér svipir sótt. Sumt er kvöl að muna. Þá kalla ég út í kalda nótt, kalla til þín, Una. Svo dreymir mig og dreymir mig, að daggir Ijómi á stráum, heiðarsvanir heíji sig mót himni sumarbláum, og ég fljúgi frjáls með þig til fjallanna, sem við þráum. Þar sem ég návist þína finn, þar á andinn heima. Gegnum heiðinn huga minn heitar bænir streyma. Svo er hann fagur, söngur þinn, að sorginni má gleyma. Saman frjósa sundin blá. í svellunum fer að duna. Þig hef ég lengi þráð að sjá. Þig skal ég alltaf muna. Hörðum vetri völvur spá. - Vertu hjá mér, Una. Linda Vilhjálmsdóttir valdi. DAUÐINN VEITIR SKJÓL Þú beiðst mín hljóð bak við hélaðar rúður. Ég er ræningi, og þú mín rænda brúður, ojg nóttin er okkar. - I nótt skal aka áfram, áfram og aldrei til baka. Við sveipum okkur í sama feldinn, og ökum af stað út í stjörnueldinn, og bjöllurnar hringja, og blakkurinn frísar, og fram undan blika bláir ísar. Áfram, Blakkur. Það brestur. Það dynur í helbleikum ísum, - og hertu þig, vinur. Utan við nesið og nyrzta klettinn færð þú launaðan lokasprettinn. Við stefnum til hafs, - og stjörnur hrapa, og opnar vakir við augum gapa. í marbláum vökum maurildi loga. Fram hjá, fram hjá eins og fætur toga Það brestur. Það ólgar. Það æðir. Það dynur. Að heljarskörinni skaflinn hrynur. Framar skal enginn þig_ frá mér taka. - Áfram, áfram og aldrei til baka. í ljóðinu Á ísum eru hvorki hallir né gling- ur og þar er ekki barátta andstæðna, held- ur er ástin svo útlæg að það er ekki einu sinni pláss fyrir hana í þessari veröld. Ljóð- mælandinn er karlmaður og hann rænir brúði sinni og flýr með hana yfir hjam og ísa, út í dauðann. Þar er frelsið, þar er hlýjan. Eins og í mörgum öðrum ljóðum Davíðs veita nóttin og dauðinn skjól; skjól fyrir gildismati samferðamannanna, skjól fyrir dómum þeirra. Þetta kemur hvað best fram í ljóðinu Sjódraugar þar sem „Nóttin er dagur hins dauða,“ og sýnir svo ekki verður um villst að Davíð hefur alltaf talið dauðann annars konar líf, en ekki neitt algleymi. Þeir dauðu í ljóðum hans eiga stöðugt erindi við þá sem enn eru í heimi lifenda og það eru átök milli þessara tveggja heima; útburðir, afturgöngur og vampírur em á víxl ljóðmælendur og þeir sem mælt er til, þó er Abba-labba-lá líklega þeirra þekktast; ljóðið um stúlkuna sem bítur menn á háls og sýgur úr þeim blóðið. Ljóð- mælandinn verður á vegi hennar og aftur- genginn hrópar hann vamaðarorð til vesl- inganna sem eiga á hættu að verða á vegi hennar. Það er algengt minni að þeir dauðu eigi brýnt erindi við þá Iifandi í ljóðum Davíðs, on raddir þeirra heyrast ekki í heimi lifenda. Þótt afturgöngumar hrópi og kalli, er það til einskis. Þeir dauðu em þó ekki andstæður allra lifandi manna, heldur oft á tíðum tákn fyrir þær raddir sem ekki geta sætt sig við gildismat samfélags síns og reyna að benda samferðarmönnum sín- um á að vá sé fyrir dymm, ef þeir ekki staldri við og velti fyrir sér á hvaða leið þeir em. í Abba-labba-Iá varar „ég-ið“ í ljóðinu aðra menn við því að vaða beint af augum. Afturgangan í ljóðum Davíðs hefur í rauninni sömu stöðu og hinn friðlausi, hinn villti; hinn útskúfaði - sá sem fer ekki eftir reglum samfélagsins. Þetta eru börn nautna, lasta, myrkurs og dauða. í sumum ljóðum Davíðs er þó vonameisti í ástinni og oft kemur fram að hún ein geti bjargað þeim sem villst hefur í nóttinni. í ljóðinu TröIIið er Ijóðmælandinn ennþá mennskur, þótt hann hafi orðið að „trölli í tröllahöndum, týndur sonur, villtur andi.“ Hann hefur ekki gleymt þvi hvemig var í mannheimum og hefur stundum heimþrá. Af einhverjum ástæðum hefur hann þó ekki haft sig til byggða; helsta ástæðan er valdið sem tröllið hefur - hinn eyðandi máttur þess: LIKNANDINOTT En nóttin og dauðinn eru ekkert til að hræðast. í ljóðum Davíðs er dauðinn einnig tákn líknar. í Vetrarnótt biður ljóðmæland- inn nóttina að breiða svörtu vængina sína yfir syndugu börnin sín og segir: Breiddu svörtu vængina þína, vetrarnóttin mín, yfir okkur sjúku og syndugu börnin þín. Undir svörtum vængjum þínum oft ég þreyttur lá; það sést líka á fjöðrunum sem féllu brjóst mitt á. Úr blóði mínu skrifaði ég mín beztu ástarljóð á vængina þína svörtu, vetramóttin hljóð. ÚR DAVÍÐSHÚSI. Ljósm.: Lesbók/Rúnar Þór. Nú sjást þau ekki í Ijósinu, sárin á brjósti mér; svona er gott að fela sig í fjöðrunum á þér. Skjól eiga undir vængjum þínum skuggablómin mín, sem brenna, ef sumarið og sólin á þau skín. Minjagripi fagra og marga þar ég á, sem aðeins þú og guð mega alein fá að sjá. Þar geymi eg allt, sem heilagast hjarta mínu er. - Svona er gott að fela í fjöðrunum á þér. Nóttin er orðin að fugli og fjaðrir hans falla á syndugu bömin. Syndug böm eru dæmd, útskúfuð og engan varðar um til- finningar þeirra; ást og sorgir. Sárin þeirra gróa ekki og öllum er sama; ef hinir synd- ugu halda sér við nóttina þarf enginn að sjá þau. Þau geta ekki gefið tilfinningum sínum, vonum og þrá, mál í degi synd- lausra. Orð syndarans eru skuggablóm sem aðeins er hægt að treysta nóttinni fyrir. Milli dags og nætur er djúp gjá og þar er annars konar fólk, næturfólkið er allt öðru- vísi en dagsfólkið. En þótt næturfólkið viðurkenni að það hafi sjálft valið nóttina, hrópar það stöðugt utan úr myrkrinu; hrópar á skilning, hrópar á hjálp, óttast dauðann en þráir hann um leið. Það er eilíf togstreita. í sérhverjum villtum fugli, friðlausum fugli, svörtum fugli er einn neisti sem tengir hann við daginn, við birtuna, við kærleikann; í hveiju ljóði kemur fram þrá eftir samkennd; löngun til að eiga samleið með þeim sem sofa um nætur. Mér finnst Vetrarnótt eitthvert fegursta ljóð um sorg og sársauka sem ég hef nokkru sinni lesið, en styrkur Davíðs sem ljóð- skálds er fyrst og fremst fólginn í því að tjá tilfinningar í sterkum litum og myndum. Tjáningin er hömlulaus og bágt á sá sem ekki tekur við henni á sama hátt, því sá sem ekki getur fundið til niður í kviku, þorir ekki að lifa, er eins lifandi dauður og það samfélag sem útskúfar öllum svörtu, friðlausu og villtu fuglunum í ljóðum Dav- íðs. Ég gat brotið björgin sundur bylt þeim til og velt þeim niður. I augum mínum eldar brunnu, Ef ég reiddist, féllu skriður, Ef ég hló, kom ofsaveður. Ef ég grét, kom steypiflóð. Þúsund sinnum, þúsund sinnum þyrsti mig í blóð. Það er hinn villti, hinn stjórnlausi sem mælir. Maður sem hefur brennt allar brýr að baki sér, hef- ur sýnt af sér þannig hegðun að allir ótt- ast hann og forðast. Hann langar í raun- inni ekki til að vera tröll meðal manna og hugsar stundum til baka, hvemig allt var áður en eyðing- armátturinn náði tökum á honum. Hann talar um bein- in sem liggja í helli hans, beinin af ung- um daladætrum. Hann er sér fyllilega meðvitaður um að hafa lagt líf ungra kvenna í rúst og seg- ir um tilfinningar sínar: „Oft er hlátur innri grátur eftir vökunótt.“ Og sá örmjói geisli sem þessi villti maður hefur af heimþrá, verður honum til bjargar. Hann rænir ungri stúlku og fer með hana í bergið bláa, en í stað þess að óttast hann, treystir hún honum og biður hann að orna sér. Það verður henni og honum til bjargar; jafnvel tröll- in eiga erfitt með að standast það þegar einhver þarf á þeim að halda. „KRUMMI er fuglinn minn. “

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.