Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Síða 8
+ Þorsteinsson á Húsafelli hefur haft áhuga á að gera eitthvað í málinu og var húsa- könnunarverkefni sem undirritaður vann ásamt Þorsteini Þorsteinssyni lífefnafræð- ingi frá Húsafelli styrkt úr Húsfriðunar- sjóði. Snorri Tómasson hagfræðingur hef- ur einnig unnið óeigingjarnt starf til bjarg- ar húsinu. Ennþá hefur aðeins verið gripið til bráðabirgðaaðgerða til að forða húsinu frá frekari skemmdum en það þarf miklu meira til. Það mætti finna Gamla bænum marg- víslegt hlutverk ef hann verður endurgerð- ur þó svo að ég telji að það ætti á ein- hvern hátt að tengjast þeirri listasögu sem það hefur að miðla. Sú list sem iðkuð var á Húsafelli var í óijúfanlegu samhengi við landslagið og náttúruna. Húsafell er mik- ill ferðamannastaður og þarf ekki að velkj- ast í vafa um það hvort sú saga eigi ekki erindi til þeirra sem þangað koma. Þar á ég ekki hvað síst við þá erlendu ferðamenn sem koma til landsins og ég veit að feng- inni reynslu sem leiðsögumaður að þeir sýna menningarsögu okkar mikinn áhuga. Þetta er hluti af þeirri ímynd sem við eig- um að leggja rækt við til að viðhalda reisn okkar gagnvart ferðamönnunum og sjálf- um okkur. Ég vona að grein þessi mætti vekja þá TEIKNINGAR greinarhöfundar af Gamla bænum eftir uppmælingv og göml- um ljósmyndum. Grunnmyndir hæða og útlit í vestur. Gunna gamla er látin standa við bæjardyrnar. sviði byggingalistar. Þar fyrir utan á Húsa- fell sér sess í bókmenntasögu þjóðarinnar og ber þar hæst nafn séra Snorra og Krist- leifs Þorsteinssonar fræðimanns og rithöf- undar sem ólst þar upp. Ýmsar minjar á Húsafelli minna okkur á sögu Snorra. Lífshættir fólksins sem þarna bjó eru vissulega athyglisverðir fyrir okkur í dag en það er þó listasagan sem maður staldr- ar við. Mér vitanlega eru fá einstök hús á íslandi sem eiga sér svo ríka myndlista- sögu. Múlakot í Fljótshlíð kemur þó helst í hugann en þar standa myndarleg hú- skynni enn sem ástæða væri til að huga að. En það er undir mannlegum mætti kom- ið hvort „bókfell" þessa húss verður varð- veitt. Varðveislugildi þess er tvímælalaust mikið og samkvæmt mati Vífils Oddsonar verkfræðings er ljóst að hægt er að bjarga húsinu ef vilji er fyrir hendi. Kristleifur aðila, sem láta sig menningarsöguna og ferðamannaþjónustuna varða, til umhugs- unar um stöðu þessa húss. Hér þyrfti helst að koma til sameiginlegt átak fleiri aðila eins og til dæmis listasafna og ferðamála- yfirvalda. Gamli bærinn á Húsafelli er gott dæmi um „vannýtta menningararfleifð“. Höfundur útskrifaðist sem arkitekt frá háskólanum í Stuttgart í Þýskalandi í fyrra. Heimildir: Arinbjörn Vilhjálmsson og Þorsteinn Þorsteinsson: Gamli bærinn á Húsafelli-Húsakönnunarverkefni. Stuttgart, Reykjavík 1992-3. Björn Th.Bjömsson: Muggur-Guðmundur Thorsteins- son. 3.útgáfa Reykjavík 1986. Hrafnhildur Schram og Hjörleifur Sigurðsson: Ásgrímur Jónsson, Reykjavík 1986. Tómas Guðmundsson: Ásgrímur Jónsson. Reykjavík 1962. í dag hefur Páll Guðmundsson listamað- ur vinnuaðstöðu í Baðstofunni. Páll er sonur Astríðar dóttur Þorsteins bónda og hefur lengst af búið og starfað á Húsa- felli. Það má segja að hann sé afsprengi myndlistarhefðar Húsafells enda lærði hann sín fyrstu handbrögð af listamönnum sem dvöldu á Húsafelli, eins og Pétri Frið- rik, þegar hann var að alast upp þar. En Páll fæst líka við að höggva myndir úr steinum sem hann tekur úr Bæjargilinu og byggir þar á enn eldri handverkshefð Húsfellinga en forfeður hans voru þekktir legsteinasmiðir og sóttu grjót í sömu námu. Framtíð Gamla Bæjarins Af ofangreindri frásögn þar sem hugur- inn er látinn reika þegar gengið er úr einu herbergi í annað má sjá að þetta hús á sér merkilega sögu. Hér er þó stiklað á stóru og fjölmörgu sleppt sem ástæða væri til að greina frá. Þó svo að bærinn sé í slæmu ástandi í dag er nærvera hins Iiðna tíma áhrifamikil ef menn gefa henni gaum og eru í aðstöðu til að kynna sér söguna. Húsafellskirkja er ekki síður áhugavert hús þegar haft er í huga að hún er teikn- uð samkvæmt hugmynd Ásgríms málara og að því best ég veit eina afrek hans á JÓNAS GÍSLASON Þjáningin Og fæðingarhríðir gleymast fijótt, þá Hfandi barnið er borið. Þjáning oft setur vort líf úr skorðum, lamar vorn vilja og heltekur oss. Friður er rofinn, hamingjan horfin, lífsgleðin rekin á dyr. Dapurt allt verður og margur gefst upp - sumir svipta sig lífi. Grátandi spyr ég: Hví er þjáning hér á jörð? Hví þjást sumir, þótt öðrum sé hlíft? Þjáningu enginn fær skilið. í Orðinu les ég: ’Þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs. ’ Getur þjáning oss orðið til góðs? Guð, svara þú spurningum mínum! Heimurinn féll sinum skapara frá, og lengur ei lýtur hans vilja, Því fer fjarri, að allt á jörð, æ sé að vilja Guðs. Konan með þjáningu fæðir sitt barn, hefur fæðingarhríðir, er óðar gleymast, í heiminn þá barn er borið. Þökk sé þér, Drottinn, ei skilja ég þarf þjáning og böl hér í heimi. Mér nægir að vita, að varst þú fús að taka að þér þjáningu mína og fæðast í manndóm - sem einn af oss - að opnaðir himnanna ríki. Mér nægir að vita, þú æ ert mér hjá í þjáningu jafnt og í dauða - allt með mér berð, ei frá mér ferð! Ég aldrei get fullþakkað þér! Dagur sá nálgast, er líta þig fæ, tár mín þú þerrar, mig tekur í faðm og umvefur mig. - leiðir mig inn í þitt eilífa ríki. Mér nægir að vita, að þú ert mér hjá, þér einum ég treysti, æ blessa þú mig. Varðveit mig, Drottinn, á synduguri jörð, Reis mig á fætur, - ég hrasa - og fell! Er forðum í manndóm frelsarinn fæddist ein leið þá opin stóð - þjáningabrautina ganga varð hann, þótt lægi um krossinn. Fyrr gat hann ekki frá dauða oss leyst og gefið oss líf á himnum. Jesús sjálfur þjáðist á jörð, því þekkir hann. þjáningar vorar. Avallt hann gengur vora við hlið og ber með oss þjáningabyrði. Krosstrénu - merki um dauða og sekt - / sigurtákn Kristur breytti. Gröfin tóma sannar oss sigur hans yfir dauða. Mundu ætíð, minn þjáði vin, þín þjáning er fæðingarhríðir að fæðingu þinni í himin Guðs, ef lífið þú átt - í Kristi. Enginn á kröfu á náð þinni - Guð, - enginn á skilið þinn kærleik. Engla þína leiða mig lát hér í þjáninga heimi, unz endar stríð, þeir leiði mig þá í himin þinn - þar hvorki er synd né dauði. Á ævikvöldi ég þakka þér, þú hefur mig varðveitt og verndað. Þjáningu líka þakka ég vil, hún sýnir flestu betur þá náð, er æ þú veittir mér - þá fann ég þú elskar mig. Dýrð sé þér, Drottinn Kristur! Höfundur er vígslubiskup. HLUTI úr málverki eftir Caspar David Friedrich. 8 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.