Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Síða 10
MEXÍKÓBORG er glæsileg yfir að líta frá Chapultepec-garðinum.
INDÍÁNAKONUR sitja við nýlega uppgrafnar leifar af Musterinu mikla,
mesta helgistað Aztekanna í höfuðborg þeirra, Tenochtitlan, nú í miðri
Mexíkóborg.
MEXÍKÓBÚAR halda fast í sérstæða tónlistarhefð sína og þjóðlegir dansar,
sem varðveizt hafa frá tímum Azteka, eru afar sérstæðir og eftirminnilegir.
LÍKAN af miðju Aztekaborgarinnar Tenochtitlan með Musterinu mikla, pýr-
amídum og höllum. Spánveijar jöfnuðu það allt við jörðu.
voru búnir að sigra Azteka. Þetta er stein-
bákn; stærsta kirkja í latnesku Ameríku,
sem var byrjað á 1567 og tók 250 ár að
ljúka við bygginguna. Ymsar arkitektonísk-
ar breytingar urðu á kirkjunni á því tíma-
bili, en utanfrá að sjá svipar henni til kirkna
á Spáni og Máraáhrifin, komin austan úr
Arabalöndum, leyna sér ekki. í kór hefur
verið tekið mið af Péturskirkjunni í Róm,
en fegurðin hefur einhvernveginn orðið við-
skila.
SAGA MEXÍKÓ í FRESKUM
RIVERA OG OROZKOS
Önnur stórbygging við Zokalo er Palacio
National - Þjóðarhöllin- sem landvinninga-
maður Spánveija, Hemán Cortes, lét byggja
eftir að hafa splundrað og eyðilagt Muster-
ið mikla, aðalhelgistað Aztekanna, sem stóð
í fárra skrefa fjarlægð. í höllinni er m.a.
aðsetur forsetans og nokkurra ráðuneyta.
Eins og fjölmargar fyrri tíma byggingar er
hún reist á hugmynd frá Rómveijum: Atr-
iumhúsinu, þar sem bygggt er utan um
skuggsælan garð. Þar höfðu menn rennandi
vatn, sem bæði var svalandi og merki um
auð og vald í þessum heitu löndum.
Ferðamenn koma þó oftast í Þjóðarhöllina
til þess eins að sjá frægar og risastórar
freskur mexíkanska málarans Diego Rivera,
sem virkur var á fyrriparti aldarinnar. Hann
var pólitískur listamaður, sanntrúaður
kommúnisti og Stalínisti og hefur greinilega
notið velvildar og samþykkis þáverandi
stjórnvalda við verk sitt. I raun og
veru er Diego Rivera sósíal-realisti,
sem nær að lyfta verkum sínum á
listrænt plan með því að stokka þau
saman, ekki ósvipað og Erró gerir í
sínum verkum.
Maður „les“ þetta myndverk frá
hægri til vinstri jafnframt því sem
gengið er upp tröppur, Rivera byijar
á goðsögninni um Quetzalqoatl, guð
austanvindsins í trúarbrögðum Az-
teka; það var meðan veröldin var óspillt og
friðsöm. Síðan sést Cortes koma til sögu
og allur djöfulgangurinn sem fylgdi í kjölfar-
ið; þar á meðal þegar prelátar kirkjunnar
pynta indíánana til að láta af trú sinni og
taka kristni.
Beztu myndskeiðin hjá Rivera eru þar sem
hann lýsir menningu og háttum einstakra
indíánaþjóða svo sem Tarasca og Zapoteca.
Verst er hinsvegar það sem snýr
beint að hinu kommúnistíska trú-
boði. Yfir ófögrum lýsingum á mis-
rétti og kúgun kirkju og auðvalds,
er Lenin í gervi guðs og bendir til
fyrirheitna landsins; þar spýr hver
verksmiðjan af annarri eiturbrúnum
reyk út í andrúmsloftið. Þetta var
sú paradísarsýn sem sanntrúaðir
kommúnistar höfðu þá.
Önnur mikilfengleg freska með sögu
landsins er eftir Orozco, reyndar ekki í
Mexíkóborg, heldur í Guadalajara. Orozco
er sterkari teiknari og meiri expressjónisti.
Þessi freska lýsir byltingunni 1910 og er
líka rammpólitískt verk, en magnað. Ut úr
henni virðist mega lesa þá spá í hrapandi
myndhluta, að hakakrossinn og hamarinn
og sigðin fari allt sömu leið.
Mexíkóbúar eiga geysilega sterka hefð
að þessu leyti og þessi túlkun á sögunni er
um leið áminning um að gleyma engu. Það
er sagt að landsmenn séu langminnugir og
hvergi annarsstaðar en í Mexíkóborg er til
sérstakt „Áreitnisafn" þar sem séð er til
þess að árásarmenn og óvinir þjóðarinnar
gleymist ekki.
Fyrir utan Diego Rivera og Orozco eru
Sigueiros og O’Gorman frægir fýrir stórar
freskur utan- og innan á byggingum; ein
er til að mynda í flugstöðinni í Mexíkóborg.
Ásamt með þeim má segja að Mexíkóbúar
eigi eina heimsfræga listakonu, málarann
Fridu Kahlo, sem raunar var eiginkona Die-
gos Rivera. Einnig Ruffino Tamayo; safn
yfir list hans er i höfuðborginni. Öll hafa
þau í list sinni meðtekið áhrif frá list indí-
ána; öll eru þau í frásagnarlegri myndlist
af því tagi sem nánast er bannfærð á ís-
landi síðan á bannárunum eftir 1950 og
ævinlega í einhveijum hrikalegum misskiln-
ingi heimfærð uppá bókmenntir.
GLÆSIGÖTUR OG
ALÞJÓÐLEGUR BRAGUR
Fátæktin blasir við í Mexíkóborg; eins
er með andstæðu hennar, allsnægtirnar.
Hafir þú fullar hendur fjár eða krítarkortið
í lagi, þá er fátt af unaði heimsins sem
ekki fæst hér. Það væri þá helzt íslenzkt
hangikjöt eða eitthvað þvíumlíkt.
Öðru megin glæsigötunnar Paseo de la
Reforma er Zona Rosa, hverfi sem þykir
hafa sérstaka töfra og nafnið, Bleika hverf-
ið, gefur til kynna að það sé ekki beint gleði-
húsahverfí, en eitthvað í áttina. Því
hefur verið líkt við Greenwich Vil-
lage í .New York. Þar er fjöldi smá-
verzana og veitingahúsa; þar á með-
al tehús, en einnig næturídúbbar og
barir. Mexíkóborg þykir hafa frá-
bæran matarkúltúr og úrvals veit-
ingahús þar sem hinn bragðsterki,
mexíkanski matur og alþjóðleg mat-
arkúnst standa sér eða renna sam-
an. Þessa veitingahúsamenningu var
sérstaklega eftirminnilegt að sjá í nokkurra
alda gömlu mósaíklögðu atriumhúsi í mið-
borginni. Þessu húsi hafði verið breytt í
veitingahús á tveimur hæðum og þar ríkti
stemmning rósemi og afslöppunar, enda
enginn músíkhávaði hafður uppi.
Borgin er glæsileg yfir að líta frá Chapul-
tepec-garðinum þar sem m.a. stendur - eða
liggur - mósaíklagður skúlptúr Diegos Ri-
vera: Regnguð Axtekanna; sá hét
Qetzalqoatl. Það er heldur ekki
margt að byggðinni í Las Lomas -
Hæðunum - þar sem fjöldi einbýlis-
húsa efnaðra borgar stendur.
Meðal þess sem reist hefur verið
af menningarlegum metnaði er Fag-
urlistahöllin - Palacio de Bellas Art-
es - skammt frá Þjóðarhöllinni. Mér
sýndist þetta í fyrstu vera barkokbygging
og gat þá verið 200 eða 300 ára gömul.
Það ótrúlega reyndist hinsvegar vera að
húsið var byggt eftir byltinguna 1910 og
fyrst lokið við það í miðri kreppunni 1934.
Þessi mikla höll hýsir Þjóðaróperuna, Sinfó-
níuhljómsveit, þjóðlega ballettinn (folkloric)
og einnig listasafn.
Þama hefur verið myndarlega staðið að
verki. En húsið er engan veginn barn síns
tíma að utanverðu, heldur hefur það vísun
aftur í aldir. Og enn skrýtnara er að koma
í hinn glæsta forsal og sjá að þar er allt
annar stíll ríkjandi, nefnilega Art deco, með
ívafi frá Vínarskólanum, sem var í tízku
um síðustu aldamót. Leiðsögumaðurinn
sagði að þetta væri svona vegna þess að
sjálfir ættu Mexíkóbúar enga hefð til að
styðjast við og yrðu að sækja sér fyrirmynd-
ir til annarra þjóða, einkum Evrópu. Það
er vitaskuld bull; víða um landið standa
musteri Axteka og Maya í mjög sérstæðum
stíl og hefðu átt að geta orðið miklu verð-
ugri fyrirmynd.
Vegna gengisfalls pesóans getur verið
afar hagstætt að verzla, ekki sízt í dýrum
og fínum verzlunum eins og Aquascutum,
Burberrys og Polo Ralph Lauren. Eða borða
á Maxims de Paris og Raffaello. Þeir sem
hafa meiri áhuga á menningarverðmætum
en að kaupa í sig og á, verða hinsvegar
ekki sviknir af dagstund á Mannfæðisafninu
sem er til húsa í yfirlætislausri byggingu
eftir mexíkanska arkitektinn Petro Ramirez
Vazquez og var opnað 1964.
Á safninu er meðal annarra merkisgripa
hringlaga almanak Aztekanna, sem hefur
orðið að einskonar þjóðartákni. Það er
höggvið í stein og var ef til vill litskreytt
upphaflega og þannig fæst þetta „Calend-
ario“ í óteljandi útgáfum handa ferðamönn-
um.
Á safninu er sögð í myndum sú saga að
þjóðir frá Asíu fluttu sig austar og norðar
og annaðhvort yfir Beringssundið til Norð-
ur-Ameríku, eða þá að hægt hefur verið að
ganga þurrum fótum þar sem Beringssund
er nú. Ein kvísl úr þessum straumi lenti á
Grænlandi og ílentist þar og í Norð’ir-
Kanada. Eskimóar hafa mongólsk einkenni
eins og indíánaþjóðirnar, sem á mörgum
árþúsundum flæddu suður um Ameríku unz
þær höfðu dreifst um Norður- Mið- og stór-
an hluta Suður-Ameríku.
Sumar indíánaþjóðir sem náðu háu menn-
ingarstigi í Mexíkó, komu af einhveijum
ástæðum að sunnan; Mayar til dæmis. Dag-
legt líf þeirra, Aztekanna og fleiri horfinna
indíánaþjóða, virðist hafa mótast mest af
guðatrú, sem tók á sig grimmilegar myndir
með einhveijum hroðalegustu mannfórnum
sem sögur fara af. Síðar verður sagt frá því.
Eitt lykilverkið á Mannfræðisafninu er
mikilfengleg höggmynd frá menningarskeiði
Azteka: Móðir allra guða. Sú er nú ekki
mild á svipinn. En myndin er líkt og ótal
aðrar hliðstæðar myndir, frábært listaverk
með ríkulegri tilfinningu fyrir formi og hlut-