Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Side 12
-i Hér er reynt að gefa tíl kynna stærðar- hlutföll og útlit miðaldadómkirkjunnar í Skálholtí í samanburði við kirkjuna sem þar er nú. Kirkjur með jafh- stórum grunnfletí og Klængskirlqa, að viðbættum stöplinum, stóðu í Skálholtí frá dögum Klængs og fram yfir miðja 17. öld, eða í rúmar 5 aldir. Þetta voru Klængskirkja (1153-1309), Árnakirkja (1310-1527), Ögmundarldrkja (1527-1567), og Gíslakirkja (1567-1650/1673). Útíits- og grunnmynd miðaldakirkjunnar eru samkvæmt niðurstöðum Harðar Agústssonar í rití hans Skálholt, Kirkjur. Ölturu, eitt þeirra helgaö Maríu mey a Kórstólar fyrir biskupa og klerka Heildarlengd kirkjunnar var um 48,5 metrar Framkirkjan um 11 metrar á breidd Formessualtari eba krossaltari -I Steinhellugólf Stöpullinn var byggbur í tíb Páls biskups ■ Klængur biskup og dómkirkjan í Skálholti ygging stóru íslensku miðaldadómkirknanna, fyrst á Hólum og síðan í Skálholti, hlýtur að teljast eitt af meiri háttar undrum íslenskrar sögu og menningar. Þessi stórbrotnu mann- virki virðast hins vegar ekki vera ofarlega í Miðaldadómkirkj urnar á Hólum og í Skálholti voru menningar- og byggingarsöguleg afrek og miklu stærri en núverandi kirkjur þar. Það var Klængur biskup Þorsteinsson sem réðist í þessa þriðju kirkjubyggingu í Skálholti á tímabilinu 1153-1159 og kostnaðurinn samsvaraði 1600 kúgildum. Eftir ERLEND SVEINSSON hugum okkar nútíma íslendinga enda fátt' eitt, sem komið getur ímyndunarafli okkar á flug i þessu sambandi. Ef ekki væri fyrir rannsóknir Harðar Agústssonar listmálara og fræðimanns, sem hefur gert þessu efni skil í stórmerkum bókum sínum, virðist ekki margt vera í þjóðararfi okkar, sem ýtir und- ir umhugsun um þessa stórkostlegu umgjörð kristnihalds og samfélagsmótunar þjóðarinn- ar á miðöldum. Af lestri Sturlungu og bisk- upasagna fæst einungis takmörkuð, brota- kennd mynd af þessari horfnu kirkjuveröld. Væru þessar kirkjur uppistandandi á okkar dögum, má telja næsta fullvíst að þær drægju að sér hópa pílagríma og ferðamanna líkt og stóru miðaldadómkirkjur Evrópu, sem voru að rísa um líkt leyti, gera nú. Þær myndu jafnframt greiða okkur leið að hinu dulúðarfulla, mér liggur við að segja ,jóskilj- anlega“ kaþólska miðaldasamfélagi Islend- inga, sem fæddi okkur og fóstraði sem þjóð í fimm aldir. Hér á eftir og í tveimur næstu Lesbókum birtast hugleiðingar, sem sprottn- ar eru upp úr undirbúningi að gerð kvik- myndaþríleiks í tilefni af þúsund ára kristni- tökuafmælinu og tvöþúsund ára fæðingaraf- mæli Frelsarans um næstu aldamót en þessi myndaflokkur hefur m.a. það markmið að gefa innsýn í heim stóru íslensku dómkirkn- anna á miðöldum. Þessum hugleiðingum er ætlað að gefa tilfinningu fýrir baksviði bygg- ingafræmkvæmdanna um miðja tólftu öld. Við sjáum grilla í stórbrotið mannlífsdrama og tengsl við hræringar í hinum kristna heimi, sem kraumar af endurnýjuðum krafti um þetta leyti. Stuðst er við heimildir svo langt sem þær ná en þar sem þeim sleppir er hug- myndarfluginu gefínn laus taumurinn. Það var fimmti biskupinn í Skálholti, Klængur Þorsteinsson, biskup 1152-1176, sem hafði forgöngu um að láta reisa stóru miðaldadóm- kirkjuna í Skálholti, þriðju kirkjubyggingu staðarins, sem reist var á tímabilinu 1153 til ca 1158/59. Hörður Ágústsson telur að þurft hafi um 3-5 ár til að reisa kirkju á borð við kirkju Klængs, sem kemur heim og saman við þá staðreynd að Nikulás ábóti, sem tók þátt í vígslu kirkjunnar kom til landsins úr suðurgöngu um 1154/55 en hann lést 1159. MlKILS METINN Reyknesingur á HÓLUM Klængur Þorsteinsson, biskup, hefur verið álitinn fæddur um 1105. Hann var af ætt Reyknesinga og var faðir hans Þorsteinn Arnórsson en móðir Þorkatla, dóttir Ara Þorgilssonar á Reykhólum. Höfuðból ættar- innar er Reykjahólar á Barðaströnd. Ekki verður þessi ætt talin til höfuðætta á dögum Klængs, þegar Haukdælir og Oddaveijar bera ægishjálm yfir aðrar ættir landsins. Lýsing Hungurvöku á útliti Klængs undir- strikar þá persónutöfra sem hann hefur haft tii að bera. Þar segir að hann hafi verið „vænn maður að áliti og meðalmaður að vexti, kvik- legur og sköruiegur og alger að sér. Um hæfileika Klængs og menntun segir að hann hafi verið ritari góður og hinn mesti lærdóms- maður. Hann var málsnjallur og öruggur að vinfesti og hið mesta skáld. Búinn visku og málsnilld. Honum voru og landslögin í kunn- ara lagi. Það var Reyknesingurinn Þorkatla, móðir Klængs, sem kom honum í Hólaskóla 12 vetra gömlum, „á hendi fólginn Jóni bisk- upi af móður sinni til fræðináms", eins og segir í Jóns sögu, þar sem hann er talinn upp fyrstur, þegar kemur að því að segja frá lærisveinum á Hólum. Honum er síðan lýst þannig að hann hafi orðið „hinn besti klerk- ur og var lengi síðan sæmilegur kennimaður í Hólakirkju, hinn mesti uppihaldsmaður kristninnar, predikandi fagurlega guðs orð undir stjórn og yfírboði tveggja Hólabiskupa, Ketils og Bjarnar. Hafði hann marga vaska lærisveina undir sér, ritandi bækur margar og merkilegar". í nemendahópnum á Hólum eru menn, sem síðar eiga eftir að koma við sögu Klængs, þeirra á meðal er Hreinn, sem Klængur skipaði ábóta að Þingeyrum og Bjöm Gilsson, síðar biskup á Hólum. Svo virðist sem Klængur sé á Hólum allt þar til hann er valinn Skálholtsbiskupsefni eða frá því um 1117 til 1151. LÍFSNAUTNAMAÐURINN Um leið og farið er viðurkenningarorðum um hinn mesta uppihaldsmann kristninnar, sem predikaði guðs orð svo fagurlega og hafði marga vaska lærisveina undir sér, þá stenst höfundur Jóns sögu ekki þá freistni að minna á hina hliðina á persónu Klængs, lífsnautnamanninn. Segir frá því í tengslum við baráttu Jóns helga gegn klámfengnum skemmtunum fólks í dansi og vísnakveðskap: „Þat er sagt að hinn heilagi Jón biskup kom at einn tíma er einn klerkur, er Klængur hét og var Þorsteinsson, er síðan varð biskup í Skálaholti, las versabók þá er heitir Ovidius de arte. En í þeirri bók talar meistari Ovid- ius um kvenna ástir og kennir með hveijum hætti menn skulu þær gilja og nálgast þeirra .vilja. Sem hinn sæli Johannes sá og undir stóð hvað hann las, fyrirbauð hann honum að heyra þess háttar bók og sagði að manns- ins breyskleg náttúra væri nógu framfús til munúðlífís og holdlegrar ástar, þó að maður tendraði eigi sinn hug upp með saurligum og syndsamlegum diktum. Hér eru ef til vill forsendur fyrir því, að Klængur skyldi hafa fallið í þá freistni að eignast barn með ná- skyldri frændkonu sinni, Yngvildi Þorgils- dóttur. Hér var um svonefnt frændsemissp-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.