Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1995, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1995, Blaðsíða 3
LESBðE @ @ 0 [a] 00 [b] 0 @ [g n □ d m Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Forsídan Myndin er í tilefni stríðsloka í Evrópu fyrir 50 árum. Þannig leit þýzka borgin Niirn- berg út þegar átökunum lauk. Fridur í Evrópu. Það var langþráð fyrir 50 árum þegar Ejóðveijar lýstu yfir skilyrðislausri uppgjöf og daginn eftir var friðardagur haldinn hátíðlegur, bæði hér og víða um heim. í þessari seinni grein um stríðslok í Evrópu er farið yfir gang styrjaldarinnar frá því bandamenn fara yfir Rín og þar til rússneski herinn nær Berlín. Vígsla hinnar stórkostlegu dómkirkju Klængs bisk- ups í Skálholti var í stíl við bygginguna. Ekki færri en 840 fyrirmönnum þjóðarinnar var boðið til veizlu í Skálholti, segir Erlend- ur Sveinsson í þriðju og síðustu grein sinni um Klæng biskup og miðaldakirkjuna. JÓHANNJÓNSSON Blítt lætur veröldin Blítt lætur veröldin. Drjúpa döggvartár um dalvíðis hár. Nóttin hverfur vestur um víðisunnir blár og vekur þá er sofa, sofa. Blítt lætur veröldin. Huliðsheimum frá heyrast klukkur slá. Nóttin dreypir draumveigum dagsins varir á og hlundi vefur þá er vaka, vaka. Blítt lætur veröldin. Bíð ég þín í kvöld bak við rökkurtjöld, sorgin mín með húm um brár og bleikra lokka fjöld og andvökunnar haf í augum þínum. Jóhann Jónsson fæddist á Staðarstað 1896 og dó úti í Þýzkalandi 1932 og hafði þá átt þar heima um árabil og átt við mikla vanheilsu að stríða. Þebctastur er Jóhann fyrir Ijóð sitt, Söknuð, sem síðan hefur verið talið eitt af íslenzkum tíma- mótaljóðum á þessari öld. B B Dómgreind og siðareglur Inýafstaðinni kosningabaráttu bar siðferði stjórnmála einstaka sinn- um á góma. Ég man einkum eft- ir tvennu úr þeirri umræðu. Fyrra atriðið er að Jón Baldvin Hanni- balsson hélt því fram að rangt væri og villandi að tengja spill- ingu í stjórnmálum við einstaka stjórnmálamenn. Spillingin, sem raunar væri að hans mati tiltölulega lítil t íslenzkum stjórnmálum, tengdist einkum sóun almann- afjár sem skýra mætti með því að stjórn- málamenn útdeildu úr sjóðum til verkefna sem vörðuðu kjördæmabundna hagsmuni þeirra sjálfra. Þess vegna þyrfti að setja reglur sem fyrirgirtu hagsmunaárekstra af þessu tagi. Ekki skal ég ábyrgjast að þetta haft nákvæmlega verið málflutningur frá- farandi utanríkisráðherra, en nokkum veg- inn. Hitt man ég betur, og þá er ég kominn að síðara atriðinu, að þegar minnzt var á siðareglur í stjórnmálum hristi forsætisráð- herra hausinn. Hann sagði eittsetja siðaregl- ur í stjórnmálum því ef menn hefðu ekki dómgreind til þess að meta hvað væri rétt og rangt þá myndu engar siðareglur bæta úr því. Samstundis benti hann á höfuð sitt til að leggja áherzlu á orð sín og að hann hefði slíka dómgreind. Einungis maður með góða dómgreind getur ávítað aðra með þunga: „Svona gerir maður ekki.“ Þessi viðhorf eru skemmtilega andstæð: Davíð einstaklingsbindur siðferðið og segir siðareglurnar aukaatriði; í viðhorfi Jóns Baldvins felst aftur á móti að villandi sé að einblína á einstaklingana því stjórnsiðirn- ir ráði ferðinni. Bæði viðhorfín fela í sér sannleikskjarna, en eru þó of takmörkuð til að byggja á skynsamlega hugsun um sið- ferði stjórnmála. Annmarkar einstakling- sviðhorfsins eru augljósari, þótt það sé ábyggilega vinsælla. Það er ótrúlega a!- gengt að heyra því haldið fram hér á landi að almennar reglur séu aukatriði í siðferðis- efnum. Siðferðið varði hinn innri mann, til- finningar hans, skynsemi og smekk, en eigi ekki að lúta lögum settum af Guði eða mönnum. Sannleikskjarninn í þessu er sá að þeir þroskuðu innri eiginleikar manna sem við nefnum mannkosti eða dygðir geta ráðið úrslitum um það hvernig einstaklingar bregðast við aðstæðum sínum og öðru fólki. Dómgreindin leikur þar lykilhlutverk því hún er sá hæfileiki að meta af réttsýni hvað máli skiptir hveiju sinni. Það er hins vegar varasamt og villandi að líta svo á að þessi aðstæðubundna rétt- sýni sé andstæð öllum siðareglum. í fyrsta lagi er það afar ólíklegt að dómgreindin næði að þroskast ef einstaklingurinn myndi ekki læra að lúta neinum reglum; í öðru lagi yrði mat manna á aðstæðum hveiju sinni afar ómarkvisst ef það væri ekki upp- lýst af almennum siðareglum. Hér á ég að vísu einkum við óskráðar siðareglur og margir halda því fram að öðru máli gegni um skráðar siðareglur. Það er engu líkara en þeir haldi að séu siðareglur skráðar, þá leysi þær dómgreindina af hólmi og einstak- lingurinn verði laus allra mála. Þetta er grundvallarmisskilningur. Það er alrangt að líta svo á að skráðar siðareglur dragi á ein- hvern hátt úr ábyrgð þeirra einstaklinga sem þær varða eða mikilvægi þess að þeir ígrundi siðferðileg álitamál eins og kostur er. Hitt er líka rangt, sem forsætisráðherra hefur gefið í skyn, að skráðar siðareglur séu til einskis ef dómgreind manna er áfátt. Öðru nær: slíkar reglur geta verið sá áttaviti sem þokukennd hugsun þarf á að halda til að álpast ekki í ógöngur. Ég sé einkum þrenn rök fyrir því að siða- reglur verði skráðar í stjórnmálum. Fyrstu rökin eru uppeldisleg: Það væri afar gagn- legt fyrir stjórnmálamenn að velta því skipu- lega fyrir sér hveijar starfsskyldur þeirra eru. Með því myndu stjórnmálamenn gera það heyrinkunnugt hvernig þeir líta á störf sín og biðja um að vera metnir samkvæmt því hvernig til tækist. Önnur rökin varða eftirlit með störfum stjórnmálamanna: Skráðar siðareglur myndu skýra betur ábyrgð valdhafa og gera betur kleift en nú að draga þá til ábyrgðar fyrir embættis- færslu. Þriðju rökin varða stjómsiðina: Mik- ilvægasta atriðið til að draga úr spillingu í stjórnmálum er að bæta starfsvenjur stjóm- málamanna og skráðar siðareglur geta ver- ið áhrifaríkt tæki í því skyni. Skráðar siða- reglur í stjórnmálum ættu að vera fáar og skýrar. Brýnast er að skrá siðareglur um embættisfærslur þar sem mestar líkur eru á því að valdsmenn þjóni sérhagsmunum sínum fremur en almannaheill. Þetta á sér- staklega við um embættaveitingar og með- ferð almannafjár sem og til að fyrirbyggja hagsmunaárekstra veggi^ starfa stjórnmála- manna á öðrum sviðum samfélagsins. Reynslan hefur sýnt það ótvírætt að hinar óskráðu siðareglur og bijóstvit stjórnmála- manna hafa ekki dugað í þessum efnum. Það er gróf einföldun á vandanum að bregða þeim mönnum um dómgreindarskort eða siðferðisbresti sem stundað hafa fyrirgre- iðslupólitík hér á landi. Slíkt framferði hef- ur verið réttlætt af ríkjandi stjómsiðum og stjórnkerfi. Þetta er hinn mikilvægi sann- leikskjami í því viðhorfi, sem Jón Baldvin hélt á lofti, að stjórnsiðirnir ælu á spillingu sem flestir flokkar legðu blessun sína yfir. Til að bæta úr þessu þarf því margt annað en skráðar siðareglur. Svo dæmi sé tekið er vænlegasta leiðin til þess að draga úr staðbundinni fyrirgreiðslupólitík líkast til sú að gera landið að einu kjördæmi. Það myndi knýja löggjafann til þess að rækja betur )að meginhlutverk sitt að setja almennar leikreglur. Sú siðagagnrýni á stjómmálin sem gefur í skyn að stjórnmálamenn séu upp til hópa spilltir eða dómgreindarskertir einstaklingar er því ekki bara röng heldur dregur hún fjöður yfír rót vandans. Siðgæðisvitund stjórnmálamanna er ábótavant vegna þess að þeir tileinka sér ríkjandi stjórnsiði gagn- rýnislítið og halda þannig uppi hugsunar- hætti og vinnubrögðum sem standa góðum stjórnmálum fyrir þrifum. Dómgreindin ruglast vegna þess að ríkjandi stjómsiðir fela í sér mælikvarðann á það hvað er sjálf- sagt og réttmætt i stjórnmálum. Það er afar skiljanlegt að þeir sem vilja veija ríkj- andi stjómsiði séu andvígir öllum tilraunum til þess að siðvæða stjórnmálin. Skráðar siðareglur mýndu setja valdsmönnum skorð- ur í því skyni að tryggja betri þjónustu við almannaheill. Slíkar leikreglur myndu þrengja kosti stjórnmálamanna til þess að beita valdi sínu af geðþótta eða í samræmi við spillta stjórnsiði. Hernaðarlist þeirra yrði takmörk sett. Ráðamenn sem vilja hafa frítt spil í valdataflinu skírskota því að sjálf- sögðu til dómgreindar(s)innar sem æðsta dómstóls um siðferði stjómmála. En þótt skráðar siðareglur geti átt þátt í því að bæta stjórnsiði, þá em hvorki þær né önnur aðhaldsúrræði, sem við kunnum að finna, trygging fyrir góðu siðferði. Því það gildir jafnt í stjómmálum sem á öðmm sviðum mannlífsins að góð verk eru borin uppi af traustu og réttsýnu fólki. Skráðar siðareglur munu aldrei spanna nema lítinn en mikilvægan hluta af starfssviði stjórn- málamanna og í flestum efnum munu dóm- greind þeirra og mannkostir ráða mestu um hvemig til tekst. Það er því rangt að van- meta hlut einstaklinga í siðferði stjórnmála og kenna stjórnsiðunum um allt sem miður fer. Einstakir stjómmálamenn verða ávallt að axla störf sín af samvizkusemi og leitast við að taka réttlátar ákvarðanir. í því verk- efni eiga almennar siðareglur að vera dóm- greindinni stöðug áminning og leiðarljós. VILHJÁLMUR ÁRNASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. MAÍ1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.