Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1995, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1995, Blaðsíða 8
Sjálfur tók Hitler að sér að vera yfir vöm- um Þýzkalands norðanmegin, en Himmler átti að sjá um suðurhlutann. Það var þó ljóst að hugur bandamanna stóð framar öðru til þess að taka Berlín. Undanfari þess var fall- byssuskothríða Rússa og gífuriegt sprengju- regn í loftárásum Breta og Bandaríkja- manna, daga og nætur. Þann 24. apríl segir Morgunblaðið frá því á forsíðu, að Rússar séu að umkringja Ber!- ín; einkum hefur her Konievs verið mikilvirk- ur. Þremur dögum síðar er enn barizt á fullu og þá er það gert heyrin kunnugt að Göring marskálkur, æðsti maður flugersins, Luftw- affe, hefur sagt af sér. Jafnframt hefur Mus- solini, leiðtogi fasista á Ítalíu og nánasti bandamaður Hitlers, verið handtekinn á Norð- ur-ítalíu. Þar var ekki verið að bíða eftir rétt- arhöldum; Mussolini var skotinn ásamt fylgi- konu sinni og líkin af þeim höfð til sýnis á torgi, hengd upp á fótunum. Um leið lauk vöm Þjóðverja á Norður Ítalíu. BARIZT UM HVERT HÚS Í síðustu viku aprílmánaðar var háð ormst- an um Berlín og gegnir furðu hversu hörð hún var og hversu ákaflega var varizt enda þótt blasti við hveijum manni, að sú barátta var vonlaus. Fræg torg og götur voru rústir einar svo sem Alexanderplatz og Unter den Linden. Svo var að sjá að ótrúlega margir þýzkir hermenn virtu þá skipun Foringjans að beijast til síðasta manns. Sjálfur hafði hann ekki viljað yfirgefa borgina, en hélzt við í rammgeru loftvamabyrgi, neðanjarðar, ásamt fylgikonu sinni Evu Braun. Hann dreif í að kvænast henni 29. apríl. Fanatískasti fylgismaður Hitlers, áróðursráðherrann Jósef Göbbels, var þama einnig ásamt konu og bömum. Þau gátu ekki hugsað sér að lifa endalok Þriðja ríkisins; myrtu fyrst bömin og frömu svo sjálfsmorð. Þann 3. mai fékk heimurinn fréttir af enda- lokum Hitlers. Einnig hann hafði fallið fyrir eigin hendi, en Eva Braun tók inn eitur. Göring var handtekinn um líkt leyti. Lengi var á huldu hvað orðið hafði um líkamsleyfar Hitlers. Það hefur nú nýlega verið upplýst að líkin lentu í Höndum Rússa, sem földu þau unz löngu síðar að það sem eftir var af þeim var brennt og gaf Brésnef, þáverandi Sovét- leiðtogi, samþykki sitt til þess. Fréttin af dauðdaga Hitlers vakti svo mikla athygli, að það varð nánast sem aukaatriði að Montgomery var búinn að einangra Dan- mörku með stórsókn austur með Norðursjó. í Bremen stendur eftir eftir merkilegt minnis- merki: Gamalt aðaltorg þessarar fögm borg- ar, óskemmt. Flugmaðurinn sem átti að eyði- leggja það með sprengjum, hafði áður verið þar og vissi hvað það var verðmætt. Hann losaði sig við sprengjufarminn á akur austan við borgina. ENDALOKIN Eitt af síðustu embættisverkum Hitlers var að skipa Dönitz aðmírál eftirmann sinn. Al- bert Speer, arkitekt og hervæðingarráðherra Hitlers á síðustu mánuðum stríðsins, hefur sagt frá því endurminningabók sinni, að hann var með honum í loftvamabirginu skömmu fyrir dauða hans. Hitler var þá gerbreyttur maður frá því sem áður hafði verið. Hann var hokinn, hálfdró á eftir sér annan fótinn, andlitið gráhvítt, röddin brostin. En hann var ögn manneskjulegri, segir Speer, það var jafn- vel hægt að taia við hann. Eina manneskjan með fullu viti, var Eva Braun, segir arkitekt Hitlers, sem síðan tók út sinn fangelsisdóm, Gífurlegt fát greip nasistaforingjana, þegar séð var að hveiju stefndi. Hver sem betur gat reyndi að fiýja og sumum tókst það. Þar á meðal er talið að hafi verið Martin Bo- hrmann, sem áður hafði verið hægri hönd Hitlers. Nokkrir þekktir nasistaforingjar sluppu til Suður-Ameríku þar sem þeir lifðu síðan í útlegð. Dönitz hafði þann vafasama heiður að vera síðasti leiðtogi Þriðja ríkisins. Honum var afar óljúft að gefast upp fyrir Rússum, en gerði hinsvegar heijum vesturveldanna það ljóst að hann vildi gefst upp fyrir þeim. Því tilboði var að sjálfsögðu ekki tekið. Svo fór að Dönitz undirritaði skilyrðislausa uppgjöf þann 7. mai, 1945. Daginn áður hafði verið lýst yfir uppgjöf í Danmörku og Noregi. Hvað Evrópu snerti var annarri heimsstyijöld- inni lokið. Þriðjudaginn 8. mai notar Morgunblaðið sitt stærsta letur í fyrirsögn á forsiðunni: Friður í Evrópu tilkynntur í dag. Styijald- arlok í Evrópu voru tilkynnt samtímis í Lond- on, Washington og Moskvu. í öllum hinum vestræna heimi andaði fólk Iéttara og gífur- leg fagnaðarlæti urðu á torgum. Menn slepptu fram af sér beizlinu; drukku ótæpilega og bláókunnugt fólk faðmaðist. Hrikaleg fortíð var að baki, - nýr tími í fæðingu. Gísli Sigurðsson tók saman. Heimildir. Wars of the 20th century, World War I, Heims- styrjöldin 1939-1945, ritröð Almenna bókafélagsins, Morg- unblaðið 1945, Endurminningar Alberts Speer. KIRKJA heilags Frediano í Lucca á Ítalíu frá fyrri helmingi 12. aldar. Stöplamir hér inni virðast vera sömu breiddar og stöplar Klængskirkju, eða 75-80 sm í þvermál og birtan fellur hér inn á svipaðan hátt og í kirkju Klængs. Það má því ef til vill gera sér í hugarlund af þessari mynd hvernig andrúmsloft hefur verið innan veggja hinnar fomu dómkirkju í Skálholti. Klængnr Þorsteinsson og dómkirkjan í Skálholti „Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá“ að hefur komið fram í fyrri Lesbókargreinum um Klæng Þorsteinsson og dómkirkjuna í Skál- holti, að hæfílegt sé að ætla að það hafí tekið um 3-5 ár að ljúka byggingu kirkjunnar. Bygg- ing hennar hófst 1153, þannig að kirkjuvígslan Við vígslu kirkjunnar var hinn mesti fjöldi boðsmanna, segir í Hungurvöku. Ekki færri en 840 manns nutu þar veitinga. „Þeir vígðu báðir kirkju í Skálaholti, Klængur og Björn, annar utan en annar innan og helguðu báðir Pétri postula. 3. og síðasti hluti. Eftir ERLEND SVEINSSON hefur orðið í fyrsta lagi árið 1156 en líklega ekki síðar en 1158. Við vígsluna var Nikulás ábóti Bergsson, sem kom út til íslands úr suðurgöngu 1155 og vígðist það ár til ábóta í hinu nýstofnaða Möðruvallaklaustri. Nikulás gæti hafa verið samtímis þeim Halli Teitssyni og Gissuri syni hans í Róm 1150-51 og hann síðan notað tækifærið sem verðandi ábóti benedikt- ína að skreppa í heimsókn til Montakassin (Montecassino) um 90 km suðaustur af Róm- arborg þar sem heilagur Benedikt af Nursíu stofnaði reglu sína árið 529. „Þar er æðst kirkja Benedikts" skrifar Nikulás í leiðarlýs- ingu sinni, sem hann samdi eftir komu sína heim til íslands. Við getum jafnvel séð fyrir okkur Gissur Hallsson, sem einnig skrifaði leiðarvísi, honum samferða þangað suður eftir, því heimildir greina frá því að Gissur hafi í þetta skiptið farið alla leið suður til Bár á austurströnd Ítalíu, þar sem hvilir helgur dómur hins vinsæla heilaga Nikulás- ar. Þaðan gátu pílagrímar haldið áfram sjó- leiðina til Jerúsalem. Ekki er ósennilegt að Klængur hafi komið til vígslu Nikulásar ábóta til Munkaþverár 1155, sem Bjöm Gilsson, Hólabiskup, hlýtur að hafa framkvæmt. I framhaldi af því má gera því skóna að hin mikla byggingarframkvæmd Klængs í Skál- holti hafi borið á góma og að þeir Klængur, Bjöm og Nikulás ábóti hafi bundist fastmæl- um um að þeir vígðu sameiginlega hina nýju Skálholtsdómkirkju, þegar þar að kæmi. Þar með launar Klængur Bimi stuðning hans við biskupskjör sitt, sem sagt var frá í fyrstu Lesbókargreininni. Kirkjudagur KLÆNGSKIRKJU Veturinn 1158, hinn þrettánda dag febr- úar, ber eldstróka upp úr Heklufelli við þak- brún hinnar reisulegu dómkirkju í Skálholti, sem kirkjusmiðimir leggja nú allt kapp á að gera vígsluhæfa fyrir sumarið. Hekla er far- in að gjósa og bregður undarlegum svip yfir Skálholtsstað. Vígludagur eða kirkjudagur hinnar nýju dómkirkju Klængs hefur að öllum líkindum mnnið upp einhvern tímann á árun- um 1158-59. Því Nikulás deyr 1159 svo seinna hefur það ekki orðið. Við gefum okk- ur að kirkjudag hennar hafi borið upp á anno Domini 1158, þ.e. sama sumarið og mannvillumálið, sem greint var frá í síðustu Lesbók, kom til kasta Klængs á alþingi. Menn hafa þá farið af þingi í Skálholt til að taka þátt í hinum mikla atburði, sem vígsla kirkjunnar hefur verið „og var þar hinn mesti fjöldi boðsmanna" segir í Hungurvöku. „Þeir vígðu báðir kirkju í Skálaholti, Klæng- Ur og Bjöm, annar utan en annar innan og helguðu báðir Pétri postla, svo sem áður hafði verið, en Nikulás ábóti hafði formæli. Það var á degi Viti píningsvátts. En eftir tíðir bauð Klængur biskup öllum þeim mönn- um, er við kirkjuvígslu höfðu verið, að hafa þar dagverð ...“. Sagt er að ekki færri en átta hundmð og fjömtíu manns hafi notið veitinga í þeirri veislu, sem sýnir hversu stór atburður átti sér stað og hefur verið líkt við brúðkaupsveislu í ljósi þess að kirkja er nefnd andlig festarmær eða brúður biskups. Það hlýtur að hafa verið óþægilegt fyrir Klæng á sjálfri vígsluhátíðinni, hversu skjótt orðróm- urinn um barnsmál Yngvildar fór aftur á kreik en það jafngilti því, að hann hefði fellt rangan úrskurð á alþingi þá um sumarið. Enda komu málin enn til kasta alþingis sum- arið 1160 eins og greint var frá í síðustu Lesbók og gerir Klængur þá út um þau en þá með því að sveija fimmtardómseið, sem er skiljanlegt eftir það, sem á undan var gengið. Eftir það segir ekki af Klængi í Sturl- ungu næsta áratuginn. Klausturstofnanir, Vígð- ur Eysteinn Erkibiskup Sú spurning er áleitin, hvort Klængur hafi ekki náð að rækta samband sitt við þá höfðingja, senr hann átti gjafavíxl við erlend- is, með persónulegum kynnum. Með utan- landsferðum styrkja menn valdastöðu sína og í ljósi þess að hann átti gjafavíxl við hina stærstu höfðingja í öðmm löndum, þeim er í nánd vom, eins og segir í Hungurvöku, væri freistandi að sjá hann fyrir sér halda utan með haustskipunum 1161 til að vera viðstaddur vígslu Eysteins Erlendssonar erk- ibiskups í Niðarósi þá um veturinn. Þess má minnast í þessu sambandi að Gissur Halls- son, trúnaðarvinur Klængs þekkti Eystein erkibiskup persónulega frá þeim áram, er hann var stallari Sigurðar konungs munns. Gissur gæti því hafa sent bréf með Klængi til erkibiskups til að treysta samband þeirra þriggja. Um sumarið 1161 gæti fréttin um lát Gregoríusar Dagssonar, Islandsvinarins, sem Yngvildur Þorgilsdóttir dvaldi hjá í Nor- egi hafa borist út til íslands, eins og getið var um í síðustu Lesbók. Auðvitað er hugsan- legt að Yngvildur hafi komið út til Islands 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.