Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1995, Blaðsíða 2
Myrkrið
hvítt
Eftir BALDUR
ÓSKARSSON
GARCÍA Lorca hélt því fram að til
væru þrenns konar skáld, þau
sem eiga sér gyðju, þau sem eiga
sér engil, og þau sem eiga sér
anda, svokallaðan dunanda.
Engillinn svífur yfir skáldi sínu og syngur
því ljóð, gyðjan hvíslar í eyra, en dunandinn
sem við köllum svo hefur annað háttalag.
Hann kemur til listamanna af ýmsu tagi,
skálda, söngvara og dansara; hann kemur
úr jörðinni og smýgur upp í fætur manna,
og þegar hann er kominn upp undir hné,
þá dylst það engum. Og þá er hrópað: Olé;
Olé;, sem ku verá afbökun á Allah. Þetta
er guðlegur kraftur.
Lorca tekur sem dæmi franska skáldið
Apollinaire, hann átti sér gyðju. Annað
dæmi er spænska skáldið Jóhann á Krossi,
hann átti sér engil. En dæmi um þá sem
dunandinn sækir heim velur hann helst úr
hópi túlkandi listamanna. Þó má geta sér
til um það, að hann telji sjálfan sig á með-
al þeirra sem verða haldnir, ef ég má nota
það orð.
Það er ljóst að með umfjöllun sinni um
þessi þrenns konar skáld var Lorca fyrst
og fremst að gefa í skyn að skáldskapurinn
væri ekki upp runninn hjá skáldinu, hann
kæmi annars staðar frá, og það að vera
skáld, væri fyrst og fremst það að vera
móttækilegur. - Af þessu leiðir að fullgild-
ur sjálskapur getur sprottið fram, svo að
segja hvenær sem er á mannsævinni, en
algengast mun þó að svo verði þá fyrst,
þegar búið er að fínstilla tækin, en slíkt
tekur oftast nær langan tíma. - Ég get
um þetta hér vegna þess að ég tel að Ingi-
mar Erlendur Sigurðsson sé nokkuð sama
sinnis og Lorca í þessu efni, hann telji að
skáldið taki það ekki allt hjá sjálfu sér, sem
það er að yrkja.
Fyrir nokkrum árum spurði ég góðkunn-
ingja minn sem sjálfur er skáld, hvað ljóð
væri. Hann svaraði mér, og fyrst hálfönug-
lega, eins og honum væri spurningin hvim-
leið: - Það veit enginn maður! Svo bætti
hann við stillilega: - En við þekkjum það
þegar við sjáum það.
Nokkur orð um Ingímar
Erlend Sigurðsson og
ljóðlist hans.
Við þekkjum ljóð þegar við sjáum það
eða heyrum, og meira verður eiginlega
ekki um það sagt. Af þessu má ráða, að
það að yrkja, er engin venjuleg iðja, og
breytir þá engu hvort menn yrkja daglega
eða við og við. Ekkert skáld gengur að því
að yrkja eins og gengið er að venjulegu
i verki. Aðeins frágangurinn ber keim vana-
bundins starfs. Af því má ráða að skáld-
skapur er ekki verkefni fyrir hvern sem er.
Ingimar Erlendur orðaði það svo í mín
eyru: - Eiginlega ætti enginn að fást við
skáldskap ef hann getur fengist við eitt-
hvað annað. - Og þetta er mergur máls.
Skáldskapurinn tekur menn, altekur þá;
enginn kemst undan sem fyrir því verður.
En þeir eru, og kansnki sem betur fer,
ekki mjög margir sem verða fyrir því.
Skáldskapurinn batnar ekki með hækk-
andi höfðatölu. Það er eitthvað bogið við
það, þegar menn koma fram hópum saman
og kalla sig skáld.
Ingimar Erlendur Sigurðsson var ekki
ljóðskáld einvörðungu. Hann á einnig að
baki tvær skáldsögur, tvö smásagnakver
og eina bók af því tagi sem kallast Ijóð-
saga. Fyrsta bók hans var safn óbundinna
ljóða og hét Sunnanhólmar. Næst komu
Hveitibrauðsdagar, smásagnasafn er sýndi
ljóslega hve skáldskapur getur blómgast á
ungum aidri, en flestar sögumar voru skrif-
aðar milli tektar og tvítugs. Fyrir þá bók
hlaut Ingimar Erlendur mikla viðurkenn-
ingu, og viðurkenningu margra og mikla
athygli hlaut hann fyrir næstu bók sína,
skáldsögu sem hann kallaði Borgarlíf. ís-
landsvísa, önnur skáldsaga, fylgdi í kjölfar-
ið, og ljóðsagan Undirheimur sem er að
Ogöngnr - brot úr hugmyndasögu
Líflð
er lotterí
Eftir ATLA HARÐARSON
Ingimar Erlendur Sigurðsson.
minni hyggju eitt magnaðasta verk sinnar
tegundar, verk sem er þó afar auðvelt að
misskilja - sú bók ijallar um hreinsun. Ég
vil bæta því við að mér virðist sem fáir
hafi lesið þá bók, og fer það að vonum þar
sem fátt virðist rata til manna nema gaspr-
að sé um það í samfélaginu.
Um Ingimar Erlend hefur lítið verið
gasprað í seinni tíð. Og satt að segja hlýt-
ur maður að undrast hve samfélagið hefur
hljótt um slíkan mann, og hve bækur hans,
þær síðustu, þær sem mest er um vert,
hafa hlotið litla umfjöllun í hinum svoköll-
uðu fjölmiðlum. - í sumt er auðvelt að
ráða, annað ekki. Ingimar Erlendur afréð
á sínum tíma að draga sig út úr skarkala
borgarlífsins; hann settist að í stijálbýli við
Elliðavatn. Hann sneri baki við stjórnmála-
stefnu sem hann hafði fylgt, en lét aldrei
af því að sýna réttlætiskennd sína í orði
og verki. Þannig kom hann sér út úr húsi
hjá veiklunduðum. Hann leitaði sanninda,
æðri sanninda en hafði áður þekkt, fyrst í
austrænni heimspeki, en síðar og ávallt síð-
an í kristindómi. Hann varð öðrum þræði
trúarskáld. Skáldskapur hans af þeim stofni
er ekki trúarlegur, eins og komist er að
orði um ýmislegan samansetning með óljósu
ívafi trúartogans, heldur eru það trúarljóð
sannkölluð, þó ekki sálmar. Engin hálf-
velgja er í þessum ljóðum, og erum við þá
nokkru nær því að skilja það fálæti sem
hið menningarsögulega fírrta samfélag hef-
ur sýnt þessu skáldi sínu nú um stundir.
En fleira kemur til: Ingimar Erlendur
hefur árum saman unnið að því að end-
urnýja ljóðstíl sinn, hverfa frá fríljóðinu
svokallaða og leita endurnýjunar í bragar-
háttum fyrri tíðar, breyta þeim og fella að
tungutaki nútímans og þeim hugsunar-
hætti sem hann hefur sjálfur tileinkað sér.
Hann stillti tækin á nýjan leik, og nýjungar
þurfa sinn tíma á leið til manna. Það sýnir
sagan í hveiju dæmi sem máli skiptir.
Ingimar Erlendur er í raun réttri ákaf-
lega róttækur maður, og róttækni hans
birtist hvergi betur en í skáldskapnum, í
heilindum forms og innihalds, sem verður
ekki sundur greint. Það er kennimark skáld-
skapar: innihaldið er form, formið innihald.
Af ljóðabókum hans fer það ekki á milli
mála, að mest er um vert þá síðustu, Hvíta-
myrkur, sem kom út í hitteðfyrra. - í raun
réttri er það svo að Hvítamyrkur hefði get-
að komið út fyrir löngu; hún er einnig bók
framtíðar, og í vissum skilningi mun hún
ekki koma út fyrr en menn eru tilbúnir að
meðtaka hana. Einnig það er kennimark
skáldskapar, og fleiri lista.
En hvað segir það okkur, þetta bókar-
heiti? Hvernig getur myrkrið verið hvítt? -
Sú er þó raunin á Ijósum degi. Við sjáum
ekki heiminn fyrir birtunni, sjáum ekki þá
mynd sem við blasir þegar sól er af lofti
og nóttin kemur. Við þetta líkja þeir hugar-
ástandi sínu, sem komnir eru áleiðis, ástandi
sem þeir vona, að því muni linna, og þeir
megi aftur sjá og lengra og dýpra en fyrr.
Orðsmíð Ingimars Erlendar mun þó vera
einsdæmi. - En um þetta talaði postulinn
Páll þegar hann sagði: - Því að nú sjáum
vér svo sem í skuggsjá, í óljósri mynd, en
þá augliti til auglitis.
Kristin mystik - hin kristna dul - er
fáæt í skáldskap norrænna manna, en suð-
ur við Miðjarðarhafið, og víðar, hafa löngum
verið skáld þeirrar stefnu. Ég nefndi í upp-
hafí Spánverjann Jóhann á Krossi. Mér virð-
ist sem skáldskapur Ingimars Erlendar sé
með vaxandi styrk að berast inn í þá birtu.
Höfundur er Ijóðskáld og útvarpsmaður.
Hamingja manna veltur að miklu
leyti á heppni. Sumir fæðast
hraustir og heilbrigðir, aðrir
fatlaðir og vanskapaðir. Sumir
fæðast inni í auðugt samfélag þar sem
allt er á uppleið. Aðrir eru dæmdir til að
líða skort. Sumir eru heppnir og sumir
óheppnir og þetta kemur verðleikum fólks
yfirleitt ekkert við. Lán og ólán eru utan
við allt réttlæti. Um þetta þarf kannski
ekki að orðlengja svo augljóst sem það er.
En þó þetta virðist augljóst neita því marg-
ir. Mér skilst að þeir sem aðhyllast hindúa-
trú álíti að bág kjör manns í þessu lífi séu
afleiðing af einhveiju sem hann gerði í
fyrra lífi. Ef þetta er rétt þá er hamingja
manna ekki komin undir heppni, tilviljunum
og blindum náttúrukröftum heldur veltur
hún algerlega á verðleikum þeirra og eng-
inn verður fyrir meira óláni en hann á skilið.
Þessi kenning hindúa á sér samsvörun
í mörgum öðrum trúarbrögðum enda boða
flest trúarbrögð að einhvers konar æðra
réttlæti sé að baki öllu því sem okkur virð-
ist velta á heppni og hendingum. En trúar-
brögðin eru ekki ein um að hafna því sem
virðist liggja í augum uppi. Ein af áhrifa-
mestu heimspekistefnum fornaldar, Stóu-
spekin, tók í sama streng.
Stóuspekin varð til í Grikklandi um 300
f.Kr. en er kunnust af ritum Rómveija sem
voru uppi nokkrum öldum síðar. Meðal
þessara rómversku Stóuspekinga voru
Markús Arelíus keisari sem var uppi á
árunum 121 til 180 og þrællinn Epiktet
sem var grískur að uppruna og lifði frá
55 til 135. Eftir þann síðarnefnda er til
lítil bók sem er yfirleitt kölluð handbók
Epiktets og Broddi Jóhannesson þýddi á
íslensku fyrir um það bil 40 árum síðan
og gaf út undir nafninu Hver er sinnar
gæfu smiður.
Þessi nafngift lýsir vel siðfræði Stóu-
manna. Þeir töldu að hver maður ætti það
undir sjálfum sér en hvorki heppni né til-
viljunum hvort hann væri hamingjusamur
eða ekki. Að dómi Epiktets geta menn
verið hamingjusamir á hveiju sem gengur
ef þeir kunna að taka því með æðruleysi
og hafa vit á að ergja sig ekki yfir því sem
þeir fá ekki við ráðið. Raunar gekk hann
svo langt að halda því fram að ástvinamiss-
ir, sjúkdómar, kúgun, illt atlæti og annað
það sem gerir mönnum lífið leitt hafi eng-
in áhrif á hamingju þeirra - það séu ekki
atvikin sem geri mann óhamingjusaman
heldur viðhorf hans til þeirra. í 16. kafla
bókarinnar segir Epiktet:
„Ef þú sérð einhvern gráta af trega
vegna þess að bam hans er fjarri eða látið
eða hann hefur týnt fé sínu, þá gættu
þess, að sú hugmynd villi ekki um fyrir
þér, að hann sé hryggur vegna þessara
ytri hluta. Hugfestu að atvikin hryggja
hann ekki, því þau hryggja ekki aðra, held-
ur horf hans sjálfs við þeim. Með orðum
einum mátt þú taka þátt í harmi hans og
einnig andvarpa með honum, ef svo ber
við. En gættu þess að klökkna ekki með
honum á hjarta.“
Epiktet og aðrir Stóumenn þóttust geta
varist valdi tilviljunarinnar með því að láta
sig það engu varða hvernig veröldin velt-
ist. Varnartæki þeirra voru æðruleysi og
viljastyrkur. En þeim virðist ekki hafa kom-
ið til hugar að hending og blindir náttúru-
kraftar ráði því hvort maður skarar fram
úr að æðruleysi og viljastyrk eða er hug-
laus óhemja. Þeir trúðu því að hveijum
manni sé sjálfrátt um hugarfar sitt. Þótt
það blasi við að menn skammta sér ekki
sjálfir andlegt atgervi hefur þessi hugsun
Stóumanna orðið ákaflega lífseig. Henni
hefur skotið upp aftur og aftur í vest-
rænni siðfræði, meðal annars í ritum þýska
heimspekingsins Immanuels Kants (1742-
1804) sem er jafnan talinn með merkustu
siðfræðingum seinni alda.
Kant áleit að þótt veraldlegt gengi
manns sé að miklu leyti háð heppni þá séu
verðleikar hans það ekki. Samkvæmt þessu
geta menn átt hamingju sína undir heppni
og tilviljunum, en hvort þeir eiga illt eða
gott skilið kvað vera óháð allri heppni.
í sínu frægasta siðfræðiriti Grundlegung
zur Metaphysik der Sitten (Undirstöður að
frumspeki siðferðisins) segir Kant:
„Það er engin leið að hugsa sér neitt í.
þessum heimi, og ekki einu sinni neitt utan
þessa heims, sem hægt er án nokkurra
fýrirvara að kalla gott, nema góðan vilja.
Skilningur, fýndni, dómgreind, og allir aðr-
ir andlegir hæfileikar ... eru vafalaust á
ýmsan hátt góðir og eftirsóknarverðir. En
þeir geta orðið ákaflega illir og skaðlegir
ef viljinn sem nýtir sér þessar náttúrugáfur
... er ekki góður.
Allt þetta má kannski til sanns vegar
færa. En Kant lætur ekki staðar numið
hér heldur bætir því við að verðleikar
manns fari ekki eftir því hvert gagn hann
vinnur heldur eingöngu eftir því hvort hann
vill vel.
„Hinn góði vilji er hvorki góður vegna
afleiðinga sinna eða þess sem hann kemur
í kring né vegna þess að hann henti til að
ná einhveijum tilteknum markmiðum.
Hann er góður fyrir það eitt að vilja, það
er að segja hann er góður í sjálfum sér.
Hann er miklu æðri öllu því sem hann
getur komið til leiðar. ... Jafnvel þótt
óblíð örlög eða naumt skornar náttúrugáf-
ur valdi því að þessi vilji komi engu til
leiðar, jafnvel þótt ítrasta áreynsla dugi
honum á engan hátt til að ná marki sínu
og jafnvel þótt ekkert sé eftir nema viljinn
einn (ekki bara ósk heldur vilji sem beitir
öllum aðferðum sem við höfum á valdi
okkar) þá glitrar hann eins og gimsteinn
U
Þetta dugar að vísu ekki til þess að verð-
leikar manns séu óháðir heppni og blindum
náttúrukröftum. Til þess að kaupa sér frelsi
undan höfuðskepnunum reiðir Kant fram
þá kenningu Stóuspekinga að hveijum
manni sé sjálfrátt um hugarfar sitt. Hann
orðar þessa kenningu svo að vilji mannsins
sé fijáls. í þessu felst að hvort maður vill
vel eða illa velti hvorki á uppeldi né erfð-
um, efnaferlum í heilanum né neinu öðru
því sem hann hefur ekki algerlega á valdi
sínu.
Kant var vel að sér í raunvísindum og
gerði sér fulla grein fyrir því að allt sem
gerist í náttúrunni, og þar með allt sem
gerist í mannslíkamanum, fylgir lögmálum
sem menn fá engu um breytt. Hann gerði
sér manna best grein fyrir því að kenning-
in um fijálsan vilja passar illa inn í heims-
mynd vísindanna. En til þess að skapa vilj-
anum svigrúm setti hann saman einhveija
stórkostlegustu heimspeki sem sögur fara
af. Samkvæmt þessari heimspeki lýsa vís-
indin heiminum ekki eins og hann er í sjálf-
um sér heldur eins og hann kemur okkur
fyrir sjónir eftir að skynfæri okkar og skiln-
ingur hafa matreitt hann ofan í okkur.
Vísindin fjalla sem sagt ekki um veruleik-
ann heldur um reynsluheim manna. Um
veruleikann sjálfan er ekkert hægt að vita
og í honum gæti viljinn sem best verið
frjáls.
Þetta er mikil kenning og myrk. En
þeir sem telja sig hafna yfir duttlunga
höfuðskepnanna, þótt ekki sé nema að því
leyti að þeir eigi það undir sjálfum sér
hvort þeir eru góðir menn eða vondir, verða
líklega að trúa einhveiju ámóta.
2