Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1995, Blaðsíða 5
HRAFN GUNNLAUGSSON
Giinter Umberg: Án titils, 1990-91.
hefur átt jafn sterk ítök meðal myndlistar-
manna og raun ber vitni. Aftur og aftur, alla
þessa öld, hafa þeir komið að sömu frumatrið-
unum: lóðréttum og láréttum línum, svörtum
og hvítum, grátónaskalanum, einlitum flötum,
einföldustu formum. Hvers vegna halda menn
tryggð við jafn fátæklegan efnivið? Það er
stundum talað um leitina að sannleikanum
um listina, könnun á endimörkum hins mögu-
lega, o. s. frv. Allt hljómar þetta vel, en samt
ófullnægjandi. Það er því ástæða ti! að skoða
spurninguna frá öðru sjónarhorni.
Það er einkennandi fyrir hugarfar lista-
manna sem endurvöktu abstraktlistina eftir
stríð að þeir gátu ekki komið sér saman um
neitt, nema þá helst hvað listmenn mættu
ekki gera í nafni listarinnar. Og þá voru bönn-
in líka oft mörg og ítarleg.
Meðal þeirra var Joseph Albers, sem var
lengi vel kennari í Bauhaus-skólanum og eink-
um þekktur fyrir myndröð sína Hylling fern-
ingsins. í viðtali sem var tekið við hann árið
1950 um gerð þessarar myndraðar sagðist
hann nota: „Engan slopp, ekkert loftljós, ekk-
ert stúdíó, ekkert litaspjald, engar trönur,
enga pensla, engan miðil, engan striga, alltaf
sömu áferð og efni, enga persónulega pensil-
skrift, engin stílbrögð, engar brellur, engin
sniðugheit. Ég vildi gera verk mín eins hlut-
laus og mögulegt væri.“
Bandaríski málarinn Ad Reinhardt tók í
sama streng. Það sem skiptir mestu er að
listin sé hrein og ómenguð. List er hvorki lifi-
brauð né lífsmáti; því minna sem líf lista-
mannsins spilar inn í list hans því betra.
„Eina leiðin fyrir ‘abstrakt list í dag er að
mála eina og sama formið aftur og aftur.
Eina fullkomnunin og dýptin kemur af löngum
og einmanalegum reglubundnum undirbún-
ingi og einbeitni og endurtekningu. Aðeins
þegar listamenn vinna innan sömu hefðar og
ná valdi á sömu reglum er hægt að tala um
frumleika. Frelsi verður einungis náð með
strangasta aga í listinni og með sem allra
líkustum verksiðum.“
Reinhardt er ekki að lýsa fagurfræði held-
ur köllun. Allir geta fíktað við myndlist,
margir geta verslað með myndlist, en það eru
aðeins fáir sem hafa þá trú á listinni að þeir
eru reiðubúnir að fórna öllum sínum óskum,
hagsmunum, frægðardraumum og fjárvonum.
Sá sem er reiðubúinn að helga sig listinni
verður að vera tilbúinn ti! að standast próf-
raun sem sannar að hann er verðugur og
sannur listamaður. Það er engin málamiðlun
til, ekkert veiklyndi, aðeins fullkomlega skýr
og einföld sannfæring.
Þá er eðlilegt að spyija sig að því hvort
það sé ekki hægt að vera sannur og heill lista-
maður án þess að vera meinlætafullur ab-
straktlistamaður? Ástæðan fyrir því að hinn
meinlætafulli abstraktlistamaður myndi segja
„nei“ er sú að til að vera „sannur" listamað-
ur og skapa „hreina" list þarf að helga sig
því sem gefur myndlist gildi, sem myndlist.
En hvað það er sem afmarkar svið myndlist-
ar er erfítt að henda reiður á og það þarf því
að leggja á sig þrotlaust starf til að leita
eftir því og fínna það.
Hér er freistandi að draga fram hliðstæð-
una við reglurnar fjórar sem Descartes lagði
til grundvallar vísindalegri aðferð. Yfirfært á
starf listamannsins þá myndi það hljóma
þannig að hann ætti ekki að taka neinu trúan-
lega nema því sem stendur honum svo skýrt
og greinilega fyrir hugskotssjónum, að það
er með engu móti hægt að bera brigður á
það; hann verður að rekja allt í sundur í eins
einfalda þætti og mögulegt er til þess að
hver þáttur verði viðráðanlegri og augljósari;
hann verður að byija alltaf á því sem er ein-
faldara og vinna sig frekar í átt að því sem
er flóknara; í fjórða lagi að yfirfara aftur og
aftur sömu hlutina til að það sé öruggt að
honum hafi ekki yfirsést neitt.
En það er ekki nóg að vera sannur listamað-
ur og hlýða köllun sinni. Það verður enginn
góður listamaður af því einu að hafa trú á
Skrifstofa Grophiusar í Bauhaus í
Weimar 1920.
því sem hann gerir og fórna sér fyrir það.
Sú myndlist sem hann skapar verður að vera
þess virði að fórna sér fyrir hana. En hvort
hún er þess virði að fórna sér fyrir hana fær
enginn að vita, og ekki listamaðurinn heldur,
fyrr en hann hefur fómað sér fyrir hana,
með einmanalegri og einhæfri endurtekningu.
Enginn getur verið sannur listamaður í stutta
stund, eða þegar það hentar honum. Það er
því ekki hægt að segja að köllun listamanns-
ins og ásetningur sé listrænum gæðum óvið-
komandi. Listrænt starf hefur siðferðilega
vídd sem ekki verður vikist undan.
Nú getum við aftur velt fyrir okkur spurn-
ingunni sem var varpað fram í upphafí. Til
að meta verk slíkra listamanna verður ekki
komist hjá því að setja sig inn í sama hugsun-
arhátt. Standast þeir eigin kröfur? Hafa þeir
gengið nógu langt? Eru þeir heilir í því sem
þeir em að gera? Eins og dæmið er sett upp
þá er svarið við því hvort þeir hafa staðist
eigin kröfur jafnframt svarið við þeirri spurn-
ingu hvað er sönn list. Þeir, sem myndlistar-
menn, standa frammi fyrir list sinni á svipað-
an hátt og heimspekingar standa frammi fyr-
ir hugsun sinni.
Það sem er heillandi við slíka list frá sjónar-
hóli heimspekinnar er ekki að þama geti þeir
komið auga á en einn eitt viðfangsefnið, held-
ur að myndlistamaðurinn er í svipaðri aðstöðu
og þeir sjálfir; myndlistarmenn era heimspek-
ingar eigin myndlistar á svipaðan hátt og
heimspekingar eru myndlistarmenn eigin
heimspeki. Myndlistarmaðurinn hefur því ekki
nein sérstök not fyrir heimspekilega hugsun,
vegna þess að hún segir honum ekkert sem
hann er ekki í miklu betri aðstöðu til að vita
sjálfur.
Einhveijum lesendum kann ef til vill að
finnast að hér sé verið að fást við hluti sem
tilheyra fortíðinni. Abstrakt listin og arftaki
hennar minimalisminn eru ekki lengur í tísku.
En ég sé enga ástæðu til að álykta að þau
viðhorf sem hér er lýst muni ekki eiga sér
einhveija fylgjendur hér eftir sem hingað til.
Eitthvað meira en tískusveiflur þarf til að
koma í veg fyrir þann ásetning manna að
leita sannleikans, á hvaða sviði sem er.
Smekkur og tíska eru þessu óviðkomandi.
Eina sem gæti hugsanlega skekið sjálfs-
traust lærisveina ferningsins er sú gagnrýni
að þeir hafí einfaldlega ekki séð nógu langt.
Þeir falli á eigin prófí. Ferningur er aldrei
aðeins femingur, eins og Gropius komst að
raun um. Allir þættir, hversu einfaldir sem
þeir kunna að virðast, eru hluti af tungu-
máli, eða táknmáli, sem á sér sögulega og
pólitíska vídd. Þeir sem gefa þessari vídd
gaum hafa því gengið skrefinu lengra. En
hér erum við komin með efni í aðra grein.
Höfundur er heimspekingur og kennari við
Myndlista- og handiðaskóla íslands.
25/6 ’89 AKTEN
GELÖSCHT
I. Snjóboltarnir
sem hann kastaði í æsku
eru bráðnaðir.
Steinarnir
sem hann faldi inni í þeim
skildu eftir ör í andlitum
leiksystkina.
. 2. Leyniskýrslur
um námsféiagana
voru fullar af steinum.
3. Hvað vakti fyrir almættinu,
að smíða siíka véi?
4. Steinvölurnar orðnar að hnullungum
í skjalasöfnum
sem átti aldrei að opna:
25/6 ’89 Akten gelöscht.
5. Ljósfælinn óttast hann þíðuna
að úr klakaböndunum losni atvik
sem hann getur ekki lengur falið,
trúir því að fortíðin verði afmáð
eins og andlit af Ijósmynd.
Hvað dreymir hann á nóttunni?
Hvernig getur hann sofið?
6. Hvað vakti fyrir almættinu
að smíða slíka vél?
7. Hann fyrirleit fólk
en þó mest þá
sem réttu honum hjálparhönd.
Á rústum þeirra
reisti hann minnismerki
sannfærður um
að eiturtunguhernaður
væri söguleg nauðsyn.
8. Þegar hann þráði öryggi
greip hann dauðahaldi í kennisetningar
sem boðuðu einn sannleika
einn flokk
alræði öreiganna.
9. Sjálfur var hann
öreigi í hjartanu
en ríkur af metnaði og grimmd.
Byggði upp brothætta sjálfsímynd
með stóryrðum:
Landráðamenn! Föðurlandssvikarar!
Ofnotaði þessi stóru orð
þar til þau misstu merkingu.
10. Safnaði
í kringum sig
rauðeygðum sakleysingjum
nytsömum rökkum.
II. Ráðin sem hann gaf þeim
runnin undan köldum rifjum:
mannorðsmorð að yfirlögðu ráði,
gerið saklausa seka
sáið illgresi á öldum Ijósvakans.
Svartur uglusvipurinn
boðaði annan dauða, aðra útskúfun.
12. Hvað vakti fyrir almættinu
að smíða slíka vél?
13. Hrærist hjarta þarna inni
í þessari heimskautanótt?
Þann dag sem hann tekur ofan grímuna
þekki ég aftur andrúm morðsins
þessi augu horfa einnig innan úr Stalín.
Kvæði þetta var upphaflega flutt í útvarpsþætti Ævars Kjartanssonar „Heimsókn". Hér birt-
ist það í breyttri mynd. Ég sagði í þættinum eitthvað í þá veru að kveikjan að kvæðinu væri sótt
í hugverk Svavars Gestssonar alþingismanns og fyrrverandi ráðherra. Það skai hins vegar árétt-
að að efnislega fjailar kvæðið ekki um einstakling heldur hóp manna sem illu heilli hafa sett svip
á öldina. Kvæðið er semsagt uppgjör við öfgafulla tíma.
Skýringar við kvæðið:
Nafn Ijóðsins: Akten gelöscht, útleggst: skjölunum hefut veríð eytt.
5. afmáð eins og and/i't af Ijósmynd - í Sovétríkjunum var þósmyndum af forystumönnum
kommúnista breytt með tækni sem gerir það kleifí að fjarlægja fólk af myndum og jafnvel
bæta öðrum inn á.
13. Andrúm morðsins, hér er vísað til beinnar þýðingar á hugtakinu „atmosphere of murd-
er“, en Búkovski notaði þetta hugtak um rógtækniherferðir KGB og Stasi.
' Höfundur er kvikmyndaleikstjóri.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6.MAÍ1995 5