Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1995, Blaðsíða 7
rr »
Fögnuður á friðardaginn í London.
Á síðasta afmælisdegi sínum úthlutaði
Hitler æðsta heiðursmerkiþýzka hers-
ins, járnkrossinum, tilhermanna sem
tæpast voru af barnsaldri.
Berlínarbúar hlaupa úr einum kjallaranum í annan; skothríðin allt um kring
og borgin brennur.
Bandarísku herirnir náðu saman austan
við Ruhr-héraðið, nú var það umkringt og
þar með 300 þúsund manna liðsafli Models
marskálks. Bradley hershöfðingja var falið
að ganga frá Ruhr-svæðinu og Montgomery
lét honum eftir 9. herinn. Sótt var að Þjóðveij-
um úr þremur áttum. Þeir vörðust af offorsi
en svo fór að þeir gáfust upp 13. apríl. Mod-
el offursti neitaði að gefast upp og batt endi
á líf sitt með skammbyssuskoti. En nýtt
vandamál kom upp hjá bandamönnum: allt í
einu sátu þeir uppi' með 317 þúsund stríðs-
fanga.
ÍTALÍUSTRÍÐIÐ
Damörk og Noregur voru hersetin af Þjóðveij-
um til stríðsloka og ítalia var vígvöllur fram
á vor 1945. Þar gerði Áttundi bandaríski
herinn fyrst inrás í september 1943 og
skömmu síðar var aðalinnrásih hjá Salerno
gerð. Fjalllendi Ítalíu hentaði vel til vama og
tók langan tíma og kostaði mörg mannslíf
að hrekja þýzka herinn norður eftir skagan-
um. Harðvítugustu átökin urðu um Monte
Cassino; fjallstind austur frá Napoli þar sem
um aldir hafði verið frægt munkaklaustur.
Um þann stað var barizt frá 12. janúar 1944
til vors og klaustrið var rústir einar að því
loknu.
Það má segja Kesselring, hershöfðingja
Þjóðveija, til hróss að hann gaf Rómaborg
eftir til að koma í veg fyrir eyðileggingu; 4.
júní 1944 var.borgin tekin.
Nú var hinsvegar komið framyfir miðjan
apríl og vorið kom á meginlandi Evrópu „eins
og vorin komu forðum“ og allt leit nú betur
út. Versta vosbúðin var úr sögunni og fram-
sókn heijanna gekk vel. Þó var aldrei að vita
á hveiju menn áttu von. í gegnum suma bæi
var farið án þess að hleypa af skoti; annars-
staðar urðu á vegi bandamanna þýzkir her-
flokkar sem börðust af offorsi. Hermenn
bandamanna rákust oft á það að Þjóðveijar
voru búnir að hengja nokkra úr eigin liði;
þeir dingluðu niður úr tijám. Það vorit menn
sem sáu fáránleika þess að halda þessari
baráttu áfram og vildu gefast upp.
Það var ekki á stefnuskrá bandamanna að
níðast á óbreyttum borgurum. En vitaskuld
reyndist erfitt að framfylgja því, enda mis-
jafn sauður í mörgu fé. Þannig var fólk mis-
kunnarlaust rekið út úr húsum sínum til þess
að hermenn gætu gist þar. Þeir létu greipar
sópa; tóku með sér silfur og annað fémætt.
Og konur urðu þarna fyrir nauðgunum og
svívirðingum.
FANGABÚÐIR
FRELSAÐAR
Skömmu eftir að Þriðji her Pattons tók
Kassel eftir harða bardaga, rákust menn
hans á fyrirbæri sem ekki hafði áður sést:
Fangabúðir eða öllu heldur útrýmingarbúðir.
Einhveija hugmynd höfðu bandamenn um þá
starfsemi og hafði komið til tals að gera sér-
Wehrmacht - þýzki herinn - leystist að lokum upp í skipulagslaus brot, en
margir börðust samt af heift. Þessi sjón var algeng á síðustu dögum stríðsins.,
Lokaátökin: Orrustan um Berlín var óskapleg þótt staða Þjóðverja væri þá
orðin vonlaus. Myndin sýnir rússneska fótgönguliða á leið til Þinghússins,
sem var dla leikið eftir skothríðina.
staklega loftárásir á einhveijar þeirra. En
þrátt fyrir margvíslegar njósnir er svo að sjá,
að menn hafí furðulega lítið vitað hvað mann-
drápin þar voru geypileg. Herstjómendur
bandamanna skipuðu svo fyrir að fólk úr
næstu borgum og bæjum færi á staðinn og
sæi hryllinginn með eigin augum. Þeim skyldi
ekki hlíft við neinu. Fólk var orðlaust og
margir grétu. Bæjarstjórinn í Ohrdruf og
kona hans hengdu sig eftir að hafa séð búð-
irnar.
Aðkoman í þessum fyrstu fangabúðum sem
voru frelsaðar var hræðilegri en flest sem
menn höfðu áður séð og fékk svo mikið á
Patton, þótt harður væri, að hann ældi.
Patton var í hraðri framsókn í sunnanverðu
landinu. Her hans náði þar merkilegu her-
fangi; Gullforða þýzka ríkisbankans, sem kom-
ið hafði verið fyrir í saltnámu. Auk gullsins
var þar aragrúi af listaverkum úr þýzkum
söfnum.
Strax eftir töku Ruhs-héraðsins fóru menn
að beina sjónum sínum til Berlínar og var
talið víst að þangað yrði stefnt rakleiðis. Eis-
enhower fékk hinsvegar svipaða hugmynd og
Stalín, þ.e. að geyma Berlín þar til síðar og
olli með því verulegum vonbrigðum, bæði hjá
herstjómendum og hermönnum sem þóttust
sjá að styijaldarlok og uppgjöf yrðu ekki fyrr
en Berlín yrði tekin. Megintakmark Eisenhow-
ers á undan Berlín var samgönguæðin Saxelf-
ur. Við hana voru þá mikilvæg iðnaðarsvæði
í Dresden, Wittenberg, Torgau og Magdeburg.
Einnig er þess að geta að vígvöllurinn í Evr-
ópu var ekki bara í Þýzkalandi. Enn var bar-
izt við þýzkan her í Hollandi og á Ítalíu.
SÍÐASTA HERHVÖT
HITLERS
Adolf Hitler hélt kyrru fyrir í aðalbækistöðv-
um sínum í Berlín og trúði því nú helzt að
kraftaverk yrði Þriðja ríkinu til bjargar. Þann
1. apríl 1945 lét hann lesa allsheijar herhvöt
í ríkisútvarpið. Allir karlar, konur og böm,
áttu að mynda leynisamtök og hefja skæm-
hemað og skemmdarverk að baki víglínu óvin-
anna. Þessu fylgdi hann eftir með fyrirskipun
um að allar borgir og bæir skyldu varin til
síðasta manns. Til frekari tryggingar vom
nasistaleiðtogar á hverjum stað skipaðir
„stríðsstjómendur“. Fyrir ósigurshjal og lið-
hlaup skyldi hinsvegar refsa tafarlaust með
aftöku.
En um leið og Níundi herinn náði allar
götur að fljótinu Elbe 13. dag aprílmánaðar,
bámst þær fréttir um heimsbyggðina, að
Roosewelt Bandaríkjaforseti hafði orðið bráð-
kvaddur á sveitasetri sínu.
BERLÍN í SIGTI
Á korti yfir austur- og vesturvígstöðvarnar
í Þýzkalandi, sem birtist á forsíðu Morgun-
blaðsins 15. apríl, má sjá að bandamenn em
komnir um miðbik landsins austur þangað
sem landamæri Austur-Þýkalands urðu síðar.
Svo er að sjá að báðir séu viðlíka langt frá
Berlín; Rússar þó heldur nær. Belti meðfram
Norðursjó; þar á meðal borgirnar Hamburg
og Bremen, era enn á valdi Þjóðveija, svo
og Númberg, Múnchen og megnið af Suður-
Þýzkalandi. Franski herinn sem átti að sjá
um Svartaskóg og svæðið þar austur af, hef-
ur eitthvað dregizt afturúr.
Fyrmm kanslari Þýzkalands, Franz von
Papen, fannst í Ruhr-héraðinu og var tekinn
höndum, en staðgengill Hitlers, Rudolf Hess,
hefur verið fluttur á geðveikrahæli í Wales
eftir sína furðulegu ferð til Englands.
Nú líður á seinni hlutann. Númberg féll
20. apríl og Múnchen þann 30. Nokkm áður,
13. apríl, höfðu Rússar lýst yfir sigri í Vínar-
borg. Svo kom þar að herir bandamanna og
Rússa næðu saman; það gerðist þann 25.
apríl í Torgau við fljótið Elbe. Wehrmacht,
hinn voldugi þýzki her var nú brotinn niður
í skipulagslitla parta sem börðust þó oft af
heift. í örvæntingu, líkt og væru þar síðustu
krampaflog Þriðja ríkisins, var nánast þeim
sem eftir voru smalað í herinn. Sumir vom
12 ára, aðrir áttræðir.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. MA(1995 7