Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1995, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1995, Blaðsíða 6
50 ár frá Stríðslokum í Evrópu II Friður í Evrópu eftir nær sex ára hildarleik Að byrja nýtt líf í rústunum: Þannig litu flestar borgir Þýzkalands út þegar stríðinu lauk. Myndin er tekin í Niirnberg, þar sem verið hafði eitt sterkasta vígi nasistaflokksins. viðlíka fjöldi og hann hafði sjálfur látið skjóta ofaní skotgrafir á fjórða áratugnum - og það eigin landsmenn. Stalín leit á sóknina inn í Þýzkaland sem stund hefndarinnar. Sú hefnd átti að bitna á öllum jafnt, hermönnum, óbreyttum borgur- um, konum og börnum. Og Stalín hafði dygg- an stuðning í röðum hersins við þetta verk. Óhæfuverkin sem unnin voru á óbreyttum borgurum voru ekkert annað en stríðsglæpir. En fyrir þá glæpi þurftu Rússar ekki að svara; sekur er sá einn sem tapar. Þýzku „eftirleguherirnir" sem Rússar áttu að uppræta voru í Austur-Prússlandi. Með- fram vegum sefn þangað lágu voru nú sett upp skilti þar sem á stóð: „Hermaður rauða hersins: Þú ert núna á þýzkri grund; stund. hefndarinnar er runnin upp!“ Þótt fátt sé ótrúlegt þar sem stríð geisar, eru frásagnir þeirra þýzku borgara sem af lifðu hreint ótrúlegar. Þama átti að fara fram helför fólksins og að því verki var gengið með hrollvekjandi afköstum. Á vegunum var sægur af flóttafólki sem hélt á bömum og pinklum. Á það var ekið og það kramið und- ir skriðdrekum. í heilu bæjunum var allt kvikt skotið; þar vom helzt eftir gamlalmenni, kon- ur og börn. í bænum Nemmersdorf höfðu margar konur verið afklæddar og síðan kross- festar við hurðir og dyrakarma; neglt í gegn- um hendur þeirra. Sumstaðar var þeim smal- að saman og svo komu hermenn og liðsfor- ingjar með skammbyssur og sóttu þær til nauðgana. Svipaðar aðfarir Serba í Balkan- skagastríðinu að undanförnu eru engin ný- ung. Þrátt fyrir allt komst fjórðungur milljónar Austur-Prússa undan; sumir landleið, aðrir á bátum eða glæfralega leið yfir þunnan ís á Frisches Haff. ísinn hélt ekki skriðdrekum en skotið var á fólkið úr lofti. Þessi helför náði hámarki á Nehrungrifi með ísinn á aðra hönd en hafíð á hina. Allir voru örmagna; sumir sálguðu sér sjálfír og frávita mæður vörpuðu börnum sínum í sjóinn. Þeir hörðustu komust loks um borð í skip; þar var sankað saman 7 þúsund manns, en sovézkur kafbát- ur sökkti því og öðru skipi með 3500 flótta- mönnum. Aðeins 1 þúsund flóttamenn kom- ust af. Það er út af fyrir sig merkilegt að þessi óseðjandi grimmd og hefndarþorsti rúss- neska hersins gagnvart óbreyttum borgurum hefur farið frekar hljótt; um það hefur ekki verið mikið skrifað. TÍÐINDIÁ VESTURVÍG- STÖÐVUNUM Við skildum þar við heri bandamanna í síðustu Lesbók, að þeir höfðu rofíð hina frægu Siegfried-línu og stefndu á Rínarfljót. Morg- unblaðið segir frá því 3. marz, að níundi her- inn er kominn að Rín og degi seinna eru skriðdrekar bandamanna í Köln, segir blaðið, og borgin að mestu í rúst. Það er kraftaverki líkast að hin gotneska dómkirkja stendur. Bandamenn höfðu haft sérstakar áhyggur af því að komast yfir Rínarfljót; þar var búizt við gífurlega harðri mótspyrnu. Þegar til til þess kom að taka þetta skref síðla marzmán- aðar, reyndust viðbrögð þýzka hersins aðeins „sýndarmótspyma" eins og það var orðað. Svo mjög var þá af honum dregið. Áhlaup Annars brezka hersins og þess Níunda bandaríska undir stjórn Montgomerys á norðurvængnum var kröftugt og gekk alveg eftir áætlun. Herirnar héldu yfir fljótið á vél- bátum við Wesel í skjóli loftárása og stór- skotahríðar. Gífurlegir birgðaflutningar fylgdu fast á eftir og notaðar til þeirra allar þær fleytur sem fundust. Flotbrýr voru settar upp og herirnir voru búnir að koma sér vel fyrir eftir 2-3 daga og það án þess að telj- andi mannfall yrði. Sunnar á vígh'nunni gerði Þriðji bandariski herinn atlögu undir stjórn Pattons, sem lét alla aðstoð frá stórskotaiiði eiga sig, en kom liði úr 5. herdeild sinni yfir fljótið við Oppen- heim; heilt lið komst þar yfir án þess að skoti væri hleypt af. Og rúmum 30 km. sunnar fór lið úr Sjöunda bandaríska hernum yfír Rín. Um framsókn heijanna yfir fljótið hefur síðan verið talað sem sjaldgæft fyrirbæri; flóknar hemaðaraðgerðir þar sem allt gengur að ósk- um. Og þegar lýkur marzmánuði hafa herir bandamanna á valdi sínu sex allstór svæði á 320 km langri víglínu. RUHR-HÉRAÐ í HERKVÍ Eisenhower setti fram þá hernaðaráætlun að láta tvo heri hefja tangarsókn, norðan við og sunnanmegin við Ruhr-hérað og freista þess að einangra það og króa þar inni þýzkan her. Ruhr-héraðið var sérstaklega mikilvægt hemaðarlega. Á 5 þús. ferkm. svæði voru 75% af iðnaði Þýzkalands saman komin; þar em iðnaðarborgirnar Essen, Diisseldorf og Dortmund og aðal kolanámusvæði landsins. Um 5 milljónir manna unnu þar við bræðslu- ofna og verksmiðjur; þar á meðal voru hinar frægu Krupp verksmiðjur sem séð höfðu Þjóð- verjum fyrir fallbyssum í tveimur heimsstyij- öldum, þar á meðal „Stóru Bertu“, sem var eitt frægasta vopn fyrri heimsstyijaldarinnar. Þetta umhverfi var yfírfullt af sóti og reyk en þýzka hemaðarvélin sótti afl sitt þangað. Þessvegna var mikilvægast af öllu á þessu stigi að taka Ruhr. Fyrir hersafnaði Þjóð- veija í Ruhr réði Model, sá yngsti af marskálk- um þýzka hersins og í miklu áliti hjá Hitler. Ruhr-sókn bandamanna hófst í dögun 25. marz. Gagnstætt sókn á beinni víglínu hófu nú tveir herir Bandaríkjamanna tangarsókn til austurs, annar sunnanvið og hinn norðanv- ið Ruhr-héraðið. Á suðurvængnum varð að heyja harða orrustu um borgina Limburg við SS-fjallahersveit og var henni nánast útrýmt, enda höfðu SS-menn þýzka hersins svo illt orð á sér fyrir margvíslegan fantaskap, að þeir voru frekar skotnir en teknir til fanga. Stundum komu upp skondin tilvik. Banda- rísk liðsveit lenti óvart í sjálfheldu; þýzkur her umkringdi hana, en menn töluðust við og þeir þýzku buðu þeim amerísku að gefast upp og vera teknir til fanga. „Allt í lagi“, sögðu Kanar,„en það hefur enga þýðingu; þið eruð nefnilega sjáfir umkringdir og verðið bráðlega teknir til bæna“. „Jú, en við þurfum að gefa yfirboðurum okkar skýrslu. Og þá er betra að segja að við höfum tekið ykkur til fanga og svo bíðið þið bara héma í smá tíma þangað til félagar ykkar koma“. Og á það var sætzt. Ifyrri grein um stríðslokin í Evrópu, sem birtist í síð- ustu Lesbók, var greint frá því að eftir áramótin 1945 og fram eftir febrúar fór Rauði herinn geyst vestur eftir Austur-Evrópu og lagði undir sig miklu meira land en herir bandamanna á vesturvígstöðvun- Hér segir í stuttu yfirliti frá síðasta kafla og endalokum annarrar heimsstyrjaldarinnar í Evrópu. Hann hefst með því að herir bandamanna komast yfir Rín, umkringja Ruhr-héraðið og gera fjölmenna þýzka heri óvirka. Hámarkið og endapunkturinn er orrustan um Berlín sem er til lykta leitt skömmu eftir að Hitler fremur sjálfsmorð. um. Þar hafði orðið kyrrstaða um tíma og menn voru ekki alveg sammála um aðferð; hvort leyfa ætti Montgomerý tangarsókn á norðurvængnum eða að sótt yrði fram jafnt á allri víglínunni. Rússar voru aðeins 160 km frá Berlín og ekki annað sýnna en þeir brunuðu áfram og yrðu langt á undan bandamönnum að taka borgina. Hitler varð sjálfur til að jafna þetta misvægi; hann lét hluta þýzka hersins á vesturvígstöðvunum halda austur á bóginn til að standa betur að vígi gagnvart Rúss- um. Þá gerðist það að Stalín fékk eftir- þanka, nýlega kominn heim af Yalta-ráð- stefnunni. Hann fyrirskipaði Zhukov yfir- hershöfðinga sínum, sem var ásamt öðrum helztu herforingjum Rússa að undirbúa sóknina til Berlínar, að hætta við þau áform í bili. Stalín hafði áhyggjur af því að óuppr- ættir þýzkir herir væru orðnir aftan við meginherinn. Hann vildi fara varlega; hefur óttast að þessir þýzku herir kæmu aftan að sínum mönnum og umkringdu þá. Stríðsglæpir rauða Hersins Svo er að sjá af ýmsu því sem skrifað hefur verið að afstaða Rússa annarsvegar og Breta, Bandaríkjanna og Frakka hinsvegar til þýzku þjóðarinnar, hafi verið ólík. Banda- menn töldu sig fyrst og fremst eiga í stríði við Hitler og nasistaklíku hans. Þeir litu ekki á konur og börn í Þýzkalandi sem réttdræpan skríl, heldur fólk sem hefði búið við ok nasista- stjómar Þriðja ríkisins. Stalín hafði oft látið í ljós þá skoðun, að Bretum og Bandaríkjamönnum hefði svo sem ekkert blætt í stríðinu á móti Rússum, sem misst höfðu 20-30 milljónir manna eftir inn- rás Hitlers í Rússland. Reyndar gleymdi Stal- ín þá að láta þess getið um leið, að þetta var Útrýmingarbúðir voru frelsaðar og þýzkum borgururum úr nágrenninu var gert að skoða hryllinginn. Þeir þóttust ekkert hafa vitað, en höfðu þó lengi fundið einkennilega lykt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.