Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1995, Blaðsíða 9
"o-r-
Mynd: Búi Kristjánsson
VETURINN 1158, hinn 13. dag febrúar, ber eldstróka upp úr Heklufelli við þakbrún hinnar
reisulegu dómkirkju í Skálholti, sem vígja átti þá um sumarið.
BISKUP með bagal og mítur, en konungur sem situr skör
hærra er með exi, kórónu og (lög)bók. Tími Klængs bisk-
ups er tími kirkjuvaldsstefnunnar þegar vaxandi áhersla
er lögð á aðskilnað veraldlegs valds og kirkjuvalds. Klæng-
ur biskup vingastjafnt við tvo voldugustu veraldlegu höfð-
ingja landsins, Gissur Hallsson og Jón Loftsson.
þetta ár eftir lát Gregorísusar ásamt Þor-
varði, föður síðara barns hennar, sem sannan-
lega kom út þetta ár en í ljósi þess að ekk-
ert var lengur á milli þeirra Þorvarðar þá
er allt eins sennilegt að hún hafi komið út
nokkru síðar. Klængur gæti því sem best
hafa hitt Yngvildi, barnsmóður sína, í Noregi
þetta haust og hún jafnvel komið út með
honum að ári liðnu. Við vígslu erkibiskups
voru saman komnir allir biskupar Noregs,
Noregskonungur og eflaust fleiri höfðingjar.
Þarna hefði staða Klængs mótast af því, að
hann hafði þá nýlokið við að reisa dómkirkj-
una í Skálholti, stærstu og vönduðustu bygg-
ingu íslands, sem jafnframt var stærsta timb-
urhús, sem reist hafði verið á Norðurlöndum.
Af Siðvendni OG
Varðveislu Valds
Þessi hugmynd mætir eflaust þeirri and-
stöðu að Klængur hafi verið svo mikill líf-
snautnamaður að hann hefði ekki fyrir nokk-
urn mun viljað hætta sér ótilkvaddur í gin
ljónsins, þ.e. erkibiskupsins í Noregi, sbr. orð
Magnúsar Stefánssonar í Sögu Islands 2:
„Klængur Skálholtsbiskup var aldraður og
lifnaður hans og viðhorf samræmdust varla
siðgæðiskröfum umbótahreyfingarinnar.
Erkibiskup hefur því senniiega engan um-
bótasinnaðan erindreka átt á Islandi". En
miðað við þann skilning á persónu Klængs,
sem hér er lagður til grundvallar, þ. e. að
Klængur hafi að geyma tveggja heima mann
lífsnautna og meinlætis, þá ætti þetta vel
að geta átt sér stað. Áhrifanna af ferðalag-
inu gæti síðan séð stað í stofnun tveggja
klaustra heima á íslandi á síðari hluta áratug-
arins, í Hítardal, 1166 þangað sem hann víg-
ir Hrein skólabróður sinn úr Hólaskóla og í
Þykkvabæ í Veri, 1168, sem Þorlákur Þór-
hallsson, eftirmaður hans á biskupsstóli, víg-
ist til. Sú skýring, að áhuga Klængs á stofn-
un þessara klaustra beri að skoða í ljósi þess,
að hann hafi sem aldraður biskup (um 60
ára), loksins fallið fyrir freistingum holdsins
og getið barn í biskupsdómi sínum, er miklu
langsóttari, einkum þegar haft er í huga að
þetta barn hafi hann átt að eignast með
konunni, sem hafði haft hann að ginnunga-
fífli nokkrum árum áður á alþingi í alvarlegu
frændsemisspellsmáli. Átti hann nú að endur-
taka þann leik og fremja nákvæmlega eins
glæp? Þótt mannlegt eðli sé óútreiknanlegt
og skynsemin fái oft litlu ráðið um breytni
manna, einkum þegar ástir karts og konu
og fýsnir holdsins í veisluglaumi eiga í hlut,
þá er vafasamt að horfa framhjá því, að
Klængur hefur verið agaður á kristna vísu
og stálgreindur, sbr. virðingar þær sem hann
naut við Hóladómkirkju. Pólitísk snilld hans
kemur m.a. fram í því hve skynsamlega hann
treystir stöðu sína í biskupsembætti bæði
með því að vingast jafnt við mestu höfðingja
landsins, leika og lærða, greiða úr málum
manna með þekkingu, lögspeki og málsnilld
og láta verkin tala með kirkjubyggingu
bókagerð og kennslustörfum. Hann hefur því
haft alla burði til að gera sér grein fyrir því
að hann mætti ekki misstíga sig í biskups-
dómi sínum.
BERSYNDUGA kqnan
Klængur gæti hins vegar hæglega hafa
skotið skjólshúsi yfir Yngvildi frænku sína á
staðnum eftir 1162 og í því sambandi má
taka undir skoðun Björns Þórðarsonar, þegar
hann segir að saga Yngvildar sé með þeim
hætti að hún hljóti að hafa hneigst til trúar-
lífs síðari hluta ævinnar, eins og Guðrún
Ósvífursdóttir, sem gerðist trúkona mikil og
var löngum um nætur að kirkju á bænum
sínum. Þannig hefði verið hægt að réttlæta
veru hennar í Skálholti, sem iðrandi syndara
í gervi bersyndugu konunnar jafnvel í nunnu-
klæðum. Gróa, dóttir Gissurar ísleifssonar
og kona Ketils biskups á Hólum, sem Klæng-
ur ólst upp hjá, fékk t.d. húsaskjól í Skál-
holti, varð nunna þar „og andaðist í Skála-
holti um daga Klængs biskups" eins og segir
í Hungurvöku. Einnig má minnast kvennanna
á Hólum í þessu sambandi og trúariðkun
þeirra í og við dómkirkjuna svo og lýsingu
einsetukvenna í Skálholti í Guðmundar sögu
Arngríms Brandssonar. Þetta verður að telj-
ast trúverðug þróun í samskiptum þeirra
Yngvildar og Klængs en ástarfar og barns-
burður á þessum tíma með miklum ólíkindum.
Bréfin
Björn Þórðarson, Sveinbjörn Rafnsson o.fl.
fræðimenn gera ráð fyrir að náið samband
hafi tekist með þeim Yngvildi og Klængi
eftir að Yngvildur kom heim frá Noregi og
að barnið Jóra hafi fæðist um áratuginn
miðjan, þ.e. um 1165. Mikilvæg röksemd að
þeirra mati í þessu sambandi er erkibiskups-
bréf frá 1173, sem beint er gegn syndsam-
legu líferni íslendinga almennt, jafnt leikra
sem lærðra svo og bréf páfa til Eysteins
erkibiskups. Ekki verður tekið undir þessa
skoðun hér nema að því er varðar veru Yng-
vildar á biskupssetrinu á þessum tíma. Björn
Þórðarson getur ekki haldið því fram með
rökum að það sé eitthvað ólíklegt að Klæng-
ur hafi getað stundað meinlætalifnað á sama
tíma og hann haldi veislur og því sé nær að
tengja þessa lífsvenjubreytingu hans efri
árum hans, þ.e. tímabilinu, þegar hann efnir
til klaustrastofnunar. Hvort tveggja sé það
tiptun sem rekja megi til hrösunarinnar, þeg-
ar hann var kominn hátt á sjötugs aldur,
segir Björn. I Hungurvöku er þvert á móti
bent á meinlætalifnað Klængs sem athyglis-
vert einkenni á hinum veisluglaða og örláta
Klængi í samanburði við aðra biskupa. Það
er ekkert í lýsingu Hungurvöku, sem bendir
til að píslargöngur hans í snjó og frostum
eigi við hin síðustu ár hans. Þvert á móti er
lýsingin römmuð inn í frásögn af fyrstu árum
biskupsdóms hans, eins og gerð hefur verið
grein fyrir í fyrri Lesbókargreinum. Þessi
mannlýsing er einkar vel til þess fallin að
gera manninn áhugaverðan og hefja hann
upp úr flatneskju veraldarhyggjunnar. Ef
lífsvenjubreyting hefði átt að vera eins konar
svar við erkibiskupsins Boðskap undir lok
starfsævinnar þá hefur slík lífsvenjubreyting
hafíst alltof seint til að vera í frásögur fær-
andi. Sveinbjörn Rafnsson segir að frilluhald
Klængs hafi borist til eyrna Niðaróserkibis-
kupi, sem í framhaldi af því hafi ieitað ráða
hjá páfa og svar páfa birst í dekretalíu, þ.e.
páfaboði til Eysteins erkibiskups. Þetta má
vel vera rétt í ljósi veru Yngvildar í Skál-
holti og varpar áhugaverðu ljósi á bréf erk-
ibiskups frá 1173 til íslendinga og Klængs.
Páfabréfið sjálft hlýtur að vera svar við bréfi
Eysteins, því í páfabréfinu kemur fram að
Klængur sé búinn að fara þess á leit við
erkibiskup að fá að draga sig í hlé, þar sem
hann sé ekki lengur ferðafær. Bréf Klængs
til erkibiskups mun hafa verið sent haustið
1172, með beiðni um lausn frá embætti, sem
ekki hefur verið óeðlileg ósk fyrir biskup, sem
ekki getur lengur vísiterað vegna fótar-
meina. Páfi svarar erkibiskupi m.a. með þess-
um orðum: „Biskup þann sem heldur frillu
sína opinberlega í húsi sínu og hefur jafnvel
játað það sjálfur svo hneyksli er orðið af þvi
skalt þú, bróðir erkibiskup, dæma frá emb-
ætti með umboði frá sælum Pétri og oss með
ráði viturra og trúaðra manna, einkum sam-
biskupa þinna, og láttu ekki tefjast að skipa
annan hæfan og heiðarlegan í hans stað. Því
að biskup þann sem er ónýtur og vill leggja
frá sér byrðar embættisins getur þú leyst frá
störfum og sett annan til kirkju þeirrar er
hann stjórnaði". Vissulega er nokkuð höstug-
ur tónn í þessu bréfi enda gerum við ráð
fyrir, að biskup hafi á þessum tíma haft
Yngvildi hjá sér á stólnum. Sveinbjörn undr-
ast hversu mjúkum orðum heimildirnar fari
um Kiæng. En er það ekki vegna þess að
Klængur eignaðist ekki barn sitt í biskups-
dómi sínum, eins og þeir Sveinbjörn og Björn
halda fram en hélt hins vegar Yngvildi og
ef til Jóru litlu líka í Skálholti síðustu ár sín
sem biskup og varð þá fyrst uppvíst að Jóra
væri dóttir hans? Maðkurinn í mysunni, sem
Sveinbjörn telur sig finna í heimildunum,
„þegar tekið er á textanum“ eins og hann
orðar það, gæti verið frændsemisspellið hið
meira, sem eftir sem áður er staðreynd og
menn hafa átt erfitt með að sætta sig við,
þegar bert varð hin síðari ár. Því eins og hér
hefur verið stungið upp á þá var það ekki
alþýðu kunnugtfyrir en um 1162-1165 hveij-
ir væru foreldrar biskupsdótturinnar. Þetta
verður auðvitað ekki sannað og ljóst er að
ýmsir munu telja slíka atburðarás með nokkr-
um ólíkindum, eins og greinarhöfundi hefur
raunar þegar verið bent á. Eysteinn erkibis-
kup ritar Islendingum bréf 1173 eða 1174,
sem virðist endurómur frá bréfi páfa (amast
er við frillulífi leikra sem lærðra) en engin
nöfn eru nefnd fyrr en í lokin að hvatt er
til þess að nýkjörið biskupsefni taki við af
Klængi, sem bæði „þrotar móð og mátt og
skuluð þér ekki lengur þar ætla til þjónustu-
gerðar". Hér hlífir erkibiskup Klængi í raun,
sem gæti stutt þá skoðun, að þeim Klængi
hafi verið vel til vina, sem rekja megi til
kirkjubyggingarinnar, hugsanlegrar komu
Klængs til erkibiskupsvígslu Eysteins 1161,
gjafavíxl þeirra og síðan klaustrastofnanna
Klængs. Klængur stofnar raunar enn eitt
klaustrið um þessar mundir í Flatey á Breið-
arfirði, 1172, sama ár og hann óskar eftir
því að fá að verða leystur frá embætti.
Eftirmaðurinn Og
TILFÆRSLA VALBS
Kjör eftirmanns Klængs fór fram 1174
og var Þorlákur Þórhallsson þá kjörinn til
biskups en það var látið dragast að hann
tæki vígslu. Björn Þórðarson telur að iðrun
og umskipti í lífsháttum Klængs vegna ástar-
mála hans og Yngvildar valdi því að hann
kaus Þorlák sem eftirmann sinn. Sveinbjörn
tekur undir þessa skoðun alveg sérstaklega.
Ekki verður fallist á þessa skoðun hér heldur
bent á þá sálfræðilegu staðreynd að eftir því
sem árin færast yfir, tekur heimur andans
yfirhöndina í sál þess manns, sem komist
hefur til nokkurs þroska. Persóna Þorláks
fellur einfaldlega vel að þróun sálarlífs
Klængs. Þar fyrir utan er langlíklegast að
Oddaveijinn Jón Loftsson, sem stöðugt hefur
verið að auka völd sín frá því að Klængur
settist á biskupsstól, hafi ráðið mestu um
hver tæki við biskupsembætti í Skálholti
enda búinn að koma sér upp sínum manni
með ærnum tilkostnaði, sem var Þorlákur
Þórhallsson. Oddaveijar kostuðu hann til
mennta og ætluðu honum þetta embætti.
Jóni Loftssyni er svo lýst í Oddaveijaþætti:
„í þann tíma réð Jón Loftsson fyrir Odda,
sá er þá var mestur höfðingi á Islandi" ...
„Metnaðarmaður var hann svo mikill og
kappsamur, að varla varð meiri, því að hann
vildi fyrir engum vægja eða af því láta, sem
hann tók upp“. Þessi maður, sem hnekkti
veidi Haukdæla og orðinn var voldugasti
maður landsins hefur augljóslega ráðið því,
hver yrði næsti biskup í Skálholti en ekki
hinn rúmfasti öldungur Klængur af ætt
Reyknesinga. Það var Jón sjálfur, sem sótti
Þorlák í Þykkvabæjarklaustur í Veri, eftir
að hann hafði verið kjörinn biskup og ein-
sýnt þótti að hinn nýkjörni biskup yrði að
taka við rekstri Skálholtsstóls, þó svo Klæng-
ur væri þar enn á staðnum. Þótt engu sé
hægt að slá föstu um það, hvað hafi valdið
skapraun Þorláks í upphafi biskupsdóms
hans í Skálholti, sem getið er um í sögu
hans og Sveinbjörn og Björn tengja nei-
kvæðri afstöðu Þorláks í garð Yngvildar og
Jóru, sem þar hafi verið á staðnum, þá getur
það sem best verið rétt að viðurvist Yngvild-
ar og jafnvel Jóru einnig, hafi valdið ein-
hverju þar um. En það segir ekkert um frillu-
líf eða barnsburðarmál. Gæti ástæðan ekki
allt eins hafa verið allt of mikill ágangur
ölmusumanna, sem Klængur hafði aumkvað
sig yfir í óhægindum sínum og reyndar alla
sína tíð, því um Klæng segir í Hungurvöku
að liann hafi verið örr og ölmusugóður við
fátæka menn? Hann hafi síðan ekki verið
maður til að stemmá stigu við ágangi fátækl-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6.MAÍ1995 9