Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1995, Blaðsíða 4
Á aldarafmæli kvikmyndalistarinnar
-. Jand kvikmyndanna64?
Islendingar fóru sér hægt í gerð „lifandi mynda“ í upp-
hafi. Enda þótt nokkrar myndir hafi verið teknar á
þeirra vegum snemma á 20. öld var það í raun ekki
fyrr en árið 1919 sem innlendir aðilar tóku almenni-
Hega við sér. Þá hóf forstjóri Gamla bíós, Peter Peters-
r
I þessum 3. þætti er
fjallað um kvikmynda-
leiðangra útlendinga á
íslandi á öndverðri 20.
Öld. Sumarið 1919 kom
fyrsti alvöru kvikmynda-
leiðangurinn til landsins.
Hann var frá Nordisk
Film Kompagni, sem þá
var stórveldi í kvik-
myndagerð, en til-
gangurinn var að taka
upp atriði í Sögu
Borgarættarinnar.
Eftir EGGERT
ÞÓR BERNHARÐSSON
en eða „Bíópetersen“, að kvikmynda ýmsa
viðburði í þjóðlífinu og sýndi í Gamla bíói.
Þessari kvikmyndagerð var vel fagnað og
með nokkru stolti var þess getið að myndirn-
ar væru íslenskar að öllu leyti, Petersen
hefði ekki aðeins tekið þær heldur einnig
búið undir sýningu og útvegað sér öll tæki
til þess. Vart yrði „annað sagt- en að þessi
fyrsta tilraun hans — fyrsti vísirinn til ís-
lensks kvikmyndaiðnaðar — hafi tekist vel.
Svo vel að hann mun halda áfram upptekn-
um hætti og eigi láta neina merka atburði
fara framhjá sér, án þess að kvikmynda
þá,“ sagði í Morgunblaðinu 9. desember
1919. Til þess tíma höfðu erlendir ferðalang-
ar sýnt tajsverðan áhuga á því að festa líf
og störf íslendinga á filmu og jafnframt
heillaði náttúra landsins þá.
ÚTLEND LANDKYNNING
Sumir útlendinganna komu jafnvel gagn-
gert í þeim tilgangi að kvikmynda á Is-
landi. Svo var t.d. árið 1901, en þá kom
maður að nafni M. Noggerath, útsendari
breska myndasýningarfélagsins Gibbons
and Co. í Lundúnum. Hlutverk hans var að
taka myndir sem félagið ætlaði að sýna víðs
vegar um heim með fyrirlestrum um einstak-
ar myndir. Ætlunin var að ná myndum af
fossaföllum, hveragosum, vinnubrögðum,
íþróttum o.fl., en þó sérstaklega af hvalveið-
um Norðmanna við landið. Tökumaðurinn
kom þó of seint til þess að geta tekið mynd-
ir af þeim veiðiskap. Einnig var hann fuli-
seint á ferð til þess að geta tekið myndir
af ferðamannaflokkum. Það þótti miður því
slikar myndir voru taldar geta haft mikla
þýðingu í þá átt að draga útlendinga að
landinu enda voru lifandi myndir sagðar
eitt öflugasta meðalið til þess að vekja at-
hygli þeirra á íslandi, náttúrufegurð þess,
sögu og þjóðlífi. í blaðinu Þjóðólfi sagði 20.
september 1901: „Það er enginn efi á því,
að væru slíkar myndasýningar frá Islandi
haldnar almennt og víðs vegar um heim
myndu þær stórum geta stuðlað að því, að
ferðamannastraumurinn til landsins ykist
ÚR HÖDDU Pöddu Guðmundar
Kvikwyndii'
100 ár
og gæti þá verið
umtalsmál, að
landsmenn sjálf-
ir styddu að því
á einhvern hátt,
að myndir af
I þessu tagi gætu
k komið fram
sem ijölhæfi-
legastar og
best valdar.“
Þannig
fljótlega
komnar
!H hugmyndir
um
notkun kvik-
mynda til landkynningar.
Þegar þeir Fernander og Hallseth_ stóðu
fyrir fyrstu kvikmyndasýningunum á íslandi
árið 1903 gætti svipaðra viðhorfa, en þeir
félagarnir tóku lifandi myndir á Islandi sem
þeir ætluðu að sýna erlendis með fyrirlestr-
um um landið og ferðir sínar þar. Blaðið
Vestri á ísafirði ræddi mikilvægi slíkra
mynda frá dálítið öðru sjónarhorni 11. júní
1903: „Það eru ekki margir sem hafa efni
á að ferðast til að sjá sig um í heiminum
og skoða hina fegurstu staði og mestu
mannvirki, en mannsandinn er æ betur að
komast að því takmarki að útbúa skuggsjá,
sem menn geti litið í til að sjá út um allan
heim, Kinematografinn (eða hinar lifandi
myndir) er eitt af því markverðasta sem
upp hefur verið fundið, því hann getur sýnt
allar hreyfingar alveg náttúrulegar. Það
væri t.d. nógu fróðleg og skemmtileg mynd
ef tekin væri slík mynd af Geysi þegar hann
er að gjósa og svo má um fleiri segja. Með
þessum lifandi myndum geta menn skoðað
viðburðina hvar og hvenær sem er þótt
þeir séu löngu liðnir." Á næstu árum var
1 Hovedrollerne:
Hrafnhildur, kaldet Hadda Padda.
Clara Pontoppidan
lngolf, hendes Forlouede....
Suend Methling
Kristrún, hendes Soster....
Alice Frederiksen
Rannueig, den gamle Barnepige.
Ingeborg Sigurjónsson
Urtekonen....
Quðrún Indriðadóttir
Steindór, Ingolfs Suoger....
Paul Rohde
HLUTVERKASKIPUN í Höddu Pöddu. Clara
Pontoppidan, sem þarna er í aðalhlutverki og
leikur Hrafnhildi eða Höddu Pöddu, var þá
ein þekktasta leikkona Dana.
endrum og sinnum vísað til þess að kvik-
myndir gætu stuðlað að landkynningu og
jafnframt að þær hefðu menntunargildi fyr-
ir almenning, sem ekki ætti færi á því að
komast nokkurn tímann út fyrir landstein-
ana.
Útlendingar tóku dálítið af lifandi mynd-
um á íslandi eða myndir sem tengdust landi
og þjóð á fyrstu áratugum aldarinnar, t.d.
mun Norðmaðurinn C. Köpke hafa tekið lif-
andi myndir af hátíðlegri landtöku sæsím-
ans á Seyðisfirði árið 1906; Danir festu
heimsókn Friðriks konungs VIII til íslands
á filmu árið 1907; Svíarnir Wulff og Eng-
ström gerðu mynd um atvinnuhætti, þjóðlíf
og helstu sögustaði árið 1911; sama ár var
franskur kvikmyndatökumaður á ferð og
myndaði m.a. þvottalaugarnar og götulíf í
Reykjavík; Svisslendingurinn Hermann Stoll
gerði íslandskvikmynd árið 1911-12; Dan-
inn Einar Paulsen myndaði á íslandi árið
1913; Svíinn Gustav Boge, frá Svenska
Biograph-Teatern, lét til sín taka og mynd-
aði af miklum móð sumarið 1919. Myndir
hans voru sýndar í hlutum í Nýja bíói á
árunum 1920-21 við vinsældir, enda var
sagt að menn væru fíknir í að sjá það í
„bíó“ sem þeir könnuðust við. Flestar þeirra
mynda sem þessir útlendingar tóku á ís-
landi fram undir 1920 teljast glataðar og
því ekki hægt að skoða viðburðina sem þeir
festu á fílmu „hvar og hvenær sem er þótt
þeir séu löngu liðnir“.
Saga borgarættarinnar
Sama ár og Gustav Boge tók sínar mynd-
ir og Bíópetersen hófst handa um gerð
mynda komst ísland á „kvikmyndakortið“.
Sumarið 1919 kom fyrsti alvöru kvikmynda-
leiðangurinn til landsins. Hann var frá Nord-
isk Film Kompagni, sem þá var stórveldi í
kvikmyndagerð, og tilgangurinn var að taka
upp atriði í myndina Borgslægtens historie
eða Saga Borgarættarinnar, sem byggð er
á samnefndri skáldsögu Gunnars Gunnars-
sonar, en með þessari sögu varð Gunnar
frægur um öll Norðurlönd.
Um leið og fréttist að von yæri á leikurum
og tökuliði til landsins urðu íslendingar afar
spenntir enda ekki á hverjum degi sem þeir
gátu borið hetjur hvíta tjaldsins augum í
eigin persónu. Blöðin fylgdust af athygli
með framvindu mála, einkum Morgunblaðið
sem birti reglulegar fregnir af kvikmynda-
leikurunum, bæði undirbúningi þeirra í Dan-
mörku og ferðum á íslandi. Eftir að útlend-
ingarnir komu til landsins fóru þeir vítt og
breitt um Suður- og Vesturland, þar sem
ýmis atriði voru tekin upp og með þeim í
för var sérstakur fréttaritari Morgunblaðs-
ins, Árni Óla, sem skrifaði ítarlega ferða-
pistla í blað sitt. Sá sem undirbjó komu er-
lendu leikaranna til íslands var Bjarni Jóns-
son, forstjóri Nýja bíós, en hann hafði þá
um langt skeið skipt við Nordisk Film
Kompagni með kvikmyndir. Aðalfylgdar-
maður þeirra á íslandi var Ögmundur Sig-
urðsson skólastjóri.
Múgur og margmenni var samankominn
niðri á bryggju í Reykjavík hinn 4. ágúst
1919 til að taka á móti leikurunum i Sögu
Borgarættarinnar sem komu með „Gull-
fossi“. Mikið starf beið leikendanna, því að
um 800 „senur" átti að filma, margar í
Reykjavík. Þekktastur útlendinganna var
leikstjóri myndarinnar, Gunnar Sommerfelt,
sem jafnframt lék síra Ketil og Gest ein-
eygða. Inga Sommerfelt lék dönsku frúna á
Hofi, Frederic Jacobsen fór með hlutverk
Örlygs, Ove Kuhl lék Örn hinn unga, Elisa-
bet Jacobsen lék Snæbjörgu, Ingeborg
Spangsfeldt lék Rúnu. Aðalhlutverkið í
myndinni, Ormar Örlygsson, var í höndum
íslendings, listamannsins Guðmundar Thor-
steinsson, Muggs. í önnur hlutverk hafði
ekki verið skipað þegar leikhópurinn kom
til landsins en gert var ráð fyrir að fá nokkra
íslendinga til liðsinnis og leita m.a. aðstoðar
Leikfélags Reykjavíkur í þeim efnum. Kvik-
myndatökumaður var Lois Lars-
en, sem þótti standa afar framar-
lega á sínu sviði, en Valdimar
Andersen og Gunnar Sommerfelt
höfðu „filmatiserað" Sögu Borg-
arættarinnar eins og samning
handrits var nefnd.
Með í för var Gunnar Gunnars-
son skáld, en hann hafði m.a.
það hlutverk að „gæta þess að
ekkert fari í handaskolum vegna
ókunnugleika leikendanna," eins
og Morgunblaðið komst að orði
5. ágúst 1919. Blaðið sagði jafn-
framt, að allt yrði „gert til þess
sem unnt er, að kvikmyndin verði
eins íslensk, bæði um leik og
sýningarsvið, eins og hægt er“.
Þetta var talið mikilvægt. Islend-
ingar höfðu nýlega séðaðra kvik-
mynd sem tengdist Islandi og
byggist á leikriti eftir Jóhann
Sigutjónsson, sænsku myndina
Berg Ejvind och hans hustru eða Fjaila-
Eyvind, sem var páskamynd Gamla bíós
1919. Hún var gerð árið áður og það var
enginn annar en sænski kvikmyndajöfurinn
og leikstjórinn Victor Sjöström sem stóð að
henni og lék aðalhlutverkið á móti Edith
Erastoff. Myndin var hins vegar ekki tekin
upp á íslandi heldur í Svíþjóð og Lapplandi.
Það þótti mörgum misráðið. í Morgunblaðinu
22. júlí 1919 sagði: vÚtlend kvikmyndafélög
eru nú farin að gefa Islandi gaum, og íslensk-
um efnum. „Fjalla-Eyvindur" hefur verið
kvikmyndaður — ekki hér heima, heldur
norður í Lapplandi, og hafa Reykvíkingar
átt kost á að sjá með eigin augum, að þrátt
fyrir allan tilkostnað og vandvirkni hefur
hann eigi fengið á sig þann blæ, sem íslensk-
ur geti talist. Hann er ósönn og villandi „ís-
landslýsing", eins og hlaut að verða, fyrst
íslenskur leiðbeinandi var eigi með i ráðum
við myndatökuna.“ Nú átti að standa öðru-
vísi að málum. Sett var upp „kvikmyndaver“
við svokallað Amtmannstún í Reykjavík, þar
sem síðar reis aðventkirkjan við Ingólfs-
stræti. Reist var „baðstofa“ og kirkja byggð
skammt frá. Til þess að baðstofan gæti orð-
ið sem „íslenskust" lánaði fornminjavörður
kvikmyndafélaginu ýmsa gamla húsmuni. Á
tökustöðum utan Reykjavíkur var reynt að
búa svo um hnúta, að allt væri sem „íslensk-
ast“ og í samræmi við söguna.
Daginn eftir komu leikaranna hófu þeir
æfingar suður á Melum en 11. ágúst héldu
þeir út á land. Með í för voru nokkrir íslensk-
ir leikarar, m.a. Stefanía Guðmundsdóttir,
Guðrún Indriðadóttir, Marta Indriðadóttir
og Stefán Runólfsson. „Statista“ fékk kvik-
myndahópurinn síðan úr sveitum í grennd
við tökustaði. Farangur var gríðarmikill, á
40 hestum og flutningabifreið, en leikararn-
ir lögðu af stað í bifreiðum en síðan tóku
hestar við. Búist var við að ferðin tæki 4 til
5 vikur. Myndað var i Borgarfirði, við Gull-
foss og Geysi, á Keldum á Rangárvöllum, í
Kaldadal, við Hvítársíðu og víðar. Á ýmsu
gekk í þessum fyrsta kvikmyndaleiðangri á