Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1995, Blaðsíða 10
Descartes
fyrir byrjendur
T ALLAR miðaldir í Evrópu var Aristóteles
hið óumdeilda kennivald í vísindum; fyrir
heilögum Tómasi frá Akvínó var hann heim-
spekingurinn; fyrir Dante var hann ’meistari
þeirra sem vita’. Á fyrri helmingi sautjándu
Verk Descartes gerðu
hann frægan um alla
Evrópu. Hann var í
bréfasambandi og átti í
ritdeilum við flesta
lærdómsmenn síns tíma.
Skoðun hans á eðli
hugans entist miklu
lengur en skoðun hans á
efninu. Hún er reyndar
enn algengasta skoðun á
huganum meðal
menntaðra manna á
Vesturlöndum sem eru
ekki
atvinnuheimspekingar.
Eftir ANTONY KENNY
aldar breyttu verk franska heimspekingsins
René Descartes þessu ástandi til frambúðar.
Descartes fæddist árið 1596, um það leyti
sem Shakespeare var að skrifa Hamlet. Siða-
skiptin höfðu skipt Evrópu í herbúðir mót-
mælenda og kaþólskra manna: sjálfur tók
hann þátt í trúarbragðastyijöldunum. Þótt
hann fæddist og dæi kaþólskur bjó hann
mestalla ævi í Hollandi mótmælenda en ekki
í heimalandi sínu, hinu kaþólska Frakklandi.
Descartes var að tvennu leyti ólíkur heim-
spekingunum sem voru uppi á öldunum á
undan honum. Hann var leikmaður bæði í
hinni klerklegu og faglegu merkingu. Allir
hinir miklu heimspekingar miðalda höfðu
verið kirkjunnar menn - prestar, biskupar,
munkar - en Descaretes var hins vegar
heimsmaður, ’lausamaður’ sem lifði á eignum
sínum. Og þótt allir miðaldaheimspekingarn-
ir hefðu verið háskólaprófessorar sem kenndu
á fagmáli hélt Descartes aldrei á ævinni fyrir-
lestur en skrifaði oft fyrir hinn almenna le-
sanda. Frægasta verk hans, Orðræða um
aðferð, var ekki skrifuð á latínu hinna lærðu
heldur á góðri tilgerðarlausri frönsku svo að
’jafnvel kvenfólk’, eins og hann komst að
orði, gæti skilið hana.
Descartes var mjög óvenjulegur snillingur.
Nú á dögum eru það hin heimspekilegu verk
hans sem eru mest lesin. Á hans dögum
byggðist orðstír hans ekki síður á hinum
stærðfræðilegu og vísindalegu verkum hans.
Hann lagði grundvöllinn að hnitarúmfræði
og cartesísku hnitin sem hvert skólabarn
lærir um draga heitið af hinni latnesku mynd
nafns hans, Cartesíus. Á fertugsaldri skrif-
aði hann ritgerð um ljósfræði sem var veru-
legt framlag til ljósfræðivísinda, árangur
vandaðrar fræðilegrar vinnu og tilrauna með
eðli augans og ljóssins. Hann samdi líka eina
af fyrstu vísindalegu ritgerðunum um há-
loftafræði og á kröfu til að vera fyrstur til
að uppgötva hið sanna eðli regnbogans.
Hápunkturinn á fyrsta vísindastarfi hans
var ritgerð sem hét Heimurinn. Þar hugðist
hann gera tæmandi vísindalega grein fyrir
uppruna og eðli heimsins og starfsemi
mannslíkamans. Þar tók hann upp þá tilgátu
sem þá var óvenjuleg að sólin, en ekki jörð-
in, sé miðpunktur heims okkar. Þegar hann
var að ljúka verkinu frétti hann að stjörnu-
fræðingurinn Galilei hefði verið bannfærður
af yfirvöldum kirkjunnar á Ítalíu fyrir að
veija sama sóimiðjukerfi. Þetta varð til þess
að hann tók þá ákvörðun að gefa ritgerðina
ekki út. Hann geymdi hana hjá sér til dauða-
dags. Um það leyti sem hann var fertugur
hafði hann áunnið sér nokkurt snillingsorð í
vinahópi en samt hafði hann ekki birt eitt
einasta orð.
Árið 1637 ákvað hann að birta ljósfræð-
ina, rúmfræðina og háloftafræðina, og var
stutt Orðræða um aðferð formáli að þessum
verkum. Vísindaritgerðirnar þijár eru nú
aðeins lesnar af sérfræðingum í sögu vísind-
anna, en formálinn er endurprentaður á
hverju ári, hefur verið þýddur á meira en
hundrað tungumál og er enn lesinn með
ánægju af milljónum manna sem gætu ekki
skilið verkin sem hann var inngangur að.
Formálinn er yndislegur sjálfsævisöguieg-
ur texti: fjörlegur, fágaður, hæðinn. Fáeinar
tilvitnanir geta gefið keiminn af honum:
.. . Ég lagði því bóknámið á hilluna, jafn-
skjótt og ég varð nógu gamall til að losna
undan yfirráðum kennara minna, og afréð
að leita ekki framar eftir öðrum vísindum
en þeim, sem ég fyndi í sjálfum mér eða í
hinni miklu bók heimsins. Eg varði því, sem
eftir var æskuáranna, til ferðalaga, til að sjá
hirðir og heri, kynnast fólki, ólíku að hugarf-
ari og kjörum, heyja mér ýmislega
reynslu,...
RENÉ Descartes (1596-1650). Eftir
málverki Frans Hals.
. . . En ég var enn í menntaskóla, þegar
mér var kennt, að ekkert gæti maður hugsað
séi' svo furðulegt né ósennilegt, að ekki fynd-
ust þess dæmi, að einhver heimspekingur
hefði haldið því fram. En á ferðum mínum
síðar meir varð mér ljóst, að allir þeir, sem
hafa allt aðrar skoðanir en við, eru ekki þar
fyrir siðleysingjar né villimenn, heldur hafa
þeir margir hveijir skynsemina að leiðarljósi
ekki síður en við og jafnvel fremur.
'.. . Fólk lætur því miklu fremur stjórnast
af hefð og fordæmi en óyggjandi þekkingu.
En þó er ekkert mark að fylgi ijöldans við
sannindi, sem ekki liggja á yfirborðinu, því
að miklu meiri líkindi eru til, að einn maður
finni þau en heil þjóð. Ég fék því ekki séð,
að ég gæti tekið skoðanir eins manns fram
yfir aðrar, og var þá nauðugur einn kostur
að gripa til eigin ráða.1
í Orðræðunni koma fram, í furðulega
stuttu máli, aðalatriðin í vísindalegum við-
horfum Descartes og heimspekilegri aðferð
hans. Hann gat sett fram flóknar heimspeki-
kenningar með svo miklum glæsibrag að þær
virtust fullkomlega skiljanlegar við fyrsta
lestur og láta samt enn í té efni til umhugs-
unar lærðustu sérfræðingum. Hann hældi
sér af því að verk sín mætti lesa ’alveg eins
og skáldsögur’. Meginhugmyndir hans má
reyndar setja fram á svo gagnorðan hátt
að þær kæmust fyrir aftan á póstkorti; og
samt voru þær svo byltingarkenndar að þær
breyttu gangi heimspekinnar um aldir.
Vildi maður skrifa meginhugmyndir Desc-
artes aftan á póstkort þyrfti hann aðeins
tvær setningar: maðurinn er hugsandi andi;
efnið er rúmtak á hreyfingu. Allt, í kerfi
Descartes, á að skýra út frá þessari tvískipt-
ingu í anda og efni. Já, það er einmitt Desc-
artes að þakka að við hugsum um anda og
efni sem hinar tvær miklu ’deildir’ heimsins
sem við búum í og sem útiloka hvor aðra
og eru í sameiningu tæmandi.
Fyrir Descartes er maðurinn hugsandi
veruleiki. I heimspeki Aristótelesar er mað-
urinn í eðli sínu samsetningur úr sál og lík-
ama; líkamalaus tilvera, ef hún er möguleg
yfirleitt, er lemstruð og ófullkomin tilvera.
Fyrir Descartes_ er allt eðli mannsins andinn
eða hugurinn. í þessu lífi er náið samband
milli anda okkar og líkama, en það er ekki
líkami okkar sem gerir okkur að því sem
við erum. Ennfremur er andinn hugsaður á
nýjan hátt: eðli andans er ekki skynsemi
heldur vitund, vitund um eigin hugsanir og
viðföng þeirra. Maðurinn er eina dýrið sem
hefur vitund; öll önnur dýr eru, að því er
Descartes taldi, einungis flóknar, en vitund-
arlausar, vélar.
Fyrir Descartes er efnið rúmtak á hreyf-
ingu. Með ’rúmtaki’ er átt við það sem hefur
rúmfræðilegu eiginleikana lögun, stærð, deil-
anleika og svo framvegis; þetta eru einu eig-
inleikarnir sem Descartes taldi efnið hafa, á
grundvallarstigi. Hann bjóst tií að skýra öll
fyrirbæri hita, ljóss, litar og hljóðs út frá
hreyfingu efnisagna með mismunandi stærð
og lögun. Descartes er einn fyrsti skipulegi
talsmaður hugmyndarinnar um nútímavísindi
Vesturlanda sem sambland stærðfræðilegra
vinnubragða og tilraunaaðferða.
Báðar hinar miklu frumsetningar cart-
esískrar heimspeki voru - við vitum það nú
- rangar. Meðan Descartes var á lífi voru
fyrirbæri uppgötvuð sem ógerlegt var að
skýra undanbragðalaust út frá efni á hreyf-
ingu. Hringrás blóðsins og gangur hjartans,
eins og Englendingurinn John Harvey upp-
götvaði, útheimti starfsemi krafta sem ekk-
ert rúm var fyrir í kerfi Descartes. Engu að
síður var hin vísindalega skýring hans á
uppruna og eðli heimsins í tísku um það bil
eina öld eftir dauða hans; og hugmynd hans
um dýr sem vélar var seinna útvíkkuð af
nokkrum lærisveinum hans sem héldu því
fram, samtíðarmönnum sínum til mikillar
skelfíngar, að mannverur væru líka einungis
flóknar vélar.
Skoðun Descartes á eðli hugans entist
miklu lengur en skoðun hans á efninu. Hún
er reyndar enn algengasta skoðun á huganum
meðal menntaðra manna á Vesturlöndum
sem eru ekki atvinnuheimspekingar. Á okkar
öld hefur hún verið hrakin með ótvíræðum
hætti af austurriska heimspekingnum Ludw-
ig Wittgenstein sem sýndi fram á að jafnvel
þegar við hugsum leyndustu og andlegustu
hugsanir okkar notum við mál sem er í eðli
sínu bundið við opinbera og líkamlega tján-
ingu sína. Við vitum nú, og það er Wittgen-
stein að þakka, að hin cartesíska tvískipting
í sál og líkama stenst ekki. En það er mæli-
kvarði á hin gífurlegu áhrif Descartes að
jafnvel þeir sem dást mest að snilli Wittgen-
steins telja að mesta afrek hans hafi verið
að kollvarpa hugarheimspeki Descartes.
Descartes sagði að þekkingin væri eins
og tré og væru rætur þess frumspekin, stofn-
inn eðlisfræðin og fijósamar greinarnar sið-
vísindin og nytjavísindin. Skrif hans sjálfs,
eftir Orðræðuna, fylgdu röðinni sem þannig
var gefin til kynna. Árið 1641 skrifaði hann
Frumspekilegar hugleiðingar, 1644 Lögmál
heimspekinnar (endurskoðuð gerð af Heim-
inum) og 1649 Ritgerð um hræringar sálar-
innar sem er að mestu leyti siðfræðileg rit-
gerð. Fimmti áratugur aldarinnar var síð-
asti, og heimspekilega séð fijóasti, áratugur
ævi hans.
Eitt er það í afstöðu Descartes sem hafði
djúp áhrif á heimspekina eftir hans dag: að
krefjast þess að fyrsta verkefni heimspek-
ingsins sé að losa sig við alla fordóma með
því að draga í efa allt sem hægt er að efast
um. Þetta setur þekkingarfræði, eða skipu-
lega rannsókn á því sem við getum vitað, í
öndvegi í heimspeki. Annað verkefni heim-
spekingsins, eftir að hann hefur komið fram
með þessar efasemdir, er að koma í veg
fyrir að þær leiði til efahyggju. Þetta kemur
skýrt fram í Hugleiðingum Descartes. Hér
eru nokkrar klausur úr fyrstu hugleiðingu
þar sem hinar róttæku efasemdir eru settar
fram.
Það sem ég hef hingað til talið sannast
hef ég fengið annaðhvort frá skilningarvit-
unum eða með atbeina þeirra. En ég hef
stundum komist að raun um að skilningarvit-
in blekkja, og það er hyggilegt að bera aldr-
ei fullt traust til þeirra sem hafa blekkt
mann, þó ekki sé nema einu sinni.
En þótt skilningandtin blekki okkur stund-
um um hluti sem eru örlitlir eða langt í burtu
er margt annað sem alveg útilokað er að
efast um, jafnvel þótt það eigi rætur að rekja
til skilningarvitanna - til dæmis að ég er
hérna, sit við arineldinn í vetrarslopp og
held á þessari pappírsörk í höndunum, og
þar fram eftir götunum.
Bráðsnjöll rökleiðsla! Eins og ég væri ekki
maður sem sefur á næturnar og upplifir
reglulega í draumi það sama og vitfirringar
í vöku - reyndar stundum enn ósennilegri
hluti. Hversu oft er ég ekki, sofandi að nóttu
til, sannfærður um að ég sitji hér við arininn
í sloppnum mínum - þegar ég ligg í raun
og veru nakinn í rúminu!
Setjum þá svo að mig sé að dreyma...
Því hvort heldur ég er vakandi eða sofandi:
tveir og þrír eru fimm og ferningur hefur
ekki fleiri en fjórar hliðar. Það virðist útilok-
að að efast um svo augljós sannindi.
En rótgróin í huga mér er þó sú gamla
skoðun að til sé almáttugur Guð sem skap-
aði mig og gerði mig eins og ég er. Hvernig
veit ég að hann hafi ekki komið því til leiðar
að ekki sé til nein jörð, neinn himinn, neinn
þrívíður hlutur, nein lögun, nein stærð, neinn
staður, en sjái um Ieið svo um að mér virð-
ist allt þetta vera til eins og það er nú? Og
ennfremur, úr því að ég tel stundum að öðr-
um skjátlist um það sem þeir halda sig vita
með vissu, getur mér þá ekki á sama hátt
skjátlast í hvert skipti sem ég legg saman
0