Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1995, Blaðsíða 5
ÚR MYND Viktors Sjöström, Fjalla-Eyvindur. íslendingum þótti umgjörð þess-
arar myndar ekki nógu „íslensk“, en hún var tekin upp í Lapplandi og Svíþjóð.
GUÐMUNDUR Thorsteinsson (Muggur) lék aðalhlutverkið í Sögu Borgarætt-
arinnar og þótti standa sig með sóma. Hér er hann ásamt Ingeborg Spangs-
feldt sem fór með hlutverk Rúnu.
REIST VAR var „kvikmyndaver“ í Reykjavík þegar Saga Borgarættarinnar
var tekin þar upp árið 1919. Baðstofan sést nær en kirkjan er háreistari
og nokkru fjær. Fjöldi áhorfenda fylgdist oftast með kvikmyndatökum.
Islandi því breyta þurfti um tökustaði oftar
en einu sinni, kvikmyndataka tafðist af
ýmsum ástæðum og veður setti strik í reikn-
inginn.
Ekki var ferðin alltaf tekin út með sæld-
inni. Árni Óla ritaði svo frá Keldum á Rang-
árvöllum og birti í ferðapistli í Morgunblað-
inu 27. ágúst 1919: „Við komum hingað á
þriðjudagskvöld og var sumt ferðafólkið orð-
ið þreytt eftir reiðina frá Þjórsárbrú, þótt
eigi sé það löng dagleið. Þó höfðu víst flest-
ir búist við að útlendingarnir, sem aldrei
höfðu fyrr komið á hestbak, myndu verða
lélegri ferðamenn en raun varð á. Á miðviku-
daginn var ekkert aðhafst annað en að und-
irbúa veruna hér. Var þá líka rigning og
leiðinlegasta veður. Tjöldum slógum við á
grænum bala að húsabaki og myndaðist þar
heilt þorp. En þegar eftir hina fyrstu nótt
kom það í ljós, að tjöldin og annar útbúnað-
ur var ekki svo góður sem skyldi. Rúmin
(Feltsengene) sem flutt voru með voru
óþægileg að liggja á, svefnpokarnir kaldir
og tjöldin óhaglega gerð. Báru tjaldbúar sig
því fremur illa eftir fyrstu nóttina, en það
voru eigi nema nokkrir menn því að þeir sem
gátu, hreiðruðu sig annars staðar en í tjöld-
unum. Ungfrú Spangsfeldt og frú Jacobsen
fengu að sofa einar inni í lítilli stofu og síð-
an hafa þær eigi þaðan farið, Jacobsen og
Kuhl settust að í gestastofunni og síðan
hafa þeir Larsen og Gunnar Gunnarsson flutt
sig þangað líka. íslensku leikkonurnar þijár
lögðu kirkjuna undir sig og hafa lifað þar
eins og blóm í eggi, að því er þær sjálfar
segja. Og fjórir menn aðrir fengu húsaskjól
og rúm hjá hinum gestrisnu húsráðendum.“
Þegar mánuður var liðinn frá því kvikmynda-
leiðangurinn lagði upp frá Reykjavík höfðu
verið tekin upp um 300 atriði myndarinnar
og „filmað" í 16 daga. Alls staðar þar sem
hópurinn fór um vakti hann mikla athygli
og stundum voru svo margir áhorfendur
samankomnir að horfði til vandræða með
kvikmyndatöku.
Um miðjan september komu leikararnir
aftur til Reykjavíkur en þá var búið að taka
allar þær myndir sem átti að taka í sveit.
Hafist var handa um kvikmyndatöku í bæn-
um og umhverfís hann, m.a. í Hafnarfirði.
Sviðsmyndin við Amtmannstún vakti forvitni
Reykvíkinga og ósjaldan var krökkt af fólki
uppi á túnum umhverfis hana, sem fylgdist
með því sem var að gerast. Um miðjan októ-
ber var kvikmyndatöku á Sögu Borgarættar-
innar loks lokið á íslandi og þá fóru útlend-
ingarnir til síns heima, nema Gunnar Som-
merfeldt sem dvaldist nokkru lengur og las
upp úr verkum þekktra skálda við góðar
undirtektir íslendinga.
Saga Borgarættarinnar var frumsýnd á
Islandi í upphafi árs 1921. Myndin var í
tveimur hlutum og íslendingar flykktust á
hana í Nýja bíói. Góður rómur var gerður
að henni í heild en leikarar þóttu þó standa
sig misjafnlega. Sagt var um Frederik
Jacobsen, að honum hefði tekist að gera
íslenska bændahöfðingjann Örlyg á Borg
sérlega geðþekkan og vafamái væri hvort
nokkrum útlendingi hefði tekist betur að lifa
sig inn í þann anda, sem yfir myndinni ætti
að ríkja. Hið sama væri ekki hægt að segja
um Gunnar Sommerfeldt. Presturinn hans
væri útlend „Teaterfígur", fjarri allri raun-
veru. Mestur vandinn hvíldi þó á Ormari
Örlygssyni í höndum Guðmundar Thorsteins-
son. Eðli hans væri margbreytilegt, hann
hvarflaði frá einu í annað og fyrir honum
væru erfiðleikarnir til þess eins að sigrast á
þeim. Þegar sigurinn væri unninn væri við-
fangsefnið búið fyrir honum. Guðmundi
Thorsteinsson þótti takast einkar vel að sýna
þennan mann og hann þótti eiga heiður skil-
inn fyrir leik sinn í myndinni. Því var reynd-
ar haldið fram að sá hluti myndarinnar, sem
ísland hefði Iagt til, væri bæði landi og þjóð
til hins mesta sóma. Raunar hefði það sýnt
sig, að öll vinna við myndina á Islandi hefði
heppnast svo vel að það ætti ekki að fæla
aðra frá því að leita til landsins til kvik-
myndatöku.
Glataður Sonur
OgHadda PADDA
íslendingar þurftu ekki að bíða lengi eftir
næsta kvikmyndaleiðangri því árið 1922
komu menn á vegum breska kvikmyndafé-
lagsins Stoll Picture Productions til þess
taka útiatriði í myndina The Prodigal Son
eða Glataði sonurinn undir stjórn A.E.
Coleby. Næsta ár var hún frumsýnd í Eng-
landi en langur timi leið þar til Islendingar
fengu að sjá þessa mynd því hún var ekki
frumsýnd í Nýja bíói fyrr en í febrúar 1929.
Glataði sonurinn er dramatisk kvikmynd
sem byggist á samnefndri sögu Hall Caine
og gerist að hluta á íslandi og Qallar um
ógæfu drykkjusýkinnar. í auglýsingu um
myndina sagði í Morgunblaðinu 1. febrúar
1929: „Efni sögunnar gerist að mestu leyti
á íslandi, en sumir kaflarnir í Ítalíu og
Monte Carlo, og meiri hluti útimyndanna í
þessari kvikmynd er tekinn hér á landi fyrir
nokkrum árum. Þeir sem lesið hafa söguna
þekkja efni þessarar myndar. Naumast getur
átakanlegi'i lýsingu á böli því, sem hverf-
lyndi í ástum getur leitt af sér, og tæplega
hefur baráttunni milli góðs og ills í mannssál-
inni verið betur lýst annars staðar. Myndin
var sýnd í sex vikur samfleytt á Stoll Pict-
ure House í London og var þó sýnd samtim-
is á þremur öðrum kvikmyndahúsum borgar-
innar.“ Myndin var löng, í 16 þáttum, og
var skipt í fyrri og síðari hluta þannig að
fólk þurfti að fara tvær ferðir í bíó til þess
sjá hana alla. Skýringartextar höfðu verið
settar í myndina á íslensku en slíkt heyrði
til algjörra undantekninga. Ýmsar helstu
persónur myndarinnar báru íslensk nöfn,
t.d. fór Henry Victor með hlutverk „Óskars
Stefánssonar" og Stewart Rome lék „Magn-
ús Stefánsson" en Colette Brettell lék „Þóru
Nielsen“ og Edith Bishop var „Helga Niels-
en“. Þrátt fyrir þetta og áskoranir um, að
fjölmenna á myndina viitust Reykvíkingar
lítt áhugasamir um hana. Hún „gekk“ að-
eins í rúma viku og um hana var afar lítið
fjallað í blöðum.
Næsta langa leikna kvikmyndin sem tekin
var á íslandi, og jafnframt sú síðasta í þeim
hópi á fyrri hluta aldarinnar, vakti mun
meiri athygli. Þar var á ferðinni Hadda
Padda, byggð á samnefndum sorgarleik
Guðmundar Kamban og fjallar um ást Hrafn-
hildar — Höddu Pöddu — og síðar örvænt-
ingu og hefnd eftir svik unnusta hennar,
Ingólfs. Kamban stjórnaði myndinni sjálfur
en aðstoðarmaður hans var Gunnar Róbert
Hansen leikstjóri. Þeir komu til íslands,
ásamt Johan Ankerstjerne myndatöku-
manni, hinn 3. júní 1923 til þess að skoða
staði til myndatöku. Leikarar komu rúmlega
viku síðar. Allar útisenur voru teknar á Is-
landi þá um sumarið en innimyndir í Kaup-
mannahöfn um haustið. Á íslandi var einkum
myndað í Fljótshlíð, við Bleikárgljúfur, í
Þórsmörk og í nágrenni Reykjavíkur. Sumar
landslagsmyndirnar þóttu afbragðsfagrar en
kvikmyndatöku seinkaði talsvert vegna
óhagstæðrar veðráttu. Einkum angraði
grenjandi rigning leikhópinn og reyndar var
ekki hægt að taka allar þær senur sem á
dagskrá voru, svo Kamban varð að breyta
handritinu í samræmi við það. Kvikmynda-
flokkurinn fór síðan frá íslandi 16. júlí 1923.
Leikarar í Höddu Pöddu voru allir dansk-
ir nema einn, Guðrún Indriðadóttir sem lék
grasakonuna. Titilhlutverkið var í höndum
hinnar frægu dönsku leikkonu, Clöru Pon-
toppidan. Svend Methling lék Ingólf, en
hann þótti með efnilegustu leikurum Dana
og hafði getið sér gott orð við Konunglega
leikhúsið í Kaupmannahöfn. Þriðja aðalhlut-
verkið, Kristrúnu systur Höddu, fór Alice
Frederiksen með. Óll höfðu þau þijú áður
sést í kvikmyndum í bíóhúsum Reykjavíkur
en mest þótti íslendingum til Clöru Pon-
toppidan koma og mikill fengur að sjá hana
í eigin persónu. Með hlutverk Rannveigar,
gömlu fóstrunnar, fór Ingeborg Siguijóns-
son, ekkja skáldsins Jóhanns Siguijónsson-
ar, og mörgum þótti fróðlegt að sjá hana á
hvíta tjaldinu en hún hafði aldrei leikið í
kvikmynd áður. Hadda Padda var frumsýnd
i Nýja bíói 1. mars 1924 og var sýnd í rú-
man hálfan mánuð við vinsældir, en bíóið
hafði einkarétt á sýningum hennar á íslandi
og lét setja á hana íslenskan texta sem var
nýjung.'
Þegar Guðmundur Kamban gerði Höddu
Pöddu hafði hann nýlega snúið sér að hinni
ungu kvikmyndalist. Hann hafði getið sér
gott orð sem leikstjóri við Folketeatret í
Kaupmannahöfn en var orðinn fullsaddur á
ræktarleysi danskra leikhúsa við unga höf-
unda. Kamban fór fyrir nýstofnuðu kvik-
myndafélagi, Edda-Film, en tilgangur þess
var m.a. að láta leika ýmis íslensk leikrit
og þætti úr fornsögum Islendinga og sýna
í kvikmyndahúsum erlendis. Þegar Hadda
Padda var í burðarliðnum vildi Kamban hefja
nýja stefnu í kvikmyndagerð, „einkum í þá
átt að hefja bókmenntalegt gildi myndanna
og gera þær að sannari spegli efnisins en
verið hefur,“ eins og sagði í Morgunblaðinu
1. mars 1924. Merki þessarar stefnu þóttu
sjást í Höddu Pöddu.
Við gerð næstu myndar, Det sovende bus
eða Hús í svefni, sem tekin var í Danmörku
árið 1926, gekk Guðmundur Kamban skref-
inu lengra og samdi sérstakt kvikmynda-
handrit enda taldi hann kvikmyndalistina
standa fullkomlega jafnfætis leikhúsinu og
bókmenntunum. Hins vegar var hann þeirrar
skoðunar að skapa þyrfti sjálfstæða kvik-
myndalist. Þess yrði þó að bíða, að upp risi
ný kynslóð skálda sem þekkti kvikmyndalist-
ina frá fæðingu og hefði kannað hana til
hlítar. Þannig var Guðmundur Kamban full-
ur bjartsýni fyrir hönd þessa nýja miðiis á
3. áratugnum og hafði háar hugmyndir um
hann.
ÁHRIF ÚTLENDINGANNA
Erfitt er að meta áhrif hinna erlendu kvik-
myndaleiðangra til íslands á fyrstu áratug-
um 20. aldar. Þó jná ætla að myndir um
land og þjóð hafi stuðlað að kynningu erlend-
is og það voru Islendingar líklega ánægðir
með. Þá hafa leiknu bíómyndirnar haft sitt
að segja. íslendingar kynntust m.a. göldrun-
um á bak við kvikmyndagerð og komust í
nána snertingu við þá. Og þeir komust í
kynni við ýmsan vanda við kvikmyndatöku,
t.d. þann sem fýlgir því að tengja atburði
saman sem myndaðir eru á ólíkum stöðum,
eða eins og Árni Óla komst að orði í ferðap-
istli sínum í Morgunblaðinun 24. september
1919: „Eitt verð ég að minnast á, sem ein-
kennilegt er við kvikmyndir. Þegar þær eru
teknar er ekki gengið á atburðaröðina eins
og í sögu, heldur klipið út úr hé>- og hvar ...
Og einmitt í þessu liggur höfuðvandi þess,
er um myndtökuna sér. Er það erfitt verk
og vandamikið að þurfa að hafa allan sögu-
þráðinn í höfðinu, finna náttúru sem er i
samræmi við söguna og skeyta svo saman
hina mörgu bita að þeir falli hver við ann-
an.“ Þetta þótti mikil kúnst.
Jafnframt festist dálítil kunnátta í landinu
á kvikmyndasviðinu. Þannig var Óskar Gísia-
son ljósmyndari meðal þeirra manna sem
kynntist kvikmyndagerð þegar tökur á Sögu
Borgarættarinnar fóru fram árið 1919, en
þá öðlaðist hann t.d. reynslu við framköllun
sem átti eftir að koma að góðum notum
þegar hann fór sjálfur að fást við gerð lif-
andi mynda um og upp úr 1940. Hugsanlega
hefur kvikmyndagerð útlendinganna smitað
út frá sér innanlands, a.m.k. leið ekki lang-
ur tími frá því að Saga Borgarættarinnar
og Glataði sonurinn voru teknar, að Loftur
Guðmundsson ljósmyndari sendi frá sér
stuttmyndina Ævintýri Jóns og Gvendar, en
Loftur var einn af brautryðjendum íslenskrar
kvikmyndagerðar og átti eftir að láta að sér
kveða næstu áratugi.
Nokkrir innlendir leikarar fengu tækifæri
til að spreyta sig framan við tökuvél og fjöldi
„statista" skemmti sér vel við gerð Sögu
Borgarættarinnar. Auk þess sá almenningur
að erlendir leikarar voru ekki aðeins fram-
andi verur á hvítu tjaldi heldur bráðlifandi
persónur. Þá má ætla að umsvifin og hama-
gangurinn sem fylgdu töku leikinna mynda
á íslandi hafi síst verið til þess fallið að
draga úr áhuga þjóðarinnar á þeim nýja
miðli sem kvikmyndirnar voru. ísland varð
þó ekki það „kvikmyndaland“ sem sumir
vonuðust eftir og landsmenn þurftu að bíða
dijúga stund eftir næsta stóra kvikmynda-
leiðangri útlendinga.
Heimildir:
Erlendur Sveinsson: Óskar Gislason Ijósnivndari 1-11.
[Kvikmynd]. RUV 1976. ísafold 1906.
Kvikmyndir á íslandi 75 ára. Afmælisrit. Reykjavík
1981.’
Lesbók Morgunblaðsins 9. júní 1968.
Morgunblaðið 1913-1930.
Ný saga 2 (1988).
Vestri 1903.
Viðar Víkingsson: Guðmundur Kamban. [Kvikmvnd].
UUV 1988.
Þjóðólfur 1901.
Höfundur er sagnfræðingur. Greinaröðin er
unnin á vegum Kvikmyndasafns íslands og
Lesbókar.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. MAÍ 1995 5