Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1995, Blaðsíða 9
FRIÐSÆLT skoskt heiðalandslag þar sem áður var vígvöllur. Hér var hann
breiðastur að mati greinarhöfundar og kom Egill hlaupandi frá hægri.
**■ » , •^**0*ss
„ÓLAFS menn tjölduðu fyrir norðan höslurnar, ok var þangað
allt nokkuð afhalt. “
átti sér stað í Noregi. Orrustan á Vinheiði
var engin smáskæra heldur örlagaríkur stór-
viðburður sem þeir ensku ættu samkvæmt
öllu að þekkja, svo er ekki, þó er ein varð-
veitt heimild ensk um þetta örlagaríka mál í
bundnu máli og kallast „Orrustan við Brunan-
burh“.
Þegar ég lét mér til hugar koma að gera
tilraun til að finna orrustustaðinn sá ég að
það varð að tengja saman, Vinheiði og Brun-
anburh. Þjóðsagan um Egil og ævintýri hans
er með íslensku hugarfari sem í upphafi var
líklegast skáldamál. Leitin gekk út á það að
finna örnefni og aðstæður sem féllu að ís-
lenskri hugmyndafræði út úr þjóðsögunni og
íslensku máli, saga sem þó átti sér stað úti
á Englandi fyrir þúsund árum, en barst til
íslands með Agli Skallagrímssyni.
Sagan býður upp á það að stækka vett-
vang orrustustaðarins á heiðinni. Fiestir ís-
lendingar þekkja hugmyndina um heiði, Mos-
fellsheiði, Holtavörðuheiði og Hellisheiði.
Borg fyrir norðan og sunnan. Og þetta um
vegalengdir á hestbaki, einn dagur til heim-
reiðar, annar til apturferðar og þar sem báð-
ir voru að tefja tímann til liðsafnaðar má
ætla að hægt hafi verið farið, ég ætlaði því
ca 50 km á milli borganna og þar miðju vegu
var heiði, og um heiðina rann á, annaðhvort
til suðurs eða norðurs, síðan kom orrustuvöll-
urinn og síðan skógur, en vegalengdin þar á
milli er vegalengdin sem Egill hlóp á milli
fylkinganna.
Orðin Vinheiði, Vinskógur og Viná eru
fyrir mig vísnamál skálds sem hafa sína sérís-
lensku merkingu í orði eins og gróðurvin.
Hugmynd Egils tengist Brunaburh þeirra
ensku á skemmtilegan hátt. Orðið „burh“
kemur víða við sögu í enskum annálum sem
varnartæki í tengslum við borgir og borgar-
virki á dögum árása víkinga og síðar. Seinni
tíma menn vilja gera burh að borg, burg, en
virðast ekki hafa tekið tillit til upphafs varnar-
tækja sem orðið þó nær yfir á sinn frumlega
hátt. Sé svo að skógur sé það sama og burh,
má ætla að hið fomnorræna orð barr eigi hér
vel við. Orðið burh er því skrifað eftir enskum
framburði orðsins. Þetta frumlega varnartæki
í striði verður síðar barrnálavír eða einfald-
lega gaddavír.
Orðið Brunan þurfti nú að tengja orðinu
vin, olli það einna mestum heilabrotum. Þeg-
ar hér var komið sögu hafði ég dregið upp
kort af orrustustaðnum þar sem ég magnaði
upp stærðir samkvæmt sögunni. A milli borg-
arinnar í suðri og þeirrar í norðri ætlaði ég
að voru u.þ.b. 50 km. Við orrustustaðinn á
heiðinni rann á sem sagan kallar Viná og
rann hún um heiði annaðhvort í norður eða
suður eða öfugt, það er sjaldgæft á Norð-
imbralandi. Að fá tvær borgir með ca 50 km
millibili til að renna saman með á sem rann
norður eða suður um heiði varð ekki flókið
mál á Norðimbralandi hinu forna.
Örnefnavandræði mín urðu tilefni bréfa-
skrifta til Skotlands og um hæl fékk ég ljós-
rit af fyrirfram völdum myndramma heiðar
og mitt þar inná stóið töfraorðið „Fountain
hall“. Nú varð að tengja saman orðin Vin,
Brunan og Fountain, til að fá vandræði mín
til að ganga upp. Orðið Fountain, er notað
um penna þar sem blek streymir fram úr,
einnig um svo kallaða gosbrunna þar sem
út streymir vatn. A þessu stigi ætlaði ég að
Vin væri staður þar sem vatn og gróður þrif-
ust saman en allt annað umhverfi væri ber-
angur á heiði. Brunan gat því ekki verið ann-
að en Brunna og þar með Brunnaskógur og
heiði, aðeins einn stafur hafði víxlast á þús-
und árum.
Ég læt nú frá mér fara nokkrar myndir
sem teknar voru í miklum hughrifum af orr-
ustustaðnum á miðri Vinheiði. Þær eru tekn-
ar við miðju vígvallarins til suðurs, vesturs
og norðurs. Dæmi nú hver fyrir sig. Borgin
í norðri heitir Edinborg en í suðri Galashiels
og eru báðar í Skotlandi. Viná heitir í dag
Galariver og rennur í Tweed. Það var upp
með þeirri á sem þeir bræður gengu, og var
það mjög löng leið, en skipin voru við árósinn
hjá Berwick.
Til gamans langar mig til að sýna þá mál-
lýsku sem Englar, Jutar og Saxar töluðu og
skrifuðu á dögum norrænna áhrifa í Eng-
landi. Ég hefði viljað sjá framan í Egil Skall-
grímsson, er þetta var fyrst lesið yfir honum
er hann var prímasigndur eða skírður, af
Aðalsteini Englakonungi. Þetta vers hafa allf-
lestir íslendingar raulað saman eða sérhver,
á erfiðri stundu, reyndar mishátt. Þeir ensku
segja ða þ. og ð. séu „interchangeable", eða
hvor rúnastafur komi í annars stað. Ég bendi
lesanda á að setja þ. í stað ð. á nokkrum
stöðum, auk fleiri smá leiðréttinga. En versið
hljóðar svo, í Guðs nafni, og er frá árinu
995, árið sem Egill Skallagrímsson á að hafa
gefið upp andann.
Fður ure ðu ðe eart on heofonum,
Si ðin nama gehalgod;
to-becume ðin rice;
gewurðe ðin willa on eorþan swa swa on heofonum;
urne döghwamlican hlaf syle us to-dög;
and forgyf us ure gyltas, swa swa we
fotgyfaþ urum gylentendum;
and ne gelod us on costnunge ac alys us of yfele.
Soplice.
Samkvæmt ofanritaðri tilvitnun í forna
mállýsku, ætti einn stafur til eða frá ekki að
breyta miklu, en það gæti breytt meiningu
orðs eins og dæmið um Brunan og Brunna
og forníslenska/norska orðið, burh og barr.
Ætla má að síðasti skrifari orðanna hafi ekki
skilið meiningu þeirra og því farið frjálslega
með pennann.
Nú er aðeins eitt eftir, en það er að finna
Þórólf Skallagrímsson og flytja hann heim
til íslands, með viðhöfn, á kostnað hennar
hátignar, Elísabetar Engladrottningar.
Höfundur er flugmaður og áhugamaður um
þjóðsögur og ævintýri.
Að færa einhverjum heim
sanninn um eitthvað
Eftir JÓN G. FRIÐJÓNSSON
Yirskrift þessa pistils er orðatiltæki sem að ýmsu leyti er sérstakt. í fyrsta
lagi er ekki augljóst hvert atviksorðið heim vísar og í öðru lagi er tiltölu-
lega sjaldgæft að nota karlkynsmynd lýsingarorðs sem nafnorð með beyg-
ingu nafnorðs (sannur-sánn-sanni-sanns), þótt slíks séu dæmi í föstum
samböndum, t.d. e—ð dregst á langinn og enginn má við margnum. Þegar leitað
er skýringar á þeirri líkingu sem liggur að baki orðatiltækinu færa e-m heim
sanninn um e--ð kemur í ljós, eins og svo oft, að hana er að finna í sérstakri frá-
sögn, nánar tiltekið í Ljósvetningasögu. í íslendingasögum og Sturlungu kemur
víða fram að bændur og búaliðar höfðu af því mikla raun að þurfa að taka á
móti höfðingjum á yfirreið og hýsa þá og fæða ásamt fylgdarliði. í Ljósvetninga
sögu segir frá því að Guðmundur ríki á Möðruvöllum í Eyjafirði var vanur að fara
norður yfir héruð á vorin og hitta þingmenn sína og skipa málum með mönnum.
Á þessum ferðum reið hann oft með þijá tugi manna og sat víða sjö nætur og
hafði jafnmarga hesta. Bændur mögluðu og töldu sér ofurefli að rísa undir þessu.
Þeir sneru sér til Ófeigs Járngerðarsonar og báðu hann að skerast í leikinn. ðfeig-
ur tók það til ráðs að hann sótti sjálfur Guðmund heim við þrítugasta mann. Guð-
mundur tók Ófeigi vel og sat hann sem fastast í viku í boði Guðmundar en ekkert
lét Ófeigur uppskátt um erindið. Guðmundur veitti gestum sínum höfðinglega enda
þurfti hann að kaupa bæði mat og hey fyrir þá. Að boðinu loknu fylgdi Guðmund-
ur Ófeigi úr hlaði en gat ekki á sér setið að spyija um erindið. Þá svaraði Ófeigur:
En það er erindi mitt að færa þér heini sanninn því að þeim norður þar þykir
þú hafa of lítinn áður. Nú veistu að það er vandi þinn að fara á hendur þing-
mönnum þínum norður um sveitir á vorið með þijá tigu manna og setjast að
eins bónda sjö nætur. Nú er það lítil vægð við þá sem lítil fé eiga og eigi
hafa betur en skipað til búa sinna á haustið. Og verður þeim slíkt mikil yfir-
skipan. Nú höfum vér eigi svo lengi hér verið og þótti mér sem þú þyrftir
bæði að kaupa hey og mat og áttir allt gnógt og ert höfðingi yfir mönnum.
— Hér þarf eigi frekar vitnanna við, þarna kemur fram uppruni orðatiltækisins.
Frásagan er eftirminnileg og kjarni hennar hefur greypst í hug manna og hefur
lifað sjálfstæðu lífi sem orðatiltæki fram á okkar daga.
Guðmundur tók aðfinnslum Ófeigs ekki vel, lét að því liggja að sig grunaði að
hann væri sér ekki trúr. Ekki varð margt um kveðjur með þeim að skilnaði og
þótti Guðmundi hvergi betri sannurinn en Ófeigi þótti grunur Guðmundar
eins og segir í sögnnni. Þarna er hnykkt enn frekar á sanninum og kann það að
hafa gert frásögnina eftirminnilegri.
Að lokum skal þess getið að eftir þetta fór Guðmundur við tíunda mann og sat
þar nú tvær nætur er fyrr sat hann sjö.
JÓNA RÚNA KVARAN
Fléttur
andartaksins
/ ómi andartaksins, tifar lífstakturinn íljúfu samræmi.
En þegarlitið er um öxl bergmálar stöðugt það sem var.
íminningaflórunni lifa brostnar forsendur og vonbrigði
sem vænta skilnings og lausnar frá þvísem brást og
var. Andartakið á ekki að vista það forgengilega, þvíþað
er. Það sem er, sefar og veit, en ekki það sem var eða
verður.
í vitund andartaksins búa þærsystur, von ogbirta.
Þærsjá nútíðina, skynja framtíðina og umbera fortíðina.
Þær neita að hafna þvísem er vegna þess sem var, þó
að myrkur örðugleika og óláns eflist um tíma íminning-
unni. Andartakið á ekki að líða fyrirþað sem var, því
það er. Það sem er, skilur og sér, en ekki það sem var
eða verður.
í krafti andartaksins, lifa lífsástin og eldmóðurinn.
Systkinin sem kveikja orkubál sigurloga og vonarbirtu.
Oftast í skjóli trúar og elsku til þess sem er og án hlekkja
þesssem varogleið, en geymir liðna tíð. Andartakið lifir
ísamhljómi sköpunarinnar, þvíþað er. Það sem er, vex
ogdafnar, en ekki það sem vareða verður.
I birtu andartaksins lifa þeirsem einskis vænta, en
kunna að örva ogelska án óska um umbun eða eftir-
tekt. Það sem ergefur lífinu gildi og tilgang umfram það
sem var eða verður, efþað er örvað af trú, von og kær-
leika. Andartakið flýgur á viskuvængjum lífsins, þvíþað
er. Það sem er, yljar og örvar, en ekki það sem var eða
verður.
í tónum andartaksins óma guðlegir sannleikshljómar,
sem ætlað er líf ogþroski í vitund þess sem efast, en er.
Tónarnir geta breytt myrkri í birtu ogósætti ífrið íhug-
um allra sem þrá Ijósið, en sjá það ekki ef þeirsofa.
Andartakið geymir sögu kynslóðanna án orða, þvíþað
er. Það sem er öðlast eilífð, en ekki það sem var eða verður.
Hölundur er blaðamaöur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. MAÍ1995 9