Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1995, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1995, Blaðsíða 3
JÓNAS HALLGRÍMSSON LESBÚE ® 1°1 E [°10 ® B 0 S [SIH E10 B Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Á150. ártíð Jónasar Hallgrímssonar Jónas Hallgrímsson lézt 26. mai, 1845 og voru í gær liðin rétt 150 ár síðan. Af því tilefni hefur Lesbók valið til birtingar 14 ljóð Jónasar og grip- ið er niður í rit hans um nátt- úrufræði, svo og ævintýri. Forsíðan Gafíkmynd eftir Jón Reykdal: „Jónas á rölti um miðbæ Reykjavíkur.“, Konráð Gíslason úr Fjölni 1846. Dagbók Jónasar úr sumarferð 1841. Um eðli og upp- runa jarðarinnar. Ur ritum Jónasar um náttúrufræði. Þegar drottning- in á Englandi heimsótti konung- inn á Frakklandi. Ævintýri eftir Jón- as Hallgrímsson. Leggur og skel. Ævintýri eftir Jón- as Hallgrímsson. Engill á íslenskum búningi. Grein eftir Um rímur. Úrdráttur úr ádeilugrein Jónas- Hannes Pétursson skáld. ar á rímnakveðskap. Jónas Hallgrimsson. Eftirmæli eftir Jónas í verkum íslenzkra listamanna. ÍSLAND. 9 Itlaad! famdda-frdn ng lugwelda brímhviU Mdótr! llrar er þín fornaldar frcgð, frelúð og manndáðia lieatl Allt er i he/rainnm hrerfult, og atuad þíaa fegaraU frama lýair, arm leíptnr um ndtt, lángtframmi horfiani öld. Laadift rar fagurt og frftt, og fannhrítir jöklcnna tiadar, himiaian heíftur ug blár, hafift rar ahfnaadi bjart þá koma feftnrair frcgu og frjálarcðia hctjurnar gdfta, auataaum hildýpia haf, híngaft í aclunnar reit. Reíatu acr brgftir og bá i bidmguftu dalanna akauti; ukuat að íþrdtt og fnrgft, undu ao glaftir rift aitt. Hátt á eldhrauni upp, þaraem ennþá öiará rennur ofani Almannagjá, alþingift feftranna atdft. þir atdft hann þotgrir á þiagi er vift trúani var tekift af lifti. þar komu Giaaur og Geir, Gunnar og Héðina og Aijáll. jþá riftu hetjur um héröft, og akrautbúin akip fyrir landi fldtu meft friftaata lift, faerandi varninginn heíta. þaft er ao bágt aft atand' i atað, og möanuaum munar aanafthvurt apturábak rllegar nokkuft á lcift. Úr frumprentun í Fjölni 1835. B B Um rímur -brot- Eins og rímur (á Islandi) eru kveðnar, og hafa verið kveðnar allt að þessu, þá eru þær flest- allar þjóðinni til minnk- unar — það er ekki til neins að leyna því — og þar á ofan koma þær töluverðu illu til ieiðar: eyða og spilla til- finningunni á því sem fagurt er og skáld- legt og sómir sér vel í góðum kveðskap og taka sér til þjónustu „gáfur“ og krafta margra manna er hefðu getað gert eitt- hvað þarfara — ort eitthvað skárra eða þá að minnsta kosti pijónað meinlausan duggarasokk meðan þeir voru að „gullin- kamba“ og „fimbulfamba“ til ævarandi spotts og athiáturs um alla veröldina. En því er betur, það er eins og menn séu farn- ir að vakna við. Það eru farnar að rísa upp raddir móti þessum ósóma; og ein af þessum röddum sem talar og lætur til sín heyra á eyðimörku, hún er ekki ónýt og hefur — að mig vonar — komið einhvutju til leiðar. Sunnanpóstinum hefir tekist von- um betur þar sem hann minnist á rímurn- ar. Það er eins og hann lifni þar ögn við. Pósturinn er allt í einu orðinn meinlegur og smáfyndinn. Það eru agnhnúar á því sem hann segir og krækja í þá sem fyrir eiga að verða. Það er líka jafngott! En þó er nú ekki svo að skilja að þetta sé rödd hrópandans. Hann hefði tekið alla kynslóð- ina og sagt við þá: Þér eiturormar og nöðrukyn! Það hefði verið „mátulegt orð“. En Sunnanpósturinn fer að slá úr í miðju kafi, og segir: „Þá eru Tistrans- og Svoldarrímur æði miklu betri.“ Þarna kom meinleysið fram! Ég hefi að sönnu ekki lesið Svoldarrímur og þekki þær ekki; en fyrst hann telur þær saman við rímurnar af Tistrani og Indíönu, og hvuru tveggju rímurnar eru eftir sama manninn, þá geri ég ráð fyrir hinir munu ekki taka þeim stórmikið fram. Og af Tistransrímum er það sannast að segja að þær eru í mesta máta vesælar; og síst er í að skilja til hvurs nokkur maður vill vera að mæla þeim bót, því síður hæla þeim. Einmitt af því Sunnanpósturinn telur þær með betri rímum, hefi ég tekist i fang að lesa þær frá upphafi til enda — þó það væri leiðinda- verk — til að geta sýnt almenningi hvað mikið honum sé ábótavant, þessum kveð- skap, og hvursu það sé fjarstætt að hann geti heitið skátóskapur; og býst ég þá við flestir muni láta sér skiljast að hitt, sem er lakara eður ekki betra en á borð við Tistransrímur, muni eiga heimangengt og sé ekki óskandi að því verði fjölgað. Fyrst er að minnast á efnið í fám orð- um. Það er einhvur lygasaga^ að höfund- urinn segir hún sé dönsk. Ég hefi ekki viljað hafa fyrir að leita hana uppi til að grennslast eftir hvað mikið eða lítið hún hafi aflagast í huga kveðandans, þvi hún er auðsjáanlega svo einskisverð og heimskulega ljót og illa samin að hennar vegna stendur á litlu hvurnig með hana er farið, Það er auðvitað að einu gildir hvurt hún væri sönn eður ekki ef hún væri falleg á annað borð — ef það væri nokkur þýðing í henni og nokkur skáld- skapur (því þegar á að snúa sögu í ljóð, verður að vera skáldskapur í henni sjálfri, eigi hann að birtast í ljóðunum — ef hún lýsir einhvuiju eftirtektarverðu úr mann- legu lífi eins og það er eða gæti verið og sýndi lesandanum sálir þeirra manna sem hún talar um og lét það vera þess konar sálir þeirra manna sem hún talar um og léti það vera þess konar sálir sem til nokk- urs væri að þekkja. Því er ekki að leyna — rímurnar eru liðugar og smella töluvert í munni víða hvar. Skothend erindi hefí ég ekki fundið og höfuðstafírnir standa ekki skakkt nema í einstaka stað. En það er raunar lítil fremd að koma saman erindi svo hendingar og hljóðstafir standist á þegar allt er látið fjúka sem heimskum manni getur dottið í hug: hortittir og bögumæli og alls konar skrípi og ófreskjur sem lítið eða ekkert vit er í og eiga að heita kenningar. Ég hef tínt saman dálítið af þessu moði úr Tistransrímum ef lesandanum þóknaðist að virða það fyrir sér. Það mundi þykja reglulegra að skilja þennan samsöfnuð lít- ið eitt að og skipta honum í flokka svo bögumælin, til að mynda, stæðu sér og hortittirnir sér o.s.frv. En það er ekki svo hægt sem margur hyggur, því orðunum er svo haganlega fyrir komið að þau eru stundum allt í einu: málleysur, hortittir og kenningar. Nú er að minnast á kenningarnar: þær eru, eins og lög gera ráð fyrir, töluvert myrkar og reknar saman, hvur annarri vitlausari og sumar svo óviðfelldnar og voðalegar meðferðar að hvur maður ætti að vara sig á að nefna þær, svo hann bijóti ekki úr tennurnar í slíku hraun- grýti. Kvæðagyðja skáldsins heitir „greina skögul“ og „íbud fræda nægda“ (I.,. og 8.); skáldamjöðurinn heitir „bodnar keita“ (1., 7.); jörðin heitir „heima Iód“ (? l.,3.), „Sídhötts hrínga strindi“ (2., 24.) „Grángrádar hríngs hugla“ 4.,19.) „Grana elja“ (! 5., 30.) „aldar bátur“ (?9., 11.) og margt annað þessu líkt. Hvílík vanbrúkun á skáldskaparlistinni! hvílíkt hirðuleysi um sjálfan sig og aðra - að hroða svona af kveðskapnum og reyna ekki heldur til að vanda sig og kveða minna. Þetta má ekki viðsvo búið standa. Leirskáldunum á ekki að vera vært; og þeim mun varla verða það úr þessu nema þau fari að taka sér fram og hætti með öllu eða yrki betur. Höfundur þessara orða skal að minnsta kosti heita á hvurn sem fyrstur verður til að láta prenta nýjar rím- ur, svona illa kveðnar, að taka þær, ef hann lifir, og hlífa þeim ekki, heldur leit- ast við að sýna almenningi einskisvirði þeirra og hefna svo landsins og þjóðarinn- ar fyrir alla þá skömm sem hún verður fyrir af slíkum mönnum. JÓNAS HALLGRÍMSSON Ritgerð Jónasar, Um Rímur af Tistrani og Indí- önu „orktar af Sigurði Breiðfjörð" og prentaðar í Kaupmannahöfn 1831, er mun lengri en það sem hér er birt. Ritgerðin vakti mikla athygli og átti sinn þátt í að rímnakveöskapur lagðist af. Hinsvegar þótti mörgúm ómaklegt að gagn- rýni Jónasar skyldi einkum beinast að Sigurði Breiðfjörð. LESBÓK MORGUNBLÁÐSINS 27. MAÍ 1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.