Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1995, Blaðsíða 12
A R K I T E K T 7 U R
STADTHAUS í Ulm, fjölnota hús sem borgin nýtir á ýmsan hátt auk þess sem þar eru sýningarsalir. Meier tengir
húsið við eldri byggingar með göflunum þremur. Bogadreginn útveggur lengst til hægri er stílbragð
sem oft kemur fyrir hjá honum.
SÝNJNGARSALUR á 4. hæð í Stad-
haus. Hér er reynt að nýta dagsbirt-
una tilfulls. Dómkirkjuturninn í Ulm
sést í gegnum gluggann.
EKKI er víst að margir lesendur Les-
bókar kannist við Richard Meier,
bandarískan arkitekt, sem telst þó
vera heimsfrægur, a.m.k. meðal
arkitekta og áhugamanna um byggingarlist.
En það er nú svona með heimsfrægðina nú
á dögum, að hún er mjög oft bundin við ein-
hver áhugasvið og alls ekki til þar fyrir utan.
í virtu bandarísku tímariti um myndlist,
Art in America, sagði svo nýlega um Ric-
hard Meier: „Ef söfn eru dómkirkjur 20. ald-
ar, þá er fremsti Baumeister þeirra Richard
Meier.“ Þessi staðhæfmg er sett fram í ljósi
þess að Meier hefur fengið fleiri verkefni á
þessu sviði en nokkur annar svokallaður
„’stjörnuarkitekt" og í annan stað er þess að
geta, að hann hefur ekki fengið flest þeirra
í sínu heimalandi, heldur í Evrópu. Hann fór
þó ekki teikna söfn og aðrar stórbyggingar
í Evrópu fyrr en hann var orðinn vel þekktur
fyrir það sem hann hafði gert í Bandaríkjun-
um. Þar hafði hann vakið verulega athygli
fyrir listasafnið í Atlanta, sem byijað var á
1983. Samt mátti Meier heita alls ókunnur
í Evrópu þegar hann var ráðinn til þess 1979
að teikna safn í Frankfurt yfir hönnun, hand-
íðir og fleira af því tagi (Museum of decora-
tive Arts). Síðan hefur hvert stórvirkið tekið
við af öðru og hefur Meier þó ýmsum hnöpp-
um að hneppa í heimalandi sínu, þar sem
Getty-safnið í Brentwood hjá Los Angeles
er á framkvæmdastigi; stærsta safnbygging
sem nú er á döfinni.
Meðal verkefna Meiers í Evrópu, sem ann-
aðhvort eru á byggingarstigi eða nýlega hef-
ur verið lokið við eru Jean Arp-safnið nálægt
Bonn, Mannfræðisafnið í Frankfurt, lista-
safnið Weishaupt Forum í Schwendi í Suður
Þýzkalandi, Stadthaus í Ulm í Þýzalandi;
bygging sem gegnir margháttuðu hlutverki.
Þá er að nefna viðbót við Nútímalistasafnið
í Barcelona, Ráðhús og bókasafn í einni stór-
byggingu í miðborg Haag í Hollandi, stór-
hýsi í París fyrir sjónvarpsstöðina Canai -
Television, og ráðstefnu- og móttökuhús í
Hilversum í Hollandi. Sfðast er að telja aðalb-
ækistöðvar fyrir Hypolux-bankann í Luxemb-
urg.
Þetta sýnist allnokkuð fyrir einn mann,
enda er ekki svo. Meier & Partners, er fjöl-
menn teiknistofa þar sem snjallir arkitektar
starfa, en Meier er samt talinn fyrir öllum
þessum byggingum. Það er ámóta og var
EINS og skip á siglingu: Stórbygging yfir
sjónvarpsstöð íParís.
MÓDEL af nýju ráðhúsi með sambyggðu borgarbóka-
safni, sem fyrirhugað er að byggja í Haag í HoIIandi.
svo það er ef til vill skýringin á vinsældum
Meiers þar. Ef eitthvað eitt er kennimark
Meiers, þá er það ferningurinn. Listasafnið
í Atlanta og fleiri byggingar hans eru byggð-
ar á ferningum í mismunandi stærð. Það er
talið að óþekktur arkitekt hafi fengið verð-
laur.in fyrir Bastillu-óperuna í París í opinni
samkeppni vegna þess að þar er spilað á
misstóra feminga og að dómnefndin hafi
talið að lausnin væri frá Meier.
Meier lítur ekki við iausnum Post-módern-
ista, sem sækja sér „tilvitnanir" í byggingar
frá fyrri öldum. Sú afstaða hefur að segja
mátt innleitt bogaformið að nýju í byggingar-
list samtímans. Hjá Meier kemur bogaformið
ekki fyrir í gluggum eða dyrum. Hinsvegar
Iætur hann oft bogmyndaða útveggi milda
þær hörðu línur sem óhjákvæmilega verða
þar sem allt er vinkilrétt og það greinir hann
alveg frá þeim harðsoðnu lausnum sem bylt-
ingarmaðurinn Grophius stóð fyrir. Sjálfur
telur Meier að andlegur lærifaðir sinn sé Le
Corbusier, sem Meier kynntist í Frakklandi,
þá nýútskrifaður frá Comell-háskólanum á
miðjum sjötta áratugnum.
Ekki hefur Meier siglt sléttan sjó í Evr-
ópu, enda vísast að einhveijir sem telja fram-
hjá sér gengið rísi upp á afturlappirnar þeg-
ar einn maður fær svo stór verkefni. Þegar
tillögur Meiers að Stadthaus í Ulm voru
kynntar, var safnað 19.500 undirstkiftum
gegn því sem nefnt var „Gasstöðin", „Orr-
ustuskipið“, og „Big Mac“. Svo hávær urðu
mótmælin að borgarfeður efndu til almennr-
ar atkvæðagreiðslu og gat þriðjungur fellt
tillögurnar. Sjálfur mætti Meier á fjöldafund
þar sem mikill hiti var í kolunum en 2000
atkvæði vantaði uppá að tillaga hans væri
felld. Ekki var öll gagnrýni þarmeð úr sög-
unni. Þegar húsið var vígt 1993 kallaði stór-
blaðið Frankfurter Algemeine Zeitung húsið
„Hvítan fíl“ og Spiegel talaði um „Meiers-
mjólk“. í fagblöðum arkitekta hefur nei-
kvæðri gagnrýni verið haldið áfram.
Þess var- getið í Lesbókargrein sl. vetur
að mikil þjóðernishyggja þykir ráðandi í hinni
risavöxnu uppbyggingu í Berlín og að útlend-
ir arkitektar hafi ekki verið látnir „komast
uppá dekk“. Meier er þar á meðal. Samt
reyndi fráfarandi forseti Þjóðveija, Richard
von Weizacker, að hygla honum með því að
biðja hann persónulega að vera í dómnefnd
vegna byggingar nýs forsetabústaðar. Þrátt
fyrir gott gengi þessa bandaríska arkitekts
víða í Þýzkalandi er ekki vitað til þess að
hann sé með neitt verkefni í Berlín.
GS.
hjá Rubens á 17. öldinni; hann hafði her
manns í vinnu á verkstæðum sínum, en lagði
fyrstu og síðustu hönd á verkin og þau eru
merkt honum.
Hverskonar arkitekt er Richard Meier?
Hann er umfram allt módernisti, sem heldur
uppi því merki sem Grophius hóf á loft um
og eftir 1920. Það var einmitt í Þýzkalandi
HLUTI af ráðstefnu- og móttökuhúsi í Hilversum í HoIIandi. útlitið minnir
á hinn hollenska „International style“ sem nokkrir brautryðjendur módernis-
mans unnu að fyr á öldinni. Ferningurinn, kennimark Meiers, sést hér vel.
Landvinn-
ingar Meiers
í Evrópu
12