Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1995, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1995, Blaðsíða 5
REYKJAVÍK árið 1834 var lítil þyrping lágreistra og fátæklegra hús í kvosinni við Tjörnina. Síða úr eigin- handarriti eftir Jónas. Hér er dag- bók, sem hann hefur skrifað á dönsku og segir frá ferð hans um æskuslóðir á Norðurlandi. ^A- ----?3— /#<)£/ err/ c/tví * $rr* c/ms/ /l/ /íy. /Jf /t/ojf /c4-*'/a +ísc- sjý ///-ttrgrr //<n. ‘dCi/l'cY /£+ r* Oýro^ 'jjí/irrO-* - Qém $— Q. £Cc/t. $ts/er£f£&+ns/. ,.y&£*/rLý ^ /yr ~s?yr/-Tf+r n*,, 7. /ff r~-e>r‘7T+*£*2<’. tfstCSmtifCXr '^mrkAeyr Æ*/C -Mri77*A*r*+ 'prutý*/ ý£rr/vu ~ • -Á rí^w »»M- - s/yy-X fyrýjý-^TtJ- c£*» f__ //yfí J-T> 3$" /Œðrr, ■fit-S^*' -VrUjrr/ ^n-urtfÓr OJJT 'T’ffy-iý . fí- . jbíc+*U- ■***/* '+'/jý Pt/é£A/£ý*U ér7T-^*‘'r*?»J f ■/^n' /fákA^r þrenningarkirkju, Ltr. S, Nr. 198. Það var 31. maí, í góðu veðri og blíða sólskini. Allir þeir íslendingar, sem þá voru hjer í Kaup- mannahöfn, og nokkuð þekktu hann til muna, fylgdu honum og báru kistuna frá líkvagnin- um til grafarinnar; hörmuðu þeir forlög hans og tjón ættjarðar sinnar, hver sá mest, sem honum var kunnugastur, og bezt vissi, hvað í hann var varið. Það sem eptir hann liggur, mun lengi halda uppi nafni hans á íslandi, og bera honum vitni, betur enn vjer erum færir um; en svo ágætt sem margt af því er, má þó fullyrða, að flest af því komist í engan samjöfnuð við það, sem í honum bjó, og að það geti ekki sýnt til hlítar, hvílíkur hann var sjálfur í raun og veru. Það sannað- ist á honum, eins og mörgum öðrum Islend- ingi, að annað er gæfa, en annað gjörfu- leiki. Samt ber þess hins vegar að geta, að slíkir menn lifa margar sælustundir, sem mikill þorri manna þekkir ekki, og getur ekki heldur þekkt, sökum eðlis, eða uppeldis, eða hvorstveggja. Jónas var gildur meðalmaður á hæð, þrek- vaxinn og limaður vel, en heldur feitlaginn á hinum seinni árum sakir vanheilsu, vel ijett- ur í göngu, herðamikill, baraxlaður, og nokk- uð hálsstuttur, höfuðið heldur í stærra lagi, jarpur á hár, mjúkhærður, lítt skeggjaður og dökkbrýnn. Andlitið var þekkilegt, karl- mannlegt og auðkennilegt, ennið allmikið, og líkt því, sem fleiri enni eru í hans ætt. Hann var ijettnefnaður og heldur digumefj- aður, granstæðið vítt, eins og opt er á íslend- ingum, og vangarnir breiðir, kinnbeinin ekki eins há, og tíðast er á íslandi, munnurinn fallegur, varirnar mátulega þykkvar; hann var stóreygur og móeygður, og verður því ekki lýst, hversu mikið fjör og hýra var í augum hans, þegar hann var í góðu skapi, einkum ef hann ræddi um eitthvað, sem honum þótti unaðsamt um að tala. Það, sem liggur eptir Jónas heitinn í sund- urlausu máli er: í Fjölni — 1835: Fáein orð um hreppana á íslandi. Um eðli og uppruna jarðarinnar. — 1836: Af eðlisháttum fískanna (eftir Cuvi- er). — 1837: Um rímur af Tistrani og Indí- önu. — 1838: Frá Skírnarfonti Thorvaldsens. — 1843: Tómas Sæmundsson. Um flóð og fjöru. Almyrkvi á sólu í Vínarborg 1842. Góður snjór. — í 1845 snjeri hann úr dönsku Athugasemdum hra. Fiedlers um fiskverkun á íslandi. Þriðjungur af íslenzkun Mynsters Hugleið- inga. Kmh. 1839. 8. Islenzkun á Ursins Stjörnufræði. Viðey 1842. 8. Sundreglur Nachtegalls. Kmh. 1836. 12. Í þessu litla kveri átti hann mestan þátt, og honum kom fyrst til hugar, að snúa því á íslenzku. í Kröyers Naturhistoriske Tidsskrift: Nogle Bemærkningar om den islandske útsel- ur II, 91.-99; Geysir og Strokkur (Uddrag af en Dagbog, fört paa en naturvidenskabe- lig Rejse i Island 1837), 209.-22.; Uddrag af en Dagbog, fört paa en naturvidenskabe- lig Rejse i Island, 1837, II, 262.-68. Þessar greinar í Fjölni eru eptir Jónas og Konráð Gíslason, bæði að því leyti, sem þeim er snúið og að því leyti, sem einhveiju er við bætt: 1835: Athugasemdir um íslendinga, eink- um í trúarefnum. Fyrsta prentsmiðja á eyj- unni Eimeó. Frá Hæni. Æfintir af Eggerti Glóa. Halastjarna. 1836: Frá indversku hallæri. Auglýsingar. 1838: Frá Thaddæus Koscinszko. Fijettirnar í Skírni 1836 eru einnig eptir þá báða, Jónas og Konráð. Óprentuð brot eru sett hjer fyrir aptan erfiljóðin (í þetta ár Fjölnis); og munum vjer nú ekki eptir öðru óprentuðu, enn Bóka- sölunni; Salthólmsferð, sem er dagbókar- brot; því sem búið var af íslands lýsingu; og ýmislegu á dönsku, sumu í sundurlausu máli og sumu í ljóðum. Það handrit af bóka- sölunni, sem hann hafði sjálfur skrifað, og var í vörzlum hans, fannst ekki eptir hann látinn, hvort sem það kemur til af því, að hann hafi sjálfur glatað henni með vilja, eða ekki. JÓNAS HALLGRÍMSSON Ferðalok Ástarstjörnu yfír Hraundranga skýla næturský; hló hún á himni, hryggur þráir sveinn í djúpum dali. Veit ég hvar von öll og veröld mín glædd er guðs loga. Hlekki brýt ég hugar og heilum mér fleygi faðm þinn í. Sökkvi eg mér og sé ég í sálu þér og lífi þínu lifi; andartak sérhvert, sem ann þér guð, finn ég í heitu hjarta. Tíndum við á fjalli, tvö vorum saman, hlóm í hárri hlíð; knýtti ég kerfi og í kjöltu þér lagði Ijúfar gjafir. Hlóðstu mér að höfði hringum ilmandi bjartra blágrasa, einn af öðrum, og að öllu dáðist, og greipst þá aftur af. Hlógum við á heiði, himinn glaðnaði fagur á fjallabrún; alls yndi þótti mér ekki vera utan voru lífi lifa. Grétu þá í lautu góðir blómálfar, skilnað okkarn skildu; dögg það við hugðum og dropa kalda kysstum úr krossgrasi. Hélt ég þér á hesti í hörðum straumi, og fann til fullnustu, blómknapp þann gæti ég borið og varið öll yfir æviskeið. Greiddi ég þér lokka við Galtará vel og vandlega; brosa blómvarir, blika sjónstjörnur, roðnar heitur hlýr. Fjær er nú fagri fylgd þinni sveinn í djúpum dali; ástarstjarna yfír Hraundranga skín á bak við ský. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27.MAÍ1995 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.