Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1995, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1995, Blaðsíða 9
Þegar drottningin á Englandi heimsótti konunginn á Frakklandi Eftir JÓNAS HALLGRÍMSSON EINU SINNI á dögunum þegar drottningin í Eng- landi var að borða litla skattinn - því hún borð- ar ævinlega litla skatt — þá kom maðurinn henn- ar út í skemmu að bjóða góðan dag. „Guð gefi þér góðan dag, heillin!" sagði drottningin; „hvurnig er veðrið?“ Maðurinn drottningarinnar hneigði sig og sagði: „Hann var regnlegur í morgun, en nú birtir upp; ég lét taka saman og svo má binda þó þú farir - ætlarð’ufrum í dag, gæska!“ „Já,“ sagði drottningin. Hann hneigði sig þá aftur og sagði: „Ég verð þá að flýta mér og láta fara að sækja hestana.“ „Gerðu það,“ segir hún. Nú fór drottningin að búa sig, því hún ætlaði í orðlof sitt ufrá Frakkland að finna kóng og drottningu og fleiri kunningja. Hún var með gullskó, í silfursokkum og silfurbryddu gullpilsi, með gullsvuntu og að ofan í gulllagðri silfurtreyju, með silfur- húfu og gullskúf í - en þetta gull og silfur er allt eins og ormavefur og léttara en fis og þó hlýtt. Þjónusturnar voru líka vel búnar, því þær fóru með eins og vant er þegar drottningar ferðast.- Þegar drottningin var komin út á hlað var allt tilbúið, hestarnir og fylgdarmennirnir og ráðgjafarnir og orðlofsgjafarnir - á 6 hestum í silfurkoffortum - og teymdi sinn kammerherra hvurn hest; þar voru líka í ferðinni barúnar og kaupmenn og margt kvenfólk fyrir utan þjónusturnar, og nógir meðreiðarmenn og lestamenn, og allt var vel búið. Drottningin reið „Gulltoppu", það er gullfextur færleikur og silkibleikur á lit og hefir verið sóttur suður í heim, en mað- urinn hennar reið rauðum gæðingi sem hann á sjálfur. „Fáðu mér keyrið mitt, gæska!“ sagði drottningin, og maðurinn hennar hneigði ig og fékk henni keyrið, það var gullkeyri með silfurhólkum og lýsigullssnúð á endan- um, og svo var farið á stað. Drottningin var alltaf á undan, því eng- inn hestur jafnaðist við Gulltoppu, og þeg- ar komið var ofan að sjónum var sett fram drottningarskipið; það er með silkisegli og fílabeinsmastri sem allt er skrúfað saman og gullneglt, allt úr horni og skelplötu og besta gangskip. Þegar komið var út úr landsteinunum og búið að snúa við kallaði drottningin þrisvar á land og bað að gá vel að heyjun- um og öllu meðan hún væri fyrir handan; svo settist hún undir stýri að gamni sínu, en það er silfurstýri og leikur í hendi manns. Kóngurinn í Frakkl. bjó á bestu jörðinni norður við sjó. Túnið er eins stórt og Hólm- urinn í Skagafirði, rennslétt og fagurt eins og spegill - svo kvenfólkið sem rakar verð- ur að ganga með stuttbuxur innan undir - og silfurtúngarður allt um kring. Fólkið var allt úti við heyið nema drottning og kóngur sem eru gömul; hún sat inni í bað- stofuhorni og var að spinna á gullsnældu, en hann sat hjá með kórónu sína og voru þau að tala um ríkisreikningana og allan búskapinn. Þá kom inn einn af fólkinu (en það eru allt kóngssynir og kóngsdætur eða jarlar og kammerherrar og biskupsdætur), „séra Filippus!“ segir hann, því kóngurinn heitir séra Filippus, „það er skip á sundinu og við höldum það sé drottningarskipið að handan; seglið er blátt og rautt.“ „Heyrirðu það, kona!“ sagði kóngurinn, „þú átt von á gestum; ég geng sjálfur ofan að sjó, en sjáðu um á meðan að verði sóp- að og heitt kaffe, og svo verðurðu eitthvað að hugsa fyrir miðdeginu.“ „Ég er öldungis hlessa," sagði drottning- in; „Marmier minn!“ (því það var Marmier sem inn kom, hann er nú orðinn jarl) „farðu,“ segir hún, „út og láttu hann Guð- mund litla hlaupa á næsta bæ eftir ijóma.“ „Hvar er hann Guizot?" sagði kóngurinn þegar hann kom út, „ég ætlaði að láta hann verða mér samferða - Guizot! Guizot! hvur þremillinn er orðinn af manninum?" En Guizot heyrði ekkert orðið; hann lá sunnan undir vegg og var að lesa_7 ára gamlan Skírnir sem félagsdeildin á íslandi var nýbúin að senda honum. Þegar skipið kom að landi renndi það upp að bryggjunni - því þar er bryggja eins og í kaupstað - og drottningin úr Englandi sté í land; kóngurinn gekk á móti henni og tók ofan kórónuna og hneigði sig, en hún kyssti á hönd sína og brosti, og svo föðmuðust þau, og maðurinn drottn- ingarinnar og allt fólkið stóð hjá og horfði á hvurnig þau fóru að heilsast. „Heilsaðu kónginum, gæska!“ sagði drottningin; „ég tók manninn minn með mér, séra Filippus! það er skemmtilegra að hafa hann með.“ „Gaman og óvænt æra!“ sagði séra Filippus, „en komið þið nú heim að fá ukkur einhvuija hressingu"; svo var geng- ið heim og kóngurinn leiddi drt. og maður- inn drottningarinnar og allt fólkið gekk með og horfði á hvurnig þau fóru að leið- ast og ganga. Þegar kom heim á völlinn hafði enginn munað eftir að hann var fagur eins og speg- ill, en fötin drottningarinnar voru svo síð að ekkert bar á, en hitt kvenfólkið gekk allt hokið og beygði sig í hnjánum og sum- ar settust niður og létust vera að gera við skóinn sinn. Kóngurinn tók fyrst eftir þessu og skipaði að bera ösku á völlinn, svo kven- fólkið gæti gengið heim; svo var borin aska á völlinn, og svo gengu allir heim. Blaðið er nú á enda eins og hvur getur séð; ég veit ekki hvurt einhvur vill halda þessari sögu áfram og tala um viðtökurnar heima. JÓNAS HALLGRÍMSSON Söknuður (Breytt kvæði) Man eg þig, mey, er hin mæra sól hátt í heiði blikar. Man eg þig, er máni að mararskauti sígur silfurblár. Heyri eg himinblæ heiti þitt anda ástarrómi. Fjallbuna þylur hið fagra nafn glöð í grænum rinda. Lít eg það margt, er þér líkjast vill guðs í góðum heimi: brosi dagroða, blástjörnur augum, liljur Ijósri hendi. Hví hafa örlög okkar beggja skeiði þannig skipt? Hví var mér ei leyft lífi mínu öllu með þér una? Löngum mun eg, fyrr hin Ijósa mynd mér úr minni líði, á þá götu, er þú ganga hlýtur, sorgaraugum sjá. Sólbjartar meyjar, er eg síðan leit, allar á þig minna. Því geng eg einn og óstuddur að þeim dimmu dyrum. Styð eg mig að steini, stirðnar tunga, blaktir önd í brjósti, hnigið er heimsljós, himinstjörnur tindra, eina þreyi eg þig. Grátittling- urinn - brot Ungur var eg, og ungir austan um land á hausti laufvindar blésu Ijúfir, lék eg mér þá að stráum. En hretið kom að hvetja harða menn í bylsennu, þá sat eg enn þá inni alldapur á kvenpalli. Nú var trippið hún Toppa, tetur á annan vetur, fegursta hross í haga, og hrúturinn minn úti. Þetta var allt, sem átti ungur drengur, og lengi kvöldið þetta hið kalda kveið eg þau bæði deyði. Daginn eftir var aftur upp stytt, svo að menn hittu leið um snjóvgar slóðir storðar, og frost var orðið. En það sem mest eg unna úti - Toppa og hrútur - óvitringarnir ungu einmana kuldann reyna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27,MAll995 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.