Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1995, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1995, Blaðsíða 7
Kirkjufell í Grundarfirði. Teikning eftir Jónas Hallgrímsson Um eðli og uppruna jarðarinnar - brot - fáeinir móbergshálsar í röð sem mæna líkt og eyja yfir hraunið miðja vegu milli Gatfells og Tindaskaga og kallast Söðulhálsar. Á miðju hrauni þessu, og í þá stefnu sem getið var, er komið aftur að Hrafnagjá eða eystri sprungu Þingvallahraunsins; á milli hennar og Almannagjár í vestri er sú land- spilda sem seig; þó gjáin sé miklu þrengri hér en sunnar, þá er hún þó það mikil að ófært var yfir hana; á því hefur verið ráðin bót með því hlaðið var upp í hana grjóti. Hún liggur í átt til Skjaldbreiðs og hverfur þar. Nokkru austan þessa staðar varð á vegi mínum hið fyrsta þeirra smáijalla sem sum hver umlykja Skjaldbreið og heita ýmsum nöfnum; það var svonefndur Sandgígur sem úr ijarlægð svipar að öllu til aukagígs. Ég reið þá á undan en lestin fylgdi á eftir. Þeg- ar ég kom þangað varð mér ljóst að því var ekki eins háttað og ég hugði, heldur reyndist þetta vera þursabergsfell, móberg með gljúpu hraungrýti, ríkt af smáum geislasteinskristöll- um. Fell þetta er hrein eftirmynd Fjallsins eina og stendur eins gagnvart Skjaldbreið og Fjallið eina gagnvart Lönguhlíð (sjá dagbók mína frá fyrra ári) - eyja eða sker, hluti sem orðið hefur viðskila við meginbergið skammt undan og skagar upp úr hraunhafinu. Hið sama á í stuttu máli við um þau smáíjöll ýmis sem eru umhverfis Skjaldbreið, þau líkj- ast nákvæmlega hvert öðru. Ég kann ekki að nefna þau hvert um sig, en geta skal um Klukku, fjallstrýtuna sem áður var nefnd og er öðrum megin skarðsins, Sköflungaháls og Sandfell. Þegar ég hafði lokið við að rannsaka Sandgíg, tók ég að svipast um eftir lestinni, en hún var horfin og birtist ekki þótt ég kallaði og riði fram og aftur og klifi upp á hæstu hraunhólana. Hún hlaut að hafa villst í hrauninu. Ég leitaði árangurslaust í nær tvo tíma og varð við það dauðþreyttur og eins hesturinn. Ég var kominn í mikla tvísýnu. Ætlunin var að fara kringum Skjaldbreið og svo niður norðan megin til næsta áningarstað- ar á ijallveginum, Efribrunna. Ég var hvorki með nesti né hlífðarföt en vildi þó ógjaman hverfa frá ætlun minni. Ég afréð þess vegna, og treysti hestinum mínum góða, að halda áfram að rannsaka fjallið frá jarðfræðilegu sjónarmiði og ríða kringum það og láta sem lestin kæmi á eftir mér. Ef ég næði lestinni um nóttina í þeim áfangastað sem ákveðinn hafði verið, þá væri það vel; ef ekki, gæti ég þó vænst þess að ná til bæja kvöldið eftir, henti mig ekkert óhapp. Ferðinni hélt ég því áfram einn míns líðs. Rannsóknin leiddi þetta í ljós: Skjaldbreið- ur er kringótt fjall, miðlungshátt, mjög aflíð- andi og hallar því jafnt öllum megin. Hallinn reyndist, sama hvar hann var mældur, aldr- ei minni en 8° og aldrei meiri en 10°-11°, Það er allt þakið hrauni svo að kjaminn eða undirstöðubergið kemur hvergi í ljós nema því aðeins talið sé víst að móbergsfellin umhverfis aðalfjallið séu hluti undirstöðu- bergsins. En það hraun sem blasir við er hvorki einnar og sömu tegundar né rann það allt jafnframt. Greina má milli þriggja aðal- hrauna eður þriggja gosskeiða. Hið fyrsta og elsta gengur til suðausturs, eða kemur þar fram, og nemur breidd þess hér um bil fjórðungi af ummáli alls fjallsins; það má vel vera, og er reyndar sennilegt, að það hafi runnið niður fjallið öllum megin en sé nú undir hinum hraununum, þeim yngri. Þetta er ævafornt, grátt, gljúpt hraun sem sums staðar líkist grágrýti ótrúlega mikið, en ég get þó með vissu fullyrt að það hafi komið upp á nútíma og sé því af þeirri berg- tegund sem yfirleitt nefnist brunahraun á íslandi. Að minnsta kosti er víst að það geng- ur beggja vegna undir yngri hraunin; verður síðar fjallað um þau nánar. Allt er þetta hraun hulið móum eins langt upp og gróður teygist á annað borð í fjalli svo hátt yfir sjó, og sést hvergi nema í gilskorningum og stöku hæð, gömlu hraunhólunum sem enn rísa bunguvaxnir upp úr gróðrinum er sækir fram. Það er ekki fyrr en snjór tekur við að bert hraunið sést milli fannlaga sem smátt og smátt renna saman í jökulhettu á fjallstindinum. Þessu næst er svo hið mikla hraun er flóði í mörgum eldám til suðurs og suðvesturs og myndaði víðáttumikið Þingvallahraunið, en um aldur þess höfðu fommenn enga húg- mynd. (Árið 1000, einmitt þá daga sem al- þing var háð, barst þangað sú fregn að eld- hraun hefði runnið niður í Ölves rétt hjá bæ Skafta lögsögumanns Þóroddssonar. Þar eð þá stóðu deilur um mikilvægt málefni, hvort taka bæri kristni, sögðu hinir heiðnu menn: „Eigi er undur í að goðin reiðist tölum slík- um.“ Þá mælti Snorri goði: „Um hvað reidd- ust goðin þá er hér brann hraunið er nú stönd- um vér á?“ Við þessu kunnu hinir heiðnu menn engin svör; allir vissu þeir að það hraun hafði runnið löngu fyrir landnámstíð.) Þetta hraun ber alls staðar svo óyggjandi merki um að vera frá nútíma að hver maður mun sjá að svo er, jafnvel langt að. Samt sem áður er það allt vel gróið og jafnvel smá- skógi að miklu leyti. GÖMUL skáld og vitringar hafa kallað jörðina allra móður og varla gátu þeir valið henni fegra heiti eða verðskuldaðra, því allt sem lifir og hrær- ist, allt sem grær og fölnar og á sér aldur leið- ir hún fram af sínu skauti og ljær án afláts efnið í hina óteljandi og margbreyttu líkami sem lífsaflið myndar og yfirgefur að nýju á sinni huldu og eilífu rás gegnum náttúruna; en sjálf þreytir hún skeið sitt með ærnum hraða kringum sólina og fylgir á því föstum og óijúfandi lögum sem mannlegri skynsemi hefur auðnast að þýða, svo hægt er að til- greina afstöðu hennar frá sólinni og öðrum himintunglum, með stund og stað, á hvurri ókominni öld, á meðan fyrirkomulag sólkerf- is vors haggast ekki af nýjum og stórkostleg- um viðburðum. Ekki er heldur kyrrt eða dautt í innyflum jarðarinnar, því þar geisar jafnan geigvænlegasta og aflmesta höfuð- skepnan, en það er eldurinn sem á stundum Gamla spekin dó út á miðöldunum eins og alkunnugt er, því þó hún feldist í bókum var hún samt horfln af jörðu meðan hún lifði ekki í meðvitund og sannfæring þeirra sem á jörðinni bjuggu. En þegar ljós visindanna fór aftur að skína á norðurlöndum kom það allt í góðar þarfir sem gömlu vitringarnir höfðu afrekað. Eftir JÓNAS HALLGRÍMSSON brýst upp úr undirdjúpunum og klýfur sund- ur fjöll og jökla en bráðnað gijót og jarðteg- undir fljóta eins og árstraumur og eyða hvuiju sem fyrir verður. Eitthvað er líka að þegar jarðskjálftarnir fara eins og hryllingur yfir hinn ofurstóra líkama jarðarinnar; þá hrynja húsin og björgin klofna og stundum koma eyjar upp úr sjónum þar sem áður var hyidýpi ellegar stórhéröð hrapa til grunna og ekkert er eftir nema vatn þar sem áður voru byggðir manna. Allt þetta er svo mikið og íhugunarvert að spekingar á öllum öldum hafa leitast við að gera sér það skiljanlegt og ígrundað kost- gæfilega eðli og uppruna jarðarinnar er þeir útlistuðu með mörgu móti og komust þannig nær og nær sannleikanum eftir því sem þekk- ingin óx af margra alda reynslu og rannsókn á eðli hlutanna. Forfeður vorir sem í fæstu hafa verið annarra eftirbátar hafa ekki held- ur leitt þetta rannsóknarefni fram hjá sér, því guðasögur þeirra bera með sér að þeir hafa íhugað eðli jarðar og frumöfl náttúrunn- ar; þau birtust þeim í mörgum myndum, annaðhvurt sem skaðvænar verur, eyðandi guðanna handaverkum, eða góð og máttug goð sem framleiddu lífið og ljósið en stökktu þursum og illvættum burt frá bústöðum manna og guða. Að vísu er það ekki alltént svo hægt að færa inar fornu sagnir úr skálda- hjúpnum til að sjá hvaða hugmynd um skapn- að og eðli hlutanna hafi hvarflað þeim fyrir sjónum i hvurt skipti, en auðséð er samt að þeir hafa getið mörgu furðanlega nærri. Ég vil nú ekki fá mér til orða lýsinguna af ragna- rökkri í Völuspá þegar jörðin eyðist og sígur í sjó af ofurmegni vatns og funa en bugast þó ekki með öllu heldur hefur höfuð sitt á ný og stigur endurborin upp úr hafsdjúpinu, fegri og fijóvgari en hún áður var, því það er svo djúpsært og sannleikanum svo sam- kvæmt að varla mun geta hjá því farið skáld- ið hafi haft grun um að eitthvað þvílíkt hafi áður við borið. En Ólafur hvitaskáld, eða hvur hann er íslendingurinn sem ritað hefur formálann framan við Snorra-Eddu, skýrir oss frá hugmyndum forfeðranna með svo snotrum og kjarngóðum orðum að eg get ekki stillt mig um að hafa þau eftir eins og þau standa í bókinni: „Þat hugsuðu þeír og undruðust," segir hann, „hví þat mundi gegna, er jörðin og dýrin og fuglarnir höfðu saman eðli i sumum lutum, og þó úlik at hætti. Þat var eitt eðli, at jörðin var gravin í hám fjalltindum og spratt þar vatn upp, ok þurfti þar eígi lengra at grava til vaz enn í djúpum dölum; svo er ok dýr og fuglar, að jamlángt er til blóðs í höfði og fótum. Önnur náttúra er sú jarðar, at á hvuiju ári vex á jörðunni gras ok blóm, ok á sama ári fellur það allt ok fölnar; svo ok dýr ok fugl- ar, at þeím vex hár og fjaðrar, ok fellur af á hvuiju ári. Þat er hin þriðja náttúra jarð- ar, þá er hún er opnuð og gravin þá grær gras á þeírri moldu er efst er á jörðunni. Björg og steína þýddu þeir móti tönnum og beínum kvikinda. Af þessu skildu þeír svá, at jörðin væri kvik, ok hefði líf með nokkur- um hætti, og vissu þeír, að hún var furðuliga gömul að aldartali og máttug í eðli. Hún fæddi öll kvikindi, og hún eignaðiz allt þat er dó, fyrir þá sök gáfu þeír henni nafn, ok töldu ætt sína til hennar." Þó að vér nú vitum að jörðin sé ekki lif- andi skepna, með sama hætti og grös eða dýr, og hvur partur hennar sé ekki til ann- ars þjónustu, eins og í dýrunum sinakerfí og æða, eða rætur og blöð grasa og blóma, eru samt hugmyndir vitringsins gamla svo snotrar og liflegar að enginn skyldi gjöra gys að þeim. Á hans dögum höfðu menn öngva ímyndun um in eilífu öflin sem eru sett til að stjórna himintunglanna gangi; og þó menn sæktu málminn í skaut jarðarinnar hafði samt öngvum hugsast að skoða jarðlög- in eins og þau liggja hvurt ofan á öðru eða gjöra mismun á vatnsæðunum er í sinni rás fylgja lögmáli þyngdarinnar og blóði líkam- ans eða vökva tijánna sem rennaeftir öðrum lögum. Það var því heldur engin furða þegar jarðskjálftarnir hristu löndin að forfeður vor- ir kenndu það umbrotum ins bundna jötuns sem fyrir illsku sakir var útskúfaður úr fé- lagi guðanna og fjötraður til heimsins enda. Fegurstar og háleitastar eru samt hug- myndir austurlenska spekingsins um sköpun heimsins sem standa í uphafinu á fyrstu Mósesbók og hvurjum manni eru svo alkunn- ar að ég þarf ekki að geta þeirra hér. Ég vil því einungis drepa á að svo afbragðsleg dirfska og skáldlegt fjör, sem lýsir úr hvuiju hans orði, virðist þó ekki að síður frásögn hans um sköpunarverkið vera sprottin upp af djúpsærri náttúruskoðun. Gamla spekin dó út á miðöldunum eins og alkunnugt er, því þó hún feldist í bókum var hún samt horfin af jörðu meðan hún lifði ekki í meðvitund og sannfæring þeirra sem á jörðunni bjuggu. En þegar ljós vísindanna aftur fór að skína á norðurlöndum kom það allt í góðar þarfir sem gömlu vitringarnir höfðu afrekað. En nú fóru náttúrufræðing- arnir að ganga annan veg en áður og velja reynsluna sér til leiðtoga. Nú var ekki fram- ar gefinn gaumur að neinum getgátum, hvað álitlegar sem þær voru, fyrr en reynslan stað- festi þær eða að minnsta kosti gjörði þær líklegar. Nú voru frumefnin aðskilin og grandskoðuð og eðli þeirra rannsakað kost- gæfilega. Þræðir orsaka og afleiðinga voru forsjállega raktir í allar áttir eins langt og komist varð; og þessi aðferð hefir haft svo farsælar afleiðingar að mannleg skynsemi verður að undrast alla þá speki sem nú ligg- ur eins og opin bók fyrir augum vorum þar sem áður var myrkur og villa. TP LESBÓKMORGUNBLAÐSINS 27,MAfl995 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.