Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1995, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1995, Blaðsíða 4
JÓNAS HALLGRÍMSSON Svo rís um aldirárið hvurt um sig Svo rís um aldir árið hvurt um sig, eilífðar lítið blóm i skini hreinu. Mér er það svo sem ekki neitt í neinu, því tíminn vill ei tengja sig við mig. Eitt á eg samt, og annast vil eg þig, hugur mín sjálfs í hjarta þoii vörðu, er himin sér, og unir lágri jörðu, og þykir ekki þokan voðaiig. Ég man þeir segja: hart á móti hörðu, en heldur vil eg kenna tii og lifa, og þótt að nokkurt andstreymi ég bíði, en liggja eins og leggur upp í vörðu, sem lestastrákar taka þar og skrifa og fylla, svo hann finnur ei - af níði. Saknaðar- Ijóð - brot - í. Þá var eg ungur er unnir luku föðuraugum fyrir mér saman; man eg þó missi minn í heimi fyrstan og sárstan er mér faðir hvarf. 2. Man eg afl andans í yfirbragði og ástina björtu er úr augum skein. Var hún mér æ sem á vorum ali grös in grænu guðfögur sól. 3. Man eg og minnar móður tár er hún aldrei sá aftur heim snúa leiðtoga ljúfan, Ijós á jörðu sitt og sinna - það var sorgin þyngst. 12. Brann þér í brjósti, bjó þér í anda ást á ættjörðu, ást á sannleika. Svo varstu búinn til bardaga áþján við og illa lygi. 13. Nú ertu lagður lágt í moldu og hið brennheita brjóstið kalt. Vonarstjarna vandamanna hvarf í dauðadjúp - en drottinn ræður. J ónas Hallgrímsson -Eftirmæli- kvæði, og er sumt af því enn þá óglatað. 1829 var hann útskrifaður úr skóla, og var skrifari hjá Ulstrup, fóeta í Reykjavík, þang- að til 1832. Nú þó líkur væru til, að Jónas hefði heldur ryðgað í skólalærdómi þessi árin, og hann væri hins vegar ekki mjög byrgur af peningum, ijeðst hann í að sigla sumarið 1832, leysti af hendi examen artium sama haust með góðum vitnisburði (Iaudabilis), og sömuleiðis examen philologicum et philosop- hicum árið eptir. Þá byijaði hann að stunda lögvísi, og er óhætt að segja, að hvorki sú vísindagrein, eða nokkur önnur, var honum ógeðfelld; en þó var hann hneigðari fyrir annað, og var það ríkara, svo hann dróst algjörlega frá lögvísinni; las hann þá einkan- lega skáldskaparrit, og stundaði meðfram náttúrufræði, sjer í lagi náttúrusögu: ljek honum mest hugur á, að kynna sjer eðli og ásigkomulag ættjarðar sinar, og gat hann fengið af rentukammerinu nokkurn styrk til að ferðast um ísland 1837, fór um vorið heim til Vestmannaeyja með Gísla kaup- manni Símonarsyni, og kom aptur um haust- ið. Aðra ferð fór hann heim 1839 og var heima þangað til 1842, var i Reykjavík á veturna, en ferðaðist á sumrin, og komst nærri því yfir allt landið; hafði honum nú farið svo fram í kunnugleika til landsins, að varla mun neinn maður, síðan Eggert Ólafs- son var á dögum, hafa haft eins jafna og margháttaða þekkingu á íslandi. En á þess- um árum breyttist heilsufar hans svo til hins lakara, að hann beið þess aldrei bætur, og hefur það sjálfsagt, að miklu leyti, dregið hann til dauða. Hann kom aptur til Kaup- mannahafnar 1842, eptir undirlagi hins ís- lenzka bókmenntafjelags, til að semja einn part af íslands lýsingu, sem hann hafði fyr meir, áður enn hann fór heim í seinna skipt- ið, stungið upp á, að fjelagið reyndi að koma á stofn. Ur þessari ferð hafði hann með sjer marga náttúrugripi, sjer í lagi steina og jarð- tegundir, í náttúrugripasöfn konungs og há- skólans. Sumt af því mun að vísu hafa verið ókunnugt áður; að minnsta kosti höfum vjer heyrt getið um nýja kristallstegund, sem Jónas hafði fyrstur fundið, og kom með frá íslandi, og skírður hefur verið Christianit af nafni konungs vors. Þenna vetur var Jónas í Kaupmannahöfn, og varði miklu af þeim tíma til að kynna sjer betur það sem hann hafði með sjer að heiman, og svo til að koma því fyrir. Um vorið fór hann til Sore (sem hann hjelt, að hefði heitið Saurar í fornöld), og var þar hjer um bil ár, hjá Steenstrup, sem þá var þar Lector, en nú er Professor við háskólann í Kaupmannahöfn. Vorið 1844 kom Jónas aptur til Kaupmannahafnar, og var hjer upp frá því að fást við Islands lýs- ingu, þá sem fyr var um getið, en orti jafn- framt meira að tiltölu, enn nokkurn tíma áður; en það átti ekki að haldast lengi; 15. maí seint um kveldið, þegar hann gekk upp stigann hjá sjer'), skruppu honum fætur, og gekk sá hinn hægri í sundur fyrir ofan ökla; komst hann þó á fætur og inn til sín, lagðist niður í fötunum og beið svo morguns. Þegar inn var komið til hans um morguninn, og hann var spurður, því hann hefði ekki kallað á neinn sjer til hjálpar, sagði hann, að sjer hefði þótt óþarfi að gjöra neinum ónæði um nóttina, af því hann vissi, hvort sem væri, að hann gæti ekki lifað. Því næst ljet hann flytja sig í Friðriksspítala, en ritaði fyrst til etazráðs Finns Magnúss-sonar, til að fá hann til ábyrgðarmanns um borgun til spítalans. Þegar Jónas var kominn þangað og lagður í sæng, var fóturinn skoðaður, og stóðu út úr beinin; en á meðan því var komið í lag, og bundið um, lá hann grafkyr, og var að lesa í bók, en brá sjer alls ekki. Þar lá hann fjóra daga, vel málhress og Iífvænlegur yfir- litum; en fjórða daginn að kvöldi, þegar yfir- læknirinn gekk um stofurnar, sagði hann við aðstoðarmenn sína, þegar hann var genginn frá rúmi Jónasar: „tækin verða að bíta í fyrra-málið, við þurfum að taka af lim“; hafði læknirinn sjeð, að drep var komið í fótinn, en hins varði hann ekki, að það mundi dreifast eins fljótt um allan líkamann, og raun varð á. Jónas bað, að lj5s væri látið loga hjá sjer um nóttina; síðan vakti hann alla þá nótt, og var að lesa skemmtunar- sögu, sem heitir Jacob Ærlig, eptir enskan mann, Marryat að nafni, þangað til að aflíð- andi miðjum morgni; þá bað hann um te, og drakk það, fjekk síðan sinardrátt ijett á ept- ir, og var þegar liðinn; það var hjer um bil jöfnu báðu miðsmorguns og dagmála, hálfri stundu áður, enn taka átti af honum fótinn. Hann var grafinn í hjástoðar-kirkjugarði, sem kallaður er, í þeim hluta hans, er liggur til HIN alkunna koparstunga af Jónasi Hallgrímssyni í prófíl; sú mynd sem í hugum flestra íslendinga er hin sanna mynd af skáldinu, hér á kápu bókar Vilhjálms Þ. Gíslasonar um Jónas. ó oss komi ekki til hugar, að bjóða mönnum hjer neitt, sem kalla megi æfísögu Jónasar heitins, getum vjer þó ekki leitt fram hjá oss, að minnast í fám orðum á þau atriði æfi hans, sem vant er að tilgreina í sjerhverri æfiminn- Eftirmæli Konráðs um Jónas birtist í Fjölni 1846. Þar gefur Konráð greinargóða lýsingu á vini sínum og samherja og segir meðal annars svo:„verður því ekki lýst, hversu mikið Qör og hýra var í augum hans, þegar hann var í góðu skapi, einkum ef hann ræddi um eitthvað, sem honum þótti unaðssamt að tala Eftir KONRÁÐ GÍSLASON ingu. Líka ætti vel við að sýna, hvaða hlut hann hefur átt í riti þessu, allt í frá upp- hafi, en þá yrði jafnframt að segja alla æfi- sögu Fjölnis, og látum vjer það hjá líða að sinni. Eptir skólavitnisburði (testimonio) Jónas- ar, er hann borinn og barnfæddur á Hrauni í Oxnadal í Vaðlaþingi, 16. dag nóvember- mánaðar 1807. Faðir hans var Hallgrímur Þorsteinsson, kapiián sjera Jóns Þorláksson- ar. Sjera Hallgrímur drukknaði, meðan Jónas var í bernsku, og getur Jónas þess, þar sem hann segir: Þá var eg ungur, er unnir luku fóður augum fyrir mjer saman. Móðir Jónasar var Rannveig, sem enn er á lífi, dóttir Jónasar bónda á Hvassa-felli, skálds, þess er Jónas var heitinn eptir. Hún kom syni sínum í heimaskóla hjá sjera Ein- ari Thorlacius, sem þá var í Goðdölum og nú er í Saurbæ, og þar var Jónas tvo vetur, þangað til hann fjekk hálfa ölmusu og komst í Bessastaða-skóla 1823. Árið eptir var hon- um veitt öll ölmusa, og má fullyrða, að fáir hafi verið þess verðari, bæði fyrir siðprýðis sakir og náms. Að sönnu er þess við getið í skólavitnisburðinum, að hann hafi heldur verið hyskinn, fyrstu árin sín í skóla; en þeir, sem þá voru honum samtíða, munu flest- ir verða við að kannast, að hyskni hans hafí verið eins affaragóð, og ástundun þeirra, bæði að því leyti, sem honum veitti ljettara námið, og líka hins vegna, að hann hafði alla jafna eitthvað fallegt fyrir stafni, sem átti við eðli hans, og að minnsta kosti seinni árin sín í skóla kynnti hann sjer margt ann- að, enn skólalærdóm. Það má t.a.m. fullyrða, að hann hafi nærri -því kunnað utanbókar kvæði hins forna skálds Ossíans, snúin á dönsku af sjera Steini Blicher. Um þetta leyti samdi hann líka smá-ritgjörðir og orti smá- 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.