Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1995, Side 5
—
öll vötn til Víkur óbrúuð. Reksturinn tók
þijá daga og lömbin voru orðin af sér geng-
in um það er rekstrinum lauk.
Samgönguleysið var erfiðast og mörg
svaðilförin farin yfír næstum ófærar ár.
Mummi minnist þess að eitt sinn reyndu
menn að fara yfír Múlakvísl með hestvagna,
en hún var of djúp og straumhörð og vagn-
amir fóru á hlðina. Þar var í för Eiríkur
Steingrímsson á Fossi á Síðu, stór maður
og sterkur. Hann lenti í kvíslinni og þegar
félagar hans fundu hann rekinn, töldu þeir
hann látinn. Honum var fleygt uppá hest-
vagn og ekið að Höfðabrekku. En hristingur-
inn á leiðinni varð til þess að allt í einu reis
líkið upp og karl lifnaði við.
Synt í Stöðupollum
Eftir skólaskyldualdur fluttíst Mummi til
foreldra sinna í Vík og bjó hjá þeim á vetr-
um og gekk þar í barna- og unglingaskóla.
Hann kveðst snemma hafa haft mikinn
áhuga á íþróttum; þá helzt sundi og hlaup-
um, um annað var naumast að ræða. En
sundlaug var að sjálfsögðu ekki til í Meðal-
landinu. Það aftraði Mumma ekki frá því
að ná sér í Sundbók ÍSÍ og læra sjálfur í
stöðjipollum, sem volgnuðu eitthvað að
sumrininu og til öryggis batt hann á sig
björgunarbelti úr korki, sem rekið hafði á
ijörur. Eitthvað gekk þetta sjálfsnám ekki
sem bezt en 15 ára komst hann á sundnám-
skeið í Landbrotinu og varð þá svo vel synd-
ur að hann tókst á hendur að kenna átta
strákum úr Meðallandinu sund á vegumn
ungmennafélagsins og allt gekk það vel.
Það er komið fram yfír 1920 og leið
Mumma lá „á mölina" eða „suður“ eins og
jafnan var ságt hvaðan sem farið var til
Reykjavíkur. Einskonar millikafli á leiðinni
var mjólkurbílstjórastarf hjá Mjólkurbúi
Flóamanna, enda var Mummi þá með meira-
prófsskírteini uppá vasann og kaskeiti á
höfði sem hver nútíma flugstjóri gæti verið
fullsæmdur af.
í framhaldi af því varð Mummi bílstjóri
hjá Steindóri 1930 og ók m.a. fólki á Alþing-
ishátíðina. í tengslum við ieigubílstjórastarf-
ið hófut kynni hans og Kjarvals. Að þeim
verður síðar vikið.
íþróttaáhugi Mumma varð til þess að
hann reyndi fyrir sér í skíðaíþróttinni. En
það var eins og sundið í Meðallandinu, allt
á heldur frumstæðum nótum, enda búnaður-
inn ekki uppá það bezta. Mummi hefur sagt
frá því að í verulegum snjóþyngslum vetur-
inn 1932-33 varð að leggja allan leigubíla-
akstur niður í Reykjavík; það var ekki verið
að moka í kreppunni. Við þessar aðstæður
fór hann ásamt fleiri bílstjórum hjá Stein-
dóri og keypti sér skíði og skó hjá L.H.MúlI-
er. Það voru þó ekki skíðaskór, heldur svo-
nefndir verkamannaklossar. Bindingarnar
voru þá einnig afar frumstæðar.
Þótt þeir félagar væru óvanir skíða-
göngum var ákveðið eftir skíðagöngu til
Hafnarfjarðar að skella sér austur fyrir Fjall.
Þeir voru þrír saman, Mummi, Ingvar Magn-
ússon frá Óndverðarnesi og Kristján Jóhann-
esson úr Þingvallasveitinni. Þeir höfðu ætlað
að læra á skíði á. námskeiði sem norskur
skíðamaður hélt í Ártúnsbrekkunni, en hann
sýndi þá bara stökk svo það var lítið á því
að græða.
Þeir héldu ótrauðir af stað austur og náðu
til bæja í Ölfusi, en þaðan á Selfoss, niður
á Eyrarbakka og síðan upp í Grímsnes þar
sem þeir dönsuðu á klossunum á balli á
Minni Borg, en þrömmuðu svo áfram að
Laugarvatni, þaðan vestur í Þingvallasveit
með gistingu á Kárastöðum. Suður yfír
Mosfellsheiði komust þeir heilu og höldnu,
en þessi skíðaganga tók 11 daga.
PÁSKAFERÐ Á LANGJÖKUL
I Lesbók Morgunblaðsins er grein árið
1935 eftir Tryggva Magnússon verzlunar-
stjóra í Edinborg um skíðaferð sem hann fór
í um páskana yfír Langjökul ásamt Þórarni
Amórssyni verkstjóra hjá Pípugerðinni og
Mumma. Þar er okkar maður enn kominn á
stjá og hafði verið boðið að taka þátt í þess-
um leiðangri vegna þess að ekki þótti ráðlegt
fyrir aðeins tvo menn að fara í ferð sem gat
verið tvísýn. Litla skíðafélagið, sem starfaði
þá, hafði ákveðið ferðina, en svo fór að að-
eins tveir þátttakendur gáfu sig fram.
Eins og nærri má geta átti Mummi engan
búnað til að fara í upp á jökla. Hann leigði
þá húsnæði hjá Karli Bjamasyni varaslökkvil-
iðsstjóra, sem bauðst til að lána honum kápu
og sagði: „Ég á kápu sem er fóðruð að innan
með kálfsskinni og striga að utan. Hún getur
ábyggilega komið sér vel.“
Lagt var af stað á skírdag; ekið til Þing-
valla, en Halldór bóndi í Hrauntúni flutti fé-
lagana á hestum þartil komið vár í snjó.
Miðað við venjuleg snjóalög á páskum hefur
þarna verið óvenju snjólétt. Ferðinni var heit-
ið um Þórisdal og Langjökul austur að Skriðu-
felli við Hvítárvatn og sömu leið til baka.
PASKALEIÐANGUR á Langjökul 1935. Að ofan t.h.: Við Bjömsfell sunnan
við Langjökul: Jökulfararnir þrír á reið með einn trússhest. Fylgdarmaður-
inn, Halldór bóndi í Hrauntúni tók myndina. T.v.: Tjaldstaður uppi á Lang-
jökli. Að neðan t.v.: Við Björnsfell, Mummi býr til holu til að geta kveikt á
prímus. T.h.: Úr páskaleiðangri 1936, Mummi lengst til vinstri. Myndin er
tekin á bak við Jarlhettur.
GUÐMUNDUR Sveinsson - Mummi
frá Feðgum. Mýndin er tekin 1930
að afloknu meiraprófi og kaskeitið
glæsilega er í tilefni þess.
MUMMI. Myndin er tekin þegar
hann leit inn hjá Lesbókinni í vetur,
þá 88 ára.
FYRSTUR á bíl í Landmannalaugar 16. júní, 1946. Til sannindamerkis var
þessi mynd tekin af herbílnum sem Mummi keypti sama ár. Síðar um sumar-
ið var hann í hópi sem fyrst ók Fjallabaksleið austur í Skaftafellssýslu.
HEIMILISFÓLKIÐ á Feðgum 1926. Mummi er að hleypa heimdraganum og
stendur ferðbúinn með kisuna sína. Aðrir er talið frá vinstri: Sumarliði
Sveinsson, Sveinn Sumarliðason, Sigríður Runólfsdóttir, Guðbjörg Runólfs-
dóttir og Sveinn Þorsteinsson.
Að kvöldi skírdags var tjaldað við Þóris-
dalsvatn en á föstudaginn langa skall á blind-
hríð. Þeir létu það ekki aftra sér; settu átta-
vita á sleðann og tóku stefnu á Klakk, sem
er tindur uppúr jöklinum, og náðu þangað
heilu og höldnu. Á laugardegi fyrir páska
var svo lagt upp austur eftir jöklinum í glaða-
sólskini og logni. Þegar austar kom skildu
)eir sleðann eftir á jökulbungunni, en gengu
á skíðum niður að Skriðufellinu. Þrátt fyrir
12 stiga frost fóru menn í sólbað þegar
seir vom komnir aftur að sleðanum. Á
páskadag voru sett segl á sleðann og siglt
vestur í Þórisdal undan hægum vindi. Tjald-
að var sunnan við Bjömsfell. Þar skildu
)eir farangur sinn eftir en Jón Jóhannsson
'rá Skógarkoti sótti hann nokkru síðar. Fóm
)eir nú fótgangandi til Þingvalla og náðu
)angað eftir 8 tíma göngu.
Fyrstur á BÍL í
Landmannalaugar
Á unga aldri í Meðallandinu hafði Mummi
ur haft Öræfajpkul fyrir augunum og dást
að tign hans. Á þann tind langaði hann til
að ganga, en sá draumur rættist ekki fyrr
en 1941 eða 42; hann man ekki alveg hvort
árið það var. Þeir fóm þrír saman úr Reykja-
vík og lögðu upp frá Sandfelli í Öræfum.
Þeir vildu fá fylgdarmann, en Oddur í
Skaftafelli sagði að þeir hefðu ekkert að
gera með fylgdarmann; „hann skyldi aftur
á móti lána mér stöngina sína; mér dygði
hún alveg" sagði hann. „Við höfðum líka
spotta með okkur til að nota við hæsta hnjúk-
inn. Og bjart veður fengum við á Hvanna-
dalshnjúk. Við gengum svo þaðan niður að
Fagurhólsmýri og einn okkar þremenning-
anna, Leifur Kaldal, tók myndir á leiðinni
og uppi á hnjúknum."
„Fjallabaksvegur hafði alltaf verið eitt-
hvað sérstakt fyrirbæri fyrir mínum hugar-
sjónum", segir Mummi. „Þar væri svo fal-
legt, þar væri svo mikil veiði og afí minn
hafði veitt þar silung. Hann var sá síðasti
sem hafði Veiðivötnin til silungsveiða af
mönnum þarna austan að. Ég mundi eftir
Kötlugosinu 1918 og hafði sterkt í huga að
athuga þyrfti, hvort þama gæti ekki verið
bílvegur ef Katla tæki uppá því að loka öðr-
um leiðum. Þegar hér var komið sögu hafði
enn ekki verið ekið á bíl f Landmannalaug-
ar.“
Bergur Lámsson frá Kirkjubæjarklaustri
var um þetta leyti hjá Sölunefnd setuliðs-
eigna eins og hún hét þá. Mummi fór til
hans og sagðist þurfa að fá „tveggja drifa
bíl“, en hann mætti ekki kosta mikið; pening-
ar vom engir til. Hann tjáði Bergi ennfrem-
ur hvað stæði til - nú skyldi reynt hvort
hægt væri að komast nýja leið austur í
Skaftafellssýslur. Auðvitað sá Bergur til
þess að Mummi fékk bílinn á góðum kjöram-
öðm eins hafði nú verið reddað.
Þetta var vorið 1946. Þá bar 17. júní
uppá mánudag og Mummi og félagar hans
notuðu þessa löngu helgi til að kanna akst-
ursleið í Landmannalaugar. Þeir fóm á föstu-
dagskvöldi austur að Galtalæk í Landsveit
og á laugardeginum komust þeir inn að
Frostastaðavatni. Þeir mokuðu sig áfram
yfír Frostastaðaháls á sunnudeginum f rign-
inu, en góðu veðri og um kvöldið komust
þeir að kvíslinni. Mummi sagði þá við sam-
ferðamennina: „Yfír kvíslina verðum við að
fara, því annars verður glæpnum stolið frá
okkur. Ef við fömm ekki alla leið heim að
Laugakofa, þá segir sá næsti sem kemur:
Ég varð fyrstur á bíl í Landmannalaugar".
Skaftfellingar voru flestum reyndari í því
að velja vöð og yfir fóm þeir á bílnum og
tóku mynd af honum til staðfestingar. Eftir
myndinni að dæma hefur þetta verið hinn
vígalegasti herbíll af gerðinni Dodge Veapon.
í bakaleiðinni völdu þeir sér betri leið og
lögðu þá braut sem síðan var lengi farin í
Landmannalaugar, framhjá Valahnjúkunum
og norðan við Löðmund og Dyngjurnar.
Þessi slóð var síðan farin þar til Vegagerðin
lagfærði veg gegnum Dómadalinn. Kofinn
sem Mummi nefndi er ekki sæluhús Ferðafé-
lagsins, heldur sæluhús fjallmanna á Land-
mannaafrétti, sem sést á myndinni í hraun-
brúninni ofan við bílinn.
Fyrsta Bílferðin Um
Fjallabaksleið
Nú var eftir síðari áfanginn úr Land-
mannalaugum um Fjallabaksleið niður í
Skaftártungur. Mummi var í hópi áhuga-
manna sem réðist í þetta seinna sama sum-
ar. Skaftfellingar vissu hvað til stóð og Gísli
á Búlandi og Jón Björnsson síðar á Kirkju-
bæjarklaustri, voru búnir að fá sér fjallabíla
og ætluðu að koma til móts við leiðangur-
inn. Bergur Lámsson var búinn að safna
saman fríðum flokki þar sem vom Jónatan
Hallvarðsson, Jón Sigurðsson í Sjómannafé-
laginu, Finnur Jónsson ráðherra og okkar
maður, Mummi, var þar að sjálfsögðu á sín-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. JÚNÍ1995 5