Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1995, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1995, Side 9
Frakklands, College de France, en hún er fyrst og fremst rannsóknarstofnun. Þessi staða veitti Foucault það frelsi sem hann hafði lengi sóst eftir enda nýtti hann það til hins ýtrasta þau fjórtán ár sem hann átti eftir ólifuð. | •'.'■■■ .'!-•••, 'i Reynsla Mannsins f1'? &L. Fyrstu árin sín í stöðu prófessors í Coll- ége de France hélt Foucault áfram að skoða ýmsar. hliðar á valdshugtakinu. Hann vár nú aftur orðinn mjög virkur í stjómmálum og einbeitti sér sérstaklega að aðstæðum fanga í frönskum fangelsum sem hann taldi verulega ábótavant, auk þess sem hann leit á fangelsin sem helstu tákn um kúgunarað- ferðir valdhafanna. Snemma á áttunda ára- tugnum fór hugurinn hins vegar að hvarfla meira að öðrum málum sem stóðu Foucault e.t.v. nær en pólitíkin. Þetta voru spurningar sem lengi höfðu legið á honum, jafnvel allt frá námsámnum í ENS, spumingar um reynslu mannsins, um ystu mörk hennar og um_ möndulinn sjálfan, sjálfið. Árið 1963 hafði Foucault birt merka grein um svokallaða transgression eða mæra: reynslu sem er mokkurs konar upplifun mannsins á þeim mörkum þar sem allar andstæður leysast upp. Hugmyndin um mærareynsluna er einhvers konar kristin mystík og felur í sér endumýjaða einingu hins erótíska og hins helga. Afhjúpunin, sem þessi huglæga (en ekki yfirskilvitlega) reynsla leiðir af sér, felur í sér nokkurs kon- ar afturhvarf til frumupprunalegs vitundar- stigs mannsins þegar hugveran og hlutver- an, hugur og líkami, vora eitt. George Bata- ille, sem Foucault hafði mikið dálæti á, nálg- aðist þessa einingu í transgressioninni sem menn upplifa í gegnum það sem hann kall- aði líkamlegar unaðssemdir, s.s. hrylling, ofnautn og kynlíf. Foucault leit svo á að ef við lifum í raun í guðlausum heimi þá er transgressionin eina leiðin til að komast í beina snertingu við hið helga og upplifa helgibrot. Arið 1971 fór Foucault í fyrsta skipti til Bandaríkjanna en síðar meir átti hann oft- sinnis eftir að leggja leið sína þangað. Kali- fomía heillaði hann sérstaklega en þar þótti Foucault hann njóta meira frelsis en í Frakk- landi, bæði í starfí sínu og einkalífi. Það voru kannski ekki síst frjálslyndisleg viðhorf Kalifomíubúa til kynlífs og kynhneigðar sem heilluðu Foueault. Hann kynntist leður- og baðhúsamenningunni í hommahverfum San Francisco og þarna hófust kynni hans af sadó-masókismanum fyrir alvöra. Hann kynntist einnig nautnaiyfínu LSD sem sögur segja að hafi breytt lífi hans, eða sýn hans á lífið og veruleikann, en slíkum sögum þarf e.t.v. að taka með fyrirvara. Eigi að síður hjálpaðist þetta allt saman að við að færa Foucault nær þeirri mærareynslu sem áður var minnst á og hann leit nú á sem nokkurs konar markmið. Um og eftir miðjan áttunda áratuginn beindist áhugi Foucaults æ meir að reynslu mannsins og áhrifum hennar á sjálfsveruna. Síðustu tvær bækur Foucaults, annað og þriðja bindi í sögu kynnhneigðarinnar, L’Usage des plaisirs og Le souci de soi, getum við raunar litið á sem beina afurð þessara hugðarefna hans. Þar er fjallað um það hvernig einstaklingurinn mótar sjálf sitt í fagurfræðilegum skilningi. Markmið þesS' ara verka var að komast fyrir um hvernig maðurinn varð sér meðvitaður um kynhneigð sína, eða kannski öllu heldur um það hvern ig maðurinn fór að upplifa og líta á kynlíf sem sértæka og sérstaka reynslu hvers ein staklings. Þetta verkefni fól svo það í sér Thc H íSltílx Yoj SEXUALITY -/Vv 1X' I 'í< i : ‘4 & VK MtCHRL FOUCMJLT að Foucault varð fyrst að skrifa tilurðarsögu girndarinnar en hana má rekja allt aftur til Forn-Grikkja. Að Deyja fyrir ástina á Ungum Drengjum Það var líkast til í einni af heimsóknum sínum í baðhús San Francisco-borgar sem Foucault smitaðist af sjúkdómi sem menn kölluðu fyrst í stað hommakrabbameinið en varð þekktur undir nafninu AIDS árið 1982. Ekki er vitað hvenær Foucault fékk að vita að hann væri kominn með AIDS, eða hvort hann vissi yfir höfuð hvað það var sem hrjáði hann, því hann minntist aldrei á sjúkdóminn í því samhengi, ekki einu sinni við sambýlis- mann sinn til fjölda ára, Daniel Defert. Fouc- ault virðist raunar hafa horfst æðralaus í augu við dauðann enda kannski engin furða þar sem hann hafði margoft lýst dauðanum sem einni af unaðssemdum lífsins og jafnvel sem mikilvægustu stund þess. Auk þess var að hans mati ekki hægt að hugsa sér fal- legri dauðdaga en að deyja fyrir ástina á ungum drengjum, eins og hann sagði eitt sinn í viðtali við bandarískan starfsbróður sinn. í bók sinni um franska rithöfundinn Ra- ymond Roussel (1963), endurgerir Foucault grísku goðsöguna um völundarhús Mínosar á Krít; í stað þess að hin hugrakka hetja Aþenuborgar, Þeseifur, tortími Mínótárosi, óvættinni sem var að hálfu maður og að hálfu naut og var geymd innst í hinni miklu höll, lendir hún í kjafti ófreskjunnar og læt- ur lífið. Það er kaldhæðni örlaganna að þetta skyldi einmitt verða saga Foucaults sjálfs, að láta lífið í gini ófreskjunnar. Þeim lesend- um, sem hættu á að fylgja mér inn í völund- arhús Michels Foucaults, vona ég að gangi hins vegar betur að rekja sig eftir þræðinum út aftur. Við ritun þessarar greinar var einkum stuðst við tvö rit: The Lives of Michel Foucaulteftir David Macey og The Passion of Michel Fouc- aulteftir James Miller. Höfundur er MA í íslenskum bókmenntum og blaðamaður. MEGAS Sakleysi mitt seinheppið sakleysi mitt var seinheppið er sauðargæru hugði ráð að klæðast en úlfsfeldur var það illskugrár sem fíflaði ólukkusauðinn og því er að nú hæðast allir án forfalla að einfeldni minni stakri að ætla sér að þarflausu svo klaufalega að blekkja eitt er að vera ænstæn bakvið skrifborð annað lýðinn með lengst eyrun að þekkja úlfs vafinn feldi flæmdur grjóti á brott fór ég sauður þrár frá einum heimi til annars uns aumur gerðist stirður sár en enginn greindi mig griða eða greiða verðan - einmitt fyrir það að sakleysi mitt þetta sauðslegt það særði menn í hjartastað og úlfsfeldur glópslegt yfirvarpið ónei ekki bætti úr skák þau vildu ekki flekka svo fagra hjörð á að farga þeim ólukkulák því gat ég í griðleysi mínu gengið þeim á hönd - eða klauf iðkað hugsun sem varðaði villigötur í vandfundin banvæn lönd - bragðað óþekkt lauf en sakleysi mitt var samt og fyrr er undi sæll í móðurkvið það sýndi engin merki bálkaldra bylja eða brennheitrar sólar aðeins nýgetinn frið ég geng við stafnefnu staurblindur einatt steinum grýttur í byggð aldrei fyrirgefst sakleysi seinheppið er sigurorð þó bar af brigð og lygð veröldin skiptir hvorki um ham - né heldur hjörtu og hjörðin mín hún - hún hefur tamið sér tryggð og eltir í blindni ósvífnustu blekkinguna ófyrirleitnina svörtu í björtu laus við minnstu styggð Assassination / Samsæri gættu þín vel þeir gera ekki nokkuð annað en að glíma við að hanna hið fullkomna plott til að ryðja þér úr vegi þó víst sé slíkt með öllu bannað en veiðihundar - sjaldnast þola þeir skoðun í smásjá - eða þvott þú mátt vita heillin að þeir eru á hverju strái með þumalinn búinn til að spenna hanann furðaðu þig á engu bara flýðu sýnist þér gljái það er fjaðurhnífur rakblað - tími og athöfn skapa vanann epli rautt og saklaust sem að veltur eftir vegi virðist þér svo hungraðri kjörið æti en hverjir ætli að séu að krásum slíkum fleygi utan kumpánarnir þeir sem halda að heiminn bæti með gereyðingu alls þess sem þú ert litla dama og eru ekki í neinum vafa um að niðjarnir fagni sýn laust frammí tímann ýmsa trúi ég kynni að lama ef til væri sá hugur sem hreinn væri að gagni ^ þeir telja sig í kafsundi þig króað af hæglega geta og komið þar svo fram ætlunar sinnar vondum verkum þeir kætast mikið lengi fullir fíflsku sem hér éta það finnur enginn þrengsl sem fara vaxandi að kverkum og svo ertu dauð - í sorptunnu sefurðu rótt mín vina svívirt stungin rýtingum alblóðugt afskræmt hræ rest samsærismannanna sig meldaði við hina sem meikuðu árla hljóðlátt sitt brotthvarf úr þessum bæ Höfundur er dægurlagasöngvari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. JÚNÍ1995 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.