Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1995, Qupperneq 10
PÉTURSKIRKJAN í bænum St. Georges er sérkennilegt og fagurt guðshús.
BERMÚDAEYJAR eru vinsæll viðkomustaður ótal lúxusskipa sem sigla við
austurströnd Bandaríiqanna og um Karíbahafið. 50-60 þúsund íbúar Bermúda-
eyja hafa stundum tekið á móti tífaldri íbúatölunni, eða um hálfri milljón.
Seinna var íj'öldi þræla fluttur inn frá Vestur-
Indíum og Norður-Ameríku og ekki leið á
löngu þar til þrælar á eyjunum voru of marg-
ir. Sykurreyr var lítið sem ekkert ræktaður
og engar sögur fara af baðmullarrækt.
Ekki er ætlunin að gera lítið úr þátttöku
Bermúda í þeirri smán sem þrælkun Afríku-
manna og frumbyggja Ameríku hafði í för
með sér . Þótti sumum illa að þeim búið, en
vitnað hefur verið í orð annarra sem þótti
! dekrað við þrælana á Bermúda miðað við það
sem gerðist á eyjunum í Vestur-Indíum. Þó
fannst Englendingum sem sóttu eyjamar heim
á dögum þrælahalds hörmulegt að oft fengu
þrælamir á Bermúda ekkert annað kjöt að
éta en hvalkjöt sem þeir veiddu sjálfír. Bera
mörg ömefni á eyjunum, og minjar í söfnum,
þess vitni að hvalveiðar vom mikið stundað-
ar. Um langt skeið var ambergris, eða ambur
eins og íslendingar nefna þetta úrgangsefni
búrhvala, verðmæt útflutningsvara vegna þess
að efnið var lengi vel ómissandi þáttur í fram-
leiðslu ilmefna. Einnig þótti mönnum ekkert
athugavert við að kveikja bál á klettum til
, þess að lokka skip sem áttu leið framhjá eyjun-
um inn í skerjagarðinn og stunda rán, er þau
strönduðu, sem aukabúgrein.
Bermúdamenn hafa frá upphafí verið mikl-
ir sægarpar. Þegar þrælahald var afnumið í
breska heimsveldinu árið 1834, kom í Ijós
að eyjaskeggjar voru lítt hneigðir til bú-
starfa. Yfírvöld tóku þá ákvörðun að Portúg-
ölum frá Asoreyjum og Madeira yrði boðið
að koma til landbúnaðar- og ræktunarstarfa.
Portúgalar gátu sér gott orð fyrir alúð og
dugnað við jarðrækt og ástandið heima fyrir
var óstöðugt. Fyrstu Portúgalamir stigu á
land á Bermúda árið 1849. Alla tíð síðan
hafa fiestir þeir garðyrkjumenn sem hlúð
hafa að gróðri og stundað jarðrækt verið af
portúgölskum uppruna. Vinnusemi, hógværð
og þjónustulipurð þessa fólks hefur gert því
j kleift að festa sig í sessi í öllum atvinnugrein-
um. Þar á meðal eru stórkaupmenn, þing-
menn, læknar, lögfræðingar o.s.frv. Portúg-
alar hafa varðveitt tungumál sitt og menn-
ingu, þótt þeir hafi látið það eiga sig hingað
til að láta mikið á því bera.
Blóm í Buckinghamhöll
Afleiðing vaxandi jarðræktar varð sú að
útflutningur á afurðum sem ekki var hægt
að rækta á vetuma í nyrðri fylkjum Norður-
Ameríku varð töluverð búbót. Aðallega voru
þetta kartöflur, tómatar og hinn rómaði
1 Bermúdalaukur. Seinna fóru menn að flytja
út liljur, aðallega um páska. Þessi páskalilja
er hvít (Lilium longiflorum) með stórum blóm-
um og höfgandi ilmi. Bermúdamenn senda
ævinlega talsvert magn af þessu blómi til
konungsfjölskyldunnar í Buckinghamhöll fyr-
ir páska. Það má taka fram að það væri til
að æra óstöðugan að lýsa öllum þeim blómstr-
andi jurtum sem prýða eyjarnar, en ég hef
orðið þess vitni að fólk rekur í rogastans
þegar það sér pottablómin sín í risavöxnum
útgáfum sem þarf að klippa reglulega til að
halda í skefjum.
Staða eyjanna (600 sjómílur austur af
Cape Hatteras, Norður Karólínu - í miðjum
Golfstraumnum) og milt vetrarloftslag, 20-
25C, orsakaði að veturseta á eyjunum komst
í tísku hjá auðmönnum frá norðausturríkjum
( Bandaríkjanna á seinni hluta nítjándu aldar.
Rithöfundurinn Mark Twain, Samuel Lang-
horne Clemens (1835- 1920) eins og hann
hét réttu nafni, var meðal þeirra fyrstu sem
tóku ástfóstri við Bermúda og íbúana þar.
Sjóferðin tók að minnsta kosti þrjá sólar-
hringa og eins og áður segir er oft úfínn sjór
á þessum slóðum og hætta á fellibyljum á
haustin. Haft er eftir skáldinu: „Bermúda er
paradís, en maður verður að ferðast gegnum
helvíti til að komast þangað.“ í byrjun aldar-
innar barðist Mark Twain gegn því að bifreið-
ar yrðu innfluttar - gekk um með undirskrif-
talista og fannst eimreiðin sem gekk endi-
langan eyjaklasann, frá St.George’s til So-
merset, reiðhestar, hestvagnar og reiðhjól
ásamt feijum og einkabátum sinna samgöng-
um fullkomlega.
1- Fyrsta bifreiðin á Bermúda var rúta, flutt
inn skömmu fyrir seinni heimsstyrjöld. Eftir
stríð fjölgaði einkabifreiðum stöðugt og eim-
reiðin var lögð niður. Flatarmál Bermúdaeyja
er ekki nema 40 fermílur, þ.e.a.s 20 mflur á
iengd og tvær mílur þar sem breiðast er.
Nauðsynlegt var að takmarka íj'ölda bifreiða
og er enn í dag óheimilt að skrá fleiri en eina
bifreið á aðsetur. Ekki er leyfilegt að reka
bflaleigur" en ferðamenn sem treysta sér á
skellinöðru út í vinstri umferð hafa ekkert að
óttast. Löglegur hámarkshraði er 20 mflur á
klukkustund og þó að menn séu ekki teknir
fyrir of hraðan akstur ef þeir halda sér undir
, 30 m, eru eyjaskeggjar einstaklega kurteisir
í umferðinni og fylgjast grannt með gestum
sínum sem fíkra sig eftir krókóttum stígum
á þessum farartækjum. .Almenningsvagnar,
rósrauðir á lit, eru líka áberandi.
Ferðamenn, eða gestir eins og Bermúdabú-
ar kalla fólk sem sækir þá heim, eru gjarnan
undrandi á því, þegar þeir loks sjá eyjamar
úr lofti, að öll húsaþök eru hvítmáluð. Þökin,
sem eru hönnuð úr kalksteinshellum sem síð-
an eru kalkaðar, gegna öðru og meira hlut-
verki en að vera þak yfír höfuðið. Ferskt
vatn er ekki að finna á þvr dýpi að það svari
kostnaði að bora eftir því. Húsin eru því
hönnuð þannig að regnvatni er safnað af
þökunum í þrær undir grunni þeirra. Menn
fara því með vatnið sem verðmæta náttúruaf-
urð og þykir nánast glæpur að sóa vatni.
Verði íbúi uppiskroppa með vatn þarf hann
að kaupa það af öðmm sem eiga það aflögu.
Einnig hefur verið komið upp veri sem eimar
vatn úr sjó. Vatnið er í sjálfu sér ekki mjög
dýrt, en flutningur þess í sérhönnuðum tank-
bílum kostar sitt. Trl er vatnsveita sem sér
mönnum fyrir vatni sem má nota í sundlaug-
ar, þvotta og salerni, en er ekki drykkjar-
hæft. Slíkt vatn má fínna á um það bil 60
feta dýpi og eru mörg dæmi um að menn
bori eftir vatni á eigin landi til þvílíkra nota.
Einnig má taka fram að við hvert hús er
rotþró sem tekur við úrgangi íbúanna.
Bermúdamenn eru sagðir fmmherjar í
ferðaþjónusu vestanhafs. Jafnvel fyrir alda-
mót áttuðu þeir sig á því að þeir voru of
fámennir og frumstæðir þegar iðnaður til
útflutnings var annars vegar og tóku þeir
þá ákvörðun að bjóða fólki, sem vildi borga
þeim fyrir, að sækja þá heim. Sá fjöldi starfa
sem skapaðist í kringum þessa iðju varð til
þess að flytja þurfti inn fagmenn í hótel-
rekstri, matreíðslu og ýmsum öðmm störfum
tengdum ferðaþjónustu. Leituðu þeir til Evr-
ópu vegna þess að hinum tignu gestum þeirra
var ekki bjóðandi nema það besta. í dag er
þar rekinn virtur hótelskóli sem eflaust er
staðsettur í fallegasta umhverfi sem um get-
ur í skólahaldi. The Bermuda Hotel College
er til húsa á landareign Stonington Beach
hótelsins og em heimamenn þjálfaðir í öllu
sem viðkemur hótelrektsri á sjálfu hótelinu.
Nú þarf ekki lengur að flytja inn fagmenn
erlendis frá, heldur sækjast aðrar þjóðir eftir
þeirri þekkingu sem Bermúdamenn hafa fram
að færa.
Engar Berbrjósta Konur
• Strax þegar augljóst var að Bemrúda var
áfangastaður hinna vandlátu tókú ráðamenn
þá stefnu að sníða sér stakk eftir vexti.
Ákveðið var að takmarka fjölda gesta með
því að leyfa ekki óbeislaða byggingu gisti-
húsa, bjóða aðeins upp á það besta og fá
gott verð fyrir vömna. Ýmsar reglur þóttu
íhaldssamar - eins og til dæmis sú að ef
fólk lét sjá sig á götum úti í ósæmilega stutt-
um buxum (Bermúda-buxur voru löglegar),
menn berir að ofan eða konur með krullup-
inna í hárinu, fékk sá sem átti í hlut áminn-
ingu frá lögreglunni sem rétti viðkomandi
grænan miða. Krafist var að menn mættu
til kvöldverðar í skyrtu með hálstau og vita-
skuld í jakka. Ýmsar þessar reglur eru ekki
teknar eins alvarlega í dag og ég býst við
að flestir veitingastaðir séu hættir að vera
með hálstau á lager fyrir þá sem ekki kunna
sig. Eitt er þó víst, að það varðar við lög að
kona láti sjá sig berbijósta á baðströnd.
Annað sem er algjörlega bannað enn þann
dag í dag er auglýsir.gaskmm í umhverfinu
- engin skilti, neonljós eða þessháttar.
Og hvað getur svona lítill eyjaklasi, sem
telur 50 til 60 þúsund íbúa, tekið á móti
mörgum ferðamönnum á ári? Þegar best lét
um það bil 500.000. Athafnaskáldin létu ekki
að sér hæða og um miðbik aldarinnar, þegar
samkeppni í ferðaþjónustu fór vaxandi, tóku
menn það til bragðs að bjóða alþjóðafyrir-
tækjum aðsetur á Bermúda svo þau gætu
nýtt sér skattaívilnun heimafyrir. í öllu írafár-
inu í sambandi við vinsældir eyjanna sem
áfangastaðar efnaðra ferðamanna og allri
þeirri velmegun sem því fylgdi gleymdist að
hugsa um aukaatriði eins og tekjuskatt og
gjöld af ýmsu tagi. Yfirbygging hins opin-
bera var í lágmarki og tollur var settur 20%
á allan innflutning sem ekki var tollfijáls á
annað borð. Ferðamenn borguðu, og borga
enn, brottfararskatt. Velferð sem slík var í
höndum íbúanna sjálfra, sjúkratrygging í
umsjá atvinnurekenda og prestaköllin níu sáu
um þá sem ekki gátu séð um sig sjálfír. Nú
tóku menn Hong Kong sér til fyrirmyndar
og kynntu Bermúda sem aðlaðandi aðsetur
fyrirtækja. Vel menntað starfsfólk var til
staðar, samgöngur til fyrirmyndar og nálægð
við Bandaríkin var tvímælalaus kostur. Það
var óþarfí að taka fram að loftslagið var
óaðfinnanlegt og umhverfið yndislegt. Einu
forsendurnar fyrir því að fyrirtæki fengi að
starfa þar var að það borgaði ákveðið gjald
við stofnun útibúsins, síðan ár hvert, fengi
lögfræðing sér til fulltingis og réði aðeins
heimamenn. Undanþága í þeim efnum var
fengin ef framboð á atvinnu varð meira en
framboð á starfsfólki, eða ef ekki var fáanleg-
ur heimamaður með ákveðna sérþekkingu
fyrir hendi. Eins varð fyrirtækið að skipta
við innlendan banka. í dagblaðinu Royal
Gazette, 16 febrúar síðastliðinn er úttekt á
fjárlagafrumvarpi sem segir að stórbankamir
tveir (sá þriðji kemst ekki með tæmar þar
sem þeir hafa hælana), The Bank of Bermuda
og The Bank of Butterfíeld skuli greiða eina
milljón dollara lyrir bankaleyfí í ár. Bermúda
er að því leyti frábrugðin öðmm skattapara-
dísum að erlendir bankar fá ekki að starfa
þar. Fyrirtæki skulu greiða launaskatt og
sjúkrahússkatt - samtals 11,5% , en sé heim-
ilt að taka 4% af þeirri upphæð af launþega
ef þeim þóknast. I framhjáhlaupi má geta
þess að meðaltekjur heimilis á Bermúda eru
fimmtíu þúsund dollarar (gengi Bermúda
dollars er hið sama og US$.)eða sem svarar
3,250 milljónum ísl króna; það gerir 271
þús. á mánuði.
ÁFRAM í BRETAVELDI
Stærsta vandamál Bermúda er að halda
íbúafjöldanum í skefjum og er það gert með
ströngum reglum um atvinnuleyfi, dvalar-
leyfi og ríkisfang. Bermúda er enn í breska
samveldinu, en sjálfstæði hefur verið til
umræðu árum saman. Þjóðaratkvæða-
greiðsla fór fram um málið í ágúst síðastliðn-
um. Meirihluti kjósenda greiddu því atkvæði
að Bermúda yrði áfram í breska samveld-
inu. Eignaskattur var innleiddur fyrir um
það bil aldarfjórðungi og þá aðallega miðað-
ur við steinsteypu. Þ.e.a.s. þeir sem áttu
stór hús, steyptu sér palla, sundlaugar, heim-
reiðar og því um líkt borguðu meira en þeir
sem áttu stórar ræktaðar lóðir. Samt er land
á Bermúda líklega hið verðmætasta á jarð-
kringlunni vegna smæðar eyjanna. Lang-
flestir íbúanna kaupa landið sem þeir byggja
og reynt hefur verið halda lóðum í dreifbýli
ekki minni en fjórðungi ekru, eða 0,1 hekt-
ara.
Bermúda mjakast í átt að velferðarstefnu
og yfirbygging hins opinbera stækkar.
Ágreiningur hefur verið um hvort slíkt smá-
ríki geti haldið uppi utanríkisstarfsemi, sendi-
ráðum o.s.frv. Þeir sem eru fylgjandi sjálf-
stæði benda á að samstarf í þeim efnum sé
þegar fyrir hendi meðal smáríkja í Karíbahaf-
inu. Hinir halda réttilega fram að Bermúda
sé ekki í Karíbahafinu, að eyjaskeggjar hafí
hingað til grætt á því að halda sínum bresku
hefðum og vilja halda áfram að vera þegnar
hennar hátignar Elísabetar II. Bretaveldi er
heldur ekkert að skipta sér af því hvernig
þeir stjóma sínum málum. Landstjórinn er
aðeins til skrauts á tyllidögum og tilbúinn
að taka á móti þjóðhöfðingjum þegar svo ber
undir. Krúnan sér um varnarmál eyjanna og
utanríkismál.
Vinsælt dægurlag sem öldungurinn og
trúbadorinn Hubert Smith, sem er eins og
flestir eyjarskeggjar hvítur, svartur og port-
úgalskur í bland, með kannski örlítið af amer-
ískum frumbyggja aftur í ættir, byijar á
þessum orðum: „Bermuda is another world,
seven hundred miles at sea...“ Þýðingin
kann að vera klaufaleg en hljómar eitthvað
á þessa leið: „Bermúda er annar heimur, sjö
hundruð mílur úti á sjó ...“ Þá er miðað við
fjarlægðina frá New York - tveggja tíma
flug og vissulega fínnur stórborgarbúinn
annan heim. Þó að Bermúdabúar séu dugleg-
ir og vinnusamir er enginn að flýta sér. Allir
hafa tíma til að brosa og bjóða gestum góð-
an dag. Annar öldungur, sem er kallaður
ambassador Barnes, stillir sér upp við hringt-
org á bæjarmörkum Hamilton klukkan sjö á
morgnana alla virka daga til að koma vinn-
andi fólki í gott skap. Þessi hvítskeggur,
þeldökkur, en eins og Hubert talsvert bland-
aður, heilsar glaður og veifar fólki sem ekur
makindalega til vinnu. Menn taka daginn
snemma og eru kannski búnir að fara níu
holur áður en þeir mæta í vinnu. Miðað við
landrými eru fleiri golfvellir á Bermúda en
þekkist annars staðar í heiminum.
Eyjarnar hafa nú eignast viðurnefnið Isles
of rest, eða „hvíldareyjar." Ferðalangar sem
sækjast eftir fjöri eða fjárhættuspili eiga
ekkert erindi þangað. Þar er hægt að
skemmta sér í rólegheitum og njóta heil-
brigðrar útiveru bæði á sjó og landi. Gárung-
ar, sem vilja umfram allt stuð og æsing,
hafa sagt að Bermúda sé áfangastaður fyrir
„the newly wed and the nearly dead“ - ný-
gift fólk og næstum dauð gamalmenni.
Kannski voru það eyjaskeggjar sjálfir sem
komu þessum orðrómi á kreik til þess að
vernda hið einstaka andrúmsloft sem þeim
sjáfum er svo kærkomið: glaðværð, rólegheit
og reisn.
Höfundur bjó á Bermúdaeyjum í tvo áratugi,
en er nú fluttur til l’slands.