Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1996, Page 1
GÖNGUHÓPURINN við listasafn Samúels Jónssonar í Selárdal. Greinarhöfundurinn tók myndirnar og þessvegna vantar hana eina á þessa mynd.
Þrútið var loft . . .
Gönguhópurinn „Fríða og föruneyti“ ákvað að
fara sína árlegu ferð til Vestfjarða sumarið
1995. Fyrir utan Hornstrandir er enn ekki
algengt að fólk fari í hópum í gönguferðir um
Vestfirði. Aðrar leiðir eru fjölfarnari svo sem
Þessi dagur sem átti að
vera nokkuð auðveldur,
reyndist mikil þrekraun
fyrir ýmsa, ekki síst þar
sem við þurftum að
ganga lengi í stórgrýti,
sem er mjög slítandi,
sérstaklega þegar gengið
er í þoku.
Eftir KRISTÍNU
EINARSDÓTTUR
leiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur
eða „Laugavegurinn“, Kjalvegur hinn forni,
leiðin milli Snæfells og Lóns og eyðibyggðir
milli Eyjafjarðar og Skjálfanda.
Eftir nokkra könnun á möguleikum var
ákveðið að velja gönguleiðir á sunnanverð-
um Vestfjörðum að þessu sinni. Áætlunin
miðaði viþ að fara akandi til Stykkishólms
og taka far með ferjunni Baldri til Brjáns-
lækjar með viðkomu í Flatey. Dvelja fyrstu
nóttina í skóla að Birkimel við Hagavaðal.
Þaðan átti að fara inn Mórudal og yfir í
Reykjafjörð í Arnarfirði. Við völdum þessa
leið til þess að geta notað sundlaugina í
Reykjafirði að lokinni göngu. Einnig hefði
verið hægt að fara Fossheiði yfir í Fossfjörð
en sú leið var fjölfarnari en okkar göngu-
leið hér áður fyrr. í Reykjafjörð átti að
sækja okkur og aka til Tálknafjarðar og
daginn eftir í Selárdal til að ganga yfir
Selárdalsheiði til baka til Tálknafjarðar.
Ferðinni átti svo að ljúka með því að ganga
Miðvörðuheiði frá Tálknafirði yfir á Barða-
strönd og enda ferðina á sama stað og hún
hófst. En veðurguðirnir láta ekki ferðaáætl-
anir þéttbýlisbúa ráða ferðinni eins og
göngufólkið átti eftir að komast að.
Hagavaðall-Suðurfirðir
Lagt var af stað miðvikudaginn 26. júlí
og gekk allt samkvæmt áætlun til að byrja
með. Nítján manna hópur gekk af stað dag-
inn eftir glaður í bragði, en ætlunin var eins
og áður sagði að ganga í Reykjafjörð í Amar-
firði þennan dag.
Mórudalur er fallegur kjarrivaxinn dalur
inn af Hagavaðli. Við gengum inn dalinn að
austanverðu. Innarlega í dalnum eru heitar
lindir sem notaðar voru til að byggja frum-
stæða laug þar sem börnum var kennt sund
hér áður fyrr. Við lindirnar vex m.a. skolla-
burkni og annar fallegur gróður og er vel
þess virði að ganga upp í hlíðina og skoða
þetta svæði. Upp úr dalnum þarf hins vegar
að fara vestanmegin ár en víðast er auðvelt
að komast yfir hana. Ef vel er að gáð, má
sjá leifar af götu upp úr dalnum og þegar
komið er hærra upp vísa vörður veginn í vest-
ur inn á Fossheiði. Slóðinni var fylgt nokkra
stund í vestur en svo var ákveðið eins og
fyrr sagði að sveigja til norðurs og stefna á
skarðið milli Skarðsfjalls og Hádegisfjalls og
fara þar niður í Reykjafjörð. Þegar þarna var
komið var komin mikil þoka og skyggni innan
við 50 metra. Ákveðið var að halda fyrri
áætlun þótt eftir á að hyggja hefði e.t.v. ver-
ið vænlegra að fylgja vörðuðu leiðinni yfir
Fossheiði niður í Fossfjörð. Áttavitar og hæð-
armælir voru nú dregnir fram og tekið mið
á skarðið. Guðrún Ólafsdóttir á Bíldudal sem
er frá Reykjafirði var búin að segja, að það
væri auðvelt að rata á skarðið en hún gerði
auðvitað ekki ráð fyrir því skyggni sem var
þennan dag. Hún sagði jafnframt að mjög
gott útsýni væri frá Hádegsfjalli og hvatti
eindregið til að þangað yrði gengið upp og
þess notið ef veðrið væri gott. Þrátt fyrir
góða leiðsögn fór hópurinn of austarlega og
lenti í þokunni upp á Hádegisfjall en auðvitað
var útsýnið ekkert. Við gengum síðan í þok-
unni austur með fjallinu að norðanverðu og
svo niður í Trostansfjörð en þangað var orðið
styst niður úr þokunni. Við vorum ósköp feg-
in þegar við komun niður á þjóðveginn og
rúta frá Torfa Andréssyni birtist til að aka
mannskapnum í náttstað á Tálknafirði. Að-
staða fyrir ferðafólk á Tálknafírði var að
okkar mati mjög góð. Gist var í grunnskólan-
um rétt við sundlaugina, en þar er góð að-
staða til að elda og smyija nesti og veitinga-
hús skammt undan með góðum mat að lokn-
um degi. Ef fólk vill tjalda eða gista við
meiri þægindi er einnig boðið upp slíkt á
staðnum.
Margt Býr í Þokunni
Þessi dagur sem átti að vera nokkuð auð-
veldur, reyndist mikil þrekraun fyrir ýmsa,
ekki síst þar sem við þurftum að ganga lengi
í stórgrýti, sem er mjög slítandi sérstaklega
þegar gengið er í þoku. En öll nítján kom-
umst við heilu og höldnu til byggða. Það má
ekki síst þakka því að hópurinn var mjög