Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1996, Side 2
GATAN í skriðunni milli Krossadals og Arnarstapa.
samhentur og treysti á þá tvo sem tilnefndir
höfðu verið í upphafi til að ákveða stefnuna
ef aðstæður yrðu eins og raun bar vitni. Við
gættum þess að halda hópinn, missa ekki
sjónar á neinum og sættum okkur við stefn-
una sem ákveðin var þótt ekki væru allir allt-
af sammála um að hún væri sú rétta. Þeir
sem hafa gengið í þoku vita að auðvelt er
að villast og ekki hægt að treysta á tilfínn-
ingu fyrir áttum.
Selárdalsheiði
Næsta dag var á áætlun að ganga frá
Selárdal yfir Selárdalsheiði niður í Krossadal
við Tálknafjörð að Sellátrum. Hópnum var
ekið í Selárdal. Fyrst var stansað í Brautar-
holti en þar bjó Samúel Jónsson, listamaður-
inn með bamshjartað. Samúel byggði þar
kirkju yfir altaristöflu sem hann gerði og var
ætluð Selárdalskirkju á 100 ára afmæii henn-
ar, en henni var hafnað. Altaristaflan er nú
varðveitt í Listasafni alþýðu. í garðinum gef-
ur að líta listaverk sem eru farin að láta veru-
lega á sjá og eru sum nær ónýt. Vonandi
tekst að koma í veg fyrir að þau verði endan-
lega veðri og vindum að bráð, þótt þau séu
e.t.v. ekki flokkuð meðal heimslistaverka.
Síðan var ekið að Selárdal en hann þótti
meðal merkustu brauða á landinu hér áður
fyrr og bjuggu þar margir merkir prestar.
Því miður var kirkjan lokuð vegna viðgerða.
Þaðan var gengið inn dalinn eftir vegslóða.
Veðrið var okkur heldur ekki hliðhollt þennan
dag, rigning og nokkur vindur. Eðlilega voru
sumir þreyttir og fótsárir eftir fyrsta daginn
og ekki virtist spennandi að ganga aftur í
slæmu skyggni á fjöllum. Eftir um þriggja
kílómetra göngu skiptist hópurinn því í tvennt
og ákvað um helmingurinn að taka rútuna
til baka til Tálknafjarðar að Sellátrum og
ganga þaðan til móts við heiðargöngufólkið.
Það var með hálfum hug sem lagt var á bratt-
ann með rigninguna í fangið. En þrátt fyrir
veðrið var ferðin mjög skemmtileg. Þó að
rigndi alla leiðina var skyggni alveg sæmilegt
enda kröfumar ekki miklar eftir þokugöngu
gærdagsins. Hægt var að ganga vegslóða
áfram inn dalinn en þegar hallinn jókst tók
við gömul gata sem hægt var að fylgja yfir
í Krossadal auk þess sem leiðin er vörðuð
alla leið. Ur Krossadal liggur góð göngugata
í skriðunni meðfram sjónum yfir að Arnar-
stapa. Gatan yfir heiðina og í skriðunni er
stórkostlegt mannvirki sem hefur kostað ófá-
ar vinnustundir fyrr á öldum. Þótt fokið sé
úr veginum og sums staðar sé hann runninn
tii er hann víðast mjög fallegur og ber þess
merki að mikið hefur verið lagt í þessa vega-
gerð. Vakti það undrun og aðdáup hve vel
vegurinn heldur sér en varla hefur viðhald
verið mikið undanfarna áratugi. Þessi vegur
er um margt merkilegra mannvirki en mörg
þau sem gerð eru nú á tímum með stórvirkum
tækjum og tólum. Leiðin yfir Selárdalsheiði
var fjöifarin fyrr á tímum og væri áhugavert
að tengja gönguferðir á þessu svæði við sögu
vegarins og byggðanna sem hann tengdi.
Lokaáfangann að Sellátrum gekk hópurinn
sameinaður á ný en rútuhópurinn hafði einn-
ig átt góðan dag þótt margir nöguðu sig í
handarbökin yfir að hafa ekki gengið heiðina
með okkur í rigningunni.
Miðyörðuheiði
Ætlun hópsins var að ganga til baka frá
Tálknafírði yfir Miðvörðuheiði að Haga á
Barðaströnd sem er skammt frá Birkimel þar
sem við gistum fyrstu nóttina. Samkvæmt
lýsingu er þetta skemmtileg leið með útsýni
yfir Breiðafjörð og Snæfellsnes niður í dali
Amarfjarðar (suðurfirðina)* og út allan
Tálknafjörð. En þessi leið verður að bíða betri
tíma því að þoka var niður í sjó á laugardags-
morguninn. Ákveðið var því að breyta ferðaá-
ætluninni og fara á Rauðasand þar sem spáð
var heldur betra veðri.
Rauðisandur
Aðeins þrír úr hópnum höfðu komið á
Rauðasand og var undirrituð ein þeirra. Þeg-
ar ég kom þangað í fyrsta sinn var glamp-
andi sólskin og gott veður. Þrátt fyrir nokkuð
þungbúið veður í þetta sinn var stórkostlegt
að sjá þennan mikla sand birtast þegar kom-
ið er niður af heiðinni. Litirnir eru þannig
að fátækleg orð geta þeim varla lýst. Fegurð-
ina verður hver og einn að sjá með eigin
augum.
Við ókum út að Melanesi en þar slógumst
við í för með Þresti Reynissyni, leiðsögu-
manni frá Patreksfírði. I sumar hefur verið
boðið upp á gönguferðir á Vestfjörðum undir
leiðsögn staðkunnugra og er Þröstur einn
þeirra. Gengið var að Sjöundá og saga staðar-
ins rifjuð upp, en eins og kunnugt er byggði
Gunnar Gunnarsson sögu sína Svartfugl á
atburðum sem gerðust á bænum árið 1802.
Síðan gengum við upp með ánni að varpinu
þar sem farið er niður að Surtarbrandsnámun-
um í Stálfjallinu en þær voru nýttar fram til
1917. Ekki var lagt í að kanna námurnar í
þetta sinn en látið nægja að virða fyrir sér
útsýnið og hlýða á sögu svæðisins og það
harðræði sem fólk hefur búið við fyrr á öldum
á þessum slóðum. Þegar horft er á Skor það-
an sem Eggert Ólafsson, náttúrufræðingur
og skáld, og Ingibjörg Guðmundsdóttir kona
hans lögðu í sína hinstu siglingu vorið 1768,
rifjast upp upphaf kvæðisins sem Matthías
Jochumsson orti um þann atburð:
Þrútið var loft og þungur sjór,
þokudrungað vor.
Það var hann Eggert Ólafsson,
hann ýtti frá kaldri Skor.
Ferðalok
Eftir vel heppnaðan dag á Rauðasandi og
nágrenni var ekið yfir Kleifaheiði að Birkimel
þar sem efni í hátíðarkvöldverð beið okkar.
Eftir bað í Krosslaug sem er í fjörunni skammt
frá skólanum, var grillað og lagt á veisluborð.
Daginn eftir flutti Baldur okkur svo aftur til
Stykkishólms.
í Ferðabók Eggerts og Bjarna sem gefín
var út í Danmörku árið 1772 segir m.a. um
Vestfirði (I bls. 267): „Það veldur einnig
óþægindum hér á Vestfjörðum, að menn verða
að ferðast mest fótgangandi, einkum á
vetrum. Það er hvort tveggja, að hestar eru
fáir, og svo er landið erfitt yfirferðar með
hesta sakir stórgrýtis og kletta. Vestfírðingar
eru þess vegna miklu betri göngumenn en
aðrir íslendingar. Þeir ganga oftsinnis 10
mílur á dag og bera þó þungar byrðar."
Það er því engin tilviljun að Vestfirðir hafa
upp á margar spennandi gönguleiðir að bjóða.
Ég er viss um að fjölmargir þeirra skipulögðu
hópa sem gengið hafa um landið á
undanförnum árum eiga eftir að velja
gönguleiðir á Vestfjörðum til þess að njóta
þeirrar fegurðar og hrikaleika sem svæðið
býður upp á. Nauðsynlegt er fyrir þá sem sjá
um ferðamál að vinna saman að því að benda
á miserfiðar gönguleiðir, til þess að fólk eigi
auðveldara með að skipuleggja ferðir sínar.
Sumir vilja geta gengið á milli áfangastaða
með allt á bakinu en aðrir vilja geta haft
ferðina auðveldari. Af samtölum við
heimamenn og rýni í landakortið má sjá hve
möguleikamir eru miklir á svæðinu.
Má þar nefna þær fornu gönguleiðir sem
eru á svæðinu við Látrabjarg og yfir á
Rauðasand, Sandsheiði frá Rauðagandi yfir á
Barðaströnd, Lambeyrarháls milli
Tálknafjarðar og Patreksfjarðar svo einhver
dæmi séu nefnd á sunnanverðum
Vestfjörðum. Reynsla okkar af samvinnu við
ferðaþjónustufólk á Tálknafirði og nágrenni
sýnir að það er auðvelt að skipuleggja þarna
gönguferðir við allra hæfi ef viljinn er fyrir
hendi.
Þrátt fyrir að máttarvöldin væru okkur
göngufólki andsnúin í okkar fyrstu gönguferð
á þessum slóðum ríkti almenn ánægja með
ferðina og á hópurinn örugglega eftir að koma
aftur, jafnvel strax næsta sumar.
Skrifað í október 1995,
RÚNAR KRISTJÁNSSON
Tveir
heimar
Þeir nefna það fyrir norðan
að nöpur sé vetrartíð
og fannir á fannir ofan
og flestalla daga hríð.
Þar karlar með klaka í skeggi
og konur með efldan mátt
standa í stríði hörðu
og stælast á frónskan hátt.
En veðurlag víða er annað
sem veikir og lamar þjóð
og setur svæfandi moilu
í sálina og eitrar blóð.
Því fyrir sunnan er sólskin,
þar situr og borðar ís
fólk sem er mjög svo menntað
og málið er „yes“ og „please
Höfundurinn býr á Skagaströnd.
ÓLÖF DE BONT
ÓLAFSDÓTTIR
Við tóma
vöggu
Þú komst
of fljótt
og ætlaðir
ekki að dvelja
Svo agnarsmá
fæddist þú
og grátur þinn
var bergmál
sem fjaraði út
hægt og rólega
Eins og veikburða
fugl
hófst þú þína
lífsgöngu
Á þig var sett
merki
utangarðsmannsins
Ófullkomleiki þinn
varð tákn
krafts og styrkleika
Vofa sláttumannsins
kom
aftur og aftur
Þú von drauma
minna
Ávöxtur kviðar
míns
Þú ert dáin
og tregur er
söngur minn
við tóma
vögguna þína
Höfundur er framkvæmdastjóri
í Reykjavík.
KRISTJÁN J.
GUNNARSSON
Leiðin
uppeftir
Upparnir kaupa
Grand Cherókí
áðuren þeir leggja
á brattann
svo að Drottinn megi sjá
nær heldrimenn koma
sem er vitlaus fjárfesting
því að
leiðin uppeftir
er einsog
gata í Kópavogi
ekki hönnuð fyrir bíla.
Höfundurinn er fyrrverandi fræðslu-
stjóri í Reykjavík. Ljóðið er úr nýrri Ijóöa-
bók hans, sem ber heitið Okkar á milli
sagt.
/ ÞOKU sunnan Hádegisfjalls.
Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.