Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1996, Qupperneq 3
iKnrg
|m][o][r][q][u][n][1][l]0[ð][I!|I][H] E
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Leitin
að list fólksins, er heiti á grein eftir Hannes Sig-
urðsson, listfræðing, þar sem fjallað er um skoð-
anakönnun Hagvangs á viðhorfi almennings á ís-
landi til myndlistar og þá „vísitölumynd“ sem rúss-
nesku listamennirnir Komar og Melamid hafa unn-
ið eftir niðurstöðunum. Einnig eru birtar spurning-
arnar úr skoðanakönnuninni og niðurstaðan úr
svörunum.
Drápin
Ari sýslumaður í Ögri og menn hans gengu rösk-
lega fram í að murka lífið úr hópi allslausra skip-
brotsmanna, en nokkrir þeirra komust þó út í er-
lent fiskiskip. Þetta er síðari hluti umfjöllunar um
Spánverjavígin eftir Árna Arnarson sagnfræðing.
200 ár eru liðin frá fæðingu skáldkonunnar Rósu
Guðmundsdóttur, sem ýmist var nefnd Skáld-Rósa
eða Vatnsenda-Rósa og varð þjóðsagnapersóna í
lifanda lífi fyrir fjölskrúðug ástamál og þá ekki
sízt fyrir að vera ástkona Natans Ketilssonar, en
einnig fyrir frábærar vísur sem enn lifa með þjóð-
inni. Blaðamaður Lesbókar hefur litið á feril Rósu.
VATNSENDA-RÓSA
ÆF
Astarvísur
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt, hvað er,
aldrei skal eg gleyma þér.
Verði sjórinn vellandi,
víða foldin talandi,
hellubjörgin hrynjandi,
hugsa eg til þín stynjandi.
Trega eg þigmanna mest
mædd af tára flóði,
ó, að við hefðum aldrei sézt,
elsku vinurinn góði.
Langt er síðan sá eg hann,
sannlega fríður var hann,
allt, sem prýða mátti einn mann,
mest af lýðum bar hann.
Augað snart er tárum tært,
tryggð í partast mola,
mitt er hjartað sárum sært,
svik er hart að þola.
Um Vatnsenda-Rósu er fjallað í næstu opnu og vísast hér til þess. Hinar
alkunnu og ástríðufullu ástarvísur orti Rósa á yngri árum sínum og hefur
verið talið víst að þær séu ortar til Páls Melsteö. Sjá einnig um samband
Rósu og Páls í greininni.
B
B
„Tíminn er fugl
sem flýgur hratt
u
Jól og áramót eru um garð
gengin. Grauturinn hennar
ömmu var á sínum stað, sem
og smákökurnar, rjúpurnar
og hangikjötið að hætti
langömmu. Tónlistin hlaut
sinn sess. Sálmabókin hans
afa þjónaði sem fyrr við út-
varpsmessuna á aðfangadagskvöld. Við
sungum Nú árið er liðið á gamlárskvöld
og sumir stigu á stokk og strengdu nýárs-
heit. Flugeldar fyrir 200 milljónir króna
lýstu upp himinihvolfið og sprengdu af sér
syndir gamla ársins. Kampavínið freyddi
og sums staðar eitthvað sterkara er líða tók
á nóttu. Ýmsir vöknuðu við það að áliðnum
nýársdegi að áramótaheitin voru komin í
vaskinn og syndaregistrið ekki lengur hvíts-
kúrað. Vinir hafa safnast saman, fjölskyld-
ur endurnýjað kynni, greitt úr flækjum eða
skapað sér nýjar. Hefðin tengir okkur en
markar jafnframt rás tímans. Reikningarn-
ir sjá svo um að halda okkur við efnið fram
að páskum.
Framundan eru skattaframtalið, vísa-
skuldin og svo loks vorið. Ég stytti mér
stundir við að blaða í dýrgrip sem ég eignað-
ist um jólin. Það er bókin Fuglar í nátturu
íslands, eftir Guðmund Pál Ólafsson. Bæði
myndir og textar lyfta mér á vit fegurðar
og frelsis sumarlandsins. Ég staldra fyrst
við heiðlóuna, sem syngur dýrðin, dýrðin
og lofar skapara sinn, en Guðmundur Páll
telur hana þó segja „der-dííúú-der-dhúú og
tlafí-tlaíí“. Lóan heldur fast við maka sinn
og er meira að segja sögð hreinlynd í hjú-
skap. Hún er afbragðs foreldri og vílar
ekki fyrir sér að verja unga sína gegn ofur-
efli með því að barma sér hátt og þykjast
vængbrotin. Margt gætum við af henni lært.
Næst les ég um krumma, fjandvin okkar
sem ýmist bjargar mannslífum eða kroppar
augu úr hrútum í þjóðvísum og sögum
bernskunnar. Krummi hefur einn fugla orð-
ið fyrir ofsóknum vegna litarháttar síns.
„í Alabama í Bandaríkjunum, þar sem svart
er óæðra hvítu og sál hins hvíta manns ljós
heimsins, var krumma hreinlega útrýmt.“
„í Færeyjum var það skylda heilbrigðs
manns að kála einum krumma árlega, elleg-
ar kæmu sektir fyrir ónytjungshátt, og víða
á íslandi fyllast menn heilagri reiði þegar
þeir sjá hrafn á flugi, og geta ekki á sér
heilum tekið fyrr en krummi liggur í valn-
um.“ Það er morgunljóst að málefni
krumma þola enga bið. Þetta þarf ég að
ræða við hana vinkonu mína sem allt veit
og er stöðugt að bjarga heiminum. Það er
löngu tímabært að stofna Krummavinafé-
lag. Við gætum búið til ótal slagorð, drukk-
ið krummaolíu, þótt við séum alveg krunk,
og markaðssett hin ýmsu krummaskuð á
alnetinu. Við gætum haldið alþjóðleg
hrafnavinaþing og komist ódýrt til Alabama
og Færeyja til að halda uppi mótmælum á
kostnað Evrópusambandsins. Við gætum
skemmt okkur dýrlega og haft uppi mikinn
krummagang.
Þá kemur röðin að kríunni. Fyrir mér
er hún fyrsti vorboðinn enda oftast komin
á Tjörnina í Reykjavík um 14. maí. Við
krakkarnir, sem uxum upp í Kvosinni, viss-
um að þegar krían.var komin, máttum við
eiga von á stuttbuxnaveðri. Þá fórum við
út í Hljómskálagarð með mjólk á flösku og
brauðbita, bökuðum okkur í sólinni eða
veiddum hornsíli. Á varptímanum voru háð-
ar stórkostlegar orustur um alla Tjörn.
Stundum fundum við dauðan fugl við bakk-
ann. Slíkur fundur kallaði á mikilfenglega
jarðarför. Hinn látni var sveipaður dekk-
servéttu, helst úr næfurþunnu japönsku
silki. Líkinu var komið fyrir í konfektöskju.
(Við tókum hvort tveggja traustataki úr
búi ömmu minnar.) Fuglinn var kvaddur
með langri ræðu, í anda séra Bjarna Jóns-
sonar vígslubiskups. Þá breyttumst við í
Dómkórinn og sungum Ó, Jesú bróðir besti.
Loks skreyttum við gröfina fagurlega með
krönsum úr fíflum og sóleyjum, settum tré-
kross yfir og grétum. Hverri útför lauk
með veglegri erfisdrykkju og nýbökuðum
drullukökum.
Krían er sögð hánorræn. Hún fer þó
árlega í hnattreisu, eins og tíðkast meðal
efnaðri eftirlaunaþega. Hún er einkvænis-
fugl, að vísu brokkgeng framan af, en verð-
ur trygglyndari með árunum. Hún er ötul
og vinnusöm og rekur auk þess burt illa
anda. Hún hefur störf um klukkan 4 á
morgnana, fær sér kríublund á daginn, en
heldur svo áfram fram á kvöld. Krían er
afskaplega skapstygg og lætur helst ekki
hlut sinn fyrir neinum. Henni er illa við
menn og hunda, enn verr við krumma og
svartbak, og tryllist af reiði ef sjálfir höfð-
ingjarnir, fálki og örn, eiga leið um. Af
þessu má sjá að margt er líkt með okkur
og kríunni. Mig grunar að hún hafi víkinga-
blóð í æðum.
Loks les ég um þröstinn. Hann er sérstak-
ur vinur minn og er sagður félagslyndur.
Jafnræði kynja ríkir hjá þrastarhjónum við
uppeldi ungviðis og önnur heimilisstörf.
Þetta líkar mér vel. Þeir syngja „tsjittikk
tsjittikk tsjittikk“ eða „tsjupp tsjupp
tsjupp“. Þá tala norskir þrestir ólíkar mál-
lýskur. Þeir eru meira að segja tvítyngdir
búi þeir á jaðarsvæðum. Þetta vissi ég ekki
fyrr.
Nú rifjast upp fyrir mér saga um undar-
leg skötuhjú. Hann var suðurevrópskur en
hún íslensk. Pilturinn var líkastur grískum
guði í augum stúlkunnar. Þó var einn ljóð-
ur á ráði hans. Hann mátti tæpast sjá fugl;
hvorki endur á tjörn né þresti á grein, svo
hann sleikti ekki út um. Hann fór því næst
að ræða mataruppskriftir og steikingarað-
ferðir. Uppskriftunum fylgdu veiðisögur þar
sem hann sjálfur, frændur hans og fuglarn-
ir voru í aðalhlutverkum. Þetta voru harm-
rænir gleðileikir sem enduðu alltaf vel fyrir
veiðimennina en hörmulega fyrir fuglana.
Stúlkan tengdi fuglana við vorboðann og
frelsið. Þeir voru henni tákn um dásemdir
íslenskrar náttúru, alls þess sem öðru frem-
ur tengir íslendinga við landið sitt. Dag
einn skaut pilturinn þresti í matinn og
næsta dag kvaddi stúlkan hann fyrir fullt
og allt.
Við eigum dásamlega náttúru sem við
megum ekki spilla með mengun frá bílum
og stóriðju í skammsýnni stundargræðgi.
Hún er sú dýra perla sem okkur ber að
varðveita. Fuglar lifa ekki ekki á sundur-
tættu menguðu örfokalandi. Þar sem fuglar
fá ekki þrifist dafnar ekkert mannlíf. í slíku
landi býr fegurðin ekki.
Ég hlakka til vorsins og þrastarhjónanna
sem vitja hreiðurs síns í stóra grenitrénu
við eldhúsgluggann minn. Þangað til mun
bókin um fuglana létta mér biðina. Þar er
að fínna eftirfarandi tilvitnun í Atómstöð
Halldórs Laxness:
Því fugl er fyrst og fremst hreyfíng; him-
inninn er partur af fugli, eða réttara sagt:
loftið ogfuglinn er eitt; lángferð í sjónhend-
íngu án jarðar, það er fugl; og hiti, því
fuglinum er heitara en manninum, og hefur
örari hjartslátt, enda hamíngjusamari sem
heyra má af hljóðinu, ekkert hljóð er eins
og fuglskvak og ekki fugl nema hann kvaki.
DÓRA S. BJARNASON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. JANÚAR 1996 3