Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1996, Qupperneq 2
Það þurfti hugmyndaflug, djörfung og
dug til að stofna pelsasaumastofur í hitabelt-
inu, og allt þetta hafa Kínverjarnir í Hong
Kong í miklum mæli í skjóli hagkvæms og
heilbrigðs búskaparlags. Þetta land á engar
umtalsverðar auðlindir aðrar en þær, sem
búa í fólkinu sjálfu, menntun þess, menn-
ingu og kunnáttu, en það eru einmitt mikil-
vægustu auðsuppsprettur, sem nokkurt land
getur átt. Hong Kong var bláfátækt og
frumstætt fiskimannaþorp um aldamótin
síðustu. Fólkið þar hefur síðan þá lyft Grett-
istaki með fulltingi Breta, ekki aðeins í efna-
hagsmálum, heldur einnig í félagsmálum.
Þar haldast í hendur mikil hagsæld, ört
vaxandi velmegun, sómasamlegt félagslegt
réttlæti og afkomuöryggi handa þeim, sem
höllum fæti standa. Flestir íbúar Hong Kong
bera nú kvíðboga fyrir framtíðinni, því að
kínverski kommúnistaflokkurinn tekur við
stjórn landsins um mitt næsta ár, 1997.
Skoðanakannanir sýna, að næstum
helmingur ungs fólks hyggst flytjast frá
Hong Kong fyrir þann tíma, m. a. til
Kanada, Bandaríkjanna, Bretlands,
Ástralíu og Singapúr. Þar ætlar þetta
unga fólk að hefja nýtt líf og fylgjast
úr ijarlægð með framvindunni heima fyr-
ir og snúa því aðeins aftur, að hinir nýju
stjómarherrar efni loforðin um að tryggja
áframhaldandi framfarir, frelsi og mann-
réttindi. Það lofar ekki góðu, að kínversk
stjórnvöld ætla að leysa upp löggjafarþing-
ið í Hong Kong og virða að vettugi stærsta
stjórnmálaflokk landsins, flokk frjáls-
lyndra. Hvernig gætu stjórnvöld í Beijing
látið það henda sig að slátra þessum gull-
kálfi, einu mesta viðskiptaundri veraldar?
Síðasti ríkisstjóri Breta í Hong Kong spyr
á móti: En er heimurinn ekki hálffullur af
dauðum gullkálfum?
II. VOLVO, NOKIA
OG B&O
Hvað getum við íslendingar
lært af þessu? Það er reyndar t -
fjölmargt, en hér ætla ég að í |‘
láta eitt atriði duga sem dæmi. : : ý
Fólkið í Hong Kong hefur losað
sig út úr sjósókn og tekið upp
iðnað, verzlun og þjónustu til ?:
útflutnings í stórum stíl í stað-
inn. Það hefur m.a. byggt upp
fjármálaþjónustumiðstöð handa
allri heimsbyggðinni. Framsóknin
á erlenda markaði hefur verið einn s.
lykillinn að lífskjarabyltingunni í
Hong Kong. Við Islendingar höfum
á hinn bóginn setið fastir í faðmi sjávar-
útvegs og vanrækt að skapa vaxtarskil-
yrði handa iðnaði, verzlun og ýmislegri
þjónustu. Við höfum t.a.m. enga fjár-
málaþjónustu að bjóða útlendingum.
Þessi almenni vandi loðir við flestar þjóð-
ir, sem lifa í þeirri trú, að náttúruauðlind-
ir leysi allan vanda. Hvers vegna skyldi
Sádí- Arabía af öllum löndum vera í
efnahagskröggum? Og hvers vegna
skyldi Nígería, eitt ríkasta land Afríku,
vera í sífelldum vandræðum? Ofuráherzlan
á olíubúskapinn í báðum löndum veldur því.
Tökum nú nokkur nærtækari dæmi.
Margir íslendingar aka um á Volvo, nota
farsíma frá Nokia og hlusta á tónlist í
tækjum frá Bang og Olufsen. Hér hef ég
nefnt þijú glæsileg og heimsfræg fyrir-
tæki, eitt frá hveiju þriggja Norðurlanda,
Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Þegar ég
var unglingur, var enginn maður með
mönnum, nema hann ætti segulbandstæki
frá norska fyrirtækinu Tandberg, sem var
þá heimsfrægt, en fór síðan á höfuðið. Við
Islendingar höfum á hinn bóginn aldrei
eignazt sambærileg fyrirtæki. Takið eftir
mynztrinu: Norðmenn og við eigum engin
útflutningsfyrirtæki, sem standast sam-
jöfnuð við Volvo, Nokia og B&O. Það staf-
ar að miklu leyti af því, að við höfum því
miður ekki kunnað fótum okkar forráð í
sambúðinni við náttúruauðlindir okkar.
Olíuútflutningur Norðmanna hefur rutt
öðrum útflutningi úr vegi, svo að hlutfall
heildarútflutnings af landsframleiðslu í
Noregi hefur haldizt stöðugt í kringum
40-45% frá því fyrir olíufundina. Þetta er
hollenzka veikin, sem svo er nefnd. Útflutn-
ingstekjur af auðlindinni lyfta gengi gjald-
miðilsins svo hátt, að annar iðnaður og
þjónusta geta ekki þrifizt. Þess vegna lagði
Tandberg upp laupana.
Hér heima er ástandið þó enn verra.
Útflutningur okkar íslendinga hefur staðið
í stað eða því sem næst í hálfa öld og
numið um eða yfír þriðjungi af Iandsfram-
leiðslu. Þetta hlutfall er óeðlilega lágt í svo
litlu landi. írar flytja t.d. út tvo þriðju hluta
landsframleiðslu sinnar og eru þó þrettán
sinnum mannfleiri en við. Smáþjóðir þurfa
langmest á millilandaviðskiptum að halda
til að bæta sér upp óhagræðið af smæð
heimamarkaðsins. Þjóðarbúskapur íra hef-
ur verið í myndarlegri uppsveiflu síðan
1980: framleiðsla á mann þar í landi óx
um 60% frá 1980 til 1993, eða um 3'A%
á ári að jafnaði. Það er mikill vöxtur. Út-
flutningssóknin og aðild þeirra að Evrópu-
sambandinu eiga mikinn þátt í þessu.
Framleiðsla á mann hér heima jókst um
9% á sama tíma til samanburðar, eða um
0,7% á ári að jafnaði. Við íslendingar ætt-
um að réttu lagi að flytja út a.m.k. jafn-
hátt hlutfall landsframleiðslunnar og írar,
Ljósm.Lesbók/Asdís.
JÓN SIGURÐSSON - brjóstmynd
Brynjólfs Bergslien, mótuð í Karl-
ottenborg í Kaupmannahöfn í til-
efni sextugsafmælis Jóns 1871.
og helzt mun meira. Eystrasaltslöndin
flytja t.a.m. út um eða upp undir tvo þriðju
hluta landsframleiðslu sinnar, jafnvel þótt
þau hafi misst alla langmikilvægustu út-
flutningsmarkaði sína á einu bretti, þegar
Sovétríkin hrundu með braki og brestum.
Reynsla Eystrasaltslandanna sýnir, að það
er hægt að nema ný útflutningslönd á ör-
skömmum tíma, ef menn hegða sér hyggi-
lega. Reynsla Hong Kong sýnir ennfremur,
að útflutningur getur farið langt fram úr
landsframleiðslu, ef menn leggja sig eftir
því. Þangað eigum við að stefna. Þetta er
hægt. Það hefur verið gert. Og hvað þarf
til þess? Við þurfum rétta og skynsamlega
gengisskráningu í skjóli veiðigjalds og
meðfylgjandi hliðarráðstafana. Því er lýst
td. í Síðustu forvöðum og fyrri bókum
mínum og í ritgerðum margra annarra, sem
um málið hafa fjallað.
III. HVAÐ FANNST
JÓNI FORSETA?
Ég tel engan vafa leika á því, að Jón
Sigurðsson forseti hefði fallizt á þetta allt.
Hann var fyrsti og fremsti merkisberi
frjálsrar verzlunar á íslandi. Hann skrifaði
langa og lærða ritgerð, „Um verzlun á Is-
landi“, í Ný félagsrit 1843, þar sem hann
færði vandleg rök að kostum fijálsra milli-
landaviðskipta og rak mótrökin, ef rök
skyldi kalla, öfug ofan í andstæðinga sína.
Hann var vel að sér í hagfræði, enda hafði
hann lagt stund á þá grein ásamt öðrum
(málfræði, sögu og stjórnmálafræði) í
Kaupmannahafnarháskóla. Jón forseti er
því rétt nefndur fyrsti hagfræðingur ís-
lands, því að ofan nefnd ritgerð hans birt-
ist 37 árum á undan Auðfræði séra Arn-
ljóts Ólafssonar, en hann hefur hingað til
verið talinn fyrsti íslenzki hagfræðingurinn,
þótt hann væri einnig próflaus í hagfræði
eins og Jón. Hagfræðiáhugi Arnljóts kemur
aðallega fram á þeim árum, þegar hann
var undir handaijaðri Jóns og sennilega
fýrir bein áhrif frá honum. Jón forseti var
þar að auki forgöngumaður um hagskýrslu-
gerð. Hvað um það, ritgerð Jóns er fróðleg
lesning nú, rösklega 150 árum síðar, ekki
sízt fyrir það, að þessari hlið Jóns forseta
hefur lítt verið haldið til haga í íslandssögu-
bókum þeim, sem kenndar hafa verið í
skólum landsins allar götur síðan. Um þjóð-
ernissinnann og þjóðfrelsishetjuna eru höfð
mörg hástemmd orð í lögboðnu námsefni
handa börnum og unglingum, en um al-
þjóðaviðskiptasinnann og hagfrelsishetjuna
er lítið sem ekkert sagt. Þessi ranga mynd,
sem kennslubækurnar birta af Jóni Sig-
urðssyni, jafngildir sögufölsun.
Tökum nú nokkur dæmi af málflutningi
Jóns forseta. Hann skildi vel, að efnahags-
umbætur þurfa iðulega að vera róttækar,
eigi þær að bera árangur. Hann segir um
Jón Eiríksson: „Ást hans á Islandi var svo
heit og viðkvæm eins og nokkurs íslend-
ings hefir verið, en hún var, ef svo mætti
að orði kveða, of viðkvæm. Hann var líkur
lækni þeim, sem kallaður er til sjúklings
íaas þess, sem sleginn er dauðlegu
|j|jmeini; hann sá án efa, hversu
' ? meinið var og hversu skera þurfti,
1 en hann gat ekki fengið af sér
að skera nógu djúpt, því hann
j aumkaðist yfír sjúklinginn." (Af
| blöðum Jóns forseta, Sverrir Jak-
obsson, ritstj., Almenna bókafé-
lagið, Reykjavík, 1994, bls. 157.)
Jón Sigurðsson heimtaði al-
fijálsa verzlun og engar refjar.
Hann gerði enga fyrirvara og engar
undantekningar: „... þegar verzlanin
- var fijáls í fornöld, þá var landið í
mestum blórpa. ... verzlunarfrelsið
ætti að vera sem mest, og meðan
nokkrir annmarkar eru slíkir eftir, sem
vanir eru að fylgja verzlunaránauð, þá
eru þeir hver um sig hin sterkasta ástæða
frelsisins, sem reynzt hefir að öllum vonum.
Island á hægast með að fá nauðsynjar
þær, sem það þarfnast, með því að leyfa
öllum, sem það geta, að færa sér þær,
hvort sem þeir taka sjálfir þátt í því eða
ekki. Atvinnuvegir landsins dafna svo bezt,
að verzlanin sé sem fijálsust, og með þeim
hætti einum geta kaupstaðir komizt á fót
svo í lagi fari. Allt ásigkomulag íslands
mælir þessvegna með verzlunarfrelsi." (bls.
190.) Jóni var sem sagt ljóst, að fríverzlun
var ekki aðeins tæki til að bæta lífskjör
þjóðarinnar, heldur einnig til að efla þétt-
býlið.
Jón skildi einnig, að viðskiptafrelsf er
spurning bæði um magn og gæði: „Því
hafa margir tekið eftir, hversu illa og sóða-
lega fjöldi manna á íslandi fer með vöru
sína, og mörgum þykir sem það fari sum-
staðar í vöxt; hafa og ekki allfáir föðurland-
svinir ritað um það hugvekjur. Þetta er
bæði satt og það er einnig hið mesta mein
landinu, því ill vara skemmir ekki aðeins
fyrir sjálfri sér, heldur er hún og þeim til
svívirðingar, sem selja, og kemur illum róm
á landið, sem hún er frá, og alla þjóðina,
fyrir óþrifnað og vitleysu. .. . Verzlunar-
frelsi kenndj mönnum bezt að vanda vöru
sína, eins á íslandi og í öðrum löndum ...“
(bls. 200.)
Jóni Sigurðssyni var einnig ljóst sam-
hengið á milli viðskiptafrelsis, menntunar
og menningar, að viðskipti eru menntun:
„Ánnar annmarkaflokkur rís af því, að
verzlan Islands er bundin við eitt land, en
bægt frá viðskiptum við öll önnur lönd.
Þetta er móthverft öllu eðli verzlunarinnar
og allrar menntunar, því þar er grundvölluð
á framför og velgengni mannkynsins, að
hver býti öðrum gæðum þeim, sem hann
hefir, og allir styðji eftir megni hver ann-
an. Þegar syndgað er móti þessari reglu
og boðorði náttúrunnar sjálfrar, þá er hegn-
íng viss hverri þjóð, sem það gjörir, og
hegníng sú er skömm og skaði hennar
sjálfrar. Ekkert land í veröldinni er sjálfu
sér einhlítt, þó heimska mannanna hafi
ætlað að koma sér svo við, að það mætti
verða, en ekkert er heldur svo, að það sé
ekki veitanda í einhveiju og geti fyrir það
fengið það, sem það þarfnast. En þegar
það getur fengið það, og það veitir einmitt
verzlanin, þá er það eins og það hefði sjálft
þessi gæði. Þegar nú verzlanin er fijáls,
þá leitar hver þjóð með það, sem hún hef-
ir aflögu, þángað sem hún getur fengið
það, sem hún girnist, eða hún færir einni
þjóð gæði annarrar; ... Það er auðsætt,
að þegar ein þjóð færir annarri, þá verður
sú undir, sem fært er, miklu framar en
þegar hver þjóð flytur það, sem henni er
haganlegast, og sækir, hvað hún girnist.
Sú þjóð, sem fært er, loðir við veröldina
(ef svo má að orði kveða) á einum þætti,
og ljós menntunarinnar lýsir henni frá einni
hlið. Þetta hnekkir framförum hennar á
margan hátt og gjörir hana ókunnuga ver-
öldinni og einþykka og hleypidómasama."
(bls. 180-181.)
Hvaða skoðun ætli Jón Sigurðsson hefði
haft á hugsanlegri inngöngu okkar Islend-
inga í Evrópusambandið á okkar dögum?
Um það er auðvitað ekki hægt að fullyrða
með neinni vissu, því að Jón forseti stóð
ekki frammi fyrir þeim vanda á sinni tíð.
Hann lifði í öðrum heimi, þótt hugðarefni
hans væru um margt býsna lík áhugamál-
um margra nútímamanna. Við vitum, að
hann var eindreginn viðskiptafrelsissinni.
Við vitum einnig, að evrópskir viðskipta-
frelsissinnar á okkar dögum eru flestir
hlynntir aðild landa sinna að Evrópusam-
bandinu, því að höfuðtilgangur sambands-
ins er einmitt að glæða viðskipti og bæta
lífskjör fólksins í álfunni með því móti.
Fleira hangir þó á spýtunni, þar á meðal
hættan, sem sumir telja, að smáríkjum sé
búin í allsheijarbandalagi með miklu fjöl-
mennari þjóðum. Þeir, sem hika eða eru
beinlínis andvígir aðild, orða þessa hugsun
stundum svo, að stórþjóðirnar muni
svelgja hinar smærri. Hvaða skoðun ætli
Jón forseti hefði haft á því? Ég ætla, að
eftirfarandi ummæli hans frá 1866 taki
af tvímæli um það: „Þú heldur, að einhver
svelgi okkur. Látum þá alla svelgja okkur
í þeim skilningi, að þeir eigi við okkur
kaup og viðskipti. Frelsið er ekki í því að
lifa einn sér, og eiga ekki viðskipti við
neinn. Frelsið kemur að vísu mest frá
manni sjálfum, en ekkert frelsi, sem snert-
ir mannfélagið, kemur fram nema í við-
skiptum, og þau eru því nauðsynleg til
frelsis." (Jón Sigurðsson í ræðu og riti. Á
aldarafmæli þingmennsku hans, Vilhjálm-
ur Þ. Gíslason gaf út, Bókaútgáfan Norðri,
Akureyri, 1944, bls. 329.)
Jón Sigurðsson lýsir andstæðingum við-
skiptafrelsis svo, að.fáir leggi sig niður
við að hugsa svo ítarlega um mál þetta,
þó það sé eitt af velferðarmálum landsins,
og skoði þess vegna eitt og annað, sem
minnst er vert, og láti það villa sér sjónir
á hinu meira; sumir þekkja ekki sögu lands-
ins og tortryggja allar þær ályktanir, sem
þaðan eru teknar og af dæmum áþekkra
landa; sumir láta þá telja sér trú, sem þeir
eiga mest við að sælda, og sumir eru
hræddir við allar breytingar og halda fast
við málsháttinn: að skjaldan fari betur þá
breytt er, en gæta ekki hins: að „sami
saur er verstur", og mörgu hefir verið
breytt til batnaðar, bæði á íslandi og annar-
staðar.“ (bls. 205.) Hann heldur áfram:
„... landsmenn þurfa ekki að óttast verzlun-
arfrelsi, þó þeir gæti varla flutt neitt af
vöru sinni burt sjálfir fyrst um sinn, því
verzlunarfrelsið bægir þeim alls ekki frá
að færa sig upp á skaftið og taka smám
saman meiri og meiri þátt í verzlun lands-
ins, ef þeir gæta sín og hirða um velferð
sína og framför; verzlunarfrelsið verður
þeim miklu framar til upphvatningar og
léttis, eins og það hefir orðið annarstaðar
og að nokkru leyti á landinu sjálfu.“ (bls.
207.)
Þessar tilvitnanir eru allar nema ein
teknar úr einni veigamestu ritgerð Jóns
Sigurðssonar, „Um verzlun á íslandi", frá
1843. Viðskiptamálin voru ekkert aukamál
á dagskrá Jóns forseta á þeim árum, held-
ur voru þau mál málanna í huga hans ásamt
skólamálum, en þau voru þá einnig í ólestri
eins og nú. Af þessum orðum Jóns öllum
og öðrum skrifum má ráða, hveijum augum
hann liti nú málflutning haftapostulanna
og sérhagsmunaseggjanna, sem hafa ráðið
mestu um hagstjórnina í landinu lengst af
síðan 1927, vekti hann yfir þeim, enda
segir Jón á einum stað: „... og er ekkert
hryggilegra umhugsunarefni fyrir þann,
sem nokkuð hugsar um fóstuijörð sína, en
að sjá hvert tækifæri þannig sleppa fyrir
eintóma handvömm þeirra, sem ráðin hafa
..." (bls. 169).
Höfundur er prófessor í hagfræði í Háskóla
íslands.
2