Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Blaðsíða 5
STOFAN hjá Matthildi og Bjama Þór. Erum eins og sjó- manns- konur Gonderange hitti blaðamaður Lesbókar Matthildi Skúladóttur, sem er heima- vinnandi og rekur fyrirtækið Spexco ásamt eiginmanni sínum, Bjarna Þór Guð- mundssyni, flugvélstjóra hjá Cargolux. Þau hafa nýlega stækkað einbýlishús sitt svo húsrýmið er tiltölulega gott fýrir þær vörur sem Spexco flytur inn og selur. Þar voru m.a. kertastjakar úr keramik og járni og fleiri hlutir, sem framleiddir eru á íslandi, en þar að auki fást þar munir og búsáhöld frá Ítalíu og húsgögn úr járni og gleri. Auk þessa flytur Matthildur inn vörur frá Dan- mörku og Englandi, alls frá 15 framleiðend- um, en salan er í verzlanir í Lúxemborg og nágrannalöndunum, jafnframt því sem fyrir- tækið selur sjálft í smásölu. Vinnutími Matt- hildar er óreglulegur; hún vinnur þegar á þarf að halda. Forsagan er sú að Bjarni eiginmaður Matthildar og Axel.bróðir hennar stofnuðu fyrirtækið á samdráttartíma hjá Cargolux árið 1983 til þess að flytja bflavarahluti og jafnvel bíla til íslands. Sú starfsemi lagðist í dvala þegar Cargolux rétti úr kútnum. Matthildur keypti síðan hlut Axels árið 1990 og í stað bílavarahluta var viðskiptunum snúið að húsbúnaði og allskyns skrautvarn- ingi. Matthildur er fædd í Reykjavík, en foreldrar hennar, Skúli Axelsson og Vildís Garðars- dóttir voru meðal íslenzku frumbyggjanna í Lúxemborg og hafa nú búið þar í 25 ár, en Skúli er komin yfir aldursmörk flug- stjóra og hættur að fljúga. Matthildur flutt- MATTHILDUR Skúladóttir á lager Spexco þar sem gjafavörur og búsá- höld eru til sýnis í hillum. ist með foreldrum sínum til Lúxemborgar og þar kynntist hún eiginmanni sínum. Þau eiga þijú börn. Elztur er Skúli Þór, 23 ára og stundar hann háskólanám í sögu og heim- speki í Vínarborg. Næstelzt er dóttirin Vild- ís, 19 ára og er hún í 3. bekk Menntaskól- ans við Sund. Yngstur er Guðmundur Ingi, sem er í skóla í Belgíu. Fyrr á árum var Matthildur flugfreyja hjá Cargolux, en þó hún sé ein heima leið- ist henni aldrei. „Við erum eins og sjómanns- konur“, segir hún um hlutskipti þeirra kvenna í Lúxemborg sem giftar eru flug- mönnum hjá Cargolux. Bjarni Þór er oftast í 7-8 daga ferðum, en það er bót í máli að yngsti sonurinn kemur alltaf heim um helg- ar. Það reynir nefnilega fyrst fyrir alvöru á mann í þessari einveru þegar börnin eru farin að heiman", sagði Matthildur. JÓNÍNA Rebekka á saumastofu sinni. Með þrautseigju tókst henni að vinna slaginn við embættismannakerfið. RAGNAR G. Kvaran fyrrverandi flugstjóri. Skáldið í Islendinga- nýlendunni samfélagi þar sem búa um 400 íslend- ingar fer varla hjá því að eitt eða fleiri skáld kveði sér hljóðs. í íslendinganý- lendunni í Lúxemborg er Ragnar G. Kvaran fyrrverandi flugstjóri fremstur meðal jafn- ingja að þessu leyti og hefur nýlega gefið út ljóðabókina Kvæði úr Quarantínu. Þar er m.a. þetta ágæta ljóð um Auguste May- er og Jónas Hallgn'msson: Úr landsuðri leit hann til lífshátta þjakaðrar þjóðar og þrátafls hjá gnauðandi íshafsins vindum og sandi, en stórbrotið landslagið, snillingur skynjaði óðar og skefjalaust mótaði myndir af þjóð vorri og landi. Hann reið hér með Gaimard í sagnmettuð héruð og sögur, úr siglingadvöl, eitt sumar að sólstöðum björtum. Um Hekluför, ljóðjöfur, lofkvæðin orti svo fögur, að Ijóð þessi tendra enn stoltið í ísalands hjörtum. Ragnar G. Kvaran er í móðurætt úr Biskups- tungum, en föðurafi hans var skáldið og spíritistinn Einar H. Kvaran. Það var samt áhugi á flugvélum fremur en skáldskap sem mótaði Ragnar ungan; aðeins 19 ára keypti hann flugvél með öðrum og flugáhuginn kviknaði. Atvinnuflugmaður varð hann 1949, en hér var þá smátt um verkefni. Eftir 3 ár hjá Flugmálastjórn fór Ragnar að fljúga hjá Flugfélagi íslands en snemma árs 1954 var næstum öllum flugmönnum félagsins sagt upp og þessvegna réðist Ragnar til Loftleiða; var þar fyrst siglinga- fræðingur, síðan flugmaður og loks flug- stjóri, bæði á Fjörkunum, Sexunum og Monsunum (Rolls Royce 400). Það var í fríi frá áætlunarfluginu að Ragnar fór að fljúga með Þorsteini Jóns- syni í hjálparfluginu til Biafra o_g „við það losnaði um mig“, segir hann. I tengslum við leiðindi innan félagsins, sagði hann upp hjá Loftleiðum og fór í flug á vegum Rauða krossins til Biafra. Til Lúxemborgar kom hann 1974 eftir þriggja ára viðkomu í Belg- íu, þar sem hann var þotuflugmaður og flaug með fólk. Síðan tók við langur og farsæll ferill í þjónustu Cargolux, þar sem Ragnar var yfirflugmaður í átta ár. En nú er hann kominn yfir aldursmörkin fyrir þremur árum; var þá á þeirri undanþágu að hann fékk að fljúga til 65 ára aldurs. Kona Ragnars er Hrefna Lárusdóttir úr Reykjavík, dóttir Lárusar G. Jónssonar skó- kaupmanns og Önnu Sveinbjörnsdóttur. Hrefna er listmálari og hefur haldið margar sýningar, bæði á íslandi og í Þýzkalandi; þá stærstu í Bitburg. Sonum þeirra tveim- ur, Ragnari og Lárusi Hrafni, kippir í kynið og eru báðir flugmenn hjá Cargolux. Ragn- ar yngri er kvæntur íslenzkri konu, en Lár- us Hrafn íranskri. Yngst barna þeirra Ragn- ars og Hrefnu er dóttirin Anna Ragnhildur, sem gift er Lúxara. Barnabörnin eru 11. Þau Ragnar og Hrefna eiga íbúð í Reykja- vík og búa gjarnan í henni á sumrin. Aðra íbúð eiga þau í Lúxemborg. Ragnar hefur lengi fengizt við yrkingar, oft í gamansömum tón, en ljóðabókin Kvæði úr quarantínu er fyrst bók hans. Quarantína er orðaleikur; þýðir sóttkví, en líka samtín- ingur Kvarans. í henni eru eingöngu rímuð kvæði; Ragnar hefur gaman af að spreyta sig á rími og yrkir stundum dýrt. En þetta er engin naflaskoðun, segir hann; meira gert til gamans. Það skal tekið fram að ljóða- bókin fæst í bókabúðum á íslandi. Hannar, sniður og saumar föt * _ IÚTHVERFABÆNUM Gonderange býr Jónína Hjörleifsdóttir ásamt eigin- manni sínum, Ásmundi Garðarssyni, tæknifræðingi og yfirmanni verkfræði- og skoðanadeildar Cargolux. Jónína Rebekka eins og hún heitir fullu nafni, er fædd á Djúpavogi, en átti svo síðar heima í Vest- mannaeyjum og í Reykjavík. Þau Jónína og Ásmundur bjuggu um tíma í Danmörku, en hafa búið í Lúxemborg síðan 1975. Sonur þeirra, Heimir er 25 ára og vinnur í banka í Lúxemborg, en dóttirin Margrét er 16 ára menntaskólanemi í foreldrahúsum. Jónína vann á sínum tíma í Belgjagerð- inni og á saumastofu Geijunar; hún hefur alltaf verið að sníða og sauma, segir hún. Og fremur en að fá sér vinnu einhversstað- ar við saumaskap, hefur hún ráðizt í að setja á laggirnar og reka eigin saumastofu á neðri hæðinni í íbúðarhúsi þeirra hjóna. Saumastofan heitir J. Rebekka. Þar fæst hún við módelsaum á fatnaði; einnig breyt- ingar. Hún vinnur ein og segir eins og margir í þeim sporum, að það geti verið dálítið einmanalegt; það vanti einfaldlega félagsskap og þessvegna hefur hún hug á að gera einhveija breytingu. Húsrýminu eru slík takmörk sett, að jafnvel með eina að- stoðarkonu yrði hún að flytja á annan stað. En hvernig lætur hún vita um tilvist sína og starfsemi? Til dæmis með auglýs- ingabæklingi, sem pósturinn dreifir í hús í mörgum þorpum. Uppá síðkastið hefur Jón- ína sótt sníðanámskeið í Frankfurt, sem hún telur mjög gagnlegt; nýr heimur hafi opnast. Til þess að opna formlega saumastofu þurfti Jónína tilskilin réttindi. Það stóð hins- vegar í Lúxurum að láta hana hafa sína pappíra og mátti Jónína taka á sig verulega þrautagöngu vegna þess. Hún varð til að mynda að setjast á skólabekk, þá orðin 38 ára og þá með nemendum sem voru yngri en sonur hennar. Vegna þessa varð hún að læra Lúxemborgsku og þýzku og það hefur vitaskuld reynst ávinningur síðar. Eftir langvarandi stapp við embættismannakerfið fékk hún loks sín réttindi 1992, fyrst sveins- próf og síðan meistararéttindi. Og nú er hún farin að spá í stærra húsnæði og þá að auka saumaskapinn til muna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27.APRÍL 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.