Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Blaðsíða 11
ar, 1.200 riddarar og 30 þúsund fótgöngulið-
ar.
En bein Jóhanns blinda, konungs af Böhm-
en og greifa af Lúxemborg og þjóðhetju fram
á þennan dag, lágu ekki kyrr. Fyrir þeim lá
að flækjast um Evrópu í 600 ár uns þau að
lokum voru lögð til hinstu hvílu í Dómkirkj-
unni í Lúxemborg 1947, og er af þessum
víðförlu beinum hin furðulegasta saga, eink-
um ferðalagi höfuðsins, sem munkur stal og
flæktist víða áður en hægt var að sameina
það beinunum.
Að þjóðhetju Lúxemborg kvaddri verður
nú stiklað á stóru.
1354. Karl IY keisari gerir Lúxemborg
að hertogadæmi og annast stjórnsýsluna uns
Wenzel, ungur sonur Jóhanns blinda, nær
aldri til að geta tekið við völdum.
1364. Greifadæmið Chiny er lagt undir
Lúxemborg og þar með verður Lúxemborg
stærst að flatarmáli í sögu sinni, fjórum sinn-
um víðfeðmara en það er í dag.* 1 2 3 4 5 6 Tveir menn
af greifaætt Lúxemborgar verða keisarar,
Wenzel II og síðar Sigismund, og er hann
síðasti maðurinn af greifaætt Lúxemborgar
sem hlýtur keisaratign. Og þar með fer að
halla undan fæti fyrir Lúxemborg. Landið
er sokkið í skuldir, stór landsvæði hafa verið
veðsett til að fjármagna herkostnað greif-
anna og ekki hvað síst Jóhanns blinda.
1386. Sól Lúxemborgar sem veldis gengur
til viðar. Wenzel II selur landið erlendum
furstum, sem mergsjúga það.
Lúxemborg Kemst Undir
Erlend Yfirráð
Öldum saman var landið peð í valdatafli
stórvelda Evrópu, vettvangur óendanlegra
blóðugra átaka og virkið jókst og jókst að
umfangi. Frakkar, Spánveijar,
Austurríkismenn og Prússar börðumst um
það, unnu það og töpuðu því og unnu það
aftur. Virkið var ofurselt umsátri og
eyðileggingu 20 sinnum á fjórum öldum.
Þijátíuárastríðið (1618-1648) var sleitulaust
tímabil hungurs og óaldar. Á þessu tímaskeiði
einu galt þjóðin slíkt afhroð að 3/< hlutar
hennar týndu lífi. Undir lok átjándu aldar
var virkið í Lúxemborg orðið svo öflugt að
það gekk undir nafninu Gíbraltar Norðursins.
Neðanjarðarbyrgi þess voru 25 km að lengd,
hoggin í stein, og gátu hýst þúsundir
hermanna, fyrir utan hesta, verkstæði,
eldhús, bakarí, sláturhús og önnur föng sem
tilheyra hernaði Þegar Lúxemborg varð
sjálfstætt og hlutlaust ríki 1867, var
nauðsynlegt að rífa virkið. Það tók 16 ár.
Af göngum þess neðanjarðar, sum 50 metra
undir yfirborði jarðar, voru raunar aðeins 5
km eyðilagðir. Frekari tortíming hefði jafngilt
því að leggja borgina í rúst. I síðari
heimsstyijöld komu þessu göng í góðar þarfir
sem loftvarnabyrgi. Þau gátu hýst hvorki
meira né minna en 35 þúsund manns.
1443. Philip góði af Burgundy ræðst á
Lúxemborg og tekur landið herskildi.
Frakkar ráða síðan ríkjum í landinu til 1506.
1506. Spánveijar ná yfirráðum í landinu.
1684. Frakkinn Vauban hertekur
Lúxemborg og landið kemst undir yfirráð
Lúðvíks XIV.
1697. Frakkar skila Spáni landinu
samkvæmt friðarsamningnum í Ryswick og
síðara spænska tímabilið hefst.
1713. Filip V Frakkakonungur afsalar
Karli VI, keisara Austurríkis, réttinum til
Lúxemborg og Hollands, og tímabilið sem
þá hófst hefur verið kallað gullöld
Lúxemborg.
1794. Franskt umsátur. Austurríska
setuliðið svelt út úr Virkisborginni og
Frakkar ná hertogadæminu á vald sitt.
1795. Upphaf seinna yfirráðatímabils
Frakka. Lúxemborg verður Département des
foréts (Skógarhérað).
1798. Uppreisn í landinu gegn franskri
herskyldu. Rúmlega tvö hundruð innfæddir
falla í hinu svokallaða Bareflastríði
(Klöppelkrieg). •
1814. Ósigur Napóleons fyrir Wellington
við Waterloo, úrslitaorustunni um yfirráðin
í Evrópu. Franska setuliðið yfirgefur
Lúxemborg.
LÚXEMBORG VERÐUR
Stórhertogadæmi
1815. Friðarráðstefna stórvelda Evrópu í
Vínarborg. Lúxemborg er þvingað til að
afsala sér í hendur Prússa landsvæðum sínum
fyrir austan Mósel, Sore og Our, og landið
samtímis gert að persónulegri eign hollensku
krúnunnar, á þó að heita fullvalda ríki og
þjónar þeim tilgangi að vera stuðpúði gegn
franskri útþenslustefnu. Vilhjálmur I fer með
yfirstjórn Lúxemborgar sem héraðs í
ríkjabandalagi Niðurlanda. Prússneskt
setulið hertekur Virkisborgina í Lúxemborg
í krafti aðildar Lúxemborgar að þýska
ríkjabandalaginu.
1839. Samkvæmt Sáttmálanum í London
er frönskumælandi hluti hertogadæmisins
Iagður undir Belgíu og verður belgískt hérað.
1842. Lúxemborg styrkir tengsl sín við
Þýskaland með því að gera tollabandalag við
það. Á þessu bandalagi hvílir síðari tíma
efnahagsleg velgengni Lúxemborg.
1848. Síðari stjórnarskrá Lúxemborgar,
með aukinni áherslu á lýðræðislega
stjórnskipun.
1867. Nýjar ófriðarblikur á lofti í Evrópu.
Prússar yfirgefa Virkisborgina í Lúxemborg
til að friða Napóleon III, en hið öfluga virki
þar hafði lengi verið Frökkum þyrnir í augum
og töldu þeir það raska valdajafnvæginu.
Virkið er rifið og Lúxemborg gert að
hlutlausu ríki undir vernd stórveldanna og
landamærin endanlega ákvörðuð. Lúxemborg
KASTALI frá 11. öld í Vianden.
getur nú kallast sjálfstætt ríki.
1890. Vilhjálmur III fellur frá án niðja.
Adolf I af ætt Nassau gerist stórhertogi í
Lúxemborg og þar með upphafsmaður
hertogaættarinnar sem síðan hefur farið með
völd í landinu.
1914. Þýskar herdeildir hertaka
Lúxemborg.
1919. Lúxemborg segir sig úr þýska
tollabandalaginu.
1921. Samningur um efnahagsbandalag
við Belgíu.
1940. Þýskar herdeildir hernema og
innlima Lúxemborg í Þriðja Ríkið og koma
á þýskri herskyldu í landinu. Hertogaættin
og ríkisstjórnin flýr til Bretlands og
Bandaríkjanna.
1944. Amerískar hersveitir hrekja
Þjóðveija frá Lúxemborg.
1944-45. Hin óvænta gagnsókn von
Rundstedt í Ardennafjöllum.
Skriðdrekasveitir hans og Pattons7 ameríska
heyja mannskæðar orustur í norðanverðu
landinu og valda gífurlegu tjóni á
mannvirkjum og ræktuðu landi. Vianden,
ævaforn bær, talinn sá fegursti í Lúxemborg,
er á þessu landsvæði, og þar var að finna
rústir merkasta kastala landsins, sem reistur
var á hæðardragi á 11. öld og gnæfa yfir
bæinn. Vianden varð fyrir stórskotaárás, sem
lagði hluta af bænum í rúst. Borgarstjórinn
þar sendi þá til höfuðborgarinnar þetta
kaldranalega skeyti: Alles in Ordnung. Stadt
in Ruinen. Ruinen gerettet! (Allt er í lagi.
Bærinn í rústum. Rústunum borgið. Lengi
hafði staðið til að endurreisa kastalann úr
rústum).
1948. Lúxemborg segir skilið við hlutleysi
sitt og tekur upp sjálfstæða utanríkisstefnu
innan og utan Evrópu.
1949. Lúxemborg gerist aðili að NATO.
1952. Robert Schuman, fæddur og
uppalinn í Lúxemborg, síðar
utanríkisráðherra Frakka, var hvatamaður
að stofnun Kola- og stálbandalags Evrópu,
(Schumanáætlunin, sameiginlegur
Evrópumarkaður fyrir kol og stál). Þegar
bandalagið varð formlega stofnað í
Lúxemborg 1952, varð Jean Monnet forseta
að orði: Dömur mínar og herrar, ný Evrópa
er fædd.
Hann hafði lög að mæla.
Efnahagsbandalag Evrópu var stofnað 6
árum síðar.
1958. Aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu.
1966. Opnun Evrópumiðstöðvarinnar á
Kirchberg i Lúxemborg.
Og eru þá upp talin helstu stórmerki í
sögu landsins.
Almennar Upplýsingar Um
Land Og Þ jóð
Opinbert nafn landsins er:
Stórhertogadæmið Lúxemborg. Þjóðhöfðingi
er Jean stórhertogi. Þjóðtunga er
lúxembúrgíska (létzebuergesch), en mál
stjórnkerfisins eru franska og þýska.
Gjaldmiðill: Lúxembúrgískur og belgískur
franki. Landinu er skipt í 3 héruð, 12
kantónur og 118 bæjarfélög.
Þingmenn eru 60. Stærstu flokkarnir eru
Kristilegi flokkurinn, 22 þingsæti;
Verkamannaflokkurinn, 18 sæti;
Lýðræðisflokkurinn, 11 sæti. Enginn einn
flokkur hefur náð meirihluta eftir síðustu
heimsstyijöld, þannig að samsteypustjórnir,
ýmist tveggja eða þriggja flokka, hafa farið
með völd. I odda hefur ekki skorist með
ríkisstjórnum og verkalýðsfélögum í hálfa
öld. Verkföll eru því óþekkt fyrirbæri í
landinu.
Stærð landsins er 2.586 ferkílómetrar og
íbúafjöldinn er 389 þúsund, þar af 30%
útlendingar. Vinnuaflsskorts hefur lengi
gætt í landinu og í því samhengi má nefna
að tala Portúgala í landinu nemur rúmlega
40 þúsundum og að auki koma um 40 þúsund
manns frá nágrannalöndunum tij vinnu í
hertogadæminu á hveijum morgni og hverfa
til síns heima að kvöldi.
Loftslag: Meðalhiti í höfuðstað landsins
er 11 gráður.
Sólskinsstundir á ári eru 1.430.
Úrkoma 782,2 mm. á ári. og 40% af
landinu eru skógi vaxin.
Hertogadæmið hýsir fjölda stofnana
Efnahagsbandalagsins, svo sem Dómstól
bandalagsins, Fulltrúaráð Evrópuþingsins og
ýmsar aðrar deildir bandalagsins.
Mannafli í atvinnuvegum: Af 197 þúsund
starfandi mönnum nema launþegar 179.600.
Þar af í landbúnaði 1.500, í iðnaði 37.400,
* byggingariðnaði 18.800, í þjónustugreinum
121.900 og af þeim 21.400 í opinberri
þjónustu. Atvinnuleysi 1,4%.
Stærstu 10 atvinnurekendur og fjöldi
starfsmanna: Arbed, þ. e. Stáliðnaðurinn
8.360; . Good Year (amerísk dekk) 3.730;
CFL ( jámbrautirnar) 3.580; Cactus,
(matvælakeðja) 2.280; Banque Internationale
(banki) 2.080; Banque Générale (banki)
1880; Banque et caisse d’Epargne de l’État
(banki) 1.640; Villeroy & Boch
(postulínsframleiðsla) 1.470; Du Pont de
Nemours (gúmmí-og plastframleiðsla) 1.220;
Luxair (flugfélag) 1.080; og Cargolux er í
20._ sæti, með um 600 starfsmenn.
í landinu eru starfandi 187 bankar með
samtals 17.016 starfsmenn. Þar af 40 þýskir
bankar, 25 lúxembúrgískir/belgískir, 21
franskur, 20 norrænir, 17 svissneskir, 13
ítalskir, 10 amerískir og 9 japanskir. Önnur
lönd: 32.
Sem dæmi um meðallaun og þá tekið mið
af árslaunum iðnverkamanna, nema þau á
mánuði 111.665 fr., þ.e.a.s. íslenskar krónur
u.þ.b. 220 þúsund.
(Ofangreindar upplýsingar eru fengnar hjá
upplýsingaráðuneyti hertogadæmisins).
Sagan Af BOCH
Skilningur ráðamanna í Lúxemborg á
arðsemi erlends fjármagns á sér langa sögu
og sá skilningur er við lýði enn þann dag í
dag og til hans má rekja þá velmegun sem
einkennir Stórhertogadæmið. Eftirfarandi
saga er lýsandi dæmi.
Fyrir tæpum 200 árum var maður að nafni
Boch, franskur að ættemi, á hrakhólum með
aðstöðu fyrir postulínsverksmiðju sem hann
hafði á pijónunum. Hann bar án árangurs
víða niður í nágrannalöndum uns hann
þreifaði fyrir sér í Lúxemborg. Þar átti hann
að mæta góðvild og skilningi og stofnsetti
fyrirtæki sitt við sjö brunna (Geptfontaines)
sem voru rétt utan við virkismúrana, en
vatnsþörf hans var mikil vegna
leirbrennslunnar. í umsátri Frakka 1794 var
verksmiðjan lögð í rúst og Boch þurfti að
flýja til Belgíu, en tæpu ári seinna kom hann
aftur og endurreisti fyrirtæki sitt með
dæmafárri þrautseigju. Starfsemi hans var
ómetanleg fyrir bæinn Rollingergrund í
nágrenni verksmiðjunnar. Boch lánaði
starfsmönnum sínum fé til húsbygginga, kom
að auki á fót sjúkrasamlagi og sparisjóði
fyrir byggðarlagið. Skóla reisti hann einnig
og stendur sú bygging hans enn, fagur +
vitnisburður um mannúðarstefnu Bochs.
Fyrirtækið er enn í fullu íjöri, eitt af tíu
stærstu fyrirtækjum landsins, svo sem fram
gekk af ofangreindum lista, með 1.470
starfsmenn í þjónustu sinni og dreifingarkerfi
um víða veröld, allt til Kína.
Upphafning í Clervaux (
Ónefnd er þá ein fræg stofnun í landinu,
klaustrið Clervaux, byggt 1910. Það hefur
skotið skjólshúsi yfir ýmsa nafnkunna menn,
svo sem Robert Schuman, franska
rithöfundinn Fran?ois Mauriac.að
ógleymdum Halldóri Laxness, sem naut
gestrisni munkanna í 18 mánuði á þriðja
áratugnum og gaf í ævisögubroti þá skýringu
á dvöl sinni í klaustrinu, að hann hafi dvalið
hjá munkunum, því að hann hafi gjarnan
„viljað sjá sig um bekki hjá þeim“. Til er
mynd af Halldóri í skrúða sem sýnir að hann
hefur tekið skírn hjá munkunum, annaðhvort
í klaustrinu í Clervaux eða í London, þar sem
hann leit einnig við hjá munkum af sömu '
reglu, en slík skírn er samkvæmt ritúali
Benediktínaklaustra skilgreind sem
undanfari prestsvígslu.. Til skírnarinnar má
rekja dýrlingsnafnið Kiljan. Löngu aflagt.
Fleiri íslenskir listamenn, margir hverjir
búsettir í Kaupmannahöfn, nutu forðum daga
gestrisni í Clervaux. íslenskur málari kom
laðan eitt sinn, forframaður og með stóran
kross á bijósti og enn í svo þungum
guðspekilegum þönkum að hann gekk á og
mölvaði tvo skilveggi úr gleri við
heimkomuna til Kaupmannahafnar. Fleiri
hafa misst jarðsambandið eftir dvöl í
Clervaux. I ljóði sænska skáldsins Hjalmars
Gullberg segir frá blessuðum herra Bernharð
fra Clervaux, sem 12 ferðir ásamt knapa
sínum reið kringum spegilfagurt vatn. Er ,
þeir riðu 12. sinni í sömu spor, gat knapinn
ekki orða bundist um hve himneskt vatnið
skini.
„Ei keyrispústur hefði sem hans svar
mig fyllt svo djúpri furðu: „Vatnið - hvar?“
Minn herra ei skynjað hafði þennan dag
hið bjarta vatn né fuglsins lofsöngslag.
Þótt sannanlega söm væri okkar leið,
hann einhvem veginn aðrar slóðir reið.
Aldrei skil ég, sem er hans knapi þó,
minn blessaða herra Bernharð frá Clervaux.”8
Og skilst þá kannski ferðalag málarans
íslenska gegnum glerveggina tvo í kóngsins
Kaupmannahöfn forðum.
Hér hefur þá verið drepið á sitt af hveiju
sem vonandi auðveldar íslendingum skilning
á því þjóðfélagi sem u.þ.b. 400 landar þeirra
hafa skotið rótum í.
Höfundur er rithöfundur.
Tilvísanir:
1 Hér mun m.a. átt við forfeður vora, víkingana.
Skipaher þeirra hafði um langan aldur haldið uppi nánast
föstum ferðum um Rín og Mósel og farið eldi og ránshendi
um lönd og lausa aura, klaustur og bæi; brenndu m.a.
Trier til grunna 882.
2 Þýskur konungur (912-972). Braut á bak aftur
ættarveldi hertoganna og náði taumhaldi á kirkjunni,
enda eftir umtalsverðu að slægjast þar, bæði í pólitísku?
og efnalegu tilliti. Færði út ríki sitt til Ítalíu og varð
þýsk-rómverskur keisari 962.
3 Lucilinburhuc, lítill kastali svo sem nafnið gefur til
kynna og í eigu Maximinerklausturs, og stóð á
hamraborginni þar sem Sigfridskastali hinn mikli reis
af grunni; síðar Lútzekbyrg og að lokum Luxembourg,
sem landið dregur nafn sitt af.
4 Hér er ekki um að ræða Kúnígúnd þá, sem er ein
af persónunum í frægu heimspekilegu háðsriti Voltaires
hins franska, Birtingi. Henni var nauðgað 30 sinnum,
en æðruleysi hennar var slíkt að hún kvað það þó bót í
máli að sér hefði tekist að afstýra 31. nauðguninni.
5 Mikilsmetið skáld í Luxembourg. Látið 1951.
6 2586 km2 í dag.
7 Hann trúði því statt og stöðugt að hann hefði
endurholgast oftar en tölu yrði á komið og ætíð sem
.hermaður og þeim ferli væri langt frá því lokið. Stóð m.a.
á því fastar en fótunum að hann hefði barist við
rómverskar legiónur á þessu svæði.
8 Úr þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.
Heimildir:
Gesta Treverorum.
Annalen des Klosters Sankt Maximin.
Chronik des Regino.
Luxembourg, deine Heimatstadt.
Statec, service central de la statistique et des
études économiques.
Zeitgenössische Chroniken und die
Originalurkunde des Friedensabkommens in
Koblenz.
Johann Schötter: Geschichte des Luxembourgers
Landes.
Joseph Meyers: Ermesinde.
Joseph Goedert: La formation territoriale du
pays de Luxembourg.
Geschichte Jerusalems des Albertinus von Aix.
R. Cazelles: Jean l’Aveugle
Jehan Froissart: Chronique de France,
d’Angleterre et de Bretagne.
Nikolaus Welters: Crecy (ljóð).
Kunnskapsforlagets Ettbindsleksikon.
Aschehougs Verdenshistorie, 5. bindi.
The New American Desk Encyclopedia.
Le petit Larousse.
Bertelsmann Universallexikon.
Joseph Petit: Luxembourg. Yesterday and today.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27.APRIL1996 1 1