Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Blaðsíða 10
lærðum og leikum, gert kunnugt að Sigfrid
greifí af göfugum ættum fær til eignar og
umráða svonefndan Lucilinburhuc-kastala
ásamt árfarvegi í Alzettedal, að breidd og
lengd að hinum foma skógarstofni umhverf-
is múra kastalans, eign Maximinerklausturs,
í makaskiptum fyrir jarðeignina Feulen í
greifadæminu Giselbert í Ardennahéraði,
ásamt búnytjum og skattpeningi leiguliða
o.s.frv. Mikið piagg og a.m.k. kíló að þyngd
með innsiglum.
í fjarvem Otto keisara, sem ásamt kirkju-
höfðingjum er að beija á uppreisnargjörnum
ítölum þennan Pálmasunnudag, undirrita
samninginn í Trier Bruno erkibiskup stað-
gengill keisara, Wiker ábóti, munkar og
kanúkar, og Sigfrid greifi ásamt frændliði.
Þar með vom drögin lögð að ríki því sem
í dag er Stórhertogadæmið Lúxemborg.
SlGFRIDSBURG
I hlut Sigfrids komu samkvæmt samningn-
um einnig dreifðar jarðeignir við Móselá, og
landamörk þá sem alla daga síðan kjörið
ágreiningsefni, óháð heimshlutum, og íslend-
ingasögurnar eru til vitnis um, enda urðu
jarðeignir þessar í tíð niðja Sigfrids tilefni
þrálátra væringa, sem í fornum heimildum
ganga undir heitinu Móselskærurnar. En nú
var hægt að hefjast handa um byggingu
kastalaborgarinnar, sem í fyrstu hlaut nafnið
Sigfridsburg, og reis á fyrrnefndri hamra-
borg við Alzette. Handverksmenn dreif að
úr öllum áttum: múrarar, trésmiðir, bygg-
ingameistarar, og hafði dalurinn ekki verið
vettvangur annarra eins umsvifa síðan á
dögum Rómverja hinna fomu.
Sigfrid hafði ekki einungis lagt grundvöll-
' inn að greifadæmi. Stofnun þess varð kveikj-
an að stórpólitískum áhrifum vítt og breitt
um Evrópu á næstu öldum.
ÚTSMOGIN ÚTÞENSLUSTEFNA
Dóttur sína Kúnígúnd4 gifti Sigfrid Hinriki
I, þáverandi hertoga af Bayem, sem árið
1002 varð þýsk-rómverskur keisari og Kún-
igúnd hófst þar með til tignar keisaraynju.
Og fyrir tilstuðlan frændrækni hennar og
öflugrar hjúskaparmiðlunar fóm nú hjólin
að snúast lúxembúrgísku greifaættinni í vil,
langt inní framtíðina.
Greifarnir í Lúxemborg vom herskáir
menn og yfirmáta gráðugir í landeignir, enda
börn síns tíma. Þeir gerðu með vopnavaldi
ítrekaðar tilraunir til að sölsa undir sig jarð-
eignir biskupsstólanna í Metz og Trier. Arið
1030 í fjarveru Poppo erkibiskups sem var
í pílagrímsför til Jerúsalem, sætir Giselbert
greifi færis og fer ránshendi um borgina,
Trier. Og einhverntíma á ámnum 1060-1061
tekur Konrad greifi Eberbard erkibiskup til
fanga við kirkjulega athöfn í Trier og flytur
hann í járnum til Lúxemborgar og varpar í
dýflissu. Að kröfu páfa er greifmn kúgaður
að viðlagðri bannfæringu til að gera ferð
sína til Jerúsalem í yfirbótarskyni og átti
hann ekki afturkvæmt úr þeirri för; einhvers
staðar á Ítalíu varð rýtingur úr launsátri
honum að aldurtila, en bót í máli að hann
hafði iðrast áður.
Canossagangur Hinriks rv
í þessu samhengi verður ekki komist hjá
að víkja að hinni langvinnu Skrýðingardeilu
sem svo var kölluð. Hún hófst uppúr miðbiki
II. aldar milli páfa og veraldlegra valdhafa,
og átökin voru hörðust milli Hinriks IV
Þýskalandskeisara og Gregoríusar páfa VII.
Lúxembúrgísku greifamir studdu Hinrik með
oddi og egg og gegndu mikilvægu hlutverki
í her hans. Deilan spratt af réttinum til að
útnefna biskupa og ábóta, sem oft réðu yfir
stórum lénum og áttu því veraldlegir valdhaf-
ar annarsvegar og kirkjuleiðtogar hinsvegar
mikilla hagsmuna að gæta við útnefninguna.
Biskupar útnefndir af kirkjunni urðu skiljan-
lega handgengnir kirkjuvaldinu, hinir kon-
ungum og keisumm. Á kirkjuþinginu í Róm
1075 var blátt bann lagt við því að útnefning
væri á hendi veraldlegra valdhafa í þýsk-
rómverska ríkinu. Þetta var hvorki meira né
minna en stríðsyfirlýsing gegn stjórnskipu-
lagi þýska ríkisins. Hinrik IV Þýskalandskon-
ungur brá hart við og fékk meirihluta þýsku
biskupanna til að óhlýðnast páfa og vék hon-
um með því nánast úr embætti. Á kirkju-
þingi árið eftir lék Gregoríus mótfeik sinn:
bannfærði Hinrik IV og leysti jafnframt léns-
herra hans frá trúnaðareiðum sínum við kon-
unginn, og setti hann af sem konung, með
þeirri röksemd að hann hefði fyrirgert rétti
sinum sem þjóðhöfðingi vegna uppreisnar
gegn kirkjunni og þar með Guði. Við bann-
færinguna var konungdómur Hinriks orðinn
svo valtur að hann átti ekki annars úrkosta
en að ganga fyrir páfa og biðja fyrirgefning-
ar. Það gerði hann í janúar 1077. Gregoríus
hélt þá til í Canossa, greifaborg í ítölsku
Ölpunum. I þijá daga stóð Hinrik IV í yfirbót-
arfeldi og berfættur í snjónum fyrir utan
borgarhliðið áður en Gregoríusi þóknaðist
að hleypa honum inn og veita honum syndaaf-
0
lausn. Síðan er „Canossagangur" notað um
hina stærstu auðmýkingu.
Gregoríus mun hafa farið nærri um, að
iðrun Hinriks risti ekki djúpt. Hann varð
sannspár þar. Hefndin fyrir niðurlæginguna
lét ekki á sér standa. í rauninni var yfirbótar-
ferð Hinriks pólitísk refskák. Hann hafði
með henni bægt frá sér hættunni á að þýski
aðallinn steypti honum af stóli. Leystur úr
banni gat hann á ný fylkt að baki sér meiri-
hluta þýsku biskupanna. Og þrem árum
seinna fór hann með óvígan her til Ítalíu,
lagði undir sig Róm, skipaði nýjan páfa og
lét hann krýna sig til keisara. Gregoríus
kallaði sér til hjálpar Víkingahöfðingja sinn
og lénsherra, Róbert Guiscard, en í stað þess
að leggja páfa lið, fóru málaliðar Róberts
ránshendi um borgina og Gregoríus hraktist
frá Róm og lést í Salernó 5 árum seinna,
saddur lífdaga. Deilunni lauk með sættar-
gerðinni í Worms 1122 og styrkti sáttmálinn
stöðu páfa. Hinrik IV var þá einnig fyrir
löngu kominn undir græna torfu.
Yfirmáta Gráðug Skepna
1136 andast Konrad greifi II af Lúxem-
borg barnlaus. Greifadæmið fellur þá undir
Hinrik IV greifa af Namurgrein ættarinnar.
Um 60 ára skeið drottnaði hann yfir land-
svæðinu milli fljótanna Maas og Mósel. Anná-
laritarar lýsa honum sem dæmafáum ofbeld-
isseggi. Snemma árs 1141 ræðst hann í farar-
broddi 1.500 riddara á Trier, að erkibiskupn-
um fjarverandi. Við borgarhliðið, Porta
Nigra, kaupir klausturstjórinn, Friðrik af
Vianden, borginni grið fyrir offjár. Hinrik
greifi og lið hans svala þá blóðþorsta sínum
á bændabyggðinni umhverfis borgarmúrana,
drepa þar allt kvikt sem fyrir þeim verður.
1144 í haustþoku árla morguns gerir Hin-
rik greifi enn eina atiögu að Trier og hyggst
koma borginni að óvörum, en ölvaður munk-
ur á leið til kapellu í yfirbótarskyni er ekki
drukknari en svo að hann sér móta fyrir
hernum í fjarska og gefur hættumerki með
kirkjuklukkunum. Aðförin misheppnast því,
en Hinrik leggur í hefndaræði eld í öll bænda-
býli utan borgarmúranna og brennir til kaldra
kola. Adelbero erkibiskup lætur þá reisa varð-
turn á Neuerburghæðum til vamar fjandmön-
um_ sínum í Lúxemborg.
Árið eftir, 1145, snýr Adelbero erkibiskup
vörn í sókn, sigrar og leggur í rúst fjölda
greifabækistöðva, m.a. í Echternach og
Manderscheid. Konrad III Þýskalandskeisari
rekur smiðshöggið á verkið, sigrar Hinrik
greifa og sviptir hann greifadæminu. Hinrik
fær það þó aftur í friðarsamningunum á ríkis-
þinginu í Speyer ári seinna gegn því að sveija
erkibiskupinum í Trier trúnaðareið og láta
af aðförum gegn borginni.
Hinriki IV varð ekki barns auðið í vígðri
sambúð fyrr en hann var á 72. aldursári,
eignaðist þá dótturina Ermesinde, en kom
því í verk áður en hann gaf upp öndina í
klaustrinu í Echternach að gifta hana, 11
ára, Theobaldi greifa von Bar og tryggði sér
með því samheija sem hann sökum elli van-
hagaði um.
Skörungurinn Ermesinde
Theobald von Bar og Ermesinde eignuðust
einn son sem lést í frumbemsku. Þegar Theo-
bald féll frá 1214 brá Ermesinde skjótt við
og giftist nokkmm vikum síðar Walram,
hertoga af Limburg, og afstýrði þannig að
Lúxemborg félli í hendur barna Theobalds
frá fyrra hjónabandi. Þar með sameinaðist
markgreifadæmið Arlon Lúxemborg og
styrktist pólitísk staða Lúxemborgar mjög
við þá sameiningu. Að Walram látnum 1226
varð Ermesinde alráð í Lúxemborg. Sagnir
herma að hún hafí verið gædd óvenjulegri
stjórnvisku. Hún var frábitin vopnavaldi, af-
nam bændaánauðina og færði út ríki sitt
jöfnum höndum með kaupum á löndum og
tilstuðlan hagstæðs kvonfangs í frændgarði
sínum. Ermesinde er í síðari tíma heimildum
talin annar stofnenda Lúxemborgar, við hlið
Sigfrids, og gerði hún frönsku að opinberu
máli stjórnkerfisins.
Hinrik VII
Hinrik VII af greifaætt Lúxemborg var
1308 krýndur keisari Þýskalands. Næstu
fimm kynslóðir ættarinnar efldu mjög tengsl
ríkis og kirkju og höfðu því mikil áhrif á
vöxt og viðgang kristninnar, en áhrif hennar
höfðu dvínað á 13. öld. Hinrik vildi endur-
reisa hið kristna heimsríki og setjast á þann
trón. Fyrsta skref hans í þeim efnum bar
keim af mikilmennskubijálæði. Markmið
hans var langt um efni fram. Kjörorð hans
var: Richtet gerecht, ihr Söhne der Menschen
(Gjörið rétt, þér synir manna). I anda þess
kjörorðs vígbjóst hann, lagði upp í herför
yfir Alpana með stefnu á Róm og fór báli
og brandi um Norður-Ítalíu og sætti lítilli
mótstöðu fyrr en í Mílanó, að þyngra varð
fyrir fæti. Þar þurfti hann að bijóta á bak
aftur hveija uppreisnina á fætur annarri.
Bróðir hans féll í þeim átökum, og drottning-
in, sem var með í för, fékk hitaslag. Hinrik
ingu vopna; hann var það einnig í sjafnarmál-
um og jók alin við nafnbót sína er hann 14
ára gamall kvæntist yngstu systur Böhm-
enkonungs og settist við svo búið sjálfur í
hásætið.
Stjórnarfar Jóhanns varð að mörgu leyti
heilladijúgt fyrir Lúxemborg. íbúatalan í
virkisborginni jókst að mun í tíð hans og
náði tölunni 4 þúsund, sem var talsvert þétt-
býli á þeirra tíma mælikvarða. Jóhann örvaði
einnig mjög verslun og viðskipti. Hann stofn-
aði t.d. hina svokölluðu Schobermesse, sem
enn þann dag í dag er haldin í lok ágúst á
Limpertsberg í höfuðstaðnum. Vörumessan
dró til sín mikið af kaupmönnum frá öðrum
landsvæðum og þar með komust á varanleg
verslunarsambönd við nágrannaríkin.
JÖFN VÍGSTAÐA
Kominn vel yfir miðjan aldur og nánast
blindur rak Jóhann flótta pólska konungsins
Kasimir inn fyrir virkismúra Kraká.
Jóhann ávarpaði þá riddara sína svofelld-
um orðum:
Augun bregðast mér, en höndunum held
ég, og fái þær að snerta múra Kraká inn-
anfrá dey ég glaður!
Kasimir konungur kom þeirri tillögu á
HALLIR Evrópusambandsins í Lúxemborg.
framfæri við Jóhann að þeir gerðu út um
ágreining sinn með einvígi.
Jóhann tók hólmgönguáskoruninni kampa-
kátur, með eftirfarandi skilyrði:
Ich bin bereit, wenn Kasimir sich vorher
die Augen ausstechen lat! (Ég er reiðubúinn,
ef Kasimir lætur áður stinga úr sér augun!)
Varla þarf að taka fram að Kasimir hafn-
aði skilmálunum.
Þangað Sem Hríðin Er
Hörðust BRÆÐUR!
1346 fregnar Jóhann að sverfi til stáls
milli heija Filips II Frakkakonungs og Ed-
wards III Bretakonungs í Crécy. Jóhann her-
tygjast snarlega og fer Filip til hjálpar með
einvalalið 50 hvítklæddra riddara og er fagn-
að með húrrahrópum úr tugþúsund börkum.
Þegar herirnir síga saman draga Jóhann og
vopnabræður hans keðjur í beisli hesta sinna.
Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Jóhann
fellir við svo búið hjálmgrímuna, sveiflar
sverði sínu, hrópar:
Fram! Þangað sem hríðin er hörðust bræð-
ur!
Eða eins og segir í ljóði Nikolaus Welters:5
Mein Schwert, das ich fast vierzig Jahre schwang,
Das an der Tiber und am Haff erklang,
Mein braves Ro, das mich im Siegesflug
Von Kampf zu Kampf durch ganz Europa trug,
Uns drei hat doch das Leben mud gemacht:
Will’s Gott, so ruhn wir friedlich diese Nacht.
í lauslegri þýðingu:
Sverð mitt sem ég áratugi fjóra sveiflað hef,
Og sungið hefur hátt við Tíber og Haff,
Fákurinn minn mikli sem mig á sigurreið
Frá bardaga til bardaga um Evrópu þvera bar,
Okkur þtjá hefur lífið lengi lúð:
Ef Guð vill hvílum við í friði þessa nótt.
Keðjurnar héldu. Þeir sofnuðu allir 50
hinsta svefni þessa nótt.
I valnum við Crécy lágu að auki 11 prins-
var samt ekki af baki dottinn. Hann hélt til
Rómar, en náði ekki borginni á sitt vald og
lést við svo búið úr malaríu, 1313. Og víkur
þá sögunni að syni Hinriks og arftaka, Jó-
hanni.
Jóhann Blindi
í gervallri miðaldasögu Lúxemborg leikur
mestur ljómi um nafn Jóhanns, ætíð kallaður
Jóhann blindi vegna augnsjúkdóms sem á
hann heijaði þegar aldur færðist yfir hann.
Hvirfilvindur hefði kannski verið viðurnefni
betur við hæfi, því að hann lagði síðar upp
í herferðir alla leið til Póllands og Litháen.
Hann var manna vopnfimastur, rammur að
afli og aldrei í essinu sínu nema í fullum
herklæðum á ólmum stríðshestum og ekkert
lét honum jafndátt í eyrum og orustugnýr.
Jóhann var of ungur til að koma til greina
sem arftaki föður síns, en í orustunni milli
Friðriks af Austurríki og Lúðvíks af Bayern
um krúnuna, réð Jóhann úrslitum. Orustan
var háð við Muhldorf og Jóhann, sem studdi
Lúðvík, lagði fyrstur ásamt liði sínu til atlögu
gegn Austurríkismönnum og batt með hug-
rekki sínu og bardagagleði nógu lengi það
stóran hluta af her Austurríkis, að her Lúð-
víks gafst ráðrúm til að koma her Friðriks
í opna skjöldu, þannig að flótti brast í liðið.
SCHOBERMESSE í 700 ÁR
Jóhann bar titilinn greifi af Lúxemborg,
en pilturinn var ekki aðeins bráðger í beit-
KLAUSTRIÐ í Clervaux.