Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 2
Hundur í stað kindar í DAG kl. 15 hefur Gallerí Sýnirými starf- semi með einni myndlistarsýningu í hveiju hinna þriggja gallería sem tilheyra Sýni- rými. Finnbogi Pétursson sýnir í Hlust, Þor- valdur Þorsteinsson í Sýniboxi og Helgi Þor- gils Friðjónsson í Barmi. Sú breyting hefur orðið að hundur á Akureyri mun bera verk Helga í Barmi í stað kindar eins og getið var um í blaðinu fyrr í vikunni. Einnig láðist að geta tveggja umsjónarmanna gallerís Barms, þeirra Tinnu Gunnarsdóttur og Sig- tryggs Bjarna Baldvinssonar. Negulnaglarnir. Jazz á Jómfrúar- torginu NEGULNAGLARNIR leika jazz á Jómfrúart- orginu, Lækjargötu 4 (bak við veitingastað- inn Jómfrúin, Lækjargötu 4), í dag laugardag kl. 16. Negulnaglarnir eru; Hilmar Jensson gítar, Þórður Högnason bassi og Einar Scheving trommur. RÍKEY Ingimundardóttir við eitt verka sinna. Ríkey í Perlunni Morgunblaóió/Þorkell RÍKEY Ingimundardóttir myndlistarkona opnar sýningu á verkum sínum i Perlunni í dag. Á sýningunni verða málverk, brenndar lágmyndir, steinsteyptir skúlptúrar, olíu- myndir og postulínsmyndir. „Ég verð með skúlptúr brenndan i islenskt hraun, en það hef ég ekki séð áður,“ segir Ríkey. Á sýningunni gefur einnig að líta mannamyndir brenndar í gler og önnur efni. Þetta er 36. einkasýning Ríkeyjar og hef- ur hún haldið sýningar á verkum sínum viða erlendis, m.a. í Banclaríkjunum og Lúxem- borg. Ríkey útskrifaðist úr Myndlista- og hand- íðaskóla íslands árið 1983 og hefur síðan unnið sem myndhöggvari, listmálari og keramiker á eigin vinnustofu. Sýningin opnar klukkan 3 í dag og mun Anna Vilhjálms og hljóinsveit leika fyrir sýningargesti af því tilefni. VERÐA MENN AF AURUM APAR? Margir telja ástæóu til að velta því fyrir sér hvaóa áhrif æ hærri greióslur til þekktra listamanna hafi á listsköpun þeirra, og hvort bilió á milli feigs og ófeigs í hópi listamanna sé að veróa of breitt HANN var án efa mesti lagahöfundur síns tíma, enda afköstin slík að þó hann hæði aðeins 31 árs aldri samdi hann yfir 600 iög, þar af 144 á 12 mánaða tímabili. Þá fann Franz Schubert sér einhig tíma til að semja 9 sinfóníur, 19 strengjakvartetta, 21 píanósónötu, 7 messur, 10 óperur og tugi ann- arra verka. En samkvæmt rannsókn Otto Erich Peutsch voru samanlögð höfundariaun Schuberts á ár- unum 1815-27, en þá'samdi hann flest verka sinna, um 830.000 ísl. kr. á núvirði, um 70.000 ísl. kr á ári. Hann hafði ekki sériega mikjð upp úr krafsjnu en lifði þó þokkalegu lífi. Sé hins vegar litið á telqur þekktustu og af- kastamestu tónlistarmannanna nú, er annað uppi á teningnum. Nefna má samning Eltons Johns við Warner Music, um gerð fjögurra platna en íyrir þær fær hann ruma 4 milljarða (s). kr- Þegar Schubert var að semja Vetrarferðina voru engir vinsældaljstar, engar plötuútgáfur og engin tónlistarmyndbönd, hann varð að reiða sig á sölu nótnahefta og tónleika, til að hafa í sig og á. Þegar lagahöfundur gerir það gott nú á dögum leikur þins vegar enginn vafí á þvf, hann kemst jafnvel á listann yfir 500 auðugustu mepn heims. Menn hljóta því að velta því fyrir sér hvemig farið hefði fyrir Schubert væri hann á lífí núna. Væri hann á samningi hjá stóru útgáfu- fyrirtæki, auðugur og værukær, hefði sköpunar- gáfan yfírgefíð hann? Það hafa orðið geysilegar breytingar í tónlist- arheiminum frá því að Scþubert var uppi á síð- ustu öld. Gífurlegir fjármunir skilja á milli feigs og ófeigs. Þeir sem slá í gegn þurfa vart að hafa nokkrar pepingaáhyggjur framar, en hlutur hinna fer ekki hækkandi. Og þeir sem efstir em á listanum fá æ meira fyrir snúð sinn, upphæð- imar eru svimandi. Fiðluleikarinn Anne-Sophie Mutter gerir kröfur um tæpar 5 milljónir fyrir að koma fram á einum tónleikum í Þýskalandi. Laun Kurt Masur, stjómanda New York Ffl- harmóníunnar, voru nýlega tvöfölduð, og hann hefur nú rétt um 100 milljónir Jsl. kr. árslaun. EF Schubert hefði gert 2,7 milljarða kr. útgáfusamning, likt og Elton John, hefði það haft áhrif á sköpunargleði hans? Hinar gríðarlegu fjárupphæðir sem þekktustu tónlistarmönnunum standa til boða hafa orðið til þess að menn spytja sjálfa sig hvort of mikl- ir peningar séu listamönnunum hættulegir? Hvort þeir slaki á um of og reyni ekki að ná sömu hæðum við tónsmíðar og fleyttu þeim á toppinn? Eða hvort allir þessir fjármunir verði tíl þess að listamennimir séu undir enn meira álagi en áður til að standa undir síauknum kröfum sem til þeirra eru gerðar. Prentuó tólf sinnum Forvitnilegt er að líta á áhrif peninga á bókaút- gáfu en þar til fyrir skemmstu var það sjald- gæft að rithöfundar yrðu ríkir á einni nóttu. Arið 1920 sendi bandaríski höfundurinn F. Scott Fitzgerald frá sér bókina „This side of Paradise“ og hlaut fyrir það ómælt lof og umfjöllun í glans- ritum þess tíma. Bókin var prentuð tólf sinnum fyrsta árið, alls seldust um 49.000 eintök, sem þætti gott í dag. Fyrir þetta fékk Fitzgerald um 420.000 feí. kr. og til að færa það á núvirði, má margfalda upphæðina með tíu. Þetta þætti hins vegar ekki mikið nú, þegar óþekktur rithöfundur, Nicholas Evans, hlýtur um 200 miHjónir ís). kr. fyrir fyrstu bók sína, „The Horse Whisperer" í Bandaríkjunum og 230 millj- ónir í Bretlandi. Raunar þóttu þessar greiðslur einsdæmi í bókaútgáfunni, þrátt fyrir að þar velti höfundar á borð við John Grisham, Stephen King og Danielle Steel svipuðum upphæðum. Sú ímynd hefur verið viðtekin að menn ávinni sér smám saman stöðu í bókmenntaheiminum, að þeir þurfi að senda frá sér nokkrar skáldsög- ur áður en þeir slái endanlega í gegn. Dæmin eru fjölmörg; John Irving náði fyrst metsölu með „The World According to Garp“ sem er fjórða skáldsaga hans. „Accidental Tourist", fyrsta metsölubók Anne Tyler, er jafnframt níunda bók hennar. Þetta er miðjufólkið, sem hefur verið mitt á milli þess að vera metsöluhöf- undar og að geta vart lifað af skriftunum. Breyt- ist það, td. hvað varðar greiðslur til höfunda, er hætt við því að fótunum sé kippt undan því umhverfí sem margir telja einna best fyrir höf- unda, þeir hafi í sig og á og þurfí ekki að hafa áhyggjur af kröfum markaðarins. Þegar höfund- ur slái í gegn, verði hann nær sjálfkrafa þræll inarkaðarins, þar sem þann verði að laga skrif sín að honum. Bandaríski rithöfundurinn Irwin Shaw er dæmi um þetta. Hann ávann sér virðingu og trausta stöðu í bókmenntaheiminum með fyrstu bókum sínum, svo sem „The Young Lions“. En eftir að hann sló í gegn með „Rich Man, Poor Man“ lá leiðin aðeins niðurávið, ekkert þeirra verka sem á eftir komu þótti komast í hálf- kvisti við fyrstu verkin. Margir telja það sama eiga við höfunda á borð við Stephen King, sem skrifí nú allt of langar bækur, og Norman Mail- er, sem geti ekki hætt að skrifa vegna skulda sem hann hafi komið sér í. Fjöllistamaðurinn Andy Warho) er talið enn eitt dæmið um nei- kvæð áhrif peninga og velgengni á listsköpun. Miðlungs-kvikmyndastjörnur hafa mun hærri laun en stórstjömumar fyrir miðja öld og í tón- listarheiminum er það sama uppi á teningnum. Gustav Mah)er, stjómandi New York fílharmón- íunnar á árinum 1909-1911, fékk sem svarar á núvirði til 23 milljóna kr. á ári, sem er um fjórð- ungur þess sem Kurt Masur, núverandi stjóm- andi hljómsveitarinnar, fær. Laun hljóðfæraleik- aranna hafa hins vegar Iítið breyst. „Þú ert það sem þér er borgað“ virðist vera kjörorðið nú, stærstu nöfnin fá gríðarlegar fyár- upphæðir fyrir verk sem teljast oft vera „þreytt" en minni spámenn em oft á tíðum vanmetnir vegna þess að nöfnin selja ekki nógu vel. Hvort þróunin verði sú að þetta bil aukist, skal ósagt látið, en það hlýtur að teljast heldur drungaleg framtíðarsýn. Byggt á The Sunday Times. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinsson- ar. Kjarvalsstaðir Náttúrusýn i ísl. myndlist til 31. ágúst. Listasafn íslands Sýning á verkum Egon Schiele og Arn- ulf Rainer til 14. júlí. Hafnarborg íslensk portrett á tuttugustu öld til 8. júlí. Þjóðmigjasafnið Sýning á silfri til sept.loka. Við Hamarinn Brynja Dis Björnsdóttir og Gunnhildur Björnsdottir sýna til 7. júlí. Nýlistasafnið Marianna Uutinen og Arnfinnur R. Ein- arsson. Gestir safnsins I setustofu eru Gé Karel van der Sternen og Ingrid Dekker til 7. júlí. Safn Ásgríms Jónssonar Sumarsýn. á úrvali verka Ásgrims til 31. ágúst. Gallerí Sævars Karls íris Elfa Friðriksdóttir sýnir. Gallerí Greip Guðbjörg Gissurardóttir sýnir til 10. júlf. Gallerí Úmbra Karen Kunc sýnir til 17. júlí. Sólon íslandus Sigurlaug Jóhannesdóttir sýnir til 28. júlí. Sjónarhóll Anna Líndal sýnir til 21. júlí. Mokka Gunilla Möller sýnir til 10. ágúst. Norræna húsið Sýning á verkum eftir Nínu Tryggvadótt- ur í anddyrinu til 14. júli. Listhús Ofeigs Margret Schopka sýnir til 13. júlí. Listasafn Kópavogs Liisa Chaudhuri sýnir til 7. júlí. Listhús 39 Maðurinn í svörtu og Páll Heimir sýna til 22. júlí. Snegla Elín Guðmundsdóttir sýnir verk sín f gluggum listhússins. Gallerí Hornið Árni Rúnar Sverrisson sýnir tií 17. júlf. Smíðar & Skart íva Sigrún Björnsdóttir sýnir til 12. júlf og Elísabet Magnúsdóttir er með kynn- ingu á verkum sínum til mánaðarmóta. Hornstofa Heimilisiðnaðarfélagsins Sýn. „Þar sem hönnun & handverk renna saman í eitt“ til 10. júlí. Slunkaríki - ísafirði Frédéric Grandpré sýnir til 21. júlí. Deiglan - Akureyri Claudia Heinermann og Rob Von Pie- kartz sýna til 16 júlí. Ketilshús - Akureyri Pálína Guðmundsdóttir sýnir til 16. júlí. Listasafnið á Akureyri Karola Schlegelmilch sýnir. Kaffi Hótel - Hjalteyri Kristinn G. Jóhannsson sýnir til 20. júlf. Listasetrið Kirkjuhvoll - Akranesi Sýningin „Á heimaslóð“ til 4. ágúst. Á Seyði - Seyðisfirði Samsýning til 26. ágúst. Laugardagur 6. júlí Sumartónleikar í Skálholtskirkju hefíast kl. 14. Sunnudagur 7. júlí Baldvin Kr. Baldvinson baritón ásamt strengjakvartett kl. 20.30 í Akureyrar- kirkju. Sumartónleikar í Skálholtskirkju hefínst kl. 15- Þriðjudagur 9. júlí Hlíf Siguijónsdóttir fiðluleikari og David Tutt píanóleikari í Ustasafni Siguijóns kl. 20.30. Fimmtudagur 11. júlí Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju í júlí og ágúst kl. 12-12.30. Laugardagur 13. júlí Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju í júlí og ágúst kl. 12-12.30. Sumartónleikar í Skálholtskirkju hefjast kl. 14. Þjóðleikliúsið Taktu lagið, Lóa á Egilsstöðum lau. 6. júlí. Loftkastalinn Á sama tfma að ári fös. 12. júlí. Borgarleikhúsið Stone Free fös. 12. júlf. Light Nights - Tjamarbíó Öll kvöld nema sunnudagskvöld kl. 21; Leikþættir úr íslendingasögum og þjóð- sögnm. Flutt á ensku. Upplýsingar um Hstviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflcga fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar; Morgun- blaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsepdir: 5691181. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6.JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.