Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 12
FORMALARI JARNSIÐU OG JÓNSBÓK EFTIR SIGURGEIR GUÐJÓNSSON Áóur en lög voru fest á bók er líklegt aó treyst hafi verið á munnlegan venjurétt í réttarlífi. Við þær aðstæður skipta lagaformálar miklu en þeir voru munnleg framsaga réttarathafnar og geymdust í minni. Sagnfræðingar hafa löngum dval- ið við þær fjölskrúðugu rit- heimildir sem íslenska miðalda- samfélagið skildi eftir sig. Þar má nefna íslendingabók, Landnámu, Sturlungu, Islend- ingasögurnar, konunga- og biskupasögur. Sérhver kynslóð sagnfræðinga hefur síðan reynt að meta heim- ildimar að eigin hætti og átt sín eftirlætis -hugðarefni. í þessu tilliti er við hæfi að nefna íslendingasögurnar sérstaklega. Nú er þeim að öllu leyti hafnað sem traustum heimildum. Á tíma rómantísku þjóðemisstefnunnar réð svonefnd sagnfesta nkjum. Þá var litið á ís- lendingasögumar sem sannar munnmælasögur sem lifðu á vömm þjóðarinnar í nokkrar kyn- slóðir þar til þær voru færðar í letur á 12. og 13. öld. Hetjur fortíðar áttu sína samsvörun í bjartsýninni sem ríkti hér á landi þegar hyllti undir fullveldi um aldamótin 1900. Sagnfræð- ingamir Bogi Th. Melsteð (1860-1929) og Jón Aðils (1869- 1920) voru mjög mótaðir af þess- um viðhorfum. Framan af skiptu sagnfræðing- ar sér lítið af þeim lögbókum sem íslenska miðaldasamfélagið skildi eftir sig og eftirlétu löglærðum mönnum að rannsaka þær. Þar má nefna þýska réttarsögufræðinginn Konrad Maurer, (1823-1902) og Vilhjálm Finsen hæstaréttardómara, (1823-1892) sem rann- sökuðu Grágás, eins og lög íslenska þjóðveld- isins hafa verið nefnd. Vilhjálmur Finsen gaf heildarsafn Grágásartexta út í stafréttum út- gáfum á vegum Norræna fornfræðafélagsins og Árnanefndar árin 1852, 1879 og 1883. Miöalda lögbækurnar Grágás er varðveitt í tveimur aðalhandritum frá 13. öld, Staðarhólsbók og Konungsbók. Staðarhólsbók er nefnd eftir Staðarhóli í Dölum og komst í hendur Árna Magnússonar hand- ritasafnara fyrir tilverknað móðurbróður hans, -séra Páls Ketilssonar í Hvammi. Konungsbók á varðveislu sína undir öðrum áhugasömum fornmenntamanni, Brynjólfi Sveinssyni biskupi sem sendi hana Friðriki III Danakonungi að gjöf árið 1656. Jámsíða sem var lögtekin í áföngum árin 1271-73 og Jónsbók sem var lögtekin árið 1281 stað- festa síðan umskiptin eftir Gamla sáttmála 1262. Staðarhólsbók hefur að geyma eina skinnhandritið sem varðveitir Járnsíðu og einungis leifar af öðru handriti af Járnsíðu er að finna í pappírsuppskrift frá um 1600. I sjálfu sér þarf þetta ekki að koma á óvart ef til þess er tekið hversu skamman tíma bókin var í gildi. Aftur á móti er Jónsbók varðveitt í u.þ.b. 200 afritum og hefur eng- inn íslenskur miðaldatexti náð þvílíkri útbreiðslu, enda gilti lögbókin að stór- um hluta fram á 18. öld eða þartil konungur og embættismenn hans geng- ust fyrir því að réttarfars- reglum ^norsku laga“ væri beitt á Islandi. Lögtöku Jámsíðu og Jónsbókar á íslandi má rekja til lagastarfa Magn- úsar konungs lagabætis sem ríkti yfir Noregi og íslandi 1263-1280. Þegar hann tók við konungstign Magnús lagabætir. Tréskurðar- mynd úr dómkirkjunni í Stavanger frá því um 1300. voru fjögur höfuðþing í Noregi, hvert með sín landslög, og vildi Magnús samræma þau sem mest. Ætlun Magnúsar var að koma á réttar- einingu í landinu og lét hann leggja fram sér- staka lögbók í hverju þingi til að ná því marki. Bækurnar voru því að mestu samhljóða. Að undanskildum nýmælum, vom Frostu og Gula- þingslög aðallega hafðar til hliðsjónar í um- bótastarfinu. Starfið fór fram í tveimur lotum, sú fyrri var á árunum 1267-69 og fylgdi lög- taka Járnsíðu á íslandi henni. Lögtöku Jóns- bókar má rekja til síðari lotunnar í Noregi á árunum 1269-74 þegar landslög Magnúsar Iagabætis vora lögfest. Norsk lög era aðalfyrir- myndir Járnsíðu og Jónsbókar þótt þær þyggi að einhveiju leyti á Grágásarlögum. Ólafur Halldórsson skrifstofustjóri, (1855-1930) og Ólafur Lárusson prófessor, (1885- 1961) hafa einna ítarlegast rannsakað heimildasamband Grágásar og norsku lögbókanna við Járrisíðu og Jónsbók. (sjá greinina: „Grágás og lögbæk' umar“ í Árbók Háskóla íslands frá árinu 1923 eftir Ólaf Lárasson og formálann í '/}Ny f Jónsbókarútgáfu Ólafs Halldórssonar frá árinu 1904). Töluvert var farið í smiðju þeirra við smíð þessarar greinar því ætlunin var að komast að þvi hvemig einstakir lagaformálar varðveittust í Jámsíðu og Jónsbók. Hvort formálarnir ættu frekar upprana sinn að rekja til Grágásarlaga eða norskra laga. Um munnlegan venjurétt Áður en iög vora fest á bók er líklegt að treyst hafi verið á munnlegan venjurétt í réttarlífi. Við þær aðstæður skiptu laga formálar miklu en þeir vora munnleg fram' saga réttarathafnar og geymdust í minni. Þess vegna hafa formálarnir löngum þótt með því elsta sem íslensku miðaldalögbækumar hafa að geyma. Líklegt er að munnlegri framsögu formálanna hafi oft fylgt ákveðið háttarlag eða látbragð sem ætlað var að styrkja fram- gang réttarathafnarinnar og oft var nauðsyn- legur hluti hennar svardagi eða eiðsæri. Með eiðsærinu kölluðu hlutaðeigandi æðri máttar- völd til vitnis um að þeim væri alvara með orðum sínum og athöfnum. Fyrir fímmtardómi í Grágásarlögum átti að segja: „Ég vinn eið að bók fimmtardómseið, hjálpi mér svo guð í þvísa Ijósi sem öðru.“ Formálamir hafa oft í sér vissa minnislykla, (memo-tekník) s.s. rím og stuðla sem auðvelda fram- sögu þeirra og má í því sambandi vísa í setningu úr tryggðar og griðarmál- um Grágásar, „Set ég grið og fullan frið, fégrið og fjörgrið ..." (Grágás II 402-403). Það era formálar í öllum helstu þáttum Grágásarlaga, í erfðaþætti, ómagabálki, festarþætti, um fjárleigur, vígslóða, landabrigðisþætti og þing- skaparþætti. Úr landa- brigðisþætti má nefna formála sem segir hvemig búandi skal stefna aðila til að skipta skógi með sér og nábúa..... að eg kveð þig N að fara til skógarskiptis að skipta með okkur og koma þar fyrir miðjan dag og skipta skógi með okk- ur.“ (Grágás II 473) í fest- HVALSKURÐUR í Jónsbókarhandriti svo að orði kveða, „að hér skilur og þá tt að minni samvisku“.“ Þetta ákvæði er úr Gulaþingslögum eldri en þar er ekki i stutti formáli í endann. í 26. kafla í landabrigðisbálki Járnsíðu er minnst á mark- steina sem landamerki: „Nú skilur menn - " á um landamerki innan garðs á akur eða ■jffi engi, eða töður, og mælir annar hvor svo: „Þú hefir unnið um það ég átti að vinna og hefur þú jörðu stolið, og *' marksteina upp grafið..." Sem fyrr byggja orðin á kafla úr Gulaþingslög- um eldri. í þessu tilliti er athyglisvert að marksteinar þekkjast ekki sem landamerki í Grágásarlögum. Þar er aftur á móti minnst á merkibjörk, skógarmark, engjamark, afréttarmark 'iji og löggarða. Þetta sýnir að landamerki / yWþekkjast svo sannarlega í Grágásarlögum þótt engin ákvæði finnist um marksteina. ytyy/Þetta er vísbending um að nýjungum í lögg- ' ' jöf á íslandi hafi verið fylgt eftir með formál- um og er hægt að styðja hugmyndina frekar með dæmum úr landsleigubálki Jónsbókar. Formálar i Jénsbék INNSIGLI Frostaþings. arþætti segir frá því hvernig sá maður á að mæla þegar kona hefur verið föstnuð honum af lögráðanda hennar.....að þú N. fastnar mér N. lögföstnun og þú handsalar mér heimanfylgju og með einingu og efningu alls þess máldaga er nú var okkur um stund tínd- ur og taldur fyrir vottu vélausu og brek- lausu...“ (Grágás 162) Alls era formálarnir um sjötíu talsins. Reyndar ber að taka þessa tölu með varúð því lagasafnið’er stórt og því ber minna á þessum formálum í textanum en ætla mætti. Enda þykja Grágásarlög bera minni einkenni munnlegs venjuréttar en önnur eldri norræn lög, s.s. Frostuþings og Gulaþingslög í Noregi. Samt leynir sér ekki að ákveðin þró- un á sér stað í lagarituninni á íslandi á 13. öldinni svo mjög fækkar formálunum í Jáms- íðu og Jónsbók að tæpast getur verið um til- viljun að ræða. Formálarnir eru aðeins þrír í Járnsíðu og fimm í Jónsbók. Hér á eftir er einungis ætlunin að fjalla um formálana sem lúta að landbúnaðarlöggjöf bókanna, en þeir era fimm alls. Markmiðið er að skýra hvers- vegna þeir eru teknir upp í þessar lögbækur. Formálar ■ Járnsiéu í 25. kafla í landabrigðisbálki Járnsíðu er eftirfarandi ákvæði: „Hvarvetna þess sem menn skilur á um sætur eða landamerki, utan garðs eða innan, þá skal hafa sitt mál, er vitni bera í hag, nema hvortveggi hafi vitni, þá skal sá hafa sitt mál er sveija vill. Nú vilja báðir sveija til eða hvoragur, þá skal bijóta sundur í miðju það er þá skilur á um landa- merki. Allt það er menn skilur á, þá má vitni bera sá er vill, fijáls maður og fulltíða. Hann I 17. kafla í landsleigubálki Jónsbókar, (Um lögfesting hver rétt er), segir: „Ef maður lög- festir holt eða haga eða veiðistaði, þá skal lögfesta að kirkju eða á þingi, þar sem jörð liggur, hann skal svo segja: Eg lögfesti hér í dag eign mína er N. heitir, akra töðu, engjar skóga, haga og allar landsnytjar er því landi fylgja, til ummerkja þeirra er aðrir eiga í móti mér, bæði að orðfullu og lögmáli réttu, fyrirbýð ég héðan hveijum manni sér að nýta eða í að vinna, nema mitt sé lof eða leyfi til, að vitni þínu N. og þínu N. allra þeirra er orð mín heyra.“ Þessi formáli byggir á formála í landsleigubálki Magnúsar lagabætis, (Ef mað- ur lögfestir). í því tilliti er þó eftirtektarvert að þar er hann nokkuð styttri. „Ég lögfesti jörð mína hér í dag að orðfullu og lögfullu og þingmáli fyrirbýð ég hveijum manni sér að nýta að vitni guðs og góðra manna þeirra sem orð mín heyra.“ Þessi ákvæði era upprunnin í Frostuþingslögum eldri, þar er samt sem áður enginn formáli en efnistökin þau sömu og í Jónsbók og Landslögum Magnúsar lagabæt- is. Af þessu mætti ráða að ráðgjafar og lög- spekingar Magnúsar lagabætis tilgreini form- ála í lagasmíð sinni finnist þeim nauðsynlegt að festa ákvæði úr eldri lögum sérstaklega í sessi. Þessi tilhneiging virðist ná ákveðnum hápunkti í Jónsbók, enda lögfestan óþekkt fyrirbrigði í Grágásarlögum. Þetta staðfestist betur í 26. kafla í lands- leigubálki Jónsbókar. Þar segir: „Allt það er menn skilur á um áverka á akri eða engi, holti eða haga, skóga, eða reka, þá skal lög- festa fyrir. Sá leggi fimmtarstefnu er heldur þykkist þurfa, hann skal svo mæla: Ég lög- festi eign þessa er N. heitir eða þar liggur, bú og lóð, og allt það er þar má til gagns af - .12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6.JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.